Morgunblaðið - 01.12.1988, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 01.12.1988, Qupperneq 76
Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Endurski í skam VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Stöð 2: 23 starfsmönn- um sagt upp í gær ALLS var 23 starfsmönnum Stöðvar 2 sagt upp störfum í gær, þar af 14 hjá íslenska sjónvarpsfélaginu hf. og 9 hjá íslenska myndver- inu hf. en þessi fyrirtæki reka Stöð 2 í sameiningu. Þeir starfsmenn, sem íslenska sjónvarpsfélagið sagði upp, voru flestir á dagskrárgerðarsviði, þar af 7 fastráðnir og 7 lausráðnir. Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri ís- lenska sjónvarpsfélagsins sagði við Morgunblaðið að þessar uppsagnir þýddu ekki að dregið yrði úr inn- lendri dagskrárgerð hjá Stöð 2, heldur væri stefnt að betri nýtingu á því vinnuafli sem eftir væri. Fréttamenn Stöðvar 2 hafa hald- ið fundi vegna uppsagnar Ómars Valdimarssonar fréttamanns sl. mánudag, en Ómar hætti störfum vegna samstarfserfiðleika milli hans og Páls Magnússonar frétta- stjóra. Hafa fréttamennimir látið í ljós óánægju vegna uppsagnar Ómars við sjónvarpsstjóra og fréttastjóra Stöðvarinnar. Verðlækkun á gas- og svartolíu Bensínverðið verður óbreytt um sinn VERÐLAGSRAÐ ákvað í gær að lækka verð á gasolíu um 20 aura, úr 9,20 I 9 krónur lítrann, eða um rúm 2%. Svartolíutonnið var lækk- að um 350 krónur, úr 7.050 kr. í 6.700, eða um 5%. Bensínverðið breytist ekki. Stálvík: 60 manns sagt upp ÖLLUM starfsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Stál- víkur hf. i Garðabæ, 60 að tölu, var sagt upp í gær vegna fyrirsjánlegs verk- efhaleysis, að sögn Ottós Schopka, sem nú gegnir starfí framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Ottó sagðist vona að til upp- sagnanna þyrfti ekki að koma, en þær koma til framkvæmda í byrjun mars á næsta ári, en þá stefnir í algjört verkefna- leysi. Þetta endurspeglaði sam- dráttinn í þjóðfélaginu, en for- ráðamenn fyrirtækisins hygð- ust nota næstu þrjá mánuði til að reyna að finna ný verkefni. Innkaupajöfnunarreikningur olíu- vara er nú í jafnvægi þegar á heild- ina er litið, að sögn Georgs Ólafsson- ar verðlagSstjóra. Meðalverð þeirra gasolíubirgða sem til eru í landinu er 132 dollarar tonnið. Birgðimar eiga að duga í þrjá mánuði en heims- markaðsverð olíunnar er nú talsvert hærra, var 146,50 dollarar í byrjun vikunnar. Georg sagði að ef verðlagt væri samkvæmt innkaupsverðinu nú ætti gasolíulítrinn að kosta 9,50 kr. Sama stáðan er í svartolíunni, meðal- verð á birgðum er 80,5 dollarar tonn- ið en heimsmarkaðsverðið í byrjun vikunnar 84 dollarar. Verðlagsráð ákvað að breyta ekki bensínverðinu að þessu sinni. Meðal- Verð birgðanna er 159 dollarar tonn- ið en innkaupsverðið komið í 176,50 dollara. Innkaupajöfnunarreikningur bensíns er neikvæður en innstreymi í hann og búist við að hann nái jafn- vægi fljótlega. Georg sagði að svig- rúm væri til smávægilegrar lækkun- ar á bensínverðinu en skynsamlegt þætti að bíða átekta vegna óvissu á markaðnum. Von væri á nýjum farmi sem myndi hækka verð birgðanna. I fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir hækkun bensín- gjalds og hefur Qármálaráðherra nú þegar heimild til hækkunar gjalds- ins. Georg sagði að fyrirhuguð hækk- un bensíngjaldsins hefði ekki verið rædd í verðlagsráði. Morgunblaðið/Þorkell Óslóarjóla tréð koinid Óslóaijólatréð er komið til landsins, og var þessi mynd tekin í gær þar sem það kúrði um borð í skipi Eimskipafélagsins í Sundahöfn. Á næstu dögum verður trénu komið fyrir á Austurvelli í Reykjavík, þar sem það mun gleðja augu