Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Biblíusýning haldin í Bókasafni Kópavogs Biblían í heild gefin út á 303 tungum SÝNING á biblíum á ýmsum málum stendur nú yfir í Bókasafni Kópavogs. Biblíurnar eru sýnishorn úr safhi Ragnars Þorsteinsson- ar, sem hefur safnað bibHum í yfir 40 ár og á nú biblíur á yfir 1.200 málum. Biblían í heild hefur verið gefin út á 303 málum, Nýja testamentið á 670 málum, einstök rit biblíunn- ar á Oll málum, samtals á 1.884 málum. A einu ári, frá 1 nóvem- ber 1986 til 1. nóvember 1987, var biblían í heild seld í 12.793.631 eintaki, Nýja testamentið í 11.533.509 eintökum og einstakir hlutar í 17.790.434 eintökum, eða samtals 42.117.574. Á sýningunni er meðal annars biblía á manx, hinu foma kelt- neska máli, sem talað var á eynni Mön fram á þessa öld, en er nú dautt. Að vísu er talið að um 200 manns kunni málið sæmilega, en allir hafa þeir lært það á fullorðins- aldri og hafa áhuga á að end- urlífga það, en flestir telja von- laust að það takist. Þetta mál hefur enginn að móðurmáli. Þá má nefna biblíu á gotnesku, sem einnig er dautt Evrópumál, sem líkist íslensku meir en nokkru öðru máli í Evrópu. Svo til ekkert er til af bók- menntum á þessu máli, nema siit- ur úr biblíuþýðingu (Ulfilas) frá 4. öld. Loks má geta grænlenskrar biblíu, en grænlenska er ein grein af máli eskimóa við strendur norð- ur-íshafs. Ekki er meiri munur á grænlensku og öðrum málum töluðum á eyjum norðan Kanada og í Alaska en svo, að þessar þjóð- ir skilja sæmilega mál þeirra allra. Á sýningunni er einnig Guð- brandsbiblía og fleira er tengist biblíunni. Sýningin er opin í Bókasafninu alla virka daga kl. 9—21 og laug- ardaga kl. 11—14 og stendur til áramóta. (Fréttatilkynning) Sýningu Kjuregej Alexöndru í Ásmundarsal lýkur í kvöld. Sýningu Kjur- egej Alexöndru lýkur í dag Lesið úr leikriti Magnúsar Jónssonar SÍÐASTI dagur sýningar Kju- regeju Alexöndru í Ásmundar- sal er í dag. Kl. 16.00 verða óvæntar uppá- komur og kl. 18.30 munu Eyvind- ur Erlendsson og Karl Guðmunds- son leikarar lesa úr leikriti eftir Magnús Jónsson sem nefnist Fijálst framtak Steinars Ólafsson- ar í veröldinni. Leiklesturinn er lokaatriði á sýningu Kjuregeju sem lýkur kl. 20.00. I samtali við Morgunblaðið sagðist Kjuregej Alexandra vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við sýningu sína og dagskrána sem flutt var í minningu Magnúsar Jónssonar. SVS og Varðberg: Landflótta Tékki ræðir um þróunina í Evrópu írá 1968 Gegndi trúnaðarstörfum hjá Dubcek Samtök um vestræna Samvinnu og Varðberg halda sameiginlegan hádegisfund í Átthagasal Hótels Sögu laugardaginn 3. desember 1988. Salurinn verður opnaður kl. 12. Jiri Pelikan Gestur félaganna og framsögu- maður á fundinum er Jiri Pelikan, rithöfundur og fulltrúi ítalska sós- íalistaflokksins á Evrópuþinginu, fyrrum sjónvarpsstjóri í Tékkó- slóvakíu og formaður utanríkis- málanefndar tékkneska þjóðþings- ins). Framsöguerindi hans nefnist „Frá Prag 1968 til Moskvu 1988“. Erindið verður flutt á ensku og ræðumaður svarar fyrirspurnum á Orðagjálfur í nýrri Sturlungu eftirMagnús Oskarsson Þeir gusa mest sem grynnst vaða, segir gamalt máltæki. Ég er hvorki hissa né hneykslaður á yfirborðs- glamri stjórnmálamanna, sem ber- sýnilega rista ekki djúpt og hafa ekki mikið fram að færa. Þeim var eigi gefin andleg spektin, og yfir það reyna þeir að breiða með orðagjálfri og hávaða. Ég er hins vegar bæði hissa og hneykslaður á því, að þeir skuli komast upp með þetta, og fara með æðstu völd í þjóðfélaginu út á kjaftavit. Makalaust er t.d. að sjá þegar Ólafur Ragnar Grímsson tekur við- mælendur sína í málæðisþyrluflug í stað þess að ræða efni máls. Eftir lendingu standa þeir svo í svima og moldroki og byija grátfegnir að tala um allt annað. Dæmi um þetta er viðtalið sem