Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Sænsk einingahús á íslandi síðan 1982.1 boði eru rishús, einnar hæðar og tveggja hæða hús. Skrifið eða hringið eftir upplýsingum. á fslandi Pósthólf 108, 210 Garðabæ, sími 46816/46860. HORNSÓFAR Bless Svart hvítur draumur Ljósmynd/BS Gög og Gokke og Harold Lloyd Svart hvrtur draumur var af flestum tónlistargagnrýnendum talin fremsta rokksveit landsins, þó ekki hafi sveitin verið að leika aðgengilega popptónlist og því ekki náð almennri hylli. Á ferli sínum, sem nú má telja lokið, sendi Draumurinn frá sér eina 7“, eina 10“, eina LP-plötu og eina kassettu en væntanleg er fjög- urra laga 12“, sem ber heitið Bless. Það vantar því bara geisla- diskinn til að öll form tónlistar- útgáfu sáu nýtt. Draumurinn lagði upp laupana vegna áhugaleysis eins meðlims sveitarinnar, sem fengið hafði nóg af popplífinu og ætlaði að leggja tónlistina á hilluna um stund. Eftir sátu þeir Gunnar Hjálmarsson og Birgir Baldursson, en þeir ákváðu að blása saman í nýja sveit. Þeir fengu til liðs við sig Ara Eldon, sem áður lék á bassa í Sogblettum og til varð sveitin Bless, með Ara á bassa, Gunna á gítar og Bigga á trommur. Rokksíðan kom á æfingu hjá Bless fyrir stuttu Af hverju Bless? Gunni: Platan Bless getur þá verið platan Bless með S.h. draumi, síðasta plata sveitarinnar, og platan S.h. draumur með hljóm- sveitinni Bless, fyrsta plata sveit- arinnar. Það er líka ágætt að því leyti að það gengur vel á erlendum markaði og hefur merkingu á ensku. Eitt sem er líka mikill kost- ur er að það skrifar það varla nokk- ur vitlaust, en Svart hvítur draumur var skrifað á 50 vegu. Hvernig hefur uppstokkun á hljóðfærum komið út? Gunni: Þetta er miklu betri sveit. Bæði er að Ari er miklu verri bassa- leikari en ég og ég er miklu verri gítarleikari en Steingrímur, þannig að við byrjum aftur á núlli. Þetta verður miklu hrárra og skemmti- legra Arí, færð þú engu að ráða með tónlistina? Ari: Ég fae bara útborgað á föstudögum. Ég ríf kjaft, en maður byrjar bara rólega. Síðan fer maður að læða inn einum og einum tón og svo endar með því að Gunni er kominn á mixerinn. Það má segja að Bless sé Draumurinn endurvakinn, en áð- ur voruð þið að tala um að gera eitthvað allt annað. Biggi: Já, við Gunni vorum að Margar gerðir, smíðum eftir máli. Einnig sófasett og hvíldarstólar í miklu úrvali. Sófaborðin vinsælu komin aftur. Opið virka daga kl. 9-18 og laugardagakl. 10-17. Bíldshöfða 8. símar 674080 og 686675 Við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu Verkamaður í poppbúningi Rúnar Þór á sér langa sögu í rokkinu, en gerði átta ára hlé á tónlistariðkun. Þrjú ár eru síðan hann fór aftur á kreik með plöt- unni Auga í vegg og síðan hefur hann sent frá sér sólópiötur og komið fram á plötum með öðrum. Nýlega kom út fjórða sólóplata hans, Eyðimerkurhálsar, þó ekki hafi þeirri plötu verið hampað á öldum Ijósvakans. Eyðurmerkurhálsa gerði Rúnar til styrktar SÁÁ og fékk til liðs með sér fjölda tónlistarmanna. Rokksíðan hitti Rúnar á kaffihúsi og ræddi við hann um plötuna og rokklífið. Rúnar, segðu mér frá plötunni. Þetta er plata sem ég hafði lengi ætlað mér að gera, mig langaði að reyna einu sinni enn hvort ég gæti ekki selt einhverjar plötur, en það var þó kannski ekki aöal mark- miðið, heldur þá frekar það að vera með, að halda áfram. Spurn- ingin var hvort ég ætti að gera aðra ódýra plötu eða fara til útgef- enda, Ég hafði lengi velt því fyrir mér að gefa SÁÁ plötu sem þeir gætu selt, en mér fannst ég ekki orðin nógu mikil söluvara einn til að það gengi. Ég ákvað því að fá með mér söngvara til að auka sölu- líkur plötunnar og það fór allt af fálke UMBOÐIÐ -HEILDVERSLUN AUSTURVERI HÁALEITISBRAUT 68 SÍMI 84240 Ljósmynd/BS stað. Hljóðfæraleikararnir komu svo hver úr sinni áttinni, Ásgeir Óskarsson á trommur, Jón Ólafs- son á bassa, Tryggva Húbner á gítar á móti mér, en það koma líka fleiri við sögu. Söngvararnir eru ég, Sverrir Stormsker, Alda Ólafs- dóttir, Felix Bergsson, Bubbi Morthens, Pálmi Gunnarsson og Egill Ólafsson. Þú segist hafa fengið söngvara með þér til að auka sölulíkurnar. Ertu ánægður með söluna? Já, þetta er þolanlegt. Það eru sennilega farnar um þúsund plöt- ur, en það er samt ekki nóg. Málið er að ég er ekki poppstjarna og verð það aldrei og ég er utanveltu í útvarpinu. Helsta ástæöan fyrir því er líklegast sú að í útvarpinu í dag er ekkert spilað nema barna- plötur, en ég er þó ekki að segja að mín plata sé svo miklu vand- aðri. Ég er bara ekki að syngja einhverja vitleysu. Ég hef lagt mikla vinnu í þessi lög sem hafa verið lengi að brjótast innra með mér, en ég held að dagskrárgerð- armenn hafi ekki hugrekki til að spila neitt nema fullkomlega mein- lausa dauðhreinsaða tónlist. Hvers vegna að gera plötur? Það eru þrjú ár síðan ég tók upp þráðinn aftur og fór að spila á ný eftir átta ára hlé. Þar á undan var ég að spila með mörgum af þeim sem núna eru frægir, en átta ára eyðan sem kom í tónlistinni hjá mér kom mér útúr poppsögunni og ég get ekki verið að spila og selja mig sem tónlistarmann nema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.