Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 19 ASKORUN Við undirrituð, stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík, heitum á Alþingi og stjórnvöld að bæta þegar úr brýnum húsnæðisvanda skólans og leggja jafnframt drög að nýju varanlegu framtíðarhúsnæði á lóð skólans. Kristján Albertsson, rithöfundur 1917 Einar Olgeirsson, fyrrv. alþingismaður 1921 Sigurkarl Stefánsson, fyrrv. menntaskólakennari 1922 Siguijón Guðjónsson, fyrrv. prófastur 1925 Þorsteinn Ö. Stephensen, leikari 1925 Benjamín Eiríksson, fyrrv. bankastjóri 1932 Halldór Jakobsson, forstjóri 1936 Sigurður Ólafsson, lyfsali 1936 Viggó Maack, verkfræðingur 1941 Bjöm Th. Bjömsson, rithöfundur 1943 Skúli Guðmundsson, verkfræðingur 1943 Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri 1943 Magnús Magnússon, prófessor 1945 Einar Pálsson, skólastjóri 1945 Guðjón Hansen, tryggingafræðingur' 1946 Jón H. Bergs, aðalræðismaður 1947 Stefanía Pétursdóttir, ritari 1947 Bjami Bragi Jónsson, aðstoðarseðlabankastjóri 1947 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra 1948 Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari 1949 Einar Jóhannsson, eftirlitsmaður 1949 IngibjörgPálmadóttir, kennari 1950 Aðalsteinn Guðjohnsen, raftnagnsstjóri 1951 Gunnar Jónsson, landmælingamaður 1953 Hjörtur Torfason, hæstaréttarlögmaður 1954 Sveinbjöm Bjömsson, prófessor 1956 Oddur Benediktsson, prófessor 1956 Bemharður Guðmundsson, fræðslustjóri 1956 Ólafur B. Thors, forstjóri 1957 Höskuldur Jónsson, forstjóri 1957 GuðmundurÁgústsson, hagfræðingur 1959 Kjartan Jóhannsson, alþingismaður 1959 Pálmi R. Pálmason, verkfræðingur 1960 Þorsteinn Gylfason, dósent 1961 Tómas Zoéga, framkvæmdastjóri L.R. 1962 Sigurgeir Steingrímsson, handritafræðingur 1963 Markús öm Antonsson, útvarpsstjóri 1965 Jón Sigurðsson, skólastjóri 1965 Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri 1966 Baldur Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður 1967 Þorlákur Helgason, framhaldsskólakennari 1969 Hallgrímur B. Geirsson, hæstaréttarlögmaður 1969 Kristján Auðunsson, framkvæmdastjóri 1970 Geir Haarde, alþingismaður 1971 Jón Sveinsson, aðstm. forsætisráðherra 1971 Gylfi Kristinsson, deildarstjóri 1972 Markús Möller, hagfræðingur 1972 Bragi Guðbandsson, félagsmálastjóri 1973 Mörður Amason, ritstjóri 1973 Magnús Ólafsson, hagfræðingur 1974 Sigrún Pálsdóttir, verkfræðingur 1975 SigurðurJ. Grétarsson, lektor 1975 Benedikt Jóhannsson, stærðfræðingur 1975 Gunnar Steinn Pálsson, framkvæmdastjóri 1975 Skafti Harðarson, framkvæmdastjóri 1976 Jón Norland, B.A. 1977 Gunnlaugur Ó. Johnson, arkitekt 1977 Ásgeir Jónsson, gjaldheimtustjóri Suðumesja 1978 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, læknir 1979 Sigurbjöm Magnússon, framkvæmdastjóri 1979 Halldór Þorgeirsson, kvikmyndagerðarmaður 1979 Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur 1981 Jón Óskar Sólnes.íþróttafréttamaður 1981 Jóhann Valbjöm Ólafsson, sölufuUtrúi 1982 Jóhann Baldursson, háskólanemi 1982 Sveinn Andri Sveinsson, laganemi 1983 HelgaGuðrún Johnson, fréttamaður 1983 Tómas Guðbjartsson, læknanemi 1985 Úlfur H. Hróbjartsson 1985 Gunnar Auðólfsson, læknanemi 1986 Birgir Armannsson, laganemi 1988 Menntaskólinn í Reykjavík þarf framtíðarhús- næði — strax! eftir Guðfínnu Ragnarsdóttur Það eru mikil forréttindi að fá að vinna með æsku landsins, bjart- sýnum, fijálslegum og duglegum unglingum, sem öll hafa sett sér það takmark að ganga menntaveg- inn, og mæta hverjum nýjum degi með áhuga, festu og krafti. Það er satt að segja hreinasti unaður að sjá þennan fallega, stóra hóp vaxa og þroskast ár frá ári, og bæta stöðugt við visku sína og þekkingu, sér og þjóð s’inni til heilla og hamingju. En enginn verður óbarinn biskup og það