Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988
‘M'-
__ &
-• ÍEÍ8BÍ35MÍ
Kvennaþingskonur:
Hvatttil
umræðuum
leikfanga-
auglýsingar
ÞÆR konur sem fóru á Kvenna-
þingið í Ósló í sumar, sam-
þykktu nýlega á fundi á Egils-
stöðum að skora á börn, for-
eldra, afa, ömmur, nemendafé-
lög, foreldrafélög og önnur fé-
lög, að hefja umræðu um áhrif
auglýsinga, sem ætlað er að
höfða til barna fyrir jólin.
I því sambandi er einkum bent
á hvaða áhrif leikfangaauglýs-
ingar í sjónvarpi hafa, hvort for-
eldrar séu sáttir við það að auglý-
signar segi börnunum hvað eigi
að gefa þeim í jólagjöf, og hvað
hægt sé að gera í því sambandi.
Einnig er bent á að velja ekki
stríðsleikföng né ljót leikföng, og
að gildi gjafar felist ekki í háu
verði.
Heilsubót og skemmtun
í skammdeeinu
, SOL
COSTA DEL SOL
Sérstök jólaferð með ísleriskum fararstjóra.
Dvalið verður á hinu glæsilega hóteli
SUNSET BEACH CLUB.
Sundlaugar úti og inni, góð sólbaðsaðstaða,
heilsurækt, nuddpottar, kjörbúð, þvottahús,
golfvöllur og góðir veitingastaðir.
Hér er svo sannarlega hægt að^
njóta lífsins í skamm-
deginu.
Innifalið er flug og akstur til
og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn
og gisting.
Brottfarir um London:
19.des. (jólaferð 22 dagar), 2., 16.
og 30.janv 13. og 27.feb. og 20.mars
(páskaferð 11 dagar).
Brottfarir um Amsterdam:
19. des. (jólaferð
23 dagar), lé.jan.,
13. feb. og 13. mars (páskaferð 16 dagar).
Dvalarlengd fer eftir óskum hvers og eins (3
vikur til 2 mánuðir), nema í jóla- og
páskaferð.
KYPUR
Sérstök jólaferð. Kýpur sló svo
sannarlega í gegn sem sólarstaður í sumar.
En að vetri til er Kýpur ekki síðri heim
að sækja. Og það er tekið vel á móti þér, því
Kýpurbúum er gestrisni í blóð borin.
Fyrsta flokks íbúðahótel og góðir veitinga-
staðir, mikil náttúrufegurð, fornar minjar og
síðast en ekki síst er loftslagið milt og verð-
lagið lágt.
Umboðsmaður Sögu veitir farþegum alla
fyrirgreiðslu sem þeir þurfa
á að halda.
Innifalið er flug og akstur til
og frá flugvelli erlendis, gisting'
1 nótt í Amsterdam, aðstoð umboðsmanns Sögu
á Kýpur og gisting.
Brottför um Amsterdam:
19. des. (jólaferð 23 dagar), 20. jan., 17.
feb., 10. og 17. mars (páskaferð 16 dagar).
Dvalarlengd fer eftir óskum hvers og eins
(1 vika til 4 mánuðir), nema í jóla- og
páskaferð.
FERÐASKRIFSTŒAN
vtSA
Raðgreiðslur
Suöurgötu 7
S. 624040
Eyvindur P. Eiríksson
Ný skáldsaga
frá Iðunni:
Múkkinn
eftir Eyvind
P. Eiríksson
IÐUNN hefur gefið út nýja
íslenska skáldsögn eftir Eyvind
P. Eiríksson og nefnist hún
Múkkinn. Þetta er fyrsta skáld-
saga höfundar, en eftir hann
hafa áður komið út ljóðakverin
Hvenær? (1974), Hvaðan-þaðan
(1978) og P-árbók I (1988). Auk
þess hafa birst eftir hann ljóð
og sögur í ýmsum blöðum og
tímaritum og árið 1983 hlaut
hann verðlaun í leikritasam-
keppni hjá MFA.
I þessari nýju bók er sögusviðið
togari og sjávarþorþ. í kynningu
útgefanda segir m.a: „í skörpum
myndum lýsir höfundur samspili
manns og hafs sem tákngerist í
Múkkanum, þessum fugli hafsins
sem er „stuttur og ljótur með tvær
lappir og tvo vængstubba með
gigt í þeim. Ef hann sér ekki sjó-
inn getur hann ekki flogið". Á
sama hátt er líf skipverja sem hér
segir frá bundið hafinu: það dreg-
ur hring um tilveru þeirra og utan
hans eru þeir næsta umkomulaus-
ir. í þessum karlaheimi verður
þörfin fyrir samneyti við konur oft
knýjandi og birtist í næsta óhe-
fluðu tali sem höfundur skrásetur
undanbragðalaust og þegar í land
er komið leitar þessi þörf útrásar.
Undir hörðum skráp og kaldrana
er viðkvæm tilfinning sem öðru
hverju leitar upp á yfirborðið."