Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 VÍ SIND AFÉLAG í SLENDIN G A 75 ÁRA Hljóðlátt félag og af- kastamikið Vísindafélag Islendinga er 75 ára. Þetta er hljóðlátt félag og hógvært og hefur því kannski viljað drukkna í brambolti nú- tímans, en þeim mun meiru hefur það áorkað með útgáfú á tugum vísindarita, sem annars hefðu eflaust mörg hver ekki séð dags- ins Ijós, fyrirlestrahaldi um vísindalegar rannsóknir og ráð- stefhum um brýn viðfangsefhi á hveijum tíma. Hefur félagið unn- ið ómetanlegt gagn með því að leggja Háskóla íslands til eintök af bókum sinum og ritum, til eig- in afnota og til dreifingar í er- lenda háskóla og visindastofiian- ir, sem þá aftur senda Háskólá- bókasafni á íslandi sín vísindarit á móti. Ekki verður önnur af- mælishátíð nú en innanfélags- fundur, en ekkert lát er á útgáfu. Á vegum Vísindafélagsins var að koma út doktorsrit Helga Bjömsson- ar, Hydrology of Ice Caps in Vol- canic Regions, byggt á margra ára rannsóknum hans á landslagi undir jöklum og fylgir 21 kort. Er ritið á ensku með ágripi á íslensku. Einnig er í prentun ráðstefnurit með erind- um frá ráðstefnu félagsins vorið 1987 um grunnrannsóknir á Istandi. Er það ráðstefnurit nr. 2, en hið fyrsta eru 14 erindi um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum, sem kom út 1987 í kjölfar ráðstefnu. Önnur nýleg bók frá félaginu er Petrology, Mineralogy and Evolution of the Jan Mayen Magma System eftir Pál Imsland. Á þessu hausti efndi vísindafélagið til almennrar ráðstefnu um íslenskar sagnfræði- rannsóknir, þar sem 14 sagnfræðing- ar fluttu erindi og í september sl. minntist vísindafélagið þess með sér- stökum fundi að 200 ár eru frá fæð- ingu stærðfræðingsins og landmæl- Sfjóm Vísindafélags íslendinga. Forseti: Guðmundur Eggertsson erfðafræðingur; féhirðir: Helga M. Ögmundsdóttir læknir; og rit- ari: Ólafiir Halldórsson handritafræðingur. ingamannsins Björns Gunnlaugsson- ar. Svo engin þreytumerki eru á hinu hógværa, aldna félagi. Vísindafélag íslendinga var stofn- að 1. desember 1918. Frumkvæði áttu Ágúst H. Bjamason prófessor og Sigurður Nordal prófessor, en 10 kennarar við Háskóla íslands sátu stofnfundinn. Félagsmenn geta þeir einir orðið sem búsettir eru á íslandi og félagatalan er takmörkuð. Virðist hugmyndin hafa verið að efna til nokkurs konar vísindaakademíu. Eru félagsmenn kosnir á aðalfundi sam- kvæmt tillögu frá tveim eða fleiri félagsmönnum og að fengnum með- mælum fímm manna valnefndar. í félaginu eru alls 128 manns, þar af 10 konur. Samkvæmt lögum félags- ins mega nú vera allt að 120 félags- menn og þá miðað við félaga undir sjötugu. En 28 eldri eru fyrir í félag- inu. Aðalfræðigreinarnar sem félagið fæst við eru læknisfræði sem telur 19 félaga, jarðfræði með ýmsum sérgreinum telur 16 félaga, líffræði með sérgreinum 12, bókmenntafræði 8, málfræði 8, eðlisfræði 6, hagfræði 6, efnafræði 5, handritafræði 5, stærðfræði 5, verkfræði 5, grasa- fræði 4, sagnfræði 4, guðfræði 3, fiskifræði 3, lögfræði 3, uppeldis- og BOSCH RAFMAGNSVERKSTÆÐI ______fyrir bfla_ BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF '***}®p*p‘ Lágmúla 9, sími: 38820 Stendhal Snyrtivörukynning á morgunfrá kl. 13-18 ILMURINN Gerðubergi 1 JÓLAVÖRUR Jólastjörnur .kr. 550,- Jólapappír .kr. 35,- Jólasokkar .kr. 160,- Jólasveinar .kr. 70,- Englar .kr. 90,- Jólakúlur 12 stk.... . kr. 260,- Hurðaskraut .kr. 195,- Kerti 6 stk .kr. 75,- Jólatré frá .kr. 760,- Jólabjöllur .kr. 120,- Jólatrésseríur .kr. 520,- Útiljósaseríur . kr. 2.900,- FATNÁÐUR Svunturj .... kr. 480,- Barnanáttföt ....kr. 460,- Herranáttföt .... kr. 790,- Dömunáttföt ....kr. 860,- Dömusloppar.... ....kr. 930,- Barnasloppar.... .... kr. 470,- Barnaúlpur .... kr. 1.300,- Skyrtubolir kr. 800,- Herraskyrtur .... kr. 990,- ÝMISLEGT BaðhandklæðL... .. kr. 350,- Nálapúðar .. kr. 170,- Axlabönd .. kr. 320,- Barnabelti ..kr. 180,- Konfektpokar .. kr. 100,- Sokkabuxur .. kr. 100,- Fingravettlingar. ..kr. 250,- Barnaburðapokar.. kr. 250,- Blævængir .. kr. 100,- LEIKFÖNG Læknatöskur .. kr. 300,- Sundkútar .. kr. 90,- Púsluspil ..kr. 170,- Dúkkur .. kr. 130,- Kaffistell ..kr. 170,- Veltibílar ,.kr. 480,- Ryksugur .. kr. 500,- Talnagrind ..kr. 160,- Bílar, fjarstýrðir.. .. kr. 1 .460,- Bflabækur/litir.... kr 130,- Opiö: Mánud.