Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Þýskir Islandsvinir o g hval- verndardella grænfriðung,a Til Velvakanda. Grænfriðungasamtökin eru vissu- lega þörf í sambandi við vamir gegn megnun og eyðileggingu náttúrunn- ar og gegn hættunni á því að maður- inn eitri umhverfi sitt af skammsýni og vegna vanhugsaðra aðferða og lausna í umhverfismálum. En grænfriðungar eru eins og aðrir menn, þeir em ekki alvitrir. Hvalvemdunardellan er dæmigerð fyrir það. Því skrifa ekki allir íslendingar sem eiga vini í Þýzkalandi, bæði einkavini og viðskiptavini, hárbeitt lesendabréf fyrir þýzk blöð með stuttum rökum í málinu, sem svo vinir þeirra geta sent til sinna áskriftarblaða og beðið um birtingu á. Það mætti fylgja jólakortunum í ár. 0g því skrifar ekki sjávarútvegs- ráðuneytið slíkt staðlað bréf og læt- ur fjölrita, svo Þjóðveijavinir hér geti fengið þann eintakafjölda sem þeir þurfa til að senda með jólapóst- inum? Þessi fyrirtekt grænfriðunga gagnvart okkur Islendingum er þeim til hreinnar skammar, bæði aðferðin, að ætla að beita þýzk viðskiptafyrir- tæki íslendinga þrýstingi og hótun- um, sem er ekkert annað en dulbúið ofbeldi, og svo hitt að hamast eins og vitstola fólk í baráttu fýrir máli, þar sem þeir hafa enga rökstudda vissu fyrir að geri nokkurt raunhæft gagn. Við íslendingar emm veiðiþjóð og lifum á afurðum sjávar. Það er stað- reynd sem grænfriðungar í sínum ákafa og skammsýni virðast algjör- lega gleyma. Við lifum á öllum nýt- anlegu afurðum sjávar sem við get- um nýtt af viti. Við eigum ekki námur eða önnur náttúruauðæfi eins og þýzka þjóðin, sem er rík og auðug, og ef við hefð- um ekki sjávaraflann gætum við ekki lifað hér neinu nema sultarlífí á þessu „krummaskeri" eins og í fortíðinni. Og hugsanlega gæti að- eins innan við helmingur okkar kom- ist af, og jafnvel við bág kjör, ef sjávaraflans nyti ekki við. Við börðumst með aðferð eins og lesendabréfum í þorskastríðinu og þar unnum við, ekki sízt vegna áróð- ursins. Hinir ríku voru að taka brauð fátæka mannsins. Er ekki kominn tími til að við með hjálp erlendra vina okkar snú- umst öndverð gegn þessari glóru- lausu hvalvemdunarvitleysu með áhrifaríkum og raunhæfíim mót- áróðri, í stað þess að láta reka á reiðanum, eða stöndum í að slá gagnslaus vindhögg, eins og því miður virðist vera raunin nú? Og væri ekki líka ástæða til að bjóða völdum áhrifahópi í forystu- sveitinni í hvalfriðunardellu græn- friðunga, bæði í Þýzkalandi og hugs- anlega í Bandaríkjunum, í útsýnis- flug þegar hinar stórkostlegu hvala- vöður, sem sjómenn hér þekkja, eru á ferð að sumrinu til, svo þeir geti sjálfír séð hversu langt frá sannleik- anum um hættu á útrýmingu hval- anna öll þeirra áróðursþvæla er. Og auglýsa þetta og niðurstöðumar vel, t.d. með svona bréfum á eftir líka. Vonandi gefa forystumenn sjávar- útvegsmála og vinafólk Þjóðverja þessum áróðursmöguleika gaum og styrkja hann á réttan hátt. Þetta kostar dálitla fyrirhöfn og greinilega eitthvert fé, en það myndi án efa skila sér vel aftur, ef hægt væri með svona aðferðum að spoma gegn hinni lúalegu og ískyggilegu ofsókn, sem nú er uppi í vaxandi mæli gegn íslenzkum útflutningsvömm, og sem stafar af slíkum misskilningi og ímyndunum, eins og raunin er, og sem sæmir vart viti bomum, menn- ingarlegum forystumönnum, ef þeir vilja teljast slíkir. Hvalirnir em ekkert að hverfa og ef þeir verða of margir, hvað