Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir STEINGRÍM SIGURGEIRSSON Franska ríkissjónvarpsstöðin Antenne 2: Keppni um sj ó n varp s stj örnur og nýjan tilverugrundvöll TÖLUVERÐS óróleika hefur gætt meðal franskra ljósvakaQöl- miðla á undanförnum mánuðum enda hafa breytingar þar verið mjög örar á síðustu árum. Þegar hægrimenn komust til valda og ríkisstjórn Jacques Chiracs var mynduð 1986 hófst mikil upp- stokkun á ljósvakafjölmiðlunum. Ein af sjónvarpsstöðvum ríkis- ins, TFl, var seld einkaaðilum en hina tvær, Antenne 2 og FR3, eru enn i ríkiseign. Auk þess bættust við nýjar sjónvarpsstöðvar i einkaeign. Þann tilvistarvanda sem bæði ríkis- og einkastöðvar virðast nú eiga við að stríða má rekja til þess að hlutverkaskipt- ingin milli þessara tveggja rekstrarforma hefúr verið mjög óskýr. Ríkisstöðvarnar hafa reynt að hafa „léttara" efni á boðstólum til þess að vera samkeppnisfærar við einkastöðvarnar um auglýs- ingaQármagnið en einkastöðvarnar standa hins vegar sumar frammi fyrir því að vera „of Iéttar" til að vera teknar alvarlega. Snemma í haust sauð uppúr meðal starfsfólksins á An- tenne 2. Ein vinsælasta sjónvarps- kona Frakklands, fréttaþulurinn Christine Ockrent, hafði verið „keypt" aftur yfír á Antenne 2 frá einkastöðinni TFl, en þangað hafði hún flust þegar stöðin var einkavædd. Hæfileikar Christine voru ekki vefengdir en launin sem hún hafði samið um fóru verulega fyrir bijóstið á verðandi starfs- systkinum hennar. 1.350 einstakl- ingar eru á launaskrá hjá Antenne 2 og eru meðallaun þeirra um 15.000 frankar (115.200 fsl. kr.) á mánuði, t.d. eru byrjunarlaun blaðamanns 7.500 frankar (57.600 ísl. kr.). Ockrent átti hins vegar að þiggja mánaðarlega í laun 120.000 franka (920.000 ísl. kr.) auk fríðinda, sem verkalýðs- félagið CGT hélt fram að ættu að nema allt að 50.000 frönkum (380.000 ísl. kr.) á mánuði. Þessu vildu aðrir starfsmenn ekki sitja undir þegjandi og hljóðalaust og fóru starfsmenn Antenne 2 auk starfsmanna FR3 og Radio Fran- ce í dagslangt verkfall í mótmæla- skyni. Þá sagði meðal annars Paul Amar, pólitískur fréttastjóri stöðvarinnar, stöðu sinni lausri. Laun hans voru 29.000 frankar (222.000 ísl. kr.) á mánuði. Sjón- varpsstjóri, eða PDG (Président Directeur Géneral) Antenne 2, var staddur í Bandaríkjunum þegar fárviðrið skall á og flýtti hann sér heim í flýti. Það var sjónvarps- stjórinn sjálfur, Ciaude Contam- ine, sem hafði samið við Ockrent, en hins vegar var það aðalfrétta- stjóri stöðvarinnar, Elie Vannier, sem var látinn fjúka. Neyðarlegt mál Málið var orðið hið neyðarleg- asta fyrir ríkisstjómina. Jean- Claude Gaudin, formaður þing- flokks UF, og Pierre Mauroy, formaður Sósfalistaflokksins, for- dæmdu laun sjónvarpsstjömunnar ogjafnvel Frakklandsforseti sjálf- ur, Fran?ois Mitterrand, hafði af- skipti af málinu. í ræðu sem hann hélt í bænum Cluny sagði hann að hæfileika og góða vinnu yrði að verðlauna en í hinu opinbera kerfl yrðu að vera til einhver mörk. Fjármálaráðherrann, Char- asse, neitaði í fyrstu að borga hið umsamda kaup en hringdi nokkr- um dögum síðar f Ockrent og bað hana afsökunar. „Ég vildi ekki lækk,a kaupið þitt, heldur einung- is ganga úr skugga um hvort að öllum reglum hefði verið fylgt.