Morgunblaðið - 01.12.1988, Page 44

Morgunblaðið - 01.12.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ; FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Alþjóða þingmannasambandið: Skýrsla íslands- deildar lögð fram íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins hefur gefið Alþingi skýrslu um þátttöku deildarinnar í starfsemi sambandsins frá þvi á síðasta hausti. A þeim tíma hafa Islendingar sótt þrjú regluleg þing á vegum þess; í Bangkok í Tælandi, Gvatemala-borg og Sófiu í Búlg- aríu. Engin þátttaka var hins vegar af hálfú Alþingis í aukaráðstefnum á vegum samtakanna. Alþjóðaþingmannasambandið var stofnað á árinu 1889 og hefur Al- þingi Islendinga tekiðþátt í starfsemi þess um árabil. í Islandsdeildinni sitja nú: Geir H. Haarde (S/Rvk), Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf), Sig- hvatur Björgvinsson (A/Vf), Geir Gunnarsson (Abl/Rn), Júlíus Sólnes (B/Rn) og Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk). Geir H. Haarde er form- aður deildarinnar en ritari hennar er Ólafur Ólafsson, deildarstjóri á sknfstofu Alþingis. I skýrslu íslandsdeildarinnar kem- ur meðal annars fram, að norrænu deildimar hafa með sér náið sam- starf innan Alþjóðaþingmannasam- bandsins. íslandsdeildin tekur einnig þátt í samstarfi Vesturlanda innan sambandsins, hins svonefnda Tólf plús-hóps, sem samanstendur af full- trúum flestra ríkja Vestur-Evrópu, Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálands. Haustið 1987 var reglulegt þing Alþjóðaþingmannasambandsins haldið í Bangkok. Meginumræðuefn- in þar voru annars vegar mannrétt- indamál og flóttamannavandamál í tengslum við þau og hins vegar sjálf- stæði nýlendna og barátta gegn kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunni. Einnig var fjallað um hvernig binda mætti enda á stríð írana og íraka. Sam- staða var um ályktun um mannrétt- indi og vandamál flóttamanna, en hart var deilt um sjálfstæði nýlendna og kynþáttaaðskilnað. ísiand sat hjá við atkvæðagreiðsiu um tillögu varð- andi þau mál. í vor var haldið þing í Gvatemala- borg og snerust umræðurnar þar einkum um afvopnunarmál og um- hverfisvemd. Einnig var nokkuð rætt um horfur á friði, lýðræði og efnahags- og félagslegri framþróun í Mið-Ámeríku. Góð samstaða var um ályktanir þingsins. í lok september í ár var svo hald- ið reglulegt þing í Sófíu. Þar var aðallega rætt um alþjóðlegt samstarf í mannréttindamálum og einnig um afnám nýlendustefnu og kynþáttaað- skilnaðar. Tillaga um mannréttinda- mál var samþykkt án atkvæða- greiðslu. Ályktun um síðara málið var samþykkt með 878 atkvæðum gegn 4. 011 atkvæði íslandsdeildar- innar féllu með tillögunni. íslandsdeiidin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til ályktunar um upp- reisnina gegn hernámi ísraelsmanna á arabískum landsvæðum. Deildin hafði 9 atkvæði og skiptust þau þannig, að 5 atkvæði Geirs H. Ha- arde féllu gegn tillögunni en Ólafur Þ. Þórðarson, sem fór með 4 at- kvæði, sat hjá. Fleira kemur fram í skýrslu ís- landsdeildar Alþjóðaþingmannasam- bandsins. Til dæmis var á þingum sambandsins ályktað um mannrétt- indabrot gegn þingmönnum í ýmsum löndum. Einnig kemur fram í skýrsl- unni, að regluleg þing verða haldin í Búdapest í mars og Londo'n í sept- ember. Myndin sýnir elztu hús Kaupfélags Þingeyinga, en vagga samvinnuverzlunar er í Þingeyjarsýslu. Tvöföldun skattsins kemur verst við strjálbýlisverzlunina: Skattastefiia stjórnarinnar feerir verzlunina ót ór landinu Þingmenn Sjálfstæðisflokks deila á tvöföldun sérstaks verzlunarskatts Þingmenn Sjálfstæðisflokks deildu hart á sljórnarfrumvarp um tvöföldun sérstaks skatts á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði á AI- þingi í gær. Þeir sögðu skattinn koma þyngst við stijálbýlisverzlun, sem stæði rekstrarlega mjög illa. Skatturinn gengi beint út í verð- lag, sem samræmdizt illa verðstöðvun. Hærra vöruverð og útsala á gjaldeyri færði verzlun Islendinga úr landi. Þannig tapaði ríkissjóð- ur tekjum í vörugjöldum og söluskatti. Skatturinn kemur verst við stijálbýlisverzlunina Matthias Bjarnason (S/Vf) sagði að tvöföldun sérstaks eigna- skatts