Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 61
PQO r cr'jor*frr3r,9,3YT r qrrrn AfiTT'TVMT^ .CWfth TflMTTrrqOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 oa 61 Stéttarsamband bænda harmar ummæli viðskiptaráðherra: Atlaga gegn hrossa- og kindakj ötsmarkaðnum STJÓRN Stéttarsambands bænda hefur sent frá sér ályktun þar sem hörmuð eru ummæli Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra á flokks- þingi Alþýðuflokksins. Þar varpaði hann fram þeirri hugmynd að efna til herferðar meðaf almennings um að hætta að kaupa ákveðn- ar kjöttegundir frá vissum svæðum landsins til að knýja fram bann við lausagöngu búfjár og leggja áherslu á gróðurvernd. í ályktuninni er vitnað til sam- þykkta tveggja síðustu Stéttarsam- bandsþinga um gróðurvemdarmál og síðan talin upp fjögur atriði sem fullyrt er að ráðherrann fari með villandi eða rangt mál: Sú tíð er liðin að hross séu í lausa- göngu á umræddum afréttarsvæð- um. Hugmynd viðskiptaráðherra til neytenda um að mismuna svæðum við innkaup á kjöti er atlaga gegn öllum kinda- og hrossakjötsmarkaði landsins í heild, því kjöt í smásölu er á engan hátt aðgreint eftir fram- leiðslustað. Ráðherra fullyrðir að „langlund- argeð“ fólks sé á þrotum vegna ríkisútgjalda sem tengjast kinda- kjötsframleiðslu og að nú verði að grípa til aðgerða. Hér er gefið í skyn að ekkert sé aðhafst, sauð- fjárrækt sé hömlulaus, hún taki ekkert tillit til gróðurverndarsjónar- miða og ríkisútgjöld vegna hennar séu feiknarleg. Allt er þetta rangt. Sannleikurinn er sá að varla hefur orðið jafn mikil umbylting undan- farið í nokkrum málum hérlendis og í beitarmálum. Sauðfé hefur fækkað um hvorki meira né minna en um þriðjung, eða 272 þúsund fjár á einum áratug. Ríkisútgjöld tengd landbúnaði hafa stöðugt farið lækkandi sem hlutfall af öllum ríkisútgjöldum undanfarin ár, ekki síst niður- greiðslur, þar til tekinn var upp söluskattur á matvæli og hann síðan endurgreiddur að hluta. Nið- urgreiðslur að frumverði búvara samkvæmt Qárlagafrumvarpi 1989 eru 2,54% ríkisútgjalda, en útflutn- ingsbætur 0,8% ríkisútgjaldanna. Stórlega hefur dregið úr fjárfest- ingum og vöruinnflutningi til land- búnaðar. I Ijósi þeirra atriða sem hér hafa verið nefnd eru ummæli viðskipta- ráðherra úr samhengi við raun- veruleikann og virðast byggð á ónógri þekkingu. Heimur í hnotskurn Ný flölfræðibók fyrir börn og unglinga Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér Qölfræðibókina Heimur í hnotskurn eftir Jane Elliot. Bókin hefur að geyma mikið al hagnýtum fróðleik við hæfi barna og unglinga. Hér er að finna ítarleg- an kafla um jörðina, dýralíf oggróð- ur á hnettinum, sögu mannkyns og menningu, þjóðflokka um allan heim og þróun vísindanna. Breski myndlistarmaðurinn Colin King myndskreytir bókina og myndir —HiiMUi— í HlfOTSKUftN Fjóifræðí fytk bóm o9 ijnglinga m |gjjg| H Hi (£* ■' , . ‘0 ö Bííott og Cofin Ki«g« hans eiga þátt í að gera flókna hluti svo auðskilda að hvert barn getur notið þeirra, segir í frétt frá Forlag- inu. Heimur í Hnotskurn er 128 blaðsíður. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Bókin er ptentuð í Bretlandi. Jolastjömur Frásagnar- sni Ástogskuggar eftir Isabel Allende Önnur bókin frá höfundinum sem sló í gegn með Húsi andanna. Full af kátleg- um atvikum, skrautlegum karakterum, ást og grimmd. Isabel Allende er sá suður- ameríski höfundur sem einna mesta athygli hefur vakið á vesturlöndum á síð- ustu árum. Það er ekki að ósekju, því í bókum sínum sameinar hún á eftirminni- legan hátt frásagnarsnilli og félagslegt raunsæi. i ngapjOnustan / sl AI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.