Morgunblaðið - 01.12.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 01.12.1988, Síða 20
Ttiknið h)i Tóm«i *20 MORGUNBLAÐIÐ, FÍMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLBNN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • Sími 28300 Alþjóðaalnæmisdag'- urinn 1. desember ÞETTA ER HÚN... „Dásamlegur dugnaðarforkur!" SIEMENS MK 4450 hrærivélin er engin venjuleg „hrærivél". Hún hrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker - bæði fljótt og vel. Að hætti vestur-þýskra framleiðenda er hún einkar vel hönnuð. Létt, lipur, hljóðlát og kröftug. Jafnauðveidlega og að skipta um gír á vestur-þýskum sportbíl, skiptir þú henni úr hakkavél í hrærivél og í grænmetiskvörn upp í blandara. Hún^r draumaverkfæri í eldhúsinu. Fáðu þér (-eða gefðu^^ ) fjölhæfan dugnaðarfork í eldhúsið. 9.650,- krónur er heldur ekki mikið verð fyrir þennan líka bráðlaglega dugnaðarfork. ítarlegur leiðarvísir og uppskrifta- hefti á íslensku fylgja með. Tíu punktar sem skipta þig máli í tilefni af Alþjóðaalnæmis- deginum 1. desember 1988 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sent frá sér meðfylgjandi tíu punkta um alnæmi: 1. Alnæmi er nýtt heilbrigðis- vandamál sem snertir heims- byggðina alla. Meira en 120 þúsund tilfelli af alnæmi (lokastig) hafa verið til- kynnt Alþjóðaheilbrigðisstofnun- inni. Þessi tilfelli hafa greinst í 140 þjóðlöndum. Öll samfélög geta smit- ast af alnæmisveirunni vegna þess að veiran virðir engin landamæri, landfræðileg né félagsleg. í dag er talið að 5—10 milljónir manna séu smitaðir af alnæmisveirunni um all- an heim. 2. Við vitum hvernig alnæmi smitast. Til allrar hamingju getur alnæm- isveiran eingöngu borist milli manna með þrennum hætti: ★ Við samfarir. ★ Með blóðblöndun. ★ Frá sýktri móður til fósturs eða nýfædds barns hennar. 3. Að þekkja smitleiðir al- næmis er lykillinn að því að koma í veg fyrir smit. Alnæmisveiran getur borist milli manna við kynmök, frá karlmanni til konu, konu til karlmanns og frá karlmanni til karlmanns. Alnæmis- veiran getur einnig borist með blóði, aðallega á tvo vegu: Ef notað er blóð úr sýktum einstaklingi og ef nálar eða sprautur eru notaðar án þess að þær séu dauðhreinsaðar. í nokkrum löndum er útbreiðsla al- næmis aðallega meðal fíkniefna- neytenda. Að lokum getur alnæmi borist frá sýktri móður til fósturs eða nýfædds barns við fæðingu eða strax eftir fæðingu. 4. Það er hægt að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæmis. Arangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæm- is við kynmök er að hafa ekki sam- farir eða að halda sig við einn trygg- an og ósýktan maka. Að öðrum kosti að fækka rekkjunautum eins og frekast er kostur. í hvert skipti sem hafðar eru samfarir við þann sem hugsanlega gæti verið smitað- ur af alnæmisveirunni á að nota smokk. Smokkinn þarf að nota frá upphafi til enda og á réttan hátt. Forðast á samfarir við vændiskonur og karla og aðra þá sem maður veit eða hefur grun um að hafa haft marga bólfélaga. 5. Blóðsmitun alnæmis er unnt að stöðva á marga vegu. Svo heppilega vill til að sýkt blóð er hægt að flokka frá með mótefna- mælingum og henda. Nálar og sprautur er hægt að dauðhreinsa eða nota einnota. Fíkniefnaneyt- endur geta og eiga að hætta að sprauta sig. Það þarf að hvetja þá sem sprauta sig til að nota ekki nálar og sprautur aftur og að deila þeim áhöldum ekki með öðrum. 