Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Stjórn G-samtakanna afliendir dómsmálaráðherra áskorun: „Vanskilalistimi44 verði bannaður STJÓRN G-samtakanna, samtaka gjaldþrota einstaklinga, gekk á fimd Halldórs Ásgrímssonar, dómsmálaráðherra, 23. nóvember síðastliðinn og afhenti honum áskorun, þar sem farið er meðal ann- ars fram á að hann beiti sér fyrir því að „vanskilalistinn“ verði bannaður. í áskoruninni segir einnig, meðal annars: Tryggt verði að þegar eign- ir lenda á nauðungarsölu verði and- virði þeirra ekki undir 80% af mark- aðsverði. Séð verði til þess að fólk, sem lendir í greiðsluerfiðleikum með skuldir sem ekki stafa af kaup- um á íbúðarhúsnæði, haldi íbúðum sínum í öllum tilvikum ef það vill semja um greiðslu skuldanna. - sími 687733 Tryggt verði að fólk, sem lendir í greiðsluerfiðleikum, fái lögfræði- lega aðstoð. Að lögum um hlutafé- lög verði breytt þannig að ábyrgð stjórnenda þeirra verði aukin og bannað verði algjörlega að hafa réttarhöld og rekistefnur á heimil- um fólks eða vinnustað, segir í fréttatilkynningu. . * BONDAX. BROCKWAY, CAVALIER. COLOROLL. CROSSLEY, GEORGIAN > «1 /GOODACRE, IN-FLOOR, NEW FRANCO BELGE. SANDERSON, ULSTER, ^ K ■ '‘Jjj! j y jjf/y/'J . ?! > '! \\ V - -V S vo mjúkar að helst líkist tjaðradýnu en missa þó aldrei nóttúrulegt tjaðurmagn sitt. Þetta er lýsingin á ullartrefjunum í teppunum sem taka á móti þér jafnt ó dimmum morgni sem og skamm- degiskvöldi þegar þú kemur heim. Ullarteppi er ó sinn hótt líkt tryggum hundi; alltaf ó sínum stað og bíður þess að auka þér þœgindi þegar þú þarfnast þeirra mest. Að sjálfsögðu er ýmislegt ólíkt. Hundum er til að mynda alls ekki vel við að einhver stígi ofan á þá. En íðilfögru ullarteppin okkar eru á öðru máli. Hvernig vœri að taka með.sér sýnishorn í dag? BARR Ullargólfteppi fyrir varulláta HÖFÐABAKKA 3. REYKJAVÍK. SÍMI: 685290 félk í fréttum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Suðureyingarnir i hressara lagi enda búnir að skella í sig dálitlu af „Suðureyjarvatni' Heiðursforseti bjargveiðimannafélagsins, Tóti á Kirkjubæ, hylltur af hátiðargestum. LUNDABALL Bj argveiðimenn i ballskónum V estmannaeyjum. Bjargveiðimenn í Eyjum héldu fyrir nokkru hina árlegu árs- hátíð sína. Hátíð þessi er árviss atburður í Eyjum og gengur hátíðin venjulegast undir nafninu Lunda- ballið. Bjargveiðimenn sjá sjálfir um allan undirbúning hátíðarinnar og skipt- ast veiðifélög úteyjanna á um að sjá um veisluhöldin frá ári til árs. Að þessu sinni voru það veiðimenn úr Suðurey sem sáu um fram- kvæmdina og fórst þeim það vel úr hendi. Hermann Einarsson, sauðabóndi og lundakarl úr Suðurey, var veislu- stjóri og stjómaði fjörinu af mikilli röggsemi. Þó truflaðist Hermann örlítið í hátíðarræðu sinni, því rétt eftir að hann hóf mál sitt gengu nokkrir úteyingar í salinn og leiddu sauð á milli sín. I broddi fylkingar var gengið með spjald sem á stóð: „Orginal Suðureyingur." Var sauð- urinn leiddur á svið og stillt upp við hlið veislustjórans, sem varð að fella niður ræðuhöld sín vegna þess- arar uppákomu. Uppistaðan á matseðli Lunda- ballsins er ætið sú sama. Lundi, bæði reyktur og steiktur með til- heyrandi meðlæti. Síðan sjá þeir er hátíðinni stjórna um að koma með nýjungar og tilbrigði á matseðilinn. Að þessu sinni buðu þeir Suðurey- ingar upp á lundapaté og kryddleg- Víkingaskipið góða fiillhlaðið af reyktum og steiktum lunda. Þetta skip hefiir fylgt lundaballi um áraraðir. Veislustjórinn, Hermann Einars- son, með tákn stjórnandans um hálsinn. ið sauðakjöt á melónu, með skarfa- kálsjafning sem forrétt. Þá buðu þeir einnig upp á reykt sauðakjöt með lundanum í aðalrétt. Maturinn þótti einstaklega góður og lofuðu veislugestir hann mjög. Sumir höfðu þau orð uppi að ef svo héldi fram sem horfði myndi Lundaballið verða orðið að „galadinner" innan fárra ára. Þeir Suðureyingar létu ekki nægja að leggja sig fram við matar- gerðina þvi eftir máltíðina tók við skemmtidagskrá sem svo sannar- lega kitlaði hláturtaugar veislu- gesta. Leikþættir, sögur og brand- arar, þar sem skotið var hárfínt á viðstadda, fengu góðar undirtektir hjá veislugestum. Að sjálfsögðu var síðan lagið tekið undir stjórn Bjamareyjaijarlsins, Arna Johnsen. Að venju var síðan borin fram „Lundasúpa" um miðnættið til þess að auka orkuna og úthaldið. Lunda- karlar og konur þeirra dönsuðu síð- an fram undir morgun við undirleik Eymanna og var ekki að sjá að all- ir væru búnir að fá nóg þegar ball- inu lauk. Sigurgeir Alseyjargraddi var að sjálfsögðu með myndavélina með sér og smellti meðfylgjandi mynd- um af á hátíðinni. — Grímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.