Morgunblaðið - 15.10.1988, Side 54

Morgunblaðið - 15.10.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 *» A FIMLEIKAR Afmælis-, sýning FSÍ HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Bogdan liggur undir feldi KNATTSPYRNA / 1. DEILD ■ GARY Fleming, leikmaður Nottingham Forest hefur verið valinn í landslið Norður-Irlands í knattspymu fyrir leik gegn Ung- verjum á miðvikudag. Fleming, sem hefur gengið illa að ná föstu sæti í liði Forest, kemur í stað Bernard Mclnally sem er meiddur. ■ TELE Santana, sem þjálfaði landslið Brasilíu í knattspymu, mun líklega skrifa undir samning við Flamengo fyrir met upphæð. Fyrir 15 mánaða samning fær Santana um 8 milljónir kr, en það er hæsta upphæð sem leikmaður eða þjálfari hefur fengið í laun í Brasilíu. ■ ALANSmith, sem hefur skor- að 11 mörk fyrir Arsenal í vetur, og Dave Beasant, markvörður Newcastle, vom í gær valdir í enska landsliðshópinn. Peter Be- ardsley er meiddir og einnig þá meiddust báðir varamarkverðimir á æfíngu, Chris Woods og David Seaman. Englendingar mæta Svíum í heimsmeistarakeppninni á Wembley á miðvikudaginn kemur. ■ BERND Schuster fékk tveggja leik bann fyrir ljót brot í leik Real Madrid gegn Real Zaragoza. Hann mun því missa af leik Real Madrid gegn gamla fé- lagi sínu Barcelona. Þetta var þriðji brottrekstur Scuster á Spáni en hann hefur leikið þar í átta ár. ■ MILAN Djuricic, sem Þórs- arar á Akureyri eiga nú í viðræð- um við, og gerist hugsanlega næsti þjálfari knattspymuliðs þeirra, þjálfar nú liðið Osijek í Júgó- slavíu. Liðið er nú um miðja 1. deild, en ekki í 2. deild eins og sagt var hér í blaðinu á miðvikudaginn. Rétt skal vera rétt. ■ DAVID Moyes, knattspyrnu- frömuður í Glasgow, er mörgum hér á landi að góðu kunnur. Moyes kemur til landsins í dag í boði Sam- vinnuferða-Landsýnar. Hann dvelur hér fram að næstu helgi, og þeir sem hafa áhuga á hitta Moyes geta haft samband við skrifstofu SL á Hótel Sögu. ■ JULIANAHÁB, handknatt- leiksfélag á Grænlandi, vantar þjálfara fyrir veturinn. Æskilegt væri ef þjálfarinn gæti einnig leikið með liðinu. Upplýsingar gefur Guð- mundur Þorsteinsson í síma 299- 37020. Morgunblaöið/Gerhard Uhl Bogdan Kowalzyck, landsliðsþjálfari íslands, er tilbúinn í slaginn í Frakkl- andi. FH endurræður Helga og Ólaf sem þjálfara Helgi Ragnarsson og Ólafur Jóhannesson hafa verið end- urráðnir þjálfarar meistaraflokks FH í knattspymu. Gengið var frá samningnum í vikunni. Þeir félagamir voru við stjómvölinn hjá Hafnaifyarðarlið- inu í sumar og stýrðu því upp í 1. deild á ný. Ólafur lék með liðinu auk þess að þjálfa og var einn besti maður liðsins í sumar. Hann hefur hug á að leika áfram í 1. deildinni. MorgunblaöiÖ/Þorkell Þórir Jónsson, formaður knattspymudeildar FH, til vinstri, undirritar samninginn við Ólaf og Helga fyrir hönd félagsins. Ólafur er lengst til hægri. Fimleikasamband íslands heldur upp á 20 ára afmæli sitt um þessar mundir. í tilefni þess verður haldin afmælissýning í Laugardals- höllinni í dag. Sýningin hefst kl. 14 og munu flest aðildarfélög FSÍ taka þátt í þessari sýningu. í anddyri Laugardalshallarinnar munu fímleikafélög hvaðanæva af landinu kynna starfsemi sína. SJONVARP Enski boltinn Enska knattspyman byijar aftur í Sjónvarpinu í dag, eftir sum- arfrí. „Við munum sýna frá leik Everton og Southampton. Einnig valda kafla úr öðrum leikjum," sagði Bjami Felixson, íþróttafrétta- maður Sjónvarpsins, sem mun stjóma ensku knattspymunni eins og áður. Enska knattspyman hefst kl. 17. „Við tölum við hann eftir helgina," segir Gunnar Þ. Jónsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ BOGDAN Kowalzyck, lands- liðsþjálfari íslands, liggur nú undir feldi í Póllandi og fer vel yfir allan undirbúning íslenska landsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Seoul - kaf- ar niður í ýmis mál til að leita skýringa á því hvað fór úr böndum í sambandi við undir- búning landsliðsins og einnig hvað brást í leikjum liðsins í Suwon. Bogdan fór frá íslandi með myndbandsspólur af öll- um leikjum liðsins á ÓL. Aður én Bogdan hélt til Pól- lands gaf hann út þá yfírlýs- ingu að hann yrði ekki fyrstur til að yfírgefa „skútuna" - hann væri tilbúinn að stjóma íslenska landsliðinu í B-keppninni í Frakklandi. Viðbrögð Bogdans eru drengileg og nú er ljóst að það er vilji framkvæmdastjómar HSÍ að hann stýri íslenska liðinu í B-keppninni. „Við munum ræða við Bogdan fljótlega og tilkynna honum að framkvæmdastjóm HSÍ hafi ósk- að eftir þvf að hann verði áfram með iiðið. Þá fáum við svar frá Bogdan, sem hefur þurft að hnýta saman ýmsa lausa þræði í sam- bandi við hann persónulega í Póllandi. Ræða við fjölskyldu sína og ýmislegt annað. Ég hef ekki trú á öðru heldur en Bogdan standi við orð sín og komi aftur hingað til að sjá um undirbúning og sljómi landsliðinu í B-keppn- inni,“ sagði Gunnar Þ. Jónsson, formaður landsliðsnefndarinnar í handknattleik. „Undirbúningstíminn er ekki mlkillu Gunnar sagði að það væri ljóst að undirbúningstíminn fyrir B- keppnina í Frakklandi yrði ekki mikill. „Landsliðið fær aðeins stuttan tíma í desember og síðan aðeins þijár vikur fyrir B-keppn- ina, sem hefst í lok febrúar. Það er æskilegt að leika nokkra vin- áttuleiki áður en haldið verður til Frakklands. Það er erfitt að koma vináttuleikjum á, því íslandsmótið fer að bytja og verður leikið mjög þétt fram í desember. Við getum ekki farið að skipu- leggja undirbúning okkar full- komlega fyrr en eftir 24. október, en þá verður dregið í riðla í B- keppninni. Þá sjáum við hvaða mótheija við fáum í riðlakeppn- inni og hugsanlega mótheija í milliriðlinum," sagði Gunnar Þ. Jónsson. Mm FOLK i. au.i4JLUiiJ.ua i uují u iiuiiu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.