Morgunblaðið - 01.12.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 01.12.1988, Síða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Sýning Kristínar Jónsdóttur í Listasafhi íslands verður framlengd til 15. desember. Listasafn íslands: Sýning Kristínar framlengd VEGNA mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja sýn- ingu Kristínar Jónsdóttur í Lista- safhi Islands til 15. desember. A sýningunni eru 25 olíumálverk ■■ ................ ' og er þema hennar blóm og uppstill- ingar. Listasafn Islands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11—17. Ljósagangurinn á þriðjudag: Gervitungl lík- legasta skýringin - segir Þorsteinn Sæmundsson GERVIHNÖTTUR hefur líklega valdið ljósaganginum, sem sást á kvöldhimninum vest- ur og norður um land á þriðju- dagskvöld. Þorsteinn Sæmundsson stjarn- fræðingur sagði við Morgunblaðið að lýsing sjónarvotta á ljósagang- inum bendi til þess að þar hafi annað hvort loftsteinn eða gervi- tungl verið að falla til jarðar. Þorsteinn sagðist frekar hallast að gervitungli vegna þess að ljós- in virðast hafa farið lárétt sam- kvæmt lýsingum. Þorsteinn hefur safnað upplýs- ingum um fyrirbæri af þessu tagi og bað hann Morgunblaðið að koma þeirri ósk á framfæri við sjónarvotta að þeir hefðu sam- band við hann til að lýsa ljósunum nánar. Efnablanda gegn hárlosi STOFNAÐ hefur venð fynrtækið Plex h.f., sem sér um dreifíngu á bandarískri efnablöndu, sem stöðvar hárlos, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Samkvæmt fréttinni varð efna- blanda þessi, Foliplexx, til við rann- sóknir á blóðþrýstingslyfinu Minoxi- dil. Læknar komust að því að ein áberandi hliðarverkun blóðþrýstings- lyfsins var aukinn hárvöxtur. Upp frá því var þróað hárstyrkingarefnið Foliplexx, sem er ætlað að stöðva hárlos og örva endurvöxt hárs úr hársekkjum sem enn hafa lifandi frumur. Efnið er notað útvortis. í frétt frá Plex h.f. er lögð mikil áhersla á að ekki sé um lyf að ræða og bent á að sala efnisins hafi verið leyfð án lyfseðla af bandaríska lyfja- eftirlitinu. Hér á landi fáist Foliplexx einungis á helstu hársnyrtistofum, enda sé eðlilegt að fagfólk fjalli um þessi mál, segir í fréttinni. Mokveiði á loðnu MOKVEIÐI var á loðnu í fyrra- dag og frameftir nóttu í gær, að sögn Astráðs Ingvarssonar starfsmanns Ioðnunefndar. A miðnætti aðfaranótt miðviku- dags hafði verið tilkynnt um veiðar á samtals 183.020 tonnum frá upphafí vertíðar en um 170.000 tonnum á sama tíma í fyrra. Tilkynnt hafði verið um veiðar á 8.610 tonnum síðdegis í gær. Á þriðjudag var tilkynnt um veiðar á 12.990 tonnum, mánudag 10.410 Skagaströnd: tonnum, sunnudag 7.420 tonnum og laugardag 13.990 tonnum. Loðnumiðin ei-u núna 30 til 40 mílur norðaustur af Langanesi. Síðdegis í gær höfðu þessi skip tilkynnt um afla frá miðnætti: Skarðsvík 640 tonn, Guðmundur Ólafur 600 tonn, ísleifur 750 tonn, Sigurður 1.350 tonn, Hólmaborg 1.440 tonn, Fífill 650 tonn, Jón Kjartansson 1.100 tonn, Sunnuberg 650 tonn, Svanur 680 tonn og Örn 750 tonn. \ ' Jólafri í rækjuvinnslunm Skagaströnd v STARFSFOLKI rækjuvinnslunn- ar á Skagaströnd hefur verið sagt upp störfum frá 19. desem- ber næstkomandi. Hefur það ver- ið venja hér í mörg ár að rækju- bátarnir hætta veiðum um miðj- an desember og byija síðan aftur 5. - 10 janúar. Ástæðan fyrir þessu stoppi er fyrst og fremst sú að rækjan er einungis veiðanleg í dagsbirtu og frá miðjum desember og fram í miðjan janúar er dagurinn of stutt- ur til að stunda veiðarnar. í framhaldi af stoppi bátanna er starfsfólki rækjuvinnslunnar sagt upp störfum þessar tvær til fjórar vikur sem stoppið varir. Góð rækjuveiði hefur verið und- anfarið á innfjarðarrækjunni og því nóg að gera í vinnslunni. Er starfs- fólkið yfiríteitt