Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988
37
Neskaupstaður:
Breiðablik stækkað
Neskaupstað.
NÝLEGA var ákveðið að heQa byggingn átta íbúða fyrir aldraða
nú í haust ef iðnaðarmenn fást til verksins.
Byggt verður við Breiðablik,
íbúðir aldraðra á staðnum. Af
Ráðherrar
Alþýðubanda-
lagsins á fundi
í Garðabæ
Vetrarstarf Alþýðubanda-
lagsins í Garðabæ er bafið. Fé-
lagið boðar til opins fundar með
ráðherrum flokksins í safnaðar-
heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ
í dag, laugardaginn 15. október
kl. 15.00.
Ráðherrarnir Ólafur Ragnar
Grímsson § ármálaráðherra, Svav-
ar Gestsson menntamálaráðherra
og Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðar- og samgönguráðherra
flytja stuttar framsöguræður og
svara síðan fyrirspumum frá fund-
armönnum.
(Úr fréttatilkynningu)
þessum átta íbúðum verða sex ein-
staklingsíbúðir og tvær hjónaíbúð-
ir sem Norðfjarðar- og Mjóafjarð-
arhreppur eiga. Fyrir í Breiðabliki
eru 12 íbúðir, 8 einstaklings- og
4 hjóna-
íbúðir, auk alls sameiginlegs rýmis
svo sem samkomu- og tómstunda-
sala sem nýtast fyrir nýju bygg-
inguna.
Þeir sem koma til með hljóta
þær íbúðir sem eru á vegum Nes-
kaupstaðar verða að lána allt að
helmingi byggingarkostnaðar til
10 ára sem áætlað er að verði um
1.200 þúsund á íbúð. Raddir heyr-
ast nú meðal bæjarbúa um að
huga þurfi að byggingu húsnæðis
fyrir það gamla fólk sem ekki er
í stakk búið til að lána svona háar
upphæðir til að komast inn í þess-
ar íbúðir. Núna eru 28 manns á
biðlista, þar af mun fleiri einstakl-
ingar en hjón.
Umsjónarmaður með bygging-
unni verður Stefán Þorleifsson.
- Ágúst
Ekið á bíl og síðan á brott
EKIÐ var á gráa bifreið af gerðinni Volkswagen Golf á bua-
stæði Kringlunnar þriðjudaginn 4. október sl. Sá sem það gerði
ók á brott.
Óhappið varð á neðri palli bíla-
stæðisins milli kl. 15.45 og 16.15.
Greina má gulan lit á lakki
skemmdu bifreiðarinnar. Þeir sem
gefið geta upplýsingar um málið
eru beðnir um að snúa sér til slysar-
annsóknardeildar lögreglunnar í
Reykjavík.
Breiðablik, íbúðir aldraðra á Neskaupstað. Viðbyggingin verður norðan við bygginguna sem fyrir er.
Amessýsla:
Hrútar verðfelldir í októberlok
STJÓRN Félags sauðQárbænda í Arnessýslu hefúr sent frá sér
eftirfarandi ábendingar til sauðQárbænda:
„í haust eru ekki líkur á að neitt
verði greitt fyrir innlegg kindakjöts
umfram fullvirðisrétt. Nú mun
ríkissjóður greiða fyrir ónotaðan
rétt, og kemur hann því ekki öðrum
að notum eins og var á síðasta
hausti. Ekki er þó fyrir að synja
að einhveijir, sem eiga rétt umfram
eigin framleiðslu, vilji kaupa slát-
urfé af þeim, sem eiga meiri fram-
leiðslu en fullvirðisrétt.
Nú er í reglugerð um kjötmat
ákvæði þess efnis að allir hrútar
(einnig lambhrútar) skuli felldir í
flokki eftir októberlok. Það er því
ástæða til að hvetja bændur og
aðra, sem hafa umráð yfir landi,
að sameinast um að smala vel fyrir
lok sláturtíðar. Einnig er líklegt að
vandkvæðum verði bundið að fá
innlegg eftir 20. nóvember inn á
fullvirðisrétt þessa árs. Því er af-
leitt ef fé er ekki komið til skiia
fyrr en um eða eftir miðjan nóvem-
ber.
Sem fyrr hvetjum við alla, sem
meðhöndla sláturfé og sláturafurð-
ir, að gæta þess að spilla aldrei
afurðum með ógætilegri meðferð.
Nú er nýmæli í reglugerð um mat
á sláturafurðum o.fl. að þeir sem
flytja sláturfé eiga að neita að taka
óhreint fé.“
Landssamband slökkviliðsmanna:
Krafist úrbóta í fi*æðslu-
málum og brunavörnum
SVAVAR Tryggvason var Igör-
inn formaður Landssambands
slökkviliðsmanna á 16. þingi þess
um síðustu helgi. Þá lét Guð-
mundur Helgason af því starfi.
Helstu mál þingsins voru mennt-
unarmál slökkviliðsmanna og
stefnumörkun varðandi stjórn
brunavarna.
Skorað var á féiagsmálaráðherra
að hluast til um breytingu laga um
stjóm brunamála þannig að stjóm
Bmnamálastofnunar hafi með
höndum stjóm stofnunarinnar og
marki stefnu hennar og starfssvið.
Þetta teija slökkviiiðsmenn vera
grundvallaratriði þess að sem best-
ur árangur náist í bmnavömnum á
íslandi.
Þá ítrekaði þingið fyrri sam-
þykktir um stóraukið fé verði veitt
til fræðslu- og þjálfunarmála
slökkviliðsmanna. Þingið átaldi
stjómvöld harðlega fyrir sinnuleysi
umþessi mál og leggur áherslu á
þörf þess að mennta jafnt undir-
og yfirmenn í slökkviliðum.
DEKKLWENIR!
LÁHÐ EKKIVEHJRINN
KOMA YKKUR Á ÓVART.
NÝ OG SÓLUÐ
VETRARDEKK,
NIGLD EÐA ÓNEGLD.
SÓIMNG,
stendur með dekkjavinum