Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 Félag íslenskra iðnrekenda: Vörugjaldsfrumvarp mismunar fyiirtælgum FÉLAG íslenskra iðnrekenda hefiir sent Qárhags- og við- skiptanefiid neðri deildar Al- þingis bréf, þar sem lýst er and- stöðu félagsins við framkomið frumvarp til laga um breytingar á núverandi iögum um vörugjald. Þar segir meðal annars, að verði frumvarpið að lögum og taki gildi fyrir áramót sé ljóst, að innlendar vörur hækki strax, en erlendar mun síðar. FÍI telur, að samkvæmt frum- varpinu sé horfið frá þeirri megin stefnu, sem mörkuð var við setn- ingu núverandi laga, að gera álagn- ingu og framkvæmd skattheimtu einfaldari og skilvirkari ásamt því að undanþágum sé fækkað. Verið sé að auka enn á neyslustýringu í þjóðfélaginu. Með því að taka upp þijár mismunandi vörugjaldspró- sentur í stað einnar sé verið að auka mismunun á milli fyrirtækja og atvinnugreina, sem um leið auki óvissu og óstöðugleika. Félag íslenskra iðnrekenda telur að 25% sérstakt gjald á sælgæti, öl og gosdrykki muni hafa veruleg áhrif á starfsemi þeirra fyrirtækja, sem framleiða þessar vörur, en hjá þeim starfí samtals 7-800 manns. Verið sé að skattleggja eina at- vinnugrein umfram aðrar, í skjóli hollustusjónarmiða. Þessar fram- leiðslugreinar noti hins vegar aðeins 25-30% af innfluttum sykri. Ljóst sé að kaupmáttur muni rýma um V2% vegna þessarar breytingar, auk þess sem bygging- arkostnaður hækki um 3%. Láns- kjaravísitala hækki því um rúmlega 1,3%. Ljóst sé að innheimtuaðilum vörugjalds muni fjölga verulega og framkvæmd og eftirlit með vöru- gjaldsinnheimtu verði því mun erf- iðara og mannfrekara en nú. Sjá viðtöl við iðnrekendur á miðopnu. ■' Morgunblaðið/Júlfus Oslóarjólatréð sett upp á Austurvelli JÓLATRÉ frá Oslóborg var sett upp á Austurvelli í gærkvöldi, en kveikt verður á því sunnudaginn 11. desember. Við það tækifæri munu jólasveinarnir birtast í fúllum skrúða á þaki Nýja kökuhúss- ins, en þeir verða einnig í Kringlunni laugardaginn 10. desember, þar sem þeir taka lagið fyrir börnin. „Háfvarður" kominií í nýja heimilið, þjáður af kafaraveiki. Vestmannaeyjar: HáfVarður ér þjáð- ur af kafaraveiki Fyrirhuguð hækkun tekju- og eignaskatta: Overjandi hækkan- ir skatta launafólks - segir Þorsteinn Pálsson ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hug- myndir ríkissljómarinnar um hækkun tekju- og eignaskatta þýði gífúrlegar skattahækkanir á launafólk, og við þær aðstæður að tekj- ur fari minnkandi sé slikt óveijandi. Hahn segir að • Sjálfstæðis- flokkurinn muni mæta þessum hugmyndum af mikilli hörku. - KAMBHÁFURINN, sem Guð- björg ÍS fékk í vörpuna á Vest- Qarðamiðum fyrir nokkru, var í fyrradag fluttur flugleiðis í Fiskasafnið í Vestmannaeyjum. Háfúrinn, sem gengur undir nafii- inu Háfvarður, er við sæmilega heilsu, en uppbelgdur af lofti, haldinn kafaraveiki eftir að hafa komið af 100 faðma dýpi og farið upp í 10.000 feta hæð í flugferð- inni. Starfsmenn Fiskasafnsins reyndu í gær að tappa loftinu af kamb- háfnum með því að stinga í hann blóðtökunál fyrir framan gotraufína, en að sögn Kristins Egilssonar, for- stöðumanns safnsins, hefur ekki tek- ist að komast í gegnum skráp dýrs- ins, sem er mjög þykkur. Tilraunum til að ná loftinu úr háfnum verður haldið áfram í dag og verður honum ekki gefið að éta fyrr en þær hafa tekist. Flugleiðir _ fluttu kambháfínn ókeypis frá ísafírði til Reykjavíkur og þaðan fór hann með einkaflugvél sem útgerðarfélag Guðbjargar ÍS, Hrönn hf., keypti undir hann til V estmannaeyj a. Drög að frumvarpi um breytingar á tekju- og eignasköttum voru lögð fram í þingflokkum ríkisstjómarinn- ar í gær. Þar er gert ráð fyrir 2-3% hækkun tekjuskatts, auk þess sem opnað er fyrir sérstakt hátekjuskatt- þrep. Þá er gert ráð fyrir að eigna- skattur verði hækkaður um 0,3% frá því sem nú er og einnig sérstakt 1,5% stóreignaskattsþrep. Þá er gert ráð fyrir hækkun tekjuskatts fyrir- tækja. Alls er áætlað að þetta skili 2,5-3 milljörðum króna í ríkissjóð í viðbótartekjur. Þorsteinn Pálsson sagðist, f sam- tali við Morgunblaðið, varla eiga orð yfír þessar hugmyndir. „Það er svo fráleitt að fara að hækka tekjuskatt- inn núna að það tekur engu tali. Menn hafa verið að vinna að því á undanfömum ámm að lækka tekju- skatt og hækka skattleysismörk. Við þessar aðstæður em engar efnahags- legar aðstæður sem mæla með því að hækka skattinn heldur öll rök sem mæla á móti því. Það liggur fyrir að tekjur manna muni minnka á næsta ári og yfirlýsingar ráðherra að það þurfi að færa laun niður, og það er þvf fáheyrt að ætla að íþyngja almennum launþegum með svo gífur- legri hækkun tekjuskatta eins og þama er lýst.