Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 63 Afinæliskveðja: Steinuim HjáJmars- dóttir, Reykhólum Ein af dætrum skagfirsku dal- anna er níutíu ára í dag. Það er Steinunn Hjálmarsdóttir á Reyk- hólum í Reykhólasveit. Hún fæddist á þessum degi árið 1898 á Þorljóts- stöðum í Vesturdal í Skagafirði, dóttir hjónanna Kristínar Þorsteins- dóttur og Hjálmars Þorlákssonar, sem þá bjuggu þar. Leiðir þeirra hjóna skildu, þegar Steinunn var barn að aldri og eftir það ólst hún upp hjá þeim hjónum Moniku Ind- riðadóttur og Sigmundi Andréssyni á Vindheimum í Tungusveit í Skagafirði. Skagfirsk daladóttir — nú vestur í Reykhólasveit, hvernig stendur á því, kann einhver að spyija? Þetta er algeng saga. Fólk flyst lands- og heimshorna á milli af mörgum og margvíslegum ástæðum, þó sennilega oftast til þess að sinna kalli lífsins. Og svo var mál með vexti, að árið 1920 ræður Steinunn sig til starfa hjá Eggert Jónssyni frá Nautabúi í Skagafirði. Hann var þá að hefja búrekstur á hinum forn- fræga stað Reykhólum. Þar kynnt- ist þessi skagfirska daladóttir ung- um manni úr sveitinni. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Þessi ungi maður hét Þórarinn Árnason og var frá Miðhúsum í Reykhólasveit, og þar hófst búskap- arsaga þeirra. Árið 1929 sótti mað- urinn með ljáinn þessi heillahjón harkalega heim með því að kveðja Þórarin á sinn fund aðeins þrjátíu og sjö ára að aldri og höfðu þá Steinunn og hann eignast fimm böm. Sá sem þessar línur ritar. veit ekki hvort Steinunn: hefur þá tekið þá afstöðu til lífsins, sem fólgin er í hinum víðfleygu orðum, að þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. En hitt veit ég, að það var svo óra- fjarri Steinunni að leggja árar í bát, þótt svo kröftuglega væri að henni vegið. Hún skynjaði nú sterk- ar en áður að það vald, sem maður- inn með ljáinn er, það vald verður ekki umflúið. Hún skildi líka þá, að vissan um eilífa návist þessa óumflýjanlega valds, sú vissa skal stæla þann sem bíður og veita hon- um aukinn kraft til meiri starfa og meiri anna. Hún átti því láni að fagna, að kynnast öðrum öðlings- manni, Tómasi Sigurgeirssyni frá Stafni í Reykjadal. Hann varð seinni maður Steinunnar. Þau bjugu yfir fjömtíu ár á Reykhólum og áttu saman tvö börn. Tómas lést fyrir tæpum tveimur ámm. Steinunn stóð nákvæmlega á tvítugu þegar sú mikla og sögulega stund rann upp, að ísland var lýst fullvalda ríki innan hins danska konungsveldis. Fuilveldi íslands var vitaskuld ekki lýst yfir í tilefni af því, að Steinunn átti tvítugsafmæli þann sama dag. Það veit hún og það vita allir. En sá sem þessar línur. ritar veit það vel, að Steinunni á Reykhólum þykir ákaflega vænt um það, að þennan stóratburð í sögu íslensku þjóðarinnar skuli hafa bor- ið upp á þann dag, þegar hún var tuttugu ára gömul. Heill sé þér, hin skagfirska dala- dóttir! M.S. Kvennaráðgj öfin: Hópráðgjöf boðin á fímmtudagskvöldum Kvennaráðgjöfin hefur ákveðið að bjóða hópráðgjöf á fimmtu- . dagskvöldum. I frétt frá Kvennaráðgjöfínni segir að þar gefíst konum tækifæri til að ræða sín mál og leita sér stuðnings og ráð- gjafar svo lengi sem þær telji sig þurfa þess með. í Kvennaráð- gjöfínni starfa lögfræðingar og félagsráðgjafar í sjálfboðavinnu og veita ókeypis ráðgjöf. Kvennaráðgjöfin hóf starfsemi í ársbyijun 1984 og hafa að jafn- aði um 200 konur leitað til hennar á ári. Reynslan af starfseminni hefur sýnt, segir í fréttinni, að vandamál sem konur leita til ráð- gjafarinnar með séu að miklu lejdi af sama toga spunnin og stafi af lakari stöðu kvenna en karla. Fjöl- margar þeirra kvenna sem leita til ráðgjafarinnar séu að veita fyr- ir sér möguleikum sínum til að breyta og bæta aðstöðu sína bæði í einkalífi og á vinnumarkaði. Kvennaráðgjöfin hefur nú oþið tvö kvöld í viku, þriðjudags- og fimmtudagskvöld og starfsmaður er með viðtalstíma á fimmtudög- um klukkan 13.30 til 15.30. Kvennaráðgjöfin er til húsa í Hlað- varpanum, Vesturgötu 3 í Reykjavík. F L 0 S ARTELUCE W&ÍÍ0 ÉHfiÉÍ „I GÓÐRI HÖNNUN HÚSGAGNA RENNA HUGMYND OG HANDBRAGÐ SAMAN í EITT. EN LAMPAR OG LJÓS NJÓTA AÐ AUKI TÖFRA BIRTUNNAR." PHIUPPE STARK HÖNNUÐUR, iimhksi mmmml gÉSPíSf# .s Mgmmmm- IttklSi ' ' ' '; : ■ CASA, BORGARTUNI 29, SIMI 20640 „ . i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.