Morgunblaðið - 01.12.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 01.12.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Mál Magnúsar Thoroddsen: Forseti tekur afstöðu í dag FORSETI íslands mun að öllum líkindum ákveða í dag hvort hún samþykkir tillögu dómsmálaráðherra um að víkja Magnúsi Thor- oddsen úr embætti hæstaréttardómara um stundarsakir, vegna kaupa hans sem handhafa forsetavaids á áfengi á kostnaðarverði. Ráðherra ákvað á þriðjudag að leggja það til, en höfða síðan mál á hendur Magnúsi. Ekki er unnt að víkja dómara úr embætti nema með dómi. Ekki hefúr verið ákveðið hvort höfðað verður einkamál til embættismissis, eða opinbert refsimál, fari forseti að tilmælum ráðherra. Fyrri kosturinn varðandi máls- höfðun, þ.e. einkamál, byggist á hugsanlegri lögjöfnun við 35. grein laga um meðferð einkamála í hér- aði. Sú grein kveður á um að ef dómari hefur að áliti ráðherra lýrt svo álit sitt siðferðislega, að hann megi ekki lengur gegna dómara- embætti, víki ráðherra honum úr embætti um stundarsakir, en höfði síðan mál á hendur honum til emb- ættismissis. Grein þessi á við um dómara í héraði, en engin slík ákvæði eru um hæstaréttardómara. Síðari kosturinn, þ.e. að ríkissak- sóknari höfði opinbert refsimál, er studdur með vísan til 139. greinar hegningarlaga. Þar er lögð við því refsing, hafi starfsmaður misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinn- ings eða til þess að gera nokkuð Kröflusvæðið: Landrís að nýju LAND hefúr verið að rísa á Kröflusvæðinu undanfarið, og í gær urðu þar nokkrir smáskjálftar. Landris var með mesta móti í gærdag, en heldur dró úr því þegar líða fór á kvöldið. Að sögn Ármanns Péturs- sonar í Reynihlíð byijaði land að rísa fyrir þremur vikum, en fyrir viku dró aftur úr hreyfíng- um. Landris hófst síðan aftur fyrir þremur dögum og náði hámarki í gær. Armann sagði að þetta væri svipuð þróun og var fyrr í sum- ar en núna væri minni skjálfta- virkni en þá. það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera. í framhaldi af máli Magnúsar Thoroddsens óskaði Ólafur Ragnar Grímsson, íjármálaráðherra, eftir því að fá skýrslu frá Áfengisversl- uninni um kaup handhafa forseta- valds undanfarin ár á áfengi á kostnaðarverði. Ólafur sagði í gær- kvöldi að hann hefði fengið þessa skýrslu í hendur, en ekki haft tíma til að kynna sér hana. Hann sagði þó að sér sýndist kaupin ekki nálg- ast magn það sem forseti Hæsta- réttar keypti. Fjármálaráðherra ætlar að kynna sér hvort einhver dæmi séu þess að handhafar forsetavalds hafí notið sömu kjara og forseti íslands, t.d. hvað varðar endur- greiðslu söluskatts, en tók fram að hann þekkti engin dæmi þess. Sjá einnig frétt á bls. 42. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Gat kom á kinnung Akureyjar AK þegar báturinn lenti i árekstri við Akraborgina í Akraneshöfin. Árekstur í Akraneshöfh Akranesi. SVO óheppilega vildi til þegar Akraborgin var að fara fyrstu ferðina frá Akranesi í gær að hún lenti í árekstri við tæplega 10 tonna bát, Akurey AK, sem var að fara í róður. Við áreksturinn kom stórt gat á kinnung Akureyjar og brugðu skipveijar skjótt við og sigldu bátnum strax í strand í innan- verðri höfninni og mátti ekki