Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 ÍÞRÚmR FOLK ■ SUNDFÓLKI Akraness var vel fagnað á Akranesi eftir að það hafði sigrað í bikarkeppni í sundi á sunnudaginn. Bæjarstjórn Akra- ness tók vel á móti sundfólkinu og bauð því til kvöldverðar. ■ SIGURÐUR B. Jónsson var kjörinn knattspyrnumaður Akra- ness 1988 á uppskeruhátíð knatt- spyrnumanna á Akranesi. Efnileg- asti ungi leikmaðurinn var valinn Sigursteinn Gíslason. Halldóra Gylfadóttir var valin knattspyrnu- kona Akraness. ■ RAGNAR Margeirsson var útnefndur knattspymumaður ársins í Keflavík. Gestur Gylfason var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn. ■ ÓLAFUR Haukur Ólafsson hefur verið útnefndur glímumaður ársins hjá GLI. Olafúr tók þátt í íjölmörgum mótum á árinu og tap- aði ekki glímu. Hann glímir af krafti og reisn og er einkum sókn- djarfur hábragðsamaður. Stjórn GLÍ ákvað jafnfram að velja Ingi- berg J. Sigurðsson, UV, efnileg- asta glímumann ársins. Ingibergur er 15 ára, en þegar orðinn fjöl- hæfur glímumaður. Hann glímir af krafti og öryggi og útfærir brögðin vel. ■ SÆBJÖRN Guðmundsson og Ágúst Már Jónsson voru á dögun- um útnefndir bestu leikmenn KR 1988. B GUNNAR Sigurðsson var kjörinn formaður Knattspyrnufé- lags IA á aðalfundi félagsins. Gunnar tekur við starfi Harðar Pálssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Gunnar er sem kunnugt er enginn nýgræðingur í störfum knattspyrnuhreyfingarinn- ar, hefur oft áður stýrt knatt- spymustarfinu á Akranesi og er nú einnig stjórnarmaður í Knatt- spyrnusambandi íslands. VALLARMAL / LAUGARDALUR u „Stúkubygging ekki áfórmuð - sagði Jóhannes Óli Garðarsson, vallarstjóri Laugardalsvallarins „STÚKUBYGGING umhverfis aðalleikvanginn í Laugardal er ekki áformuð," sagði Jó- hannes Óli Garðarsson, vall- arstjóri, í samtali við Morgun- blaðið aðspurður um fyrir- hugaðar f ramkvæmdir við vellina í Laugardal. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, ákveðið að áhorfendur á landsleikjum í knattspyrnu verði að vera í sætum frá og með undankeppni heims- meistaramótsins í knattspyrnu sem hefst árið 1992. Enginn knattspyrnuvöllur á íslandi upp- fýllir þessi skilyrði. „Það er auðvitað hlýrra og notalegra að vera í góðri stúku, en að ráðast í svo flárfrekar fram- kvæmdir fyrir eina grein er of mikið. Hins vegar ráða stjórn- málamennirnir þessu og ekki er hægt að ætlast til að Reykjavíkur- borg skapi slíka aðstöðu, sem um er rætt, ef völlurinn á að vera leikvangur þjóðarinnar allrar,“ sagði Jóhannes Óli. Vallarstjóri sagði að unnið væri að bættri aðstöðu fyrir fijáls- íþróttafólk í Laugardal. „Prufur hafa verið teknar við aðalleik- vanginn og Valbjamarvöll og á næstu dögum verður ákveðið á hvorum staðnum brautir verða lagðar," sagði hann. KORFUKNATTLEIKUR / NBA—DEILDIN Charles Barkley sést hér glíma við A.C. Green hjá Lakers. ,ekki barf, hepPnl Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum 48. LEIKVIKA - 3. DES. 1988 1 X 2 leikur 1. Aston Villa - Norwich leikur 2. Everton - Tottenham leikur 3. Luton - Newcastle leikur 4. Millwalf - WestHam leikur 5. Nott.For. - Middlesbro leikur 6. Q.P.R. - Coventry leikur 7. Sheff.Wed. - Derby leikur 8. Wimbledon - Southampton leikur 9. C.Palace - Manch.City leikur 10. Portsmouth - W.B.A. leikur 11. Stoke - Chelsea leikur 12. Sunderland - Watford Símsvari hjá getraunum eftir kl. á laugardögum er 91-84590 og 17:00 •84464. NÚ ER POTTURINN TVÖFALDUR HJÁ GETRAUNUM ÍÞRÚmR FOLK ■ KNATTSPYRNUFÉLAG IA hefur séð um rekstur íþróttavallar- ins á Akranesi og hefur nú verið gerður samnihgur við Akranes- kaupstað til næstu tveggja ára um áframhaldandi rekstur. Aformað er að hefja á næsta ári frekari vallar- framkvæmdir, en á síðasta ári byggði félagið um 12000 fermetra grasæfingarsvæði og tók auk þess í notkun félagsaðstöðu. ■ MORTEN Olsen, leikmaður Kölnar í v-þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun líklega leggja skóna á hilluna í vor og reyna fyrir sér sem þjálfari. FráJóni Meiðsli í nára hafa H. Garðarssyni gert honum erfitt i V-Þýskalandi fyrir en hann er 39 ára gamall. Honum hefur verið boðið að taka við danska liðinu