þarf mikið á sig að leggja og mörgu að afneita svo vel fari. Kók og síbylja eru sjaldnast vænleg til vinnings. Að baki góðum árangri liggur mikil og skipulögð vinna, rétt hugarfar og góð vinnuaðstaða. Umbætur í húsnæðismál- um forsenda þess að skólinn geti þróast eðlilega eftirSigurð Líndal Menntaskólinn í Reykjavík rekur upphaf sitt til dómkirkjuskólanna í Skálholti og á Hólum. Sá fyrr- nefndi hófst á dögum ísleifs biskups Gizurarsonar upp úr miðri 11. öld, en þann síðamefnda stofnaði Jón biskup Ögmundsson í byijun 12. aldar. Skólinn er þannig ein af fjór- um elztu stofnunum landsins; hinar eru Alþingi sem landstjómarstofn- un, hreppaskipanin sem sveitar- stjómarstofnun og þjóðkirkjan. Er þá látið liggja milli hluta hvort sú evangelísk-lúterska kirkja sé sama stofnun og sú kaþóiska sem íslend- ingar tóku við í öndverðu. Með konungsúrskurði frá 7. júní 1841 var ákveðið að flytja skólann frá Bessastöðum til Reykjavíkur og hóf skólinn þar starfsemi haustið 1846 í húsi sem honum hafði verið reist á árunum 1844—1845. Skóla- hús þetta var reist af meiri stórhug en fram til þess hafði tíðkazt, enda hefur það verið í samfelldri notkun síðan. Má telja líklegt. að húsið sé einhver arðbærasta íjárfesting sem nokkru sinni hefur verið ráðizt í innan menntakerfísins. Þótt svo sé er ljóst að húsið er fyrir löngu orð- ið allt of lítið; það var reist fyrir 100 nemendur, en nú em í skólan- um 800. Húsakostur hefur að visu verið aukinn með nýbyggingu og leiguhúsnæði á víð og dreif í ná- gponni skólans, en nú er svo komið að jafnvel þetta hrekkur ekki til. Er óþarfí að ijölyrða um hversu skaðvænleg áhrif slíkt umhverfi hlýtur að hafa á starfsemina. Löng saga, sögufræg húsakynni og fastheldni við fomar hefðir hafa gert skólann með nokkmm hætti að ímynd festu og stöðugleika. Með þessu hefur hann veitt ómetanlegt viðnám gegn gagnrýnislítilli nýj- ungagirni sem nú hefur um nokk- urt skeið tröllriðið skólakerfí lands- manna. Er mér ekki granlaust uin að skólinn hafí nokkuð goldið þess að nýjungamenn hafí löngum náð betur eyram þeirra sem með völd hafa farið. Alltof algengt er að menn tengi festu og stöðugleika við stöðnun. Slíkt er þó fjarri sanni; Það sem úrslitum ræður er hvemig menn tileinka sér nýjungar, hvort þeir bijóta þær til mergjar eða gína við þeim gagnrýnislaust. Verður ekki betur séð en stjómendum og kennuram skólans hafí almennt tekizt að þræða hinn gullna meðal- veg og má hér minna á að nemend- ur hans hafa margir skarað fram úr í eðlisfræði undangengin ár. Hitt er ljóst að umbætur í húsnæðismál- um skólans eru forsenda þess að hann geti þróazt eðlilega. íslenzkt þjóðfélag einkennist þessa stundina af innri upplausn og agaleysi og íslenzk menning og menntun á undir högg að sækja vegna stöðugt vaxandi erlendra áhrifa, ekki sízt ágengni erlendrar múgmenningar. Porystumenn í stjórnmálum og menningarlífí era ósparir á viðvöranarorð, en hitt er meira álitamál hvort orðum þeirra fylgja athafnir að sama skapi. Menntaskólinn í Reykjavík er einstök stofnun í landinu sem vegna sögu og hefðar getur gegnt lykil- hlutverki í hinni nýju viðnáms- og sjálfstæðisbaráttu. Það væri ófyrir- gefanleg skammsýni að láta hann drabbast niður vegna alls ófull- nægjandi húsnæðis og í hróplegu ósamræmi við það sem varið hefur verið til margs konar skólabygginga víða um land undanfarin ár, oft af lítilli fyrirhyggju. Það verður nú æ ljósara hversu stjómmálamönnum era mislagðar hendur um að leysa þau mál sem þeir hafa tekið að sér. Má meðal annars hafa það til marks að kröfur um einkavæðingu gerast sífellt há- værari í flestum ríkjum heims, ekki sízt þeim sem kenna sig við sósíal- isma. Ef stjómmálamönnum reynist um megn að leysa húsnæðisvanda Menntaskólans í Reykjavík og búa að öðra leyti