tæp- ara standa að báturinn sykki. Hann maraði í kafí meðan flóð var en síðan var hann tekinn á land og skemmdir kannaðar nán- ar. Báturinn er mikið skemmdur og sömuleiðis tæki í honum. Akraborgin hélt ferð sinni áfram en engar skemmdir urðu á henni. Sjópróf munu fara fram einhvem næstu daga. - J.G. Fjölbreytt dagskrá stúdenta í TILEFNI þess að sjötiu ár eru liðin frá fúllveldi íslands standa stúdentar í Háskóla íslands fyrir fjölbreyttri hátíðardagskrá í dag, 1. desember, sem stendur yfir samfellt frá kl. 11 um morguninn fram á næstu nótt. í samtali við Morgunblaðið sagði Sveinn Andri Sveinsson, formaður hátíðamefndar, að sjaldan eða aldrei hefðu stúdentar staðið fyrir jafn viðamikilli dagskrá og nú í ár. „Við byijum með hefðbundnum hætti kl. 11 á stúdentamessu, en stundar- fjórðungi yfír hádegi munum við taka upp þann löngu aflagða sið stúdenta að leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og við það tæki- færi mun Sigurður Líndal, lagapró- fessor og forseti Hins íslenska bók- menntafélags, flytja stutt erindi um Jón og hlut hans í sjálfstæðisbar- áttunni." Sjálf hátíðardagskráin hefst í Háskólabíói kl. 14 og verður Vigdís Finnbogadóttir forseti þar heiðursgestur. Þegar dagskránni í Háskólabíói lýkur, skiptist hún í nokkra hluta; kl. 16.00 hefst menningarvaka í Noiræna húsinu, þar sem verður tónlist og lesið er úr nýjum bókum ungra rithöfunda. Á sama tíma hefst í Odda, hugvísindahúsi, málþing um þá spumingu hvort ísland verði gjaldþrota á 21. öld. Sjá frásögn og ávarp 1. des- nefhdar á miðopnu. Grandi fær lán úr Atvinnutiyggiiigarsjóði: Lánardrottnar hafa tek- ið vel í skuldbreytingar - segir Brynjólfiir Bjarnason, framkvæmdastjóri GRANDI hf. er eitt hinna þriggja fyrirtækja sem Atvinnu- tryggingarsjóður hefur ákveðið að veita fyrirgreiðslu. Fyrir- tækið bað um lán að upphæð 72'/2 milljón króna og að sjóður- inn hefði milligöngu um skuld- breytingu á iausaskuldum. Brynjólfúr Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda, sagði að Heiðrekur Guðmunds- son írá Sandi látinn HEIÐREKUR Guðmundsson skáld frá Sandi lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sl. þriðjudag, 78 ára að aldri. Heiðrekur Guðmundsson fæddist 5. september 1910 á Sandi í Aðal- dal. Faðir hans var Guðmundur Friðjónsson á Sandi, sem er eitt helsta Ijóðskáld íslendinga á þess- ari öld, og tók Heiðrekur upp merki föður síns, við góðan orðstír. Móðir hans var Guðrún Lilja Oddsdóttir. Heiðrekur hóf nám við Héraðs- skólann að Laugum 1930. Hann vann að búi foreldra sinna lengst af til 1939 en fluttist þá til Akur- eyrar og vann þar verkamanna- vinnu 1940-42. Hann vann siðan við verslunarstörf til 1968 en þá tók hann við starfí vinnumiðlunarstjóra Akureyrarbæjar, sem hann gegndi til ársins 1983. Eftir Heiðrek liggja sjö ljóðabæk- ur, og auk þess var gefíð út safn úrvalsljóða eftir hann. Þessar bæk- ur heita Arfur öreigans, 1947, Af heiðarbrún, 1950, Vordraumar og vetrarkvíði, 1958, Mannheimar, 1966, Langferðir, 1972’, Skildagar; Heiðrekur Guðmundsson 1978, og Landamæri, 1987. Heið- rekur fékk listamannalaun frá 1947. Eftirlifandi eiginkona Heiðreks er Kristín Kristjánsdóttir. Þau eign- uðust fjögur böm og eru þijú þeirra