tveir ágætir fréttamenn áttu nýlega við Olaf Ragnar um ólympíumet spillingarinnar í kring- um Stefán Valgeirsson. Öðrum fréttamanninum varð á að kalla Stefán nefndatröll (gott íslenzkt orð og réttnefni), og þá lyftist þyrlan. Er hún lenti var umræðuefnið orðið spilling fréttamannsins, sem' svo ógætilega hafði talað um engilinn hvíta yfir sjóðum landsmanna. Nú sýnist mér fjármálaráðherrann Ólafur Ragnar Grímsson ætla að blaðra sig heldur billega í gegnum annað mál sem hann virðist ekki hafa mikið vit á. Þegar félagi hans í ríkisstjórninni, Jón Baldvin Hannib- alsson, hefur sem fjármálaráðherra að rú-ði ríkislögmanns og annars hæstaréttarlögmanns við embætti hans, áfrýjað máli Sturlu Kristjáns- sonar til Hæstaréttar, þarf mikið ofstæki og lítið lagavit til að hrifsa málið úr höndum réttarins. Við skul- um nú skoða, hvemig Ólafur Ragnar reynir að kjafta sig út úr þessu. Vill ekki agavald í viðtali við Morgunblaðið 24. nóvember sl. segist Ólafur ekki vilja „taka við agavaldi" í þessu máli sem Hæstiréttur úrskurðaði honum sem ráðherra. Með leyfí að spyija. Hvaðan kem- ur Ólafi Ragnari sú vizka að Hæsti- réttur kynni að úrskurða honum eitt- hvert agávald yfir Sturlu eða öðrum sem eins stæði á fyrir? Er það ekki skoðun Ólafs að Sturla sé saklaus? Það hlýtur að vera. Annars væri fjár- málaráðherrann ekki að greiða hon- um milljónir úr ríkissjóði og ókeypis tveggja ára dvöl í útlöndum. Og hvað með Sturlu? Er Ólafur Ragnar ekki að svipta hann sigri í Hæstarétti fyrst málstaðurinn er svona góður? Eða var kannski hættulegt að bíða með verðlaunaaf- hendinguna þar til keppni lyki? Þá er eftir að skoða hinn kostinn, sem er þetta agavald sem fjármála- ráðherrann vill ekki „taka við“ frá Hæstarétti. Hugsunin er reyndar óskýr og orðaskil óglögg í þyrlurok- inu, en ég skil þetta þannig, að ráð- herrann, þrátt fyrir málstaðinn góða, útiloki ekki, að Hæstiréttur teldi fjármálaráðherra hafa agavald í fjár- málum ríkisins. En svoleiðis vald kærir Ólafur Ragnar sig ekkert um og bandar því frá sér með fyrirlitn- ingu. Þessa afneitun agavaldsins rökstyður Ólafur í Morgunblaðsvið- talinu með því, að prófmál verði að byggja á „eðlilegum siðferðilegum grunni". Enn koma áferðarfalleg orð, sem ekki þola þvott. Á að skilja þetta svo, að Ólafí Ragnari (eða Stefáni Valgeirssyni) sé betur treystandi til að meta siðferðilegan grundvöll dómsmála en dómstólum landsins? Einstakt próftnál { umræddu viðtali segir Ólafur Ragnar ennfremur: „Það getur þurft að fara í próf- mál til að fá úr því skorið, hvar takmörkin á valdi embættismanna eru og hveijar hlýðniskyldur þeirra eru gagnvart ráðherrum og ráðu- neytum." Þetta er hárrétt. Mestan hluta ævinnar hef ég sem lögfræðingur fengizt við mál er varða stöðu, rétt- Magnús Óskarsson „Stendur ekkert annað eftir en sá sannleikur, að hann og annar kommúnistaráðherra hafa gefíð dómstólum landsins langt nef í þeim pólitíska tilgangi að ná sér niðri á Sverri Hermannssyni á kostn- að almennings.“ indi og skyldur opinberra starfs- manna. Upplagðara prófmál á þessu sviði, en mál Sturlu fræðslustjóra hef ég sjaldan séð. Alveg sérstaklega á þetta við um þau atriði sem Ólafur Ragnar nefnir í ofangreindri tilvitn- un. En síðan byijar hann að blaðra sig burt frá efninu. Prófmál verða að eiga sér „eðlilegan aðdraganda" segir hann, og þau mega ekki vera flækt í „mjög viðkvæmar pólitískar deilur". Enn er þörf á að grilla í gegnum moldrykið. Það getur alls ekki verið „eðlileg- ur aðdragandi" að því að embættis- maður sé sviptur stöðu sinni vegna annarra eins ávirðinga og um var deilt í Sturlumálinu. Þannig mál hlýtur eðli sínu samkvæmt að vera í meira lagi afbrigðilegt og eiga sér óvenjulegan aðdraganda. Þá má spyija hvort líklegt sé að slíkt mál geti verið ópólitískt þegar einungis er unnt með pólitísku