Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Pabbi og mamma vilja læratáknmál, en... eftir Gunnar Salvarsson Þorri þjóðarinnar hefur íslensku sem sitt móðurmál. Rúmlega tvö hundruð íslendingar hafa þó annað móðurmál: Táknmál. Þeir lifa við skerta eða enga heym og hafa sjónræn tjáskipti sín á milli á máli sem heitir táknmál heyrnleysingja. Táknmálið er sjálfstætt mál og jafn fullkomið tjáningartæki og hvert annað tungumál. En það lýt- ur eðlilega öðrum lögmálum en þau tungumál sem byggjast á heyrn og tali. Eiginleikamir eru hins vegar þeir sömu og heymarlausir geta jafn auðveldlega tjáð hugsanir sínar og skoðanir á táknmáli með sömu nákvæmni og blæbrigðum eins og heyrandi fólk á íslensku. Ég vek sérstaka athygli á þessu atriði vegna þess að alltof margir ímynda sér að táknmál heymleys- ingja sé óskipulegt bendingamál og of frumstætt til að flytja flókna hugsun. Það er alrangt. Táknmálinu er hins vegar haldið niðri. Af einhveijum óskiljanlegum ástæðum fæst ekki skilningur á því hjá stjómvöldum að heymleys- ingjar hafi annað móðurmál en við sem heyrandi emm. Táknmál er án stöðu, án virðingar, ekki viður- kennt, ekki rannsakað. Og í þess- um efnum eram við íslendingar skammarlega langt á eftir ná- grannaþjóðunum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað valdi þeirri tregðu stjómvalda að viðurkenna táknmálið sem móð- urmál heyrnleysingja. Ef til vill er nærtækast að segja að heyrandi fólk beri fæst skynbragð á þann grandvallarrétt hvers einstaklings að hafa greiðan aðgang að sínu móðurmáli frá frambemsku. Fyrir heyrandi er þessi réttur svo sjálf- sagður og eðlilegur að við veitum honum enga athygli og eigum í erfiðleikum með að setja okkur í spor þeirra sem era svipt honum. Og líkast til hefur okkur sem eram skjólstæðingar heymleysingja mis- tekist að opna augu og eyra stjóm- valda fyrir mikilvægi táknmálsins. Táknmálið er verkfærið Til skamms tíma var ranglega álitið að aukin notkun tákmáls hefði í för með sér enn meiri ein- angran heyrnarlausra. Undan staðreyndum verður ekki vikist: Hlutskipti heymarlausra er að lifa í þjóðfélagi þar sem flestir era heyrandi og því verða þeir að til- einka sér þjóðtunguna, íslenskuna. Um það eru allir sammála. En verkfærið til þess að kenna heynar- lausum íslensku er einmitt tákn- málið! Vandi okkar uppalenda, for- eldra og kennara, er einkanlega sá að við höfum takmarkað vald á þessu verkfæri og tekst ekki að ná höfuðmarkmiðinu: Að bömin nái góðu valdi á tveimur málum, táknmáli og íslensku. Heymarlaus böm fæðast flest í ijölskyldu þar sem ailir aðrir fjöl- skyldumeðlimir 'era heyrandi. Skyndilega standa slíkar fjölskyld- ur frammi fyrir því að þurfa að læra gersamlega nýtt tungumál, táknmál. /Ekki frekar en önnur mál er táknmálið lært í snatri og hér heima er ástandið enn svo al- varlegt að fjölskyldur heyrnar- lausra hafa ekki vísan aðgang aö táknmálsnámskeiðum. Þrátt fyrir að táknmálið sé greiðasta leiðin að heymarlausa baminu og með því unnt að draga úr hættunni á semkuðum þroska er Heymleys- ingjaskólanum ár eftir ár synjað um eina stöðu námsstjóra í tákn- máli! Bam sem fæðist heyrnarlaust eða það alvarlega heyrnarskert að mælt mál nær ekki til þess hlýtur að eiga þá kröfu á samfélagið að það greiði fyrir því að pabbi og mamma og önnur skyldmenni læri táknmál. Annars verða öll sam- skipti í ólestri, heymarlausa barnið getur ekki áreynslulaust gert sig skiljanlegt og það skilur ekki aðra fjölskyldumeðlimi nema að litlu leyti. Eðlileg og innihaldsrík tjáning Rannsóknir