Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Endurminningar Huldu Jakobsdóttur HJÁ Almenna bókaféiaginu er komin út bókin Við byggðum nýjan bæ, endurminningar Huidu Jakobsdóttur skráðar af Gylfa Gröndai. I fréttatilkynningu AB segir m.a.: „Bók þessi er mikilvægt inn- legg í kvenréttindabaráttuna. Hún segir sögu konu sem gengur fram fyrir skjöldu — ekki til þess að verða mikil í augum fólksins heldur voru það málefni og verkefnin sem knúðu hana áfram. Hulda Jakobs- dóttir er nú öldruð kona, en það er ekki lítið, sem eftir hana liggur á opinberum vettvangi. Hulda var, ásamt eiginmanni sínum, Finnboga Rút Valdemars- syni, í forystu fyrir Framfarafélag- inu í Kópavogi, en þessi þrenning er höfundur Kópavogs. Þau hjónin tóku á leigu spildu í Digranesinu, komu þar upp skúr, svo að Hulda gæti sinnt sinni garðrækt. Eitt leiddi af öðru og nú er þessi skúr eldhús í myndarlegu húsi. Þetta sama eldhús varð einnig fyrsta bæjarskrifstofa Kópavogs, þar varð Finnbogi fyrsti bæjarstjóri og Hulda tók við af honum og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að gegna slíku starfi." Bókin er 213 blaðsíður að stærð. Filmuvinnu, prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Guðjón Ingi Hauksson hannaði kápu. Anna í Grænuhlíð í flórða sinn BÓKIN Anna í Grænuhlíð eftir Lucy Maud Montgomery er kom- in út í fjórða sinn hjá Máli og menningu í þýðingu Axels Guð- mundssonar. I kynningu Máls og menningar segir: „Anna er munaðarlaus stúlka sem er tekin í fóstur í Grænuhlíð af gömlum systkinum. Hún er full uppátektarsöm og hugmyndarík að þeirra áliti en ekki líður á löngu uns þau g'á ekki sólina fyrir fjör- kálfinum Onnu því jafnframt er hún skynsöm og hjartahlý. Bókin er 190 síður og gefin út bæði innbundin og í kiljuformi í flokknum MM UNG. Brian Pilking- ton teiknaði og hannaði kápu. Land minna mæðra Ljóðabók eftir Gunnar Dal VÍKÚRÚTGÁFAN hefiir gefið út Ijóðabókina „Land minna mæðra“ eftir Gunnar Dal. Gunn- ar hefúr gefið út 40 bækur á skáldskaparferli sinum; ljóð, skáldsögur og heimspekirit með- al annars. „Það er í raun og veru ekkert eitt viðfangsefni í þessari bók,“ sagði Gunnar Dal í samtali við Morgunblaðið. „Ljóð eru verk út af fyrir sig, eitt ljóð tengist ekki öðrum ljóðum, þau eru öll sérstakt verk fyrir sig. Nafn bókarinnar er dregið af fyrsta ljóðinu, sem er um stöðu íslenzku konunnar í gegnum tíðina. Það er skoðun mín að konan hafi bjargað þjóðinni, saga íslands er miklu ljótari en komið hefur fram. Saga íslenzku þjóðarinnar hefur aldrei verið skrifuð, heldur bara biskupa og oddvita hins ver- aldlega valds, sem lifðu ekki eins og þjóðin. í raun hefur aldrei verið skrifað neitt af viti um Islandssögu sem sagnfræði, líklega er það ekki hægt,“ sagði Gunnar Dal. Þetta er fertugasta bók Gunnars og tíunda ljóðabókin fyrir utan þijú ljóðasöfn og tvær þýðingar. Þekkt- asta bók hans er Spámaðurinn, sem hefur verið gefinn út átta sinnum og er þýðing eftir bandaríska skáld- ið Khalil Gibran. Þessi bók, Land minna mæðra, geymir 22 ljóð af ýmsum toga spunnin. Bókin er 62 Gunnar Dal blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Árna Valdemarssonar hf. Kápu teiknaði Kristján Jóhannsson. Gunnar Dal er 65 ára að aldri og las heimspeki í þremur þjóðlönd- um, Skotlandi, Bandaríkjunum og Indlandi. Hann hefur stundað kennslu samhliða ritstörfunum og tekið mikinn þátt í félagsmálum. TVEIR MilSTARAR ORÐSINS Sigurður A. Magnússon •• ÆVIOGSTARF Trúarkraftur og orðsnilld séra Sigurbjöms Einarssonar biskups hefur látíð fáa íslendinga ósnortna. Að baki þessa meistara orðsins liggur svipvindasamur og fjölþættur æviferill, sem Sigurður A. Magnússon bregður hér ljósi á. Æviskeið séra Sigurbjöms hefur legið um kröpp kjör bemskuára í Meðallandi, erfið námsár í Reykjavík og Uppsölum, prestskaparár á Skógarströnd og í Reykjavík, kennsluár í Háskóla íslands og langan embættisferil á biskupsstóli. Inn í þá fjölskrúðugu sögu fléttast þættir úr þjóðvamarbaráttunni og baráttunni fyrir endurreisn Skálholtsstaðar. Höfundur bregður upp sérlega ljósri og blæbrigðaríkri mynd af séra Sigurbimi í þeim margvíslegu hlutverkum, sem hann hefur gegnt og bregður um leið birtu yfir marga málsmetandi samferðamenn hans. í bókinni em yfir 100 ljósmyndir. 0 TVEIR FULLTRÚAR HEIMSBÓKMENNTANNA ÍSAAC BASHEVIS SINGER IOFOR SltTTUNFlAR Nóbelsverðlaunahafinn Isaac Bashevis Singer: JÖFUR SIÉTTUNNAR Sagan gerist á löngu liðnum tímum á söguslóðum þar sem fólk er að feta sig út úr myrkviði hjátrúar, fáfræði og fmmstæðra lifnaðarhátta. í heimi þess togast á lágar hvatir og háleit markmið. Þessi nýja saga Singers ersjöunda bók hans, sem Hjörtur Pálsson hefur þýtt. JÖFUR SLÍTrUNNAR staðfestir eftirfarandi ummæli bandaríska stórblaðsins NEW YORK TIMES: „Singer er höfundur, sem skrifar í anda hinnar miklu frásagnarhefðar. Þar er mitt á meðal vor ósvikinn listamaður, sem á erindi að gegna í bókmenntununú. Verðlaunahafi Norðurlandaráðs AnttiTuuri: VETRARSTRÍÐID Bókin segir frá því hvernig óbreyttur hermaður upp- lifir hinn skelfilega hildarleik þegar finnska þjóðin þurfti að verjast innrás sovétmanna veturinn 1939-40. Vetrarstríðið stóð einungis í 105 sólarhringa, en er ein- hver mannskæðasta og grimmilegasta orrahríð, sem háð hefur verið. Sagan sýnir á áhrifamikinn hátt æðruleysi þess manns, er leysir af hendi það hlutverk, sem honum er ætlað áð gegna í þágu föðurlandsins, en að vísu er ekki laust við að kaldhæðni og beiskju gæti stundum frammi fyrir yfirþyrmandi ofurefli. Þýðandi sögunnar er Njörður P. Njarðvík. SETBERG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.