á verzlunar- og skrifstofu- húsnæði kæmi verst við verzlunar- fyrirtæki í strjálbýli, bæði einka- verzlun og kaupfélög, sem væru undantekningarlítið rekin með miklum halla. Verzlanir í strjálbýli, bæði í einka- og samvinnurekstri, hafa, margar hvetjar, farið á haus- inn síðustu mánuði, aðrar berjizt. í bökkum. Verzlunin er ekki aðeins að fær- ast frá strjálbýli til stórmarkaða á höfuðborgarsvæðinu, heldur jafn- framt frá þessum stórmörkuðum út fyrir landsteina. Verzlunarferðir til annarra landa, jafnvel dagsferð- ir, standa í blóma sem aldrei fyrr. Ýtt er undir slíkar ferðir með því að selja gjaldeyri á útsölu. Og við þessar aðstæður sér nýr fjármála- ráðherra ekki annan kost vænlegri en þann að hækka sérstakan skatt á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, sem fer beint út í verðlagið, þrátt fyrir alla verðstöðvun, og skekkir enn stöðu innlendrar verzlunar, ekki sízt stijálbýlisverzlunar. Hvað heldur fjármálaráðherra að ríkissjóður tapi stórum fjármunum í vörugjaldi og söluskatti ef fólk Ólafur G. Einarsson: Skattur sem fer beint út í verðlagið — þráttfyrir verðstöðvun Ólafúr G. Einarsson (S/Rn) spurði að því í umræðu um 100% hækkun sérstaks skatts á verzlun- arhúsnæði, sem hann staðhæfði að gengi beint út í verðlagið, hvort ekki væri verðstöðvun í landinu. Spumingin var fram sett í um- ræðu um frumvarp fjármálaráö- herra um tvöföldun á sérstökum skatti á verzlunar- og skrifstofú- húsnæði Ólafur sagði að verðstöðvun væri í landinu, samkvæmt lögum, sem ríkisstjórnin beri stjórnarfarslega ábyrgð á. Kaup og kjör væru og fryst samkvæmt lögum, sem þessi sama ríkisstjórn bæri ábyrgð á. Þrátt fyrir þetta sé fram komið stjórnarfrum- varp um 100% hækkun sérstaks skatts á verzlunar- og skrifstofuhús- næði, sem allar líkur standi til að gangi beint út í verðlagið. Þar að auki komi þessi skatt- heimta verst við stijálbýlisverzlun- ina, sem beijist í bökkum. leitar í vaxandi mæli kaupa á nauð- synjum sínum utan landsteina? Hefur hann látið fram fara athugun á því, hver áhrif hækkun þessa skatts verða á verðlag í landinu? Hefur hann gengið úr skugga, hvaða áhrif þessi sérstaki verzlun- arskattur hefur á stöðu stijálbýlis- verzlunar i landinu, eins og aðstæð- ur hennar eru í dag? Matthías spurði og viðskiptaráð- herra, hvers vegna Alþýðuflokkur- inn hefði skipt um skoðun í afstöðu til þess skatts, einmitt þegar rekstr- arstaða stijálbýlisverzlunar væri verri en nokkru sinni? Hann minnti og þingmenn Fram- sóknarflokksins á hugmyndir stjérnarformanns KEA.um sérstaka aðstoð við stijálbýlisverzlun. Er tvö- földun þessa skatts svar við því kalli? Eða á að efna til einhvers konar úreldingarsjóðs stijálbýlis- verzlunar til að auðvelda SIS að taka yfir alla stijálbýlisverzlun? Skattastefha neikvæð atvinnulífínu Þorsteinn Pálsson (S/Sl) minnti á það að margra milljarða halli ríkissjóðs sýndi m.a., að tekjufor- sendur sem fjárlagafrumvarp nýs ljármálaráðherra væri byggt á, væru brostnar. Hinsvegar skorti á það að ríkisstjórnin hafi gert Al- þingi grein fyrir skattastefnu sinni fyrir komandi ár sem og tekjuáætl- unum. Hann spurði, hvort til stæði að skattleggja sérstaklega spamað og ráðdeild fólks og hvort til stæði að eyðileggja hið nýja tekjuskatts- kerfi með nýju skattþrepi. Hann spurði og í tilefni af yfirlýsingu fjár- málaráðherra, hvort mismuna ætti í skattlagningu sparnaðar, þann veg, að sparnaður í bankakerfinu verði skattlagður en ekki sparnaður í ríkisskuldabréfum. Á að skatt- leggja sparnað, sem þjónustar at- vinnulffið, en ekki sparnað, sem þjónustar ríkið? Styðja Alþýðu- og Framsóknarflokkur slíka stefnu? Þorsteinn sagði það rétt vera hjá síðasta ræðumanni, að gengis- og skattastefna ríkisstjórnarinnar ýtti undir almenna verzlun utan land- steina. Það væri ekki út í hött að talað væri um það að hinn nýi fjár- málaráðherra væri að vinna til heið- ursborgaratitils í skozkri verzlunar- borg. En það er máski til marks um vandræði ríkisstjórnarflokkanna í skattamálum og stöðu ríkisstjórnar- innar í þinginu, að nú talar formað- ur Framsóknarflokksins og forsæt- isráðherra, seint og um síðir, um nauðsyn þess