valdi að svipta menn starfi. Og ætli bið verði ekki á máli af þessum toga sem ekki er viðkvæmt,_ bæði persónulega og pólitískt. Ég á tæpast von á því, að slíkt óskamál komi upp í ráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar eða nokk- urs annars fjármálaráðherra. Ólafssturlunga þvegin Að lokum staldra ég við eftirfar- andi ummæli Ólafs Ragnars í Morg- unblaðinu: „ . .. kannski hefði gegnt öðru máli, ef Hæstiréttur hefði verið búinn að fjalla um málið, og ég væri beinlínis að grípa inn í störf réttarins." Hér hefði margur annar leitað ráða og þekkingar, áður en hann tók til máls. Hvar átti nú Ólafur Ragnar að stöðva Hæstarétt eftir að hann var „búinn að fjalla um málið"? Sú umfjöllun getur tæpast verið annað en munnlegur málflutningur en að honum loknum er mál tekið til dóms. Til þess að „grípa inn í störf réttar- ins“ þyrfti ðlafur að flytja málið sjálfur eða a.m.k. vera viðstaddur til að meta málflutninginn. Síðan þyrfti snör handtök, því dómur getur komið strax, og einhvem veginn vefst þessi atburðarás fyrir mér. Ólafur veit auðvitað ekkert um þenn- an einfalda gang dómsmála, en reiknar með því að sleppa á hunda- vaði eins og venjulega. Hér hefur verið brugðið út af þeirri venju að taka þegjandi við orðagjálfri Ólafs Ragnars Grímsson- ar. Er það hefur verið þvegið burt þessari Sturlungu hans, stendur ekk- ert annað eftir en sá sannleikur, að hann og annar kommúnistaráðherra hafa gefið dómstólum landsins langt nef í þeim pólitíska tilgangi að ná sér niðri á Sverri Hermannssyni á kostnað almennings. Höfundur er borgarlögmaður. eftir. Fundurinn er aðeins opinn félagsmönnum í SVS og Varð- bergi, svo oggestum félagsmanna. Jiri Pelikan er fæddur 7. febrú- ar 1923 í Olomouc (Olmiitz) á Mæri (hinni fomu höfuðborg Mæris og erkisbiskupssetri) í Tékkóslóvakíu. Sextár. ára gamall (1939) var hann orðinn félagi í hinum ólöglega kommúnistaflokki og tók þátt í mótspyrnu gegn hemámi þýskra nasista. Gestapo handtók hann í apríl 1940 og næstu fimm árin sat hann í fang- elsum eða fór huldu höfði. Eftir stríð lauk hann stúdentsprófi og hóf nám í stjórnmálafræðum við háskólann í Prag. 1953 varð hann framkvæmdastjóri og 1955 forseti IUS (Intemational Union of Stud- ents). 1963 varð hann sjónvarps- stjóri tékkneska ríkisins og sama ár var hann kosinn á þing, þar sem hann varð síðar formaður utanrík- ismálanefndar. Á aukaþingi tékk- neska kommúnistaflokksins 23. ágúst 1968 var hann kosinn í mið- stjórn flokksins, en síðar lýstu sovésk hernámsyfirvöld fundinn ólöglegan. Við innrás Sovétríkjanna og annarra Varsjárbandalagsríkja inn í Tékkóslóvakíu sumarið 1968 var hann sviptur sjónvarpsstjórastarfi, sendur úr landi og gerður menn- ingarfulltrúi við tékkneska sendi- ráðið í Rómaborg. Hann hélt enn þingsæti sínu og 1969 neitaði hann sem þingmaður að sam- þykkja og lögbinda hernám sov- éska innrásarliðsins. Hann var þá rekinn úr kommúnistaflokknum, umboð hans til þingmennsku gert ógilt og að lokum var hann sviptur tékkneskum ríkisborgararétti. Hann varð þá pólitískur flóttamað- ur á Ítalíu og gerðist þar sjón- varpsfréttamaður, auk þess sem hann ritstýrði tímaritinu „Listy“,en það er málgagn tékkn- eskra sósíalista í útlegð og and- spymuhreyfingar sósíalista innan Tékkóslóvakíu. Hann er höfundur margra bóka, svo sem „The Secret Vysocany Congress“ (Penguin), „The Czechoslovak Political Trials“ (Stanford), „Socialist Opposition in Eastern Europe“ (Allison & Busby), „S’ils me tuent“ [,,Ef þeir drepa mig“] (Grasset) o.fl., auk aragrúa tímaritsgreina. 1977 varð hann ítalskur ríkis- borgari og frá 1979 hefur hann setið á Evrópuþinginu, kosinn af lista ítalska sósíalistaflokksins (PSI). Þar á hann sæti bæði í stjómmálanefnd og utanríkisvið- skiptanefnd. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.