Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 41 Akranes: Haukur Hall- dórsson sýnir um 40 myndir HAUKUR Halldórsson, mynd- listamaður, sýnir um 40 myndir i Bæjar- og héraðsbókasafninu á Akranesi 26. nóvember til 12. desember næstkomandi. Mynd- irnar eru unnar með svokallaðri heliografískri aðferð sem Hauk- ur hefur þróað siðastliðin þrjú ár, segir í fréttatilkynningu. Myndirnar á sýningunni eru gerðar í takmörkuðu upplagi. Þær eru númerðar og áritaðar af listamann- inum. Sýningin er opin klukkan 15 til 18.30 virka daga og klukkan 14 til 20.30 um helgar. Mynd af kútter Haraldi eftir Hauk Halldórsson. • • Maraþonlærdómur í Oldutúni NEMENDUR níunda bekkjar Öldutúnsskóla í Hafharfírði sátu við lærdóminn samfleytt frá klukkan átta í gærmorgun til átta í morgun. Þetta mara- þonnám stunda þau til að safna áheitum og skal fénu varið til að styrkja vorferð nemend- anna. 72 nemendur tóku þátt í mara- þonnáminu af 74 nemendum ár- gangsins. í gær fór 15 nemenda hópur á sjó. Þeir nemar eru í sjó- vinnudeild. Nemendurnir sátu við 50 mínútur í senn og tóku sér tíu mínútna hlé inn í milli. Framund- Morgunblaðið/Bjami an eru jólapróf í næstu viku og gátu nemendumir valið greinar til að undirbúa sig sérstaklega fyrir prófin. Á myndunum em nokkrir nemanna niðursokknir í vinnuna síðdegis í gær, þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Strákarnir voru á sjó og ein bekkjardeildin í íþróttatíma. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 30. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 52,50 44,00 50,94 74,862 3.813.216 Ýsa 78,00 35,00 59,91 6,835 409.493 Lúöa 290,00 160,00 192,19 0,805 154.713 Keila 18,50 17,00 17,26 2,890 49.881 Samtals 51,84 85,392 4.427.303 Selt var aðallega úr Núpi ÞH, Ljósfara HF, Björgu HF, frá Is- bliki hf. á Akranesi og Nesveri hf. í dag verða meöal annrs seld 13 tonn af þorski, 1 tonn af ýsu og óákveðiö magn af keilu, löngu og lúðu úr Stakkavík ÁR, 9 tonn af þorski og 1 tonn af ýsu úr Lómi SH, 2 tonn af ýsu frá KASK og blandaðúr afli frá Arnarstapa og Færabaki hf. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(ósl.) 45,00 39,00 43,51 1,776 77,272 Ýsa(ósL) 67,00 66,00 66,40 0,300 19.920 Lúða 150,00 150,00 150,00 0,005 750 Blandað 40,00 40,00 40,00 0,078 3.120 Samtals 46,81 2,159 101.062 Selt var úr bátum. i dag verður einnig selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 44,50 32,00 42,39 3,671 155.601 Ýsa 63,00 25,00 44,62 7,704 343.792 Ufsi 27,50 11,00 27,15 15,453 419.589 Karfi 24,50 15,00 22,36 46,041 1.029.262 Steinbítur 32,50 32,50 32,50 0,029 943 Langa 29,50 15,00 29,28 3,259 95.420 Lúða 175,00 115,00 153,26 0,563 86.214 Síld 8,07 8,07 8,07 5,970 48.178 Skata 66,00 57,00 64,06 0,070 4.452 Skötuselur 145,00 110,00 128,51 0,121 15.550 Samtals 26,53 82,880 2.199.001 Selt var aðallega úr Gnúpi GK, Ólafl GK og Þorsteini Gíslasyni GK. í dag verða meöal annars seld 45 tonn af karfa og óákveð- ið magn af öðrum tegundum úr Hauki GK. Einnig verður selt úr Eldeyjar-Boða GK og dagróðrabátum. „Gestaboð Babettu“ í Regnboganum Þau mistök urðu í kynningu á kvikmyndinni „Gestaboð Babettu“ í Morgunblaðinu á þriðjudag að hún var sögð sýnd í Háskólabíói. Það er rangt — myndin er sýnd í Regn- boganum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Rás 2 heldur upp á 5 ára afinæli í dag RÁS 