að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuflokka um tekjuöflunarleiðir ríkissjóðs á kom- andi ári, og það, að stjórn og stjórn- arandstaða þurfi að mætast á miðri leið í þessu efni. Frestun virðisaukans Olafúr Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra kvaðst þegar hafa svarað öllum spurningum, sem fram hafi komið í umræðu dagsins. Hann fagnaði því að allir þingflokkar hefðu lýst stuðningi við frestun virðisaukaskatts 'um hálft ár, sem þýddi 1.200 m.kr. fyrir ríkissjóð. Fjármálaráðherra sagði það góða hugmynd hjá forsætisráðherra að ræða við stjórnarandstöðu um tekjuöflunarleiðir. Þorsteinn Páls- son væri hinsvegar ekki oddviti stjórnarandstöðunnar, heldur að- eins eins flokks af fleirum, sem stæðu utan ríkisstjórnar. Fjármálaráðherra sagði að tekju- öflunarfrumvörp sín myndu koma fram næstu daga, hvert af öðru. Í kjölfar þeirra yrði skattastefna stjómarinnar skýrð fyrir þingi og þjóð. Sökin ligfgur í liðnum árum Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) sagði rætur þess, hvern veg komið væri í efnahags- og at- vinnulífi þjóðarinnar, liggja í liðnum árum. Þessvegna væri undarlegt að hlusta á Þorstein Pálsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, tala eins og hann hafi hvergi nærri komið vandamálunum. Guðmundur sagði og að gengis- stefna, sem ekki tryggði rekstrar- stöðu útflutningsatvinnuvega, gengi ekki. Skattstofnar takmörkuð auðlind Kristinn Pétursson (S/Af)sagði á skorta að stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir því að skattstofnar í landinu væru takmörkuð auðlind. Ríkið megi ekki sækja í þessa auð- lind umfram nýtingarmörk. Það er hægt að leysa stóran hluta vanda útflutnings- og samkeppnis- greina, sagði Kristinn, með því að skrá gengið rétt. Útsala á gjaldeyri ýtir hinsvegar bæði undir rekstrar- vanda atvinnuveganna og eykur á viðskiptahallann. Aðgerðir, sem flytja verzlun fólks úr landi, skerða síðan tekjur ríkis- sjóðs, sem eru teknar að stórum hluta í vöruverði, en auka þær ekki. Skattar sem ganga út í verðlagið samræmast ekki verðstöðvun. Og skattar sem koma verst við stijál- býlisverzlun samræmast ekki byggðastefnu. Forsendur hafa breytzt Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sagði Kvennalistann ekki hafa mótað afstöðu til málsins. Kvennalistakonur hafi hingað til stutt sérstakan skatt á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, enda hafi offjárfesting blasað við í verzlun, einkum á höfuðborgarsvæðinu. En aðstæður kunna að hafa breytzt. Staða sttjálbýlisyerzlunar er slök. Þessvegna þarf að kanna vel hvort tvöföldun þessa skatts er tímabær nú við ríkjandi aðstæður. Stoppa þarf upp í fjárlagagatið Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði það rétt vera að Al- þýðuflokkurinn væri ekki hrifinn af skattheimtu, sem ekki taki tillit til rekstrarlegrar stöðu fyrirtækja. Hinsvegar sé meginmál að reka ríkisbúskapinn í jöfnuði. Tvöföldun sérstaks verzlunarskatts væri eitt skref af mörgum, sem stíga þurfi að því marki. Þessvegna hafi Al- þýðuflokkurinn fallizt á hann nú. Hvar var Fram- sóknarflokkurinn Matthías Á. Mathiesen (S/Rn) vék að ræðu Guðmundar G. Þórar- inssonar, sem rakið hafi vanda at- vinnu- og efnahagslífs þjóðarinnar rakleiðis til Þorsteins Pálssonar. Þingmaðurinn léti eins og Fram- sóknarflokkurinn hafi verið utan ríkisstjórnar um langt árabil. Svo væri ekki. Samfelld seta Framsókn- arflokksins í ríkisstjórnum væri löng orðin. Sjávarútvegsmál hafi t.d. heyrt undir ráðherra Framsókn- arflokksins, fyrst Steingrím Her- mannsson og síðan Halldór Ás- grímsson, ailan þennan áratug. Ekki væri vandinn minnstur í sjáv- 'arútvegi. Matthías áréttaði og að skýrsla sú, sem nú væri fram komin um stöðu ríkissjóðs, sýndi ótvírætt, að tekjuforsendur fjárlagafrumvarps Ólafs Ragnars Grímssonar væru brostnar. Þessvegna væri óhjá- kvæmilegt að ríkisstjórnin gerði Alþingi marktæka grein fyrir, hver stjórnarstefnan væri í tekjuáætlun og ríkisbúskap komandi árs. Hringl- andaháttur sá, sem viðgengist hefði næstliðnar vikur, varðandi þessi mál, gengi ekki lengur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.