Morgunblaðið - 01.12.1988, Side 53

Morgunblaðið - 01.12.1988, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 53 um á landsbyggðinni en fj'ölga á Reykjavíkursvæðinu. Ekkert hefur enn komið fram, sem bendir örugg- lega til þess að prestsembættum §ölgi samkvæmt tillögunum. Þvert á móti gæti þeim fækkað. Vandinn á Reykja- víkursvæðinu Ég fullyrði að fjöldi íbúa á Reykjavíkursvæðinu veit alls ekki hvaða söfnuði þeir tilheyra, enda hefur það lengi háð starfi kirkjunn- ar á höfuðborgarsvæðinu, að safn- aðarvitund er veik, en prestsvitund sterk. Prestakallaskipan á höfuð- borgarsvæðinu er í reynd meira tæknilegt rekstrarform en lifandi starfseiningar. Margir Reykvíking- ar „eiga“ sinn prest óháð því í hvaða hverfi þeir búa og mæta til helgi- halds í kirkjunni „sinni" þó hún sé í öðru prestakalli. Og þó það hljómi undarlega, þá hafa margir prestar á höfuðborgarsvæðinu mjög tak- markaða safnaðarvitund sjálfír og líta á sig sem presta fyrir Reykjavík alla og nágrenni. Það verður tæp- ast ætlast til þess að sóknarbömin virði sóknarmörk ef prestamir gera það ekki. Margir prestar á höfuð- borgarsvæðinu eru meira en fúsir heldur viljugir til þess að hafa á hendi þjónustu í öðmm prestaköll- um en þeim er ætlað að þjóna. Þetta á við prestsverkin, en líkt er að þau séu upphafm yfir öll sóknar- mörk og alla prestakallaskipan. Allir sjá að prestsverk eins og jarð- arfarir, skilnaðarmál og sálgæsla Sameiningu prestakalla mótmælt Húsavík. Aukahéraðsfundur Þingeyjar- prófastsdæmis var haldinn á Húsavík sl. laugardag og sam- þykkti hann mótmæli gegn því að sameina Háls- og Staðarfells- prestaköll. Kirkjuþing ræddi í haust tillögu að nýju frumvarpi til laga um skip- an prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju íslands. Á héraðsfundinum var málið mikið rætt og gerðar margar tillögur til breytinga á því. í frumvarpstillög- unum er gert ráð fyrir nokkram breytingum á skipan prestakalla, sameiningu þeirra og þar með fækkunum, en þó er ekki gert ráð fyrir að fækka prestum, heldur breytingu á starfssviði, þar sem prestaköllum fækkar. Meðal annars er gert ráð fyrir að sameina í Þing- eyjarprófastsdæmi Háls- og Staðar- fellsprestaköll í eitt prestakall, sem nefnist Ljósavatnsprestakall. Þetta vildu fundarmenn ekki allir fallast á og samþykkt var samhljóða svofelld tillaga: „Fundurinn mótmælir öllum hug- myndum um að leggja niður Staðar- fellsprestakall eða skipta því. Slíkt mundi ekki bara rýra stöðu kirkj- unnar í Staðarfellsprestakalli, held- ur myndi það breyta hinni kirkju- legu starfsaðstöðu mjög til hins verra bæði í Hálsaprestakalli og í Grenjaðarstaðaprestakalli svo og að vaxandi vafí kynni að leika á því, hvort prestum fyndist þá eftir- sóknarvert að fara þangað." Stefna framvarpsins var mikið rædd og margar tillögur samþykkt- ar til breytingar á ýmsum greinum þess. Meðal annars fannst fundin- um fráleitt vegna staðhátta að fela Hríseyjarpresti þjónustu Miðgarðs- sóknar í Grímsey. Skipulag sam- gangna við Grímsey væri þannig háttað að hentugra væri að veita eyjarbúum þjónustu frá öðrum prestaköllum en Hrísey. - Fréttaritari Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! y er mjög tímafrek þjónusta til við- bótar skímum og giftingum. Það