álífí............... lánardrottnar fyrirtækisins, 13 talsins, hefðu tekið vel í skuld- breytingaráformin, en eftir væri að fá svar frá einum aðila, fjármálaráðherra, vegna opin- berra þinggjalda. Gunnar Hilmarsson, formaður stjómar Atvinnutryggingarsjóðs, vildi ekki upplýsa hver fyrirtækin þijú væru sem sjóðurinn hefði ákveðið að veita lán og fyrir- greiðslu. Hann sagði að sjóðs- stjómin myndi ekki gefa upp nöfn fyrirtækja fyrst um sinn að minnsta kosti og skiptar skoðanir væru um hvort ætti að birta nöfn og lánsupphæðir einstakra fyrir- tækja. „Þetta aðstoðar okkur við að breyta skammtímaskuldum í lang- tímalán og bæta þar með greiðslu- stöðu fyrirtækisins. Kjör á þessu láni liggja að vísu ekki endanlega fyrir," sagði Brynjóifur Bjamason. Hann var spurður hvort lánar- drottnar hefðu látið í ljós áhyggjur vegna þess að ekki verður sett ríkisábyrgð á skuldabréf sjóðsins. „Það hafa nokkrir svarað okkur jákvætt, en aðrir eru með fyrir- vara um að þeir eigi eftir að meta hvaða tryggingar liggja á bak við í sjóðnum. Því liggja ekki fyrir endanleg svör, en ef við fáum þetta bréf um lánveitinguna á morgun hefjumst við þegar handa í viðræðum við þessa aðila. Ég geri ráð fyrir að það taki nokkurn tíma að ganga frá veðum og þess háttar, en það er ánægjulegt að lánshæfí fyrirtækisins er í lagi. Þá er það bara spurning um hversu lipurlega hlutimir ganga fram.“ Brynjólfur sagði að lánardrottn- amir væm olíufélög, tryggingafé- lög og ýmis önnur fyrirtæki og stofnanir. Ráðherrar em nú að reyna að liðka til fyrir kaupum bankanna á skuldabréfum Atvinnutryggingar- sjóðs, að sögn Gunnars Hilmars- sonar, en hann hefur látið í ljós ótta um að bréfin yrðu seld á „gráa markaðinum" með miklum afföll- um. Stefán Pálsson, formaður Sambands viðskiptabankanna, sagði að ekki hefði verið haft sam- band við þá vegna kaupa á skulda- bréfum Atvinnutryggingarsjóðs og málið hefði ekki verið rætt á þeim vettvangi. Skuldbreyting fyrir milligöngu sjóðsins fer þannig fram að við- komandi fyrirtæki þarf að fá sam- þykki lánardrottna fyrir að þeir taki við skuldabréfum frá sjóðnum til sex ára, verðtryggðum með 5% vöxtum. Fyrirtækið fær svo pen- ingalán að upphæð 40% af skuld- breytingunni og gefur aftur út skuldabréf til sjóðsins fyrir upp- hæð skuldbreytingarinnar og láns- ins, verðtryggt með 6% vöxtum til 10-12 ára. EyþórH. Tómasson íLindu látinn EYÞÓR Helgi Tómasson, for- stjóri sælgætisgerðarinnar Lindu á Akureyri, lést að kvöldi þriðjudagsins 29. nóvember á fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, 81 árs að aldri. Eyþór fæddist að Bústöðum í Austurdal í Skagafírði 16. desem- ber 1906. Hann lauk prófí frá Iðn- skóla Akureyrar 1928, öðlaðist meistararéttindi í trésmíði og stundaði húsbyggingar og rak trésmíðaverkstæði 1928-42. Hann stofnaði vefnaðarvöruverslunina London 1941 og sælgætisgerðina Lindu árið 1949. Hann stofnaði einnig prentsmiðjuna Valprent og þjónustufyrirtækið Veganesti árið 1962. Eyþór var fyrsti forseti Li- onsklúbbs Akureyrar og átti lengi sæti í stjómamefnd Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Eyþór H. Tómasson Eftirlifandi kona Hildur Eiðsdóttir. Eyþórs er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.