6. Það hefur þýðingu að vita hvernig alnæmi smitast ekki. Alnæmi smitast ekki við daglega umgengni, á vinnustað, í skólanum, við að takast í hendur, við snertingu eða faðmlög. Alnæmi smitast ekki með mat eða vatni, ekki við að drekka úr sama bolla eða glasi, við hósta eða hnerra, ekki með skor- dýrum, ekki í sundlaugum né við notkun salerna. Þekkingin á því hvernig alnæmi smitast ekki hjálpar almenningi að skilja að það fylgir engin áhætta umgengni við smitaða nema umgengni fylgi samfarir við smitaðan einstakling, notkun á sprautum eða blóðblöndun með öðr- um hætti. 7. Það er engin ástæða að óttast fólk sem er smitað. Það á ekki að útskúfa þeim sem eru smitaðir. Þeir þarfnast okkar stuðnings til að geta tekist á við líkamlegar og tilfinningalegar af- leiðingar sýkingarinnar. 8. í ljósi þess að hvorki er til bólusetning né lækning eru upp- lýsingar og fræðsla lykilaðgerðir í alnæmisvörnum. Einn góðan veðurdag tekst vísindamönnum að búa til lyf sem læknar alnæmi eða bóluefni sem kemur í veg fyrir sýkingu. Fram til þess dags getum við heft út- breiðslu alnæmis með upplýsingum, fræðslu og breyttri hegðun — ábyrgri hegðun hvers einstaklings. 9. Alheimsvandi — alheims- átak. Næstum öll ríki hafa brugðist við alnæmi með skipulegum hætti. Markmiðið er að upplýsa og fræða almenning hvernig megi komast hjá að sýkjast og hvernig megi verja aðra. Aðgerðir í hverju einstöku landi tengjast alþjóðaalnæmisverk- efni Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar. Vegna þess að alnæmi er alls staðar þá verður að stöðva út- breiðslu þess alls staðar ekki aðeins í einu landi. 10. Saman getum við stöðvað alnæmi. Þú getur lagt alnæmisvörnum lið með því að ganga úr skugga um að þú þekkir staðreyndirnar um alnæmi og hjálpir öðrum til að skilja þær. Hættan á að smitast af alnæmi er ekki spurning um hver þú ert eða hvar þú ert staddur held- ur hvernig þú hegðar þér. Alheimsdagur gegn alnæmi er tækifæri fyrir alla til að tala saman um alnæmi, þora að spyrja, ræða og læra. Vertu með í alheimsátaki gegn ainæmi. (Frá landsncfnd um alnæmisvarnir) Landbúnaðar- ráðuneytið: Gerð verði út- tekt á fram- kvæmd búvöru- laganna Landbúnaðarráðuneytið vill að Rikisendurskoðun verði falið að gera úttekt á þeim ákvæðum búvörulaganna sem Qalla um framkvæmd laganna og fjár- hagsleg fyrirgreiðslu ríkissjóðs. Þessi ákvæði eiga að tryggja að staðið verði við samninga um hámarksframleiðslu á afúrðum sauðfjár og mjólkur, sem ríkis- sjóður veitir fiilla verðábyrgð fyrir. í búvörulögunum er kveðið á um að þessi ákvæði laganna skuli tekin til endurskoðunar að fjórum árum liðnum frá setningu laganna, en það er í júní 1989. í fréttatilkynningu frá land- búnaðarráðuneytinu segir að um- rædd úttekt á vegum Ríkisendur- skoðunar muni leggja traustari grunn undir framkvæmd búvöru- laganna og að þeim ákvörðunum sem taka þarf þegar þeir búvöru- samningar sem nú eru í gildi renna út, en þeir samningar gilda til árs- ins 1992. . . . . ■ .. . - ... . ... ENGIN OÆSKILEG AUKEFNI SÆNSK GÆÐAVARA JUVEL ER ÁN ÓÆSKILEGRA AUKEFNA S.S. BRÓMATS OG BLEIKIEFNA bakstur og til matargerðar. 2 kg JUVEL í JÓLABAKSTURINN! MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.