hlýtur að koma undarlega fyrir sjónir að yfírhlaðinn prestur af störfum hafi tíma og þrek til þess að bæta við sig slíkri aukaþjónustu utan síns eigin prestakalls. Kvart- anir um álag í starfí hætta að verða trúverðugar í ljósi þessa ástands. Það yrði bylting í kirkjulegu starfí í Reykjavík og nágrenni, ef sóknar- prestar þar virtu sóknarmörk og einbeittu starfskröftum sínum í eig- in prestakalli. Að bæta við aðstoðar- prestum á höfuðborgarsvæðinu við hlið sóknarprestanna gæti enn frek- ar aukið á þessa ringulreið. Ljóst er að slík ráðstöfun mundi ekki' efla sóknarvitund, sem nú gefst kærkomið tilefni til þess að takast á við. Fækkun prestakalla á lands- byggðinni leysir ekki þennan vanda. Það verður heldur ekki gert með Iögum né á Kirkjuþingi. Þetta mál verða menn að leysa sjálfír heima í héraði. Innri mál í ljósi raunsæis Það hefur háð kirkjulegri um- ræðu undanfarin ár hve mönnum er gjamt að einblína á að allt sem snertir skipan kirkjunnar þurfí að. vera bundið í landslögum. Mikil- vægt er að sjálfstæði kirkjunnar megi eflast og hún sjálf geti ráðið meiru um skipan sína og starfs- hætti. I umræddum tillögum um breytingar á prestakallaskipaninni er leitast við að losa kirkjuna úr þessum lagafjötram, en þá er lagt til að vald ráðherra yfír kirkjunni verði stóraukið, ekki biskups né kirkjuþings eða annarra stofnana kirkjunnar, heldur er ráðherra gefíð úrslitavald um skipan kirkjumála, sem jaðrar við að stríði gegn guð- fræðilegum grandvelli kristinnar kirkju. Hér þarf að standa á varð- bergi. Öðra atriði þessa máls er einnig ástæða til að vékja athygli á. Því hefur verið haldið fram að neftidar tillögur um breytingar á presta- kallaskipan fjölgi starfandi prest- um. Tillögumar gera það ekki. Þær fækka prestsembættum. En á móti telja menn að reyndin þýði fjölgun starfandi presta vegna sérstaks velvilja ríkisvaldsins um að svo verði, ef þessar tillögur verða sam- þykktar. Hér er um nokkurt óraun- sæi að ræða. Lengi hefur verið beð- ið um fjölgun prestsembætta á Reykjavíkursvæðinu. Það hefur gengið hægt að ná fram slíkum óskum. Það hefur ekkert nýtt kom- ið fram sem staðfestir að ríkisvald- ið hafí breytt um skoðun í þeim efnum, langtum fremur gefur ástand þjóðmála ástæðu til að ætla að enn þyngra verði undir fæti með ijölgun prestsembætta en áður. En hvort hægt verði að leggja niður nokkur prestaköll á landsbyggðinni og nota þau í skiptimynt fyrir Ijölg- un á höfuðborgarsvæðinu, það er annað mál og ef til vill kjami máls- ins. En slík ráðstöfun leysir ekki þann safnaðarvanda sem þar er við að etja. Spumingin er hvort mark- miðum breytinganna megi ná án þess að lögum verði breytt. Höfundur er sóknarprestur í Heydölum. C7 TNTNTKAT ipA ^ -pi 'o D) iiM rviv\u jrrYO l Jfyi ) 0=0 J X[/r-\ Lra ^Veist þú um Pétur Pétursson ? ? * Pétur Pétursson hf er rótgróin heildverslun ad Sudurgötu 14, sem er í takt vid tímann. M veist’u þad ! GJAFAVÖRUR STYTTUR SPEGLAR SNYRTIVÖRUR KRYSTALL LAMPAR SNYRTITÖSKUR VASAR KLUKKUR KVENTÖSKUR SKÁLAR MYNDIR FERÐATÖSKUR STJAKAR GLÖS LEÐURHANSKAR SKRÍN __ SILFURPLETT HÁRBUSTAR MKH'I II _etur | f étursson hi Suðurgata 14, 101 Reykjavík 2 io 20 2 5i oi 11219 (líka opid um heigar)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.