Morgunblaðið - 01.12.1988, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.12.1988, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Unnið fímm daga vik- unnar hjá Alafossi FIMM daga vinnuvika hefst að nýju hjá Álafossi á mánudag, en vinnuvikan hefur verið þrír dagar síðan um miðjan nóvember vegna verkefiiaskorts. Aðalsteinn Helgason aðstoðarforsljóri Ála- foss sagði í samtali við Morgunblaðið að tekist hefði viðbótarsamn- ingur við Sovéska samvinnusambandið sem uppfylla þyrfti og því hefði verið ákveðið að setja starfsfólk á fulla vinnuviku að nýju. Sovéska samvinnusambandið pantaði 13.000 peysur til viðbótar við það magn sem það áður hafði samið um. Aðalsteinn. Að öllum líkindum helst vinna fimm daga vikunnar fram að ára- mótum og má þá búast við að farið verði að framleiða upp í samninga næsta árs. Nýbygging Dags við Strandgötu. Þeir Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss og Valur Arnþórsson stjómarformaður SÍS og kaup- félagsstjóri KEA erú nú staddir í Moskvu. Þeir koma heim um helg- ina án þess að samið hafi verið um viðskipti næsta árs við Sovét- menn. „Samningaviðræðurnar byija ekki af alvöru fyrr en í fyrsta lagi í desember og venjulega hafa viðræður dregist fram í janúar. Þeir Valur og Jón eru að kanna ýmsa nýja möguleika í Sovétríkj- unum og einnig er Valur að kveðja Sovéska samvinnusambandið, sem hann hefur átt mjög vinsamleg samskipti við í sinni tíð sem stjórn- arformaður Sambandsins,“ sagði Starfsmönnum feekkað á Degi og Dagsprenti Híbýli lif,; Ný pússning á markað HIBYLI hf. hefiir gerst umboðs- aðili fyrir svokallaða Knauf- gipspússningu. Pússningin verður kynnt í einni af þeim íbúðum, sem Híbýli byggir fyrir aldraða við Víðilund, í dag og á morgun. Að sögn Harðar Túliníusar hef- ur nýja pússningin töluverðan vinnuspamað í för með sér auk þess sem vinnan er léttari en tíðkast hefur. Pússningin hentar á loft og veggi innandyra hvort sem er í íbúðum eða stærri byggingum, í nýbyggingum og til endurnýjun- ar, en þó ekki í herbergi sem eru stöðugt rök. Pússningin er dönsk og hefur verið á markaði í Reykjavík í þijú ár á vegum BYKO. Híbýli verður umboðsaðili norðanlands. Tveir fulltrúar frá danska framleiðandanum kynna pússninguna í íbúðinni við Víði- lund. ALLT starfsfólk Dags og Dagsprents hefúr verið endurráðið nema Qórir, þar af tveir starfsmenn ritstjórnar Dags og tveir starfs- menn Dagsprents, sem láta munu af störfúm. Að sögn Jóhanns Karls Sigurðssonar framkvæmdastjóra er þetta liður í aðhaldsað- gerðum fyrirtækjanna, en samkvæmt tíu mánaða uppgjöri þeirra er milljóna króna halli á þeim báðum. Hjá fyrirtækjunum samanlagt yrði síðum fækkað niður í tólf að unnu 56 starfsmenn í sumar með sumarafleysingafólki og eftir fækkunina fara starfsmenn niður í 42. Alls hefur níu manns verið sagt upp störfum hjá fyrirtækjun- um tveimur síðan í haust. í bígerð er jafnframt að minnka dagblaðið Dag, upp úr áramótunum. Venju- lega er Dagur 16 blaðsíður og hefur fjöldi síðna farið upp í 20. Jóhann Karl sagði að væntanlega staðaldri. Jóhann sagði að óvíst væri um frekari uppsagnir starfsfólks. „Við vonum að þær aðgerðir, sem þeg- ar hafa verið gerðar, dugi til þess að fyrirtækin verði rekin á núllinu, svo framarlega sem tekjur rýrna ekki miklu meira en þegar er orð- ið. Samhliða uppsögnum höfum við tekið upp hert