“ Þess má geta að Ockrent er gift Bemard Kouchner, sem er ráð- herra mannréttindamála. Ockrent féllst að lokum á að draga úr kaupkröfum sínum og starfsfólk hélt aftur til starfa — enda hafði Reuter Tveir kunnir sjónvarpsfréttamenn og þulir: Dan Rather frá Bandaríkjunum og Christine Ockrent frá Frakklandi. það aldrei verið ætlunin að hrekja Ockrent í burtu, slíkt hefði getað haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir ímynd Antenne 2 — sem ekki var alltof góð fyrir. Stjómvöid reyndu á hinn bóginn að gera lítið úr málinu öllu. Það mátti alls ekki líta út fyrir að nýtt „1981“ eða „1986“ væri á leiðinni, það er að í kjölfar stjómarskipta væri nán- ast öllum starfsmönnum ríkisfjöl- miðlanna skipt út. Það var sögð yfirlýst stefna að hætta afskiptum stjómmálamanna af fjölmiðlum. Ekki aðeins launamál Ockrent-málið snerist í raun ekki einvörðungu um launakjör eins starfsmanns. Þau leystu ein- ungis úr læðingi óánægju og pirr- ing sem lengi hafði verið til stað- ar. Þegar TFl var seld einkaaðil- um olli það launaskriði á franska ljósvakamarkaðinum. Allt í einu þurfti að taka tillit til áhorfenda- §ölda og fjármagns. Antenne 2 hefur á síðustu tveimur árum ver- ið óvinsælli en TFl — um 40% horfa að jafnaði mest á TFl en 30% á Antenne 2. Til þess að snúa þessum tölum við hefur öll orka Antenne 2 farið í að reyna að keppa við TFl á auglýsinga- markaðinum. Til þess hafði stöðin þó ekki fjárhagslegt bolmagn. Velta Antenne 2 er 3 milljarðar franka (15,5 - 23 milljarðar ísl.kr.) árlega en velta TFl er til saman- burðar 5 milljarðar franka. Þetta hefur vakið upp spumingar um það hversu langt ríkisstöðvamar eiga að ganga í því að keppa við einkastöðvamar á þeirra grund- velli. Eiga þær að berjast við þær á auglýsingamarkaðinum? Eiga þær að nota fjármagn sitt í að „kaupa" sjónvarpsstjömur? Á léttmetið að vera í fyrirrúmi? Ljóst er að sjónvarpsstöð á borð við Antenne 2, sem hefur 70% af tekj- um sínum af auglýsingum, getur aldrei orðið alveg öðmvísi en einkastöðvamar en hún getur hins vegar haft aðrar áherslur og skapa sér eigin sess. Benda menn gjaman á ítalska ríkisstjónvarpið Rai, sem skarar framúr einka- stöðvum hvað fréttaflutning varð- ar, og hið yirta breska ríkissjón- varp BBC og menningarlegt hlut- verk þess sem hughreystandi dæmi. Þessi aðlögun ríkisfjölmiðl- anna að breyttu umhverfl er þó talin geta orðið tímafrek og að eðlilegt jafnvægi verði ekki komið á fyrr en eftir 15-20 ár. Alister MacLean á kr. 798,- Ármann Kr. Einarsson á kr. 264,- Rauðu ástarsögurnar á kr. 594,- og Barbie á kr. 436,- Hvar? Eins og sönnum jólamarkaði sæmir leggjum við höfuðáherslu á mikið úrval bóka og leikfanga á góðu verði. Hjá okkur færðu bækur handa allri fjölskyldunni, vönduð leikföng og jólavöru á einstaklega hagstæðu verði. Það verður ódýrt að versla fyrir þessi jól. _________A X3IAMARKAÐURINN DRAFNARF ELLI 16, FELLAGÖRÐUM, S. 7 8 5 8 8 Hér. 1 | f . fT^ f / ;T: 2 . / 'r. \ \ \ ■ % % .f' m ™ 1111 Noröurfell FELLAGAROAR ----—— • ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.