Morgunblaðið - 15.10.1988, Síða 44

Morgunblaðið - 15.10.1988, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Minning: Sigrún Sigurðar- dóttir, Sleitustöðum Fædd 16. október 1910 Dáin 23. september 1988 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldreigi hveim er sér góðan getur. Við viljum með fáum orðum minnast móðurömmu okkar sem lést á Landspítalanum aðfaranótt föstudagsins 23. september sl. eftir skamma banalegu. í dag hefði amma orðið 78 ára ef hún hefði lifað. Hún var lögð til hinstu hvílu við hliðina á afa í Miklabæjarkirkju- garði þann 8. október sl. Skaga- fjörðurinn skartaði sínu fegursta. Amma okkar fæddist á ísafirði þann 16. október 1910, dóttir sæmdarhjónanna Guðrúnar Sigurð- ardóttur og Sigurðar Þorvaldsson- ar. Sigurður lifir dóttur sína á 105. aldursári og dvelur nú á Dvalar- heimiii aldraðra á Sauðárkróki. Amma var elst af 8 systkinum sem upp komust, 6 eru á lífi. Hún var ung að árum þegar hún fluttist með foreldrum sínum að Sieitustöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hún gift- ist Óskari Gíslasyni frá Miðhúsum í Blönduhlíð og þau hófu búskap á Minni-Ökrum í Blönduhlíð, en fluttu fljótlega að Sleitustöðum. Afi og amma stunduðu hefðbundin búskap á Sleitustöðum og í lifðu farsælu hjónabandi alla tíð. Þau eignuðust tvö böm; Þorvald Gísla bifvéla- virkja, Sleitustöðum, kvæntur Sig- urlínu Eiríksdóttur húsmóður og eiga þau þtjú böm og Amdísi Guð- rúnu húsmóður, Framnesi, gift Brodda Skagfjörð Bjömssyni bónda og oddvita og eiga þau fimm böm. A Sleitustöðum myndaðist byggðakjami. Bræður ömmu tveir byggðu sér þar hús og komu á fót bflaútgerð og verkstæði. Sá þriðji bjó í sama húsi og afi og amma og langafi og langamma og stund- aði búskap. Síðar byggði sonur ömmu og afa sér hús þama og bróð- Minning: Pétur Gretar Steins- son, bifvélavirki Fæddur 31. mars 1919 Dáinn 4. október 1988 Aðfaranótt 4. október andaðist tengdafaðir okkar eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Fátækleg orð í minningu hans. Hann var faðir bamanna sinna og afi bamabamanna sinna, glað- lyndur og glettist oft svo böm hændust að honum. Pétri og tendamóður okkar, Oddnýju Guðmundsdóttur, var um- hugað að fjölskyldan væri samhent. Heimiii þeirra var heimili okkar allra. Okkur sem ólumst upp í ná- grenni við þau og hinum sem bjugg- um heima hjá þeim em þessir tímar ógleymanlegir. Bamabömin áttu margar helgar heima hjá þeim. Það var eins og Pétri fyndist langur tími ef þau komu ekki einu sinni eða tvisvar í mánuði til að sofa og fá Buffaló Bill, en svo kallaði hann kjötbollum- ar sem þeim fannst tilheyra að fá að borða. Oft var þröngt hjá þeim þegar allur skarinn var saman kominn en aldrei mátti skilja neinn útundan, Pétur gerði aldrei upp á milli bama, tengdabama eða bamabama, allir vom honum jafti kærir. Hann naut útivem og veiðiskapar eins og okkur er öllum í fersku minni og átti marga ánægjudaga í litla veiðihúsinu á bökkum Ölfusár. Með áræði gat hann stundað þessa dægradvöl sína þótt heilsan væri ekki alltaf upp á það besta. Við tengdabömin minnumst hans og þökkum þann styrk sem hann veitti okkur. Góður Guð styrki tengdamóður okkar á þessari sorg- arstund. Tengdaböm urdóttir hennar einnig og loks reis þama sumarhús. Það var því alltaf mannmargt á Sleitustöðum. Og gjaman safnaðist allur mannskap- urinn saman í stóra eldhúsinu henn- ar ömmu. í augum okkar krakk- anna var alltaf ævintýri líkast að fara í heimsókn til afa og ömmu. Þar var alltaf hópur af krökkum og mikið hægt að leika sér. Og þó við hefðum íjós heima þá var miklu meira