“ — Þú lagðir sjálfur til í síðustu ríkissljóm að tekjuskattur yrði hækkaður um 2%? „Það em engin tengsl milli þessa og þeirra tillagna sem við vomm með á lokadögum fyrri ríkisstjómar. Þær fólu þvert á móti í sér skatta- lækkanir. Ég lagði til að matarskatt- urinn yrði lækkaður og það yrði afl- að tekna á móti með hækkun tekju- skatts. Þar var ekki um að ræða skattahækkun heldur að færa skatt af matvælum yfír á tekjuskatt. Ég væri tilbúinn að ræða það við ríkis- stjómina að lækka skatt á matvælum og afla tekna með öðrum hætti. Því er ekki til að dreifa heldur er verið að íþyngja heimilunum enn meir, og svo langt umfram það sem nokkur rök em fyrir að við munum mæta þessum tillögum með mikilli hörku." Þorsteinn sagði að það ákvæði í frumvarpinu sem lyti að nýju skatt- þrepi myndi algerlega brjóta niður staðgreiðslukerfíð og það væri að bíta höfuðið af skömminni ef frum- varp af því tagi yrði flutt á þinginu. „En auðvitað væri það eftir Alþýðu- flokknum að standa að flutningi málsins með þeim hætti, svo ræki- lega sem hann hefur snúið við blað- inu í öllum efnum efnahags- og skattamála," sagði Þorsteinn Páls- son. Tillaga um frestun fjár- lagaafgreiðslu SJÁLFSTÆÐISMENN vilja fresta afgreiðslu Qárlagafrum- varps þangað til í febrúar á næsta ári. Ólafúr G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæðis- manna segir að ekki sé réttlætan- legt að afgreiða Qárlögin á með- an bráðabirgðalög og skatta- frumvörp ríkisstjómarinnar hafa ekki hlotið afgreiðslu, enda sé þingmeirihluti ríkisstjórnar- innar ótryggur. Forystumenn stjórnarflokkanna eru á önd- verðum meiði. Þingflokkar stjómarflokkanna fjölluðu um tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjómarinnar í gær. Framsókn- armenn hafa ekki gert upp hug sinn að fullu til þeirra en eru þó sam- þykkir hækkun tekjuskatts að sögn Páls Péturssonar formanns þing- flokksins. Eiður Guðnason formað- ur þingflokks Alþýðuflokksins segir að endanleg afstaða til frumvarp- anna liggi ekki fyrir, en ljóst sé að kratar vilji ekki ganga jafn langt og hinir stjómarflokkamir í hækk- un tekjuskatts og þeir hafna há- tekjuskattþrepi. Los Angeles: í slendingur finnur hættuleg misgengi Skjálfti á þeim gæti valdið meiri eyði- leggingi1 en San Andreas-skjálfti EGILL Hauksson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Suð- ur-Kalifomíu (USC) í Los Ang- eles í Kaliforaíu, hefúr upp- götvað tvö jarðlagamisgengi djúpt undir borginni. Hreyfing á þeim gæti haft í för með sér jarðskjálfta er leiddi til mikillar eyðileggingar, samkvæmt frétt- um /Zeuters-fréttastofiinnar. Egill skýrði frá niðurstöðum sínum í fyrirlestri á mörg þúsund manna ráðstefnu bandaríska jarð- eðlisfræðifélagsins, American Geophysical Union, sem nú stend- ur yfír í San Francisco. Reuters- fréttastofan skýrði frá fyrirlestri hans í frétt, sem hún sendi frá sér í fyrrakvöld. Haft er eftir Agli að misgengin séu 10-15 kílómetra undir Los Angeles. Annað þeirra er 100 kíló- metra langt og liggur beint undir miðborginni frá austri til vesturs. Hitt er 65 kílómetra langt og ligg- ur frá Newport Beach í suður- hluta borgarinnar að stað beint vestur af miðborginni. „Borginni kann að stafa miklu meiri hætta af þessum misgengjum en San Andreas-misgenginu vegna þess að þau eru beint undir henni," sagði Egill í fyrirlestri sínum, samkvæmt fréttaskeyti Reuters. San Andreas-sprungan liggur eftir Kalifomíu endilangri. Vísindamenn hafa sagt að 60% líkur séu á því að skjálfti, sem valdi mikilli eyðileggingu, verði á henni innan 30 ára. Jarðlagasprungumar, sem Eg- ill hefur fundið, komu í ljós við rannsóknir á orsökum skjálfta, sem olli 360 milljóna dollara, eða 16,2 milljarða króna, tjóni í Los Angeles í október í fyrra. Sjö menn týndu lífi í skjálftanum. „Til þess að fá vísbendingar um hvenær vænta megi stór- Egill Hauksson skjálfta á misgengjunum er nauð- synlegt að fylgjast náið með þeim í framtíðinni," sagði Egill í fyrir- lestri sínum. Samkvæmt upplýsingum Sveinbjöms Baldvinssonar, fréttaritara Morgunblaðsins í Los Angeles, átti stórblaðið New York Times samtal við Egil og skýrði frá uppgötvun hans á forsíðu í fyrradag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.