aðhald á öllum sviðum og breytt vaktafyrirkomu- lagi,“ sagði Jóhann Karl. Öllu starfsfólki Dags og Dags- prents var sagt upp störfum frá og með 1. nóvémber sl. vegna hagræðingarátaks. Þá lét stjórn- arformaðurinn Valur Arnþórsson jafnframt hafa eftir sér að mein- ingin væri að endurráða sem flesta, en þó á breyttum forsend- Leggja á Blönduósskrifstofu Dags niður, en þar hefur blaða- maður verið starfandi í nokkurn tíma. Auk hans mun annar blaða- maður af ritstjórn Dags á Akur- eyri láta af störfum. Afengiskaup Magnúsar Thoroddsen hæstaréttardómara: Ovíst hvort höfðað verður opinbert mál eða einkamál TILLAGA Halldórs Ásgrímssonar, dómsmálaráðherra, um að forseti íslands veiti Magnúsi Thoroddsen lausn frá embætti hæsta- réttardómara um stundarsakir, verður kynnt á ríkisstjórnarfúndi í dag. Síðan tekur forseti ákvörðun um hvort fallist verður á til- lögu ráðherra. Ekki er Ijóst hvort farið verður með mál Magnús- ar sem opinbert mál eða einkamál, að því er Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir. Magnús Thorodds- en neitaði að tjá sig um hvorn kostinn hann teldi líklegri og vísaði til ráðherra. Ef forsetinn samþykkir tillögu ráðherra ritar hann nafn sitt á sérstakt lausnarbréf, sem dóms- málaráðherra undirritar einnig. Ekki hefur verið ákveðið hvemig hugsanlegt mál verður rekið. Möguleikamir em tveir, annars vegar að dómsmálaráðherra höfði einkamál á hendur Magnúsi til embættismissis og yrði málið þá rekið fyrir borgardómi. Þá er málið að líkindum heimfært með lögjöfnun undir 35. grein laga um meðferð einkamála. Þar segir m.a. að ef dómari hefur að áliti ráðherra rýrt svo álit sitt siðferðis- lega, að hann megi ekki lengur gegna dómaraembætti, víki ráð- herra honum úr embætti um stundarsakir, en skuli síðan höfða mál á hendur honum til embættis- missis. Grein þessi á að vísu við um dómara í héraði, en þar sem engin sambærileg ákvæði er að finna í lögum um hæstaréttar- dómara er talið líklegt að lögjafn- að verði út frá þessu ákvæði. Bentu viðmælendur Morgunblaðs- ins á, að ekki væri hægt að gera minni kröfur til hæstaréttardóm- ara en dómara í héraði. í þessu tilviki er talið eðlilegt að ríkislög- maður fari með málið fyrir hönd ráðherra. Víkja dómarar Hæstaréttar sæti? Annar möguleiki er sá, að ríkis- saksóknari höfði opinbert mál á hendur Magnúsi. Er í því sam- bandi vísað til 139. greinar al- mennra hegningarlaga, sem fjall- ar um misnotkun opinbers starfs- manns á stöðu sinni sér eða öðrum til ávinnings eða lil þess að gera nokkuð það, sem halli réttindum einstakra manna eða hins opin- bera. En hvort sem höfðað verður einkamál eða opinbert mál er sá möguleiki fyrir hendi að héraðs- dómi verði áfrýjað til Hæstarétt- ar. Þá kemur upp sú spurning hvort núverandi starfsfélagar Magnúsar í Hæstarétti dæmi í málinu þar. Það þykir ekki líklegt, enda eru fordæmi fyrir því að dómarar í Hæstarétti hafi vikið sæti þegar íjallað er um mál starfsfélaga þeirra. Sú var a.m.k. raunin í tveimur meiðyrðamálum, sem hæstaréttardómarar höfð- uðu. Annar þeirra hafði þá að vísu látið af embætti, en hinn sat í réttinum. í báðum tilvikum voru aðrir menn kallaðir til dómara- starfa. Enginn tekjuskattur af launum handhafa forsetavalds Handhafar forsetavalds, þ.e. forseti Hæstaréttar, forsætisráð- herra og forseti sameinaðs Al- þingis, fá samanlagt sömu