spennandi að fara í flósið hjá afa og ömmu. Það var mikið flott- ara en flósið heima á Framnesi. Bestu ferðimar í Sleitustaði vom á haustin. Þá fóram við systkinin með mömmu og gistum hjá afa og ömmu. Þær ferðir lögðust reyndar niður fyrir mörgum áram, en þær hafa lifað í minningunni. Afi lést snögglega fyrir rúmlega 11 áram, þann 27. júll 1977, þá nýlega orðinn 80 ára. Það var ömmu mikill missir og okkur öllum. Afi var einlægur og góður maður sem öllum vildi gott eitt gera. Við sáum hann aldrei skipta skapi. Hann var einstakt ljúfmenni. Hversu oft setti hann okkur ekki á hné sér og sagði okkur ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt eða fór með okkur í gönguferð um túnið. Afi var vinnuþjarkur mikill og seg- ir það sína sögu að hann var að moka þegar hann fékk slag sem svo dró hann til dauða. Amma bjó áfram á Sleitustöðum ásamt föður sínum og hugsaði um hann þar til hann fór á sjúkrahúsið á Sauðárkróki, 100 ára gamall. Sennilega hefur enginn gert sér raunveralega grein fyrir því hversu mikið álag það var á ömmu að hugsa um hann síðustu árin hans heima, en hún lét engan bilbug á sér finna. Hann var samt orðinn meiri hjúkranarsjúklingur en marg- an granaði þegar hann loks fékk fast pláss á sjúkrahúsinu fyrir 4 áram. Amma var hörkudugleg og kven- skörangur mikill. Eitt lýsandi dæmi um atorkusemi hennar og ákveðni er að hún fór alltaf í fjós klukkan 6 á morgnana á meðan hún bjó og hafði kýr. Ófá kjötlærin hengdi hún amma upp í reykkofann sinn og reykti þar hið allra besta hangikjöt sem við höfum smakkað. Hún reykti þama kjöt fyrir alla fjölskylduna. Fyrir um 4 áram brann kofinn hennar og þá hætti amma að reykja kjöt. Það var alltaf gott að koma til ömmu og seint gleymist kakóið hennar og kleinumar, enda bjó hún til heimsins bestu kleinur. Hún hekl- aði ógrynnin öll af dúkum og púðum og víða liggja eftir hana listaverkin og piýða mörg heimili. Pijónabol- imir og buxumar frá henni fylgdu okkur gegnum æskuárin. Hvítu lopasokkamir hennar vora líka í miklu uppáhaldi. Og enginn stagaði eins vel í og amma, það var hreint listaverk. í vor var hún orðin svo slæm heilsu að hún varð að hætta að vinna í höndunum eins og hún var vön, það þótti henni slæmt. Minningin lifir í hlutunum sem eft- ir hana liggja á heimilum bama hennar, bamabama, systkina og systkinabama og víðar. Heimili ömmu á Sleitustöðum var alltaf mannmargt og heimilisrekst- urinn stór í sniðum. Hún tók þátt í uppeldi fleiri bama en sinna eigin. Margir eiga ljúfar minningar eftir sumardvöl hjá henni og afa á Sleitu- PHILIPS VR-6448 MYNDBANDSTÆKÐ - SEFUR EKKIÁ VERÐINUM Viö eigum enn fyrirliggjandi hágæðamyndbands- tækin frá Philips árgerö 1989 og getum því boðið þessi frábæru tæki á einstaklega lágu verði Philipstæki voru valin á Ólympíuleikana í Seoul • HQ kerfi tryggir fullkomin myndgæði • Hljóðlaus kyrrmynd • Haegurhraði • Leitarhnappur • Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, endurspólun og útkasti snældu • Sjálfvirk endurstilling á teljara • Fjarstýring á upptökuminni • 365 daga upptökuminni • Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskrárliði • Sextán stöðva geymslurými • 20 mínútna öryggisminni • Ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á • Verðiðkemurþéráóvart. vegna hagstæðra samninga. Láttu PHILIPS myndbands- tækið standa vaktina fyrir þig B Verð kr. 34.270 ■ I 32»* Jf Heimilistæki hf Sætúnið • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 691S15 SlMI:691525 SlMI:691520 ósattaun^ujtv

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.