þá um fiskinn, sem þeir eta, sem við eigum að lifa á? Ætla grænfriðungar að brauðfæða okkur, ef við sveltum? Hvað skeði með áróðurinn gegn sel- veiðunum? Grænfriðungar stóðu uppi þar berstrípaðir, urðu að biðj- ast afsökunar og urðu sér til minnk- unar, eftir að hafa orsakað byggðar- öskun, sult og neyð af hreinum mis- skilningi. Vilja þeir lenda aftur í því sama fyrir glómlausa hugsjónadellu sem ekki stenzt? APG. Víkveiji skrifar Linda Pétursdóttir er nýjasta þjóðhetja íslendinga. Hún vann hug og hjörtu landsmanna með glæsilegum sigri í keppninni Ungfrú heimur í London á dögun- um. Ekkert gleður íslendinga meira en það að landinn skari framúr í útlöndum. Linda var vel að sigrinum komin. Hún var áberandi fallegust og glæsilegust þeirra 84 stúlkna, sem þátt tóku í keppninni. Hér tal- ar Víkveiji ekki áðeins sem stoltur Islendingur heldur líka sem ein- staklingur, sem falið hefur verið það vandasama starf að meta feg- urð og glæsileik kvenna. Linda Pétursdóttir mun næsta árið ferðast um heimsbyggðina og vinna að góðgerðarmálum og kynn- ingarmálum margs konar. Mikil- vægt er að við Islendingar not- fæmm okkur þetta tækifæri eins vel og mögulegt er. Þeir aðilar íslenzkir sem vinna að kynningar- málum vom of lengi að taka við sér þegar Hólmfríður Karlsdóttir vann þennan sama titil fyrir þremur ámm. Það má ekki endurtaka sig nú. Linda er glæsilegur fulltrúi ís- lands og henni er treystandi til að kynna land og þjóð þannig að eftir- tekt veki. að leyndi sér ekki að stúlkurn- ar í keppninni Ungfrú heimur höfðu mismikla reynslu í því að koma fram. Linda var í hópi þeirra stúlkna, sem vom ömggastar í framgöngu. Þama skilaði sér vel sú mikla vinna sem aðstandendur keppninnar um titilinn Fegurðar- drottning íslands leggja í til að undirbúa stúlkurnar. Strax og stúlkumar hafa verið valdar til þátt- töku í undankeppni um land allt, er byijað að þjálfa þær. Fyrir aðal- keppnina em þær í kennslu og þjálf- un svo mánuðum skiptir. Erlendir fegurðarforkólfar hafa sagt í blaða- viðtölum, að líklega leggi engin þjóð jafn mikið á sig til að velja fulltrúa sinn í fegurðarsamkeppni og íslend- ingar. Arangur íslands í keppninni Ungfrú heimur hefur vakið svo mikla athygli, að erlend blöð hafa boðað komu sína hingað til lands næsta vor til þess að fylgjast með því hvernig íslendingar fari að þeg- ar þeir velja fulltrúa sinn! XXX Víkveiji skrifaði um Fegurðar- samkeppni íslands 27. maí í vor. Til fróðleiks birtist hér smá hluti þessa pistils: „Hópurinn sem tók þátt í fegurð- arsamkeppninni í ár var óvenju jafn og góður og því var valið erfitt. Dómnefndin fylgdist með stúlkun- um í 2—3 vikur fyrir keppnina og ræddi við þær nokkmm sinnum. Að mörgu er að hyggja þegar velja skal fegurðardrottningu íslands. Hún þarf vitaskuld að vera mjög fögur og tignarleg en hún þarf líka að vera vel gefin og í góðu andlegu jafnvægi, því hennar bíða vandasöm verkefni í fegurðarkeppni erlendis. Dómnefndarmenn töldu að Linda Pétursdóttir, 18 ára stúlka frá Vopnafirði, væri öllum þessum kostum búin. Og ekki er að heyra annað en almenningur hafi verið dómnefndinni sammála, því val Lindu hefur mælst mjög vel fyrir.“ Þannig mælti Víkveiji í maí sl. og ekki verður annað sagt en Linda hafi uppfyllt þær vonir sem dóm- nefndin batt við hana! iiuiimmHtuituMiitnuiuiMUiuunuuMUiiimuiMuuauiiUuiHiMkHiHUHuU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.