landsmanna yfir jólin. Lögreglan í Reykjavík: 28 afleysmgamenn hætta um áramót Lögreglumenn segja liðið jaftiflölmennt og 1944 og ótt- ast að ekki verði hægt að sinna öllum hjálparbeiðnum Ráðningarsamningar allra af- leysingamanna í lögregluliði Reykjavíkur, 28 talsins, verða látnir renna út um áramót. Jó- hannes Jónasson, stjórnarmaður í Lögreglufélagi Reykjavíkur, segir að nú þegar séu stöðugildi í lögreglunni í Reykjavík ekki * Seðlabanki Islands: Vextir útlána svipaðir og í nágrannalöndiinum EFTIR lækkun á vöxtum sem viðskiptabankamir hafa tilkynnt Seðla- bankanum og taka gildi í dag og 11. þessa mánaðar em bæði raun- vextir og nafhvextir af útlánum bankanna hér svipaðir eða lægri en í nágrannalöndunum, til dæmis Bretlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð að mati Seðlabankans. Samkvæmt yfírliti Seðlabankans um vaxtabreytingamar lækkuðu vextir óverðtryggðra lána yfírleitt um 4-6%. Meðalvextir víxillána lækkuðu úr 15,90% í 11,60%, eða um 4,30%. Hæstu víxilvextir lækk- uðu méira, eða úr 18% í 12%. Vext- ir óverðtryggðra skuldabréfa lækk- uðu að meðaltali um 1,7% í dag en lækka aftur 11. desember um 4,1% og verða þá 5,8% lægri en fyrir lækkun. Hæstu vextir í þessum útlánaflokki lækka um 6% og verða 13% eftir 11. desember. Vextir af verðtryggðum skuldabréfum voru 8,70% fyrir lækkun en verða 7,90% eftir vaxtalækkanir 1. og 11. des- ember og. lækka því um 0,80%. Innlánsvextir lækkuðu um allt að 2,3% að meðaltali. Meðaltal vaxta af almennum sparisjóðs- bókum er nú 3,20%, en var áður 4,40%. Hæstu vextir á sparisjóðs- bókum eru 4%. Meðalvextir á óbundnum skiptikjarareikningum lækkuðu um 2,30%, eru nú 5,5%, miðað við óverðtryggð innlán, en hæstu vextir 7,10%. A verðtryggð- um og óbundnum skiptikjarareikn- ingum eru meðalvextir nú 3%, en voru áður 3,40%. fleiri en var árið 1944. Hann tel- ur ljóst að nái fækkunin fram að ganga verði ómögulegt að sinna öllum hjálparbeiðnum, sem lög- reglu berast, og eftirlit muni heyra sögunni til. Böðvar Braga- son lögreglustjóri segir ástæðu þessa niðurskurðar vera þá að samkvæmt fyrirliggjandi flár- lagafrumvarpi sé embættinu ein- ungis ætluð 20 ársverk við afleys- ingar. Böðvar segir að óhjákvæmilegt sé að fullnýta þá heimild yfír hásum- arið. Hann vildi ekki ræða um með hvaða hætti þessi fækkun muni bitna á störfum embættisins. „En hér er að sjálfsögðu um nokkra skerðingu að ræða,“ sagði hann. Að sögn Jóhannesar Jónassonar eru nú 238 stöðugildi lögreglu- manna við embætti lögreglustjóra. Þar af sinni almennum útköllum og eftirliti 81 lögreglumaður í almennri deild og 19 í umferðardeild. Þar á meðal séu flestir ef ekki allir afleys- ingamennirnir. Jóhannes segir að nú þegar anni þessir menn litlu öðru en því að sinna hjálparbeiðnum, eft- irlit sitji algjörlega á hakanum. Hann sagði að eftir áramót, þegar afleysingamenn hafí látið af störfum og 11 menn snúið til starfa úr fyrri hluta lögregluskóla, verði einungis 64 lögreglumenn til að sinna útköll- um, 16 á hveijum tíma sólarhrings- ins. Jóhannes segir að árið 1944 hafí 80 lögreglumenn sinnt sömu störfum í borginni. Þar sem vinnu- vika þeirra hafi verið 48 stunda löng jafngildi það í raun 96 mönnum við 40 stunda vinnuviku. Böðvar Bragason sagði að þessir 28 lögreglumenn, sem láta munu af störfum um áramót, væru allir í hópi yngstu starfsmanna embættis- ins og tók fram að ekki væri verið að fækka stöðugildum embættisins, þau yrðu vonandi jafnmörg og áður að samþykktum fjárlögum, en tima- bundnum stöðuheimildum yrði fækkað svo sem fyrr greinir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.