tilhlýðilega að honum sýnist mér að skoða ætti þann kost að gera skólann að sjálfseignar- stofnun áþekkt og hann var meðan hann var dómkirkjuskóli. Höfundur er prófessor við Há- skóla íslands. Enginn efast um vilja og góðan ásetning þeirra nemenda sem koma til náms í Menntaskólanum í Reykjavík og hvergi trúi ég mæti þeim betri lærdómsandi. í veggjum gamla skólahússins býr menntun og menning, þar lifír saga lands og þjóðar. Um mikla vinnu þarf heldur eng- inn að efast. Frá 8 að morgni til 19 að kvöldi er kennt og lært í hveiju homi af fullum krafti. En hver er vinnuaðstaðan? Ja, vægast sagt heldur bágborin: ★ Kjallarar sem dæmdir eru óhæf- ir til ívera. ★ Skólastofur svo yfírfullar að flytja þarf borð og stóla í hvert skipti sem opna þarf hurð. ★ Víða svo mikil þrengsli í kennslustofum að kennari kemst aldrei að öftustu röðun- um til þess að fylgjast með vinnu nemenda. ★ Nemendafjöldinn svo mikill að fyrir kemur að nemendur verða að taka prófin sitjandi á gólf- inu, eða húka með harða plötu á hnjánum við stflagerð og dæmareikning. ★ Sérstofur notast ekki sem skyldi því nauðsynlegt er að nýta þær til þess að koma bekkjunum fyrir. Það er líka sorglegt að horfa upp á unglingana sitja uppgefna til kl. 19 á dimmum vetrarkvöldum, glím- andi við erfíð verkefni löngu eftir að vinnudegi flestra er lokið og starfsgetan í lágmarki. Það er dapurlegt þegár þrengsli, slæmur aðbúnaður, óviðunandi starfstími og skortur á flestu því, sem í dag þykir sjálfsagt til kennslu, stendur í vegi fyrir besta mögulega árangri og leggur stein í götu þessa framsækna, duglega æskufólks. Við höfum hvorki efni á né rétt til þess, að búa ekki betur að æsku landsins. Menntaskólinn í Reykjavík þarf veglegt framtíðarhúsnæði — og það strax. Höfundur er kennari viðMR. Félagsmál eftirÞóri Auðólfsson I Skólafélagi Menntaskólans í Reykjavík era allir innritaðir nem- endur skólans. Annað -stórt félag er Framtíðin, málfundafélag skól- ans. Innan þessara félaga starfa ýmis sérfélög og klúbbar, td. íþróttafélag, listafélag, spilaklúbb- ur og vísindafélag o.fl. Þau standa fyrir ýmsum uppákomum og gefst öllum nemendum skólans kostur á að taka virkan þátt í félagslifinu. Auk þess starfa nokkur smáfélög, sem oft og tíðum setja mikinn svip á félagslífíð. í gömlum skóla eins og Mennta- skólanum í Reykjavík haldast marg- ar hefðir þó að aðrar hafí fallið niður. Nefna má tolleringar sem er hefðbundin inntökuathöfn nýnema skólans. Gangaslagur er önnur gömul hefð. Það er bardagi sjöttu- bekkinga undir forastu inspeetors platearam, hringjara skólans, við neðribekkinga, sem reyna að hindra hann í að hringja. Það hamlar nokkuð félagslífi skólans, að skólinn er tvísetinn ög félagsaðstæðan er með öllu ófull- nægjandi. Samkomusalurinn, sem er í kjallara Casa Nova, rúmar ekki nema hluta af nemendum skólans og lofthæðin þar er aðeins 2,4 m en lágmarkslofhæð á samkvæmt reglugerðum að vera 2,5 m. Þar sem nú era um 800 nemendur í skólanum er fermetrafjöldi í þeim kjallara, sem nemendum er ætlaður til samkomuhalds og borðhalds, aðeins 0,3 fm á mann. Menntaskólinn í Reykjavik hefur útskrifað vel menntaða stúdenta í rúm hundrað ár og mun vonandi fá að gera það áfram. Margir af forystumönnum þessarar þjóðar eru stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík og hafa sumir verið í forastu í félagslífi skólans. Má það því undariegt teljast að þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir skuli jafn lítið hafa verið gert til að bæta úr húsnæðisvandræðum skólans og raun ber vitni. Á sama tíma og reistir hafa verið nýir framhalds- skólar þar sem aðstaða til náms og félgslífs er miklu betri en í gamla Menntaskólanum í Reykjavík. Höfiindur er inspector scholae.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.