fegið að fá jólafríið sitt eins og\vant er, enda farið að reikna með að eiga frí um jólin. Ó.B. Engin samtök um lokun frystihúsa - segir Friðrik Pálsson, forsljóri SH „ÞAÐ eru engin samtök um lokun frystihúsa. Stjórnendur frysti- húsa innan SH eru fullfærir um að ákveða hvort þeir telja betra að halda áfram eða hætta. Hitt er svo aftur víst að þeir hafa vafá- laust gengið mjög langt, því það er mjög erfið ákvörðun að hætta rekstri og senda fólkið atvinnulaust heim,“ sagði Friðrik Pálsson, forsíjóri SH, í samtali við Morgunblaðið. Friðrik var spurður um þetta vegna ummæla Guðmundar J. Guð- mundssonar, formanns Dagsbrúnar og Verkamannasambands Islands á fundi með Borgarflokknum í fyrra- kvöld. Þar fullyrti hann að um sam- tök frystihúsamanna um lokun væri að ræða. Friðrik sagði að það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart lánar- drottnum, eigendum og starfsfólki frystihúsanna að halda áfram bull- andi taprekstri þeirra. Hann leiddi aðeins til stöðvunar. Staðan væri nú erfiðari en oftast áður og vegna þess meðal annars hefðu fulltrúar SH gengið á fund forsætisráðherra í gær til að fylgja eftir sérstökum félagsfundi fýrir skömmu. Þar hefði komið fram hjá forsætisráðherra, að hann skynjaði að staðan væri erfíð og hann ætlaði að láta vinna frekari gögn um stöðuna fyrir sig. „Við teljum hins vegar að staðan sé svo erfíð, að frekari gagna- vinnsla sé óþörf. Stefna ríkisstjórn- arinnar virðist vera sú að bjóða fyrst upp á sértækar aðgerðir, það er fyrir einstök hús, en fara síðan út í almennar aðgerðir. Að mínu mati er það þveröfugt við það, sem ætti að vera. Öll ummæli um einhvert samsæri fiskvinnslumanna eru út í hött. Við erum hins vegar komnir í þrot og óttumst framhaldið. Þeir ríkis- stjómarmenn, sem enn efast um ástandið, ættu að eyða einhvetjum tíma í að kynna sér það og minn- ast þess á hverju þeir lifa. Þolin- mæði okkar er algjörlega á þrotum og skilningsleysið virðist algjört. Það finnst öllum sjalfsagt að tekjur þeirra fylgi verðbólgunni, en ’finnst jafnframt allt í lagi að tekjur út- flutningsgreinanna geri það ekki. Nú hafa verið lagðar á þær byrðar, sem fyrirfram var augljóst að þær þyldu ekki,“ sagði Friðrik Pálsson. Sem dæmi um þessa þróun tók Friðrik dæmi um ákveðin laun, sem í febrúar 1985 hefðu verið 50.000 krónur. Miðað við vísitölu launa ættu þau að vera 125.000 krónur núna. Hefðu þessu laun verið reikn- uð í dollurum hefðu þau verið ná- lægt 1.200 dölum 1985. Miðað við verðbólgu í Bandaríkjunum mætti áætla að þau hefðu hækkað um 15% á þessu tímabili og væm því 1.380 dollarar nú eða um 62.800. Ein- hverjum þætti það líklega lítið, en við þessa þróun hefði frystingin mátt búa. Verðhækkanir hluta þessa tímabils hefðu reyndar bjarg- að miklu, en þær væru nú úr sög- unni. Góð færð á nær öllum vegum FÆRÐ á þjóðvegum er eins góð miðað við árstima og hægt er að búast við, að sögn vegaeftirlits- ins, og má nú segja að fært sé um allt land. Mikil aurbleyta hefur verið á vegum á Vestfjörðum, sem er óvenjulegt að vetrarlagi, en þar hefur fryst og færð batnað. Tveggja tonna öxulþungi er þó á veginum frá Þorskafirði til Þingeyrar en öxulþunga hefur verið aflétt í Isa- fjarðardjúpi. Fært er um Vopna- Qarðarheiði og iMöðmdalsöræfi, en vegurinn um Öxarfjarðarheiði og Hólssand er lokaður. TEC - SJOÐSVEIAR UPPFYLLA ÖU LAGALEG SKILYRDI UM I SJÓDSVÍLAR - OG MEIRA TIL. í ÞÆGILEGAR í UPPSETNINGU i 9G EINFALDAR í NOTKUN Tec - sjóðsvélar eru til fyrir allar stærðir fyrirtækja. Möguleikar þeirra eru ótal margir en þó einkar einfalt að nýta sér þó. Sölufólk Sameindar tekur vel ó móti ykkur í versluninni eða kemur og metur þörf ef óskað er. OSAMEIND BRAUTARHOLTI 8, SÍMI 25833.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.