-fimmtud. frá kl. 10.00-18.00 Föstudaga frá kl. 9.00-19.00 Laugardaga frá kl. 11.00-16.00 MARKAÐURINN, Skipholti 33 sálarfræði 3, dýralæknisfræði 2, haf- efnafræði 2, búfjárfræði 1, dýrafræði 2, fornhúsafræði 1, heimspeki 1, landbúnaðarfræði 1, skógfræði 1, stjamfræði 1 og textílfræði 1. Kemur þessi virðulega samkoma saman til fundar 5 sinnum á ári og stundum oftar og eru þá flutt erindi um vísindalegt efni. Stjórn félagsins skipa þrír menn. Núverandi forseti er Guðmundur Eggertsson erfða- fræðingur, ritari er Olafur Halldórs- son handritafræðingur og féhirðir er Helga M. Ögmundsdóttir læknir. Um tildrög að stofnun Vísindafé- lags íslendinga skrifaði Sigurður Nordal 1968: „Fjórum dögum áður en Ágúst H. Bjarnason færði í tal við mig hugmynd sína um stofnun þessa félags hafði farið fram þjóðar- atkvæðagreiðsla um frumvarpið til sambandslaganna og sýndi hún ein- dreginn vilja íslendinga, án þess að verulegan áróður þyrfti til, þar sem mótatkvæðin náðu ekki fullu þús- undi. Með þessari atkvæðagreiðslu var framgangur frumvarpsins tryggður, því af Dana hálfu gat eng- in óvænt skoðanabylting komið til mála. Og þarna var, frá sjónarmiði háskólans, ein sérstök ástæða til fagnaðar. I 14. grein frumvarpsins voru ákvæði um stofnun tveggja sjóða, hvors að upphæð 1 milljón króna, og skyldi annar lagður til háskólans í Reykjavík, en hinn til háskólans í Kaupmannahöfn. Þessir sjóðir voru stofnaðir „í því skyni að efla andlegt samband milli Dan- merkur og íslands, styðja íslenzkar vísindarannsóknir og aðra vísinda- starfsemi og styrkja íslenska náms- menn.“ Tvær milljónir voru hér um bil sama íjárhæð sem allar árstekjur landssjóðs rétt fyrir styrjöldina. Vextir af slíkum sjóði voru því mikið fé í augum Islendings á þessum tíma, ekki sízt í samanburði við þáverandi framlög landssjóðs til vísindastarf- semi. Einsætt er, að það voru ekki nein fom minni, heldur sambandslög- in og þær framtíðarvonir er þau glæddu, m.a. fyrir íslenzk vísindi, sem vöktu hugmyndina um stofnun þessa félagskapar. Því er líka svo skýrlega tekið fram í skjalinu frá 1. desember, að stofnun félagsins skyldi binda við þann dag, svo að félagið væri jafnaldra sambandslögunum, ef einhver skyldi síðar fremur vilja miða stofnun þess við annan dag, t.a.m. þegar fram færi samykkt félagslag- anna.“ Ennfremur skrifar Sigurður: „I umræðunum fyrir stofnun félagsins hafði orðið að samkomulagi að það skyldi stofnað af föstum kennurum háskólans einvörðungu. Þeir voru þá 14 að tölu. Á fyrsta reglulegum fundi félagsins 4. marz var síðan sam- þykkt að bjóða 15 nafngreindum mönnum inntöku. Sumir þeirra svör- uðu ekki undir eins, en aðeins einn færðist undan því að taka boðinu „að svo stöddu" og varð aldrei félagi, dr. Ólafur Dan Daníelsson. Hann setti það fyrir sig að honum þótti kenna of mikils yfirlætis í nafni félagsins. Var þetta mikill skaði, slík sveitarbót sem hefði verið að Ólafi, því að hann sameinaði með fágætum hætti næm- an bókmenntasmekk, lítilsvirðingu á ýmiss konar fræðagrúski og var ódeigur að láta uppi skoðanir sínar á þeim efnum. Af svipaðri vandlæt- ingu mun það hafa verið sem einn stofnendanna, Einar Arnórsson, sagði sig úr félaginu 1920. Það var því alls ekki ófyrirsynju er Jón bisk- up Helgason mælti þau hughreyst- ingarorð á fyrsta fundinum, sem hann sat, að félagið mundi „tæplega kafna frekar undir nafni en háskól- inn, en enginn hneykslaðist nú leng- ur á nafni hans“. Lög félagsins voru samþykkt á fundi 19. janúar 1919 og á þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.