laun og forsetinn, meðan þeir gegna starfanum. Launin skiptast að jöfnu milli þeirra. Auk þess fá þeir greiddan útlagðan kostnað vegna starfans. Forseti Islands greiðir engan tekjuskatt eða eignaskatt. En hvernig er því háttað með handhafa forseta- valds? í grein, sem Jónatan Þór- mundsson, prófessor, ritaði í tíma- rit lögfræðinga í júní 1982 segir: „Handhafar forsetavalds eru hvergi í lögum beinlínis undan- þegnir skattskyldu. Verður því að skýra ákvæðin um skattfrelsi for- setans þröngt varðandi þá. Þeir munu vera framtalsskyldir eftir venjulegum reglum, en litið hefur verið svo á í framkvæmd að laun þeirra vegna forsetastarfans séu skattfijáls með sama hætti og laun forseta. Hins vegar njóta þeir vart skattfrelsis að öðru leyti." I Stjórnskipum íslands eft- ir Ólaf Jóhannesson er aðeins minnst á, að laun handhafa for- setavalds séu undanþegin skött- um með sama hætti og forsetans, en ekki er fjallað um skattleysi að öðru leyti. Varðandi kaup á áfengi á kostnaðarverði hefur þvi' verið haldið fram að um viss fríðindi sé að ræða. Samkvæmt upplýs- ingum Gests Steinþórssonar, skattstjóra í Reykjavík, gilda tvær meginreglur um slík fríðindi. „Önnur reglan er sú að öll hlunn- indi eru skattskyld," sagði Gest- ur. „Hin er sú að risna, dagpen- ingar og fleira í þeim dúr er ekki skattskylt ef um er að ræða end- urgreiðslu á kostnaði sem lagður er út fyrir vinnuveitanda." Gestur var inntur eftir því hvort honum væri kunnugt um að kaup á áfengi á kostnaðarverði hefðu verið talin fram til skatts. „Ég þekki það ekki,“ svaraði hann. „Það er í hendi ríkisskattstjóra að meta slík hlunnindi og setja reglur um þau.“ Garðar Valdimarsson, ríkis- skattstjóri, sagði að ekki hefði reynt á það hvemig kaup á áfengi á kostnaðarverði væru afgreidd skattalega og engar sérstakar reglur væru það. „Ég tel ótíma- bært að tjá mig um þetta ákveðna mál hæstaréttardómarans, þar sem það fer væntanlega fyrir dómstóla," sagði hann. Þá sagði Garðar einnig að það hvort önnur fríðindi forseta ættu við um hand- hafa forsetavalds kæmi ekki til kasta ríkisskattstjóra. „Það sem að mínu embætti snýr er fram- kvæmd á þeim ákvæðum sem eru í tekjuskattslögum og tekjustofns- lögum. Fjármálaráðuneytið hefur hins vegar með óbeina skatta að gera,“ sagði Garðar. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði í gærkvöldi að hann hefði fengið í hendur yfirlit um kaup handhafa forseta- valds á áfengi á kostnaðarverði undanfarin ár. Ráðherra sagðist ekki hafa haft tíma til að kynna sér skýrsluna, en sér virtist fljótt á litið sem enginn hefði keypt áfengi í líkingu við það magn sem forseti Hæstaréttar festi kaup á. Röskun á störfúm Hæstaréttar Störf Hæstaréttar röskuðust lítillega þegar mál Magnúsar Thoroddsen kom upp. Þannig féll niður málflutningur á mánudag, þegar dómarar funduðu um málið. Hins vegar getur bað haft frekari röskun í för með sér, verði Magn- ús leystur frá embætti. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins verður til dæmis að endurtaka málflutning í þeim málum, sem Magnús sat sem dómari í og ódæmd eru. Þá er líklegt að sett- ur verði dómari í hans stað. Þeir sem Morgunblaðið leituðu til vegna þessa í gær færðust þó undan því að ræða mál Hæstarétt- ar, þar sem Magnúsi hefur ekki verið vikið úr embætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.