Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 65 Var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda og boðin og búin að breyta vakt eða koma auka þeg- ar á lá. Hún var skjólstæðingum sínum og stofnuninni trú en hún var líka sjálfri sér samkvæm. Það sem sagt var, það stóð. Þannig var Þórdís og þannig brást hún við sjúk- dómnum erfiða og illkynja sem herj- aði á hana óvænt á jólum 1983. Hún barðist eins og hetja og með hjálp tækninnar ásamt hæfu lækna- og hjúkrunarfólki tókst henni að komast yfir þann erfiða hjalla svo ótrúlegt sem þar virtist. Síðan tók við löng og erfið ganga sem reyndi á allt sem í henni bjó og hvað eftir annað þurfti hún að leggjast á sjúkrahús í erfiða meðferð. Það sannaðist á Þórdísi að „því meir sem flísað er af marmaranum kemur myndin skýrar í ljós“. Þórdís rétti betur úr sér, lyfti höfðinu, brosti af hugrekki og hélt ótrauð og ákveðin áfram. En hún stóð ekki ein í þessari baráttu, held- ur hafði annan klett sér við hlið þar sem Pétur eiginmaður hennar var og börnin voru hennar styrka stoð og ánægja. Alltaf þegar hún talaði um þau kom sérstakur glampi í augun, hún ljómaði. Undanfamar vikur undirbjó hún sig fyrir að koma aftur í vinnuna sína, var búin að koma í tvígang, svona til að venja sig við, og ráð- gerði að koma eftir næstu meðferð sem hún vonaði að yrði sú síðasta. En hún fór í aðra vinnu. Ég sem þetta rita hef sérstaka ástæðu til að þakka Þórdísi góða samvinnu og kynni. Leiðir okkar lágu fyrst saman er eg var kennari við Hjúkrunarskóla Íslands og hún þá að feta fyrstu sporin í hjúkrun ásamt öðrum glöðum og áhugasöm- um nemendum. Það var oft kátt á hjalla í þessum hópi. Síðastliðin átta ár vorum við í samstarfi á Barnaspítala Hringsins og bar þar engan skugga á. Hún var með okkur í því að stofna deild barnahjúkrunarfræð- inga innan Hjúkrunarfélags ís- lands, en það gerðum við á „ári bamsins" 1979. Þar sátum við saman í stjórn til margra ára og var það sérstaklega þægileg samvera. Þórdís hafði rit- arastarfið á sinni hendi og var eftir því tekið hversu nákvæmar og markvissar fundargerðir hennar voru. Enn fremur vakti það aðdáun hversu vel og snyrtilega þær voru handritaðar í fundargerðarbók. Slíkt er veisla fyrir augað á tölvu- öld. Fyrir allt þetta vil ég nú þakka. Ég leyfi mér ennfremur í nafni alls samstarfsfólks Þórdísar á Barnaspítala Hringsins að færa fram einlægar þakkir fyrir sam- fylgdina sl. 17 ár. Góður Guð styrki og styðji eigin- mann hennar, börnin þeirra, Rann- veigu og Magnús, í þeirra miklu sorg, svo og föður hennar og systur og gefi þeim ljós í myrkrinu. Þórdís hefur opnað aðrar dyr og henni fylgja blessunarorð. Hennar er sárt saknað. Hertha W. Jónsdóttir Það er umhugsunarvert hversu viðmót og framkoma hefur mikil áhrif í daglegum samskiptum manna til góðs eða ills. Það er eins og birta og ylur, sem stafar frá sumu fólki, smiti út frá sér, vermi umhverfið og lýsi. Þórdís Guð- mundsdóttir - hjúkrunarfræðingur var þessum eiginleikum gædd. Hún hefur starfað hér á Barnaspítala Hringsins í mörg ár og lét ekki deigan síga þó illvígur sjúkdómur hamlaði för annað slagið. Það var auðséð á Þórdísi að hún hafði yndi og ánægju af starfi sínu, þó á stund- um hljóti hún að hafa verið þjökuð af sínum sjúkdómi. Hún var iðju- söm, sinnti sjúklingum sínum af kostgæfni og með þeirri þolinmæði sem nauðsynleg er. Hún gekk um hljóðlát og hógvær og mér fannst ætíð sem af ásjónu hennar lýsti kærieiksþel til náungans. Þakkir skulu færðar hverri slíkri manneskju sem maður mætir á lífsleiðinni. Ástvinum Þórdísar vottast inni- leg samúð. Víkingur H. Arnórsson t Faðir okkar, ERLENDURÁRNASON, Skíðbakka, veröur jarðsettur frá Krosskirkju í Austur-Landeyjum laugardaginn 3. desember kl. 11.00. Rútuferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.00 árdegis með viðkomu í Fossnesti, Selfossi. Árni Erlendsson, Ragna Erlendsdóttir, Sigríður Oddný Erlendsdóttir. t Jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdafööur og afa, HAFSTEINS BALDVINSSONAR hœstaréttarlögmanns, Fjölnisvegi 16, fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 2. desember kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag íslands. Sigrfður Ásgeirsdóttir, Ásgeir Hannes Eiríksson, Valgerður Hjartardóttir, Baldvin Hafsteinsson, Björg Viggósdóttir, Elfn J. G. Hafsteinsdóttir, Haukur G. Gunnarsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÖRLI ÁGÚSTSSON fráKjós, ■< verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. desember kl. 15.00. Jóna Sörladóttir, Ásdfs Sörladóttir, Guðrfður Sörladóttir, Erna Sörladóttir, Ágúst Sörlason, Guðmundur Sörlason, Ragnheiður Sörladóttir, Kristín Sörladóttir, og Páll Guðfinnsson, Ásgeir Sölvason, Viðar Breiðfjörð, Hörður Guðmundsson, Jóna Maja Jónsdóttir, Ingibjörg Friðbertsdóttir, Einar Ólafsson, Helmut Finze barnabörn. t Útför bróður okkar, HJALTA JÓNSSONAR járnsmiðs, Hátúni lOa, sem andaðist þann 27. nóvember sl., verður gerð frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 2. desember kl. 10.30. Vilborg Hjaltested, Þurfður Billich, Ögmundur Jónsson, GunnarJónsson. PU5UND KRU AFSIATTUR A ORFAUM FORD BRONCO OG MERCURY TOPAZ, ÁRGERÐ 1988 Opið laugardag til lcl. 17. Framtíð við Skeifuna ■ Sveinn Egilsson hf. símar 685100, 689633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.