2 heldur upp á fímm ára afmæli sitt í dag, 1. desember og verður tímamótanna minnst með ýmsum hætti, meðal annars með tónleikum i beinni útsend- ingu þar sem fjölmargar hljóm- sveitir og tónlistamenn leika. Meðal þeirra sem koma í út- varpssal má nefna Bítlavinafélag- ið, Bjartmar Guðlaugsson, Bubba og Megas, Centaur, Geira Sæm, Herdísi og guilfiskana, Kamarorg- hesta, Síðan skein sól, Svarthvítan draum og Valgeir Guðjónsson. Þá líta margir gamlir dagskrár- gerðarmenn inn og brugðið verður upp brotum úr dagskránni á liðn- um árum. í fyrstu sendi Rás 2 aðeins út sex tíma á dag, auk næturútvarps um helgar, en í dag sendir hún út 24 tíma á sólarhring. Til Rásar 2 var stofnað sem tónlistarútvarps, en dagskráin hef- ur smám saman orðið fjölbreyttari. Fréttaflutningur var tekinn upp 1. apríl 1985 og síðar bæþtust við framhaldsleikrit, barnaefni, íþróttaefni, spurningaleikir, við- talsþættir og samstarf var tekið upp við deild Ríkisútvarpsins á Akureyri. I mars 1987 hófst sólarhrings- útvarp á Rás 2 og í október sama ár tók Dægurmáladeildin til starfa. V estmannaeyj ar: Framkvæmdir haftiar við við- byggingn fram- haldsskólans Vestmannaeyjum. FRAMKVÆMDIR við viðbygg- ingu framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum hófúst fyrir skömmu. Áformað er að byggja álmu norðan við núverandi hús- næði en í fyrsta áfanga verður austurhluti þessarar álmu byggð- ur. Undirbúningur fyrir framkvæmd- ina hefur staðið sl. ár og hefur teikni- stofa Páls Sophoníussonar séð um alla teiknivinnu. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að koma upp grunni fyrir þann hluta álmunnar sem hýsa mun verknámskennslu skólans í framtíðinni. Ekki hafa verið gerðar neinar áætlanir um það hvenær lokið verður við bygginguna enda erfitt um vik þar sem framkvæmdir eru háðar fjár- veitingum nkisins. — Grímur t Alúðarþakkir færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð, hjálp og vinarhug við andlát og jarðarför ÞÓRUNNAR BÖÐVARSDÓTTUR frá Butru. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og hjúkrun sendum við að Dvalarheimilinu Kumbaravogi og á deild 13D, Landspítalanum. Guð blessi ykkur öll. Aðalheiður Ólafsdóttir, Böðvar Kristjánsson. t Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR KARÍTASAR GÍSLADÓTTUR frá Ytra-Skógarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund fyrir langa og góða umönnun. Baldur Kristjánsson, Jens Kristjánsson, Unnur Kristjánsdóttir, Auður Kristjánsdóttir, Arndís Kristjánsdóttir, Einar H. Kristjánsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Kristjana Ág. Kristjánsdóttir, börn og Unnur Sveinsdóttir, Ingibjörg Þorvaidsdóttir, Jón Skagfjörð, Gisli Ágústsson, Anna Sigurðardóttir, Guðm. Rafn Ingimundarson, barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU SALVARAR HELGADÓTTUR, Skaftahlfð 22. Ingimar Karlsson, Ernst Backman, Elsa Backman, Henning Backman, Helga Backman, Valgeir Backman, Jóhanna Arnmundsdóttir og Guömunda Guönadóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Björn Emil Björnsson, Dagmar Gunnlaugsdóttir, Sverrir Jónsson, Helga Ágústsdóttir, barnabörn. Erfidrykkjur í hlýju ogvinalegu ’ umhverfi. Salir fyrir 20-250 manna hópa í Veitingahöllinni og Domus Medlca. I Veitingahöllin Ifésl Versiunarínhar S: 685018-33272.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.