Morgunblaðið - 01.12.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.12.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 25 að klaki svo mikíu minni en hjá laxinum, að því er ekki hægt að jafna saman. Ennfremur er líkt og sjúkdómar herji ekki á sjóbleikjuna í jafn ríkum mæli og laxinn. Það kann hins vegar vera blekking, sem stafar af því, að við höfum til þessa fátæklegri reynslu af bleikjunni í eldi en laxinum. Einn kokstur enn er sú stað- reynd, að markaðurinn tekur við miklu smærri bleikju en laxi, og því er hægt að nýta tanka betur og byrja að selja fiskinn fyrr en laxinn. Lágmarksstærð bleikjunnar eru 4—500 grömm en lax þarf helst að vera við 2 kíló, þó til sé markað- ur fyrir miklu smærri lax. Hinir miklu kostir sjóbleikjunnar felast því í hröðum vexti við lágan hita, mikilli þéttni í eldi, meiri lífsþrótti, og ódýrara fóðri. Ókost- irnir eru lítið sjóþol, sem skiptir hins vegar ekki máli fyrir íslensku strandstöðvarnar, og vaxtarstöðvun við kynþroska áður en 2 kílóa stærð er náð. Hið síðastnefnda mun hins vegar ekki varða miklu í framtíð- inni, því rannsóknir okkar Valdísar Finnsdóttur, líffræðings, sýna að hægt er að bæla kynþroska og framleiða stórbleikjur. Eldi í smáum einingum í mínum huga leikur því ekki vafí á því, að vegna sérstöðu okkar gæti eldi á bleikju skapað íslending- um geysileg verðmæti. Vegna hins hraða vaxtar tegundarinnar við lág- an hita er ég jafnframt þeirrar skoð- unar, að með bleikjunni sé loksins kominn möguleiki til að gera mikil- væga aukabúgrein úr fiskeldi á ís- landi. Vafalaust má fara margar leiðir að því marki. Sjálfur tel ég, að sú besta felist í góðri skipulagningu og mikilli verkaskiptingu frá upp- hafi. í fyllingu tímans fælist hag- kvæmasta leiðin sennilega í því, að seiðastöðvar í tveimur til fjórum fjórðungum önnuðust eldi á bleikj- um upp í 90—120 gramma stærð. Að vori yrðu seiðin flutt til bænda, sem hefðu yfir sjálfrennandi vatni að ráða, sem helst færi ekki undir 6 gráðu meðaihita á ári. Þar yrðu bleikjurnar aldar í tönkum í 12—15 mánuði, þegar markaðsstærð væri náð. Bleikjurnar yrðu þá fluttar í sláturhús til aðgerðar og vafalaust mætti spara stórfé með því að kosta fjármagni til að breyta einhvetjum af hinum hefðbundnu sláturhúsum svo þar mætti slátra fiskum líka. Að því loknu yrðu afurðirnar mark- aðssettar af sérstökum sölusamtök- um, þannig að bændur þyrftu ekki heldur að koma nálægt þeim vanda- sama og sérhæfða hluta ferlisins. Vitanlega er hið mesta óráð að ana út í nýja grein með of miklum hraða einsog hefur gerst síðustu misserin með blessaðan laxinn. Þessvegna tel ég rétt að eyða fyrst tveimur til þremur árum í smærri tilraun. Hún gæti falist í því að valin yrðu 5—15 býli víðs vegar um landið, þar sem bærileg vatnsgæði í formi lindarvatns eru til staðar. Sjóðir landbúnaðarins styddu við- komandi bændur til þeirrar mjög svo hófsömu fárfestinga sem þyrftu til að hefja bleikjueldi í smáum stíl, og stefnt yrði að því að framleiða 5—50 tonn af bleikju á hverjum bæ, eftir aðstæðum. Slík tilraun myndi vafalaust leiða í ljós, hvort hug- mynd mín um bleikjueldi í smáum stíl er raunhæf. Ef ekki, þá eru menn reynslunni ríkari án þess að hafa flanað út í óhóflegar fjárfestingar. Reynist hún hins vegar raunhæf, þá væri ekki einungis stuðlað með hag- kvæmum hætti að því að halda sveitum landsins í byggð, heldur væri ef til vill hægt í fyllingu tímans að framleiða með þessum hætti 1—5 þúsund tonn af sjóbleikju á ári. Höfundur er fískeldisfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.