á því andlega álagi sem fylgir alvarlegri heymarskerð- ingu era enn af skomum skammti en setjið ykkur í spor barns með hefta tjáningu, bams sem er ófært um að tjá það sem því býr í bijósti, barns sem hvorki heyrir né skilur það sem aðrir segja, en er eðlilega greint og heilbrigt að öllu öðra leyti en því að heyrnina skortir. Slíkar aðstæður þekkja alltof margir heyrnleysingjar af eigin raun. Því miður. Eðlilega greint bam þarf vitræna örvun til að að Gunnar Salvarsson „Barn sem fæðist heyrnarlaust eða það alvarleg'a heyrnarskert að mælt mál nær ekki til þess hlýtur að eiga þá kröfii á samfélagið að það greiði fyrir því að pabbi og mamma og önnur skyldmenni læri táknmál.“ þroskast. Fyrir heyrnarlaust bam er stóraukin rækt við táknmálið besta leiðin til þess. Ein höfuðforsenda fyrir þroska- vænlegu umhverfi er eðlileg og innihaldsrík tjáning á heimili, í skóla, eða þar sem bamið dvelur löngum stundum. Við viljum koma í veg fyrir að heyrnarlaus börn séu fangar sinnar takmörkuðu tjáning- ar og þegar til era leiðir til opinna tjáskipta með mikilli kunnáttu í táknmáli er öllum til vansa að reyna ekki að létta byrðar barns- ins. Kunnátta og leikni í táknmáli er ekki aðeins mikilvæg fyrir for- eldra og nánasta skyldfólk heldur ennfremur fyrir kennara og starfs- fólk Heyrnleysingjaskólans — og að sjálfsögðu þarf bamið sjálft á mikilli fræðslu um málið sitt að halda. Engum af þessum mikil- vægu þáttum skólastarfsins er sinnt sem skyldi í Heyrnleysingja- skólanum vegna þess að skilning skortir hjá yfirvöldum menntamála á því mikilvæga hlutverki sem táknmálið gegnir. Táknmál: Frummál heyrnarlausra Foreldrar og kennarar era fyrir- myndir allra barna varðandi mál og málnotkun. Til þess að þeir geti orðið þær fyrirmyndir í lífi bams með alvarlega heyrnarskerð- ingu verða þeir að læra frammál bamsins: Táknmálið. Kröfuna um sérstakan námsstjóra í táknmáli við Heyrnleysingjaskólann verður að skoða í ljósi þess að þörfin fyr- ir táknmálskennslu til foreldra, kennara og'annarra, sem umgang- ast heyrnarlaus börn, snertir rétt bamsins til þess að alast upp við þroskavænlegar aðstæður þar sem virðing er borin fyrir þörfum þess. Ef til vill ættum við að ganga jafn langt og nágrannar okkar, Svíar, sem hafa farið fram á það við stjómvöld að foreldram heym- arlausra bama og kennuram þeirra sé greitt vinnutap meðan þeir era að læra táknmál. Hér á íslandi era foreldrar heymarlausra barna enn að spyija að því hvort og þá hve- nær næsta táknmálsnámskeið verði haldið. Höfundur er skólastjóri Heyrn- leysingjaskóians. Björgvin Þ. Valdimarsson Nótnabækur með barnalög- um og dúettum TVÆR nótnabækur eftir Björgvin Þ. Valdimarsson komu út nú í haust. Önnur bókin hefur að geyma 12 píanólög fyrir börn og ungl- inga. I bókinni eru lög af ýmsu tagi, t.d. Tengdamömmuvalsinn, Sýnin, Hjólreiðavalsinn, Tarant- ella, Dans kattarins og Úr haf- djúpunum, svo nokkur séu nefnd. I hinni bókinni era 8 dúéttar (tvísöngslög). Fjórir þessara dúetta era einnig útsettir þannig að hægt er að syngja þá með kór. Höfundar ljóðanna era Þuríður Kristjáns- dóttir, Ingólfur Jónsson frá Prest- bakka, Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum, Guðrún Auðunsdótt- ir, Jón Magnússon, Jón frá Ljár- skógum og Þorsteinn Valdimars- son. Útgefandi er höfundur bókanna. EINFALT ODYRT JjJ* A IKEA KONTUR rúm 180. cm. kr. 19.020- með dýnu kr. 31.000- m mgf Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7,103 Reykjavík. Sími 686650.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.