Næstveld og líklegt er að hann taki við þjálfun liðsins næsta sumar. ■ AÐEINS 3.800 áhorfendur mættu á leik Stuttgarter Kickers og Bayer Uerdingen um helgina. Áhorfendur hafa ekki verið svo fáir á nokkrúm leik í v-þýsku úrvals- deildinni í vetur. ■ LIÐ Kölnar heldur til Suður- Ameríku í æfingabúðir um jólin. Liðið mun leika íjölda leikja m.a. við landslið Brasilíu. ■ LANDSLIÐ Fijieyja varð fyrst til að skora mark í undan- keppni HM á Ítalíu. Fiji vann Ástr- alíu 1:0. Þess má geta að síðast þegar þjóðirnar mættust unnu Ástralíumenn 10:0 og 2:0. Johnson með tuttugu galdra- sendingar Los Angeles Lakers lagði Philadelp- hia 76ers í spennandi leik LOS Angeles Lakers sigraði Philadelphia 76ers í hörku- spennandi leik 109:104. Með þessum sigri er Lakers komið í efsta sæti vestur-deildarinnar með níu sigra úrtólf leikjum. Los Angeles hafði forystu allan tímann en Philadelphia náði nokkrum sinnum að minnka mun- inn verulega án þess þó að jafna. „Þetta var mjög erf- Gunnar ið'ur leikur fyrir okk- Valgeirsson ur og lið Philadelp- skriíar hia er mun betra en í fyrra,“ sagði Jam- es Worthy eftir leikinn. Hjá Los Angeles var Magie Johnson stiga- hæstur með 32 stig, 20 galdrasend- ingar og 11 fráköst. Hjá Philadelp- hiu var Charles Barkley bestur að venju með 31 stig og auk þess reif hann niður 23 fráköst. Óvænt tap Detroit Óvæntustu úrslitin á þriðjudag voru tap Detroit í Indinana 98:107. Það kom vel í ljós í þessum leik hversu mikilvægur leikmaður Joe Dumars er í liði Detroit, en hann meiddist á æfingu á mánudaginn og lék ekki þennan leik. Mun hann missa af næstu 3-4 leikjum liðsins. Af öðrum leikjum á þriðjudag má nefna að San Antonio tapaði enn einu sinn, nú fyrir Atlanta, 120:104. Hjá Atlanta var Dom- inique Wilkins stigahæstur með 26 stig og Greg Anderson með jafn mörg stig fyrir Spurs. Phoenix vann athygliverðan sig- ur í Houston, 124:127. Þar var nýliðinn frá spilaborginn Las Veg- as, Armon Gilliam, í banastuði með 35 stig. Denver heldur áfram að skora grimmt og gerði nú 139 stig í sigri á New York. Þar var gamla brýnið Alex English stighæstur með 41 stig. Loks ber að geta þess að nýju liðin Charlotte og Miami léku í Charlotte og sigraði heimaliðið nokkuð örugglega. Þar með hefur Miami tapað ellefu fyrstu leikjum NBA-úrslit: Atlanta Hawks - San Antonio Spursl20:104 Charlotte Homets - Miami Heat.99:84 Indiana Pacers - Detroit Pistons.107:98 Boston Celtics - New Jersey Nets 100:93 Milwaukee Bucks - Portland.119:114 Phoenix Suns - Houston Rockets.124:107 Denver Nuggets - New York Knicks 139:119 Seattle Supersonics - Utah Jazz 109:102 Golden State Warriors - Chicago..109:99 Sacramento - Los Angeles Clippers ...123:95 KORFUBOLTI / 1. DEILD KVENNA ÍR-karfan á síðustu sek. NOKKRIR leikir voru í 1. deild kvenna í körfuknattleik í vik- unni. í leik ÍR og ÍS var mikið fjör en ÍR-ingar náðu að tryggja sér sigur á síðustu sekúndu leiksins. Það var Hildigunnur Hilmars- dóttir sem tryggði ÍR-ingum sigur, 52:50 er hún skoraði á síðustu sekúndunni. Leikurinn var jafn allan tímann. Hildigunnar lék mjög vel og gerði 14 stig en Linda Stefánsdóttir 10. Vanda Sigurgeirsdóttir gerði 17 stig fyrir IS og Hafdís Helgadóttir 14. KR sigraði Grindavík örugglega, 61:42. Það voru Hrönn Sigurðar- dóttir og Linda Jónsdóttir sem gerðu flest stig KR-inga eða 18 stig hvor. Háukar áttu ekki í vandræðum með Njarðvíkinga og sigruðu, 56:37. Herdís Gunnarsdóttir gerði 14 stig fyrir Hauka og Harpa Sigurður Hjörleifsson skrifar Majgnúsdóttir 15 stig fyrir Njarðvík. IS sigraði KR 52:42. Hafdís Helgadóttir lék mjög vel í liði ÍS og gerði 15 stig og Linda Jóns- dóttir gerði 22 stig fyrir KR. ÍBK vann auðveldan sigur á ná- grönnum sínum úr Njarðvík, 30:46. Anna María Sveinsdóttir gerði 17 stig fyrir ÍBK og Sigríður Guð- björnsdóttir 12 stig fyrir Njarðvík. Loks sigruðu Haukar Grindavík, 45:40. 1.DEILD KVENNA Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍBK 7 7 0 356: 241 14 KR 8 6 2 398: 350 12 ís 8 5 3 404: 377 10 HAUKAR 9 4 5 361: 383 8 ÍR 7 4 3 372: 385 8 UMFN 9 2 7 316: 389 4 UMFG 8 0 8 341: 423 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.