Morgunblaðið - 08.12.1988, Side 12

Morgunblaðið - 08.12.1988, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 m Morgunblaðið/Sverrir Ný nryndverk Reykjavíkurboi^ar miyndlist Bragi Ásgeirsson Að Kjarvalsstöðum stendur nú yfír sýning á innkaupum Reykjavíkurborgar á myndverkum á síðastliðnum fimm árum 1983— 1988. Að vísu er ekki um heild- stæða sýningu að ræða, svo sem stendur í formála sýningarskrár, hvað sem það nú á að merkja, og víst er að ýmislegt mun vanta, sem keypt var á timabilinu. Það er af hinu góða að setja upp slíkar sýningar og í raun og veru skylda og sjálfsagt mál, enda víðast hvar regla í útlandinu. Við það fá menn yfírsýn og þverskurð yfír innkaup listasafna, sem síst ætti að vera leyndarmál, enda söfnin í opinberri eigu. Þá er og hveijum sem vill frjálst að gagn- rýna innkaupin — lofa þau eða lasta á opinberum vettvangi, sem bregst sjaldan að sé gert, því að sitt sýnist hveijum. Það hefur verið regla, frá því að Kjarvalsstaðir tóku til starfa, að kaupa mjmdir á listsýningum í höfuðborginni og valið hefur list- ráð Kjarvalsstaða annast og nú síðast menningarmálanefnd Reykjavíkurbprgar. Listráðunaut- ar Kjarvalsstaða hafa og að sjálf- sögðu ráðið mestu, en val þeirra er háð samþykki nefndarmanna. Áður sá Páll Líndal lögmaður Reykjavíkurborgar um innkaupin um árabil og hafði hér nokkuð fíjálsar hendur. Fórst honum það svo vel úr hendi að eigi hefur ver- ið gert betur síðar, þótt margir hafí verið um hituna og lagt góð orð að. Þetta er hér sagt vegna þess, að því miður virðist sem innkaup- um borgarinnar hafí stórum hrak- að við þessar breytingar eða ný- skipan og hlýtur ástæðuna að vera að fínna í röngum stefíiumörkum og misskildu lýðræði. Nú verða þær raddir t.d. stöðugt háværari, að þessi og hinn eigi svo og svo margar myndir á listasöfn- um, en aðrir minna og sumir ekk- ert — en mun minna er talað um vægi listaverkanna eða stöðu og styrk viðkomandi listamanns. Má helst halda af máli sumra, að hér skuli farið eftir kvótareglunni — og er þá stutt í það, að listamenn geti farið að höndla með kvóta sinn fyrir næstu ár, er blankheit sækja að! Þetta er nú í gamni sagt, en öllu gamni fylgir þó nokkur al- vara, enda veit ég ekki um nein alvörulistasöfn, sem fara eftir slíkri reglu, enda væru þau dauða- dæmd um leið. Sérstaða borgarlistasafns er að sjálfsögðu sú, að það kaupir öðru fremur eftir listamenn á höfuð- borgarsvæðinu, en þó ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að leita út fyrir mörkin, þegar ástæða þykir til. Er t.d. mikil prýði að mynd Færeyingsins Ingálvs af Reýni á þessari sýningu. Þegar sýningin er skoðuð, þá virðist of mikil áhersla hafa verið lögð á það að kaupa myndir á sýn- ingum, burtséð frá því hve valið orkar oft tvímælis. Helst vildi maður alls ekki hafa rekist á myndir ýmissa listamanna í þessu samsafni, vegna þess að viðkom- andi eru svo miklu betri listamenn en verkin gefa til kynna, og á stundum eru þetta algjör undir- málsverk frá þeirra hendi. Að mínu viti á að leggja höfuð- áherslu á, að hver og einn góður listamaður sé rétt kynntur jafnvel þótt ýmsu verði að fóma til að gera það mögulegt. Og til þess þarf innkaupanefnd- in að hafa opin augu og þá einnig fyrir því, sem listamenn eru að gera og hafa gert, sem fengur er að fyrir borgarlistasafn að eiga. Hér þurfa engar sýningar að koma til. Veit ég til þess, að ýmsir hinna eldri listamanna eru í toppformi um þessar mundir og hafa verið á undanfömum árum, án þess að einnar einustu myndar eftir þá sjái stað í þessu samsafni. Þá þarf ég að huga að ýmsum gloppum, sem farsælast væri að fylla í fyrr en síðar, því að við eðlilega þróun má búast við því, að borgarlistasafn verði byggt í framtíðinni. Slíkt getur gerst fyrr en nokkum gmnar, svo sem þróun- in er í heiminum í dag, er risavaxn- ar menningarmiðstöðvar spretta upp um víða veröld og aðsókn að þeim gífurleg. Og með vísun til þess síðasta þá hlýtur að vera eitthvað að hér á hjara veraldar í ljósi lítillar að- sóknar að flestum listasöfnunum og síminnkandi aðstreymis fólks á Kjarvalsstaði, sem hér eru til um- ræðu. Stofnunin virðist nefnilega alls ekki hafa það aðdráttarafl, sem hún ætti skilyrðislaust að hafa, og ber að fínna ástæðuna og leitast við að bæta úr. Kannski eru húsakynnin of þung og ekki gert nægilega mikið fyrir þá, sem leggja leið sína þangað. Að minnsta kosti er það sorglegt, er settar eru upp stórar sýningar með æmum tilkostnaði, en hið mikilvægasta, sem em borgarbúar sjálfir, er víðs Jjarri, illu heilli. Ekki geri ég upp á milli mynda í þessum pistli, enda annað mikil- vægara, sem ég vildi leggja áherslu á, sem er að of fáir myndlistar- menn halda höfði í þessari saman- tekt, því að kaupgleði og pólitískur þiýstingur (einnig listpólitískur) virðist vera og hafa verið fullmikill. Sýningarskráin er alltof stór og • óhandhæg og ýmsar villur í henni, t.d. hefur mynd undirritaðs alltaf borið nafn (Glóhitun), enda máluð undir sérstakri og sterkri lifun. INNKAUP OG GJAFIR I tveimur efri sölum Listasafns íslands getur þessar vikumar að líta yfírlit yfír innkaup safnsins og gjafírtilþess áámnum 1987-88. Hvað gjafír snertir vegur opnun hinnar nýju byggingar þyngst á metunum, og þó er sýningin ekki heildstæð, þar sem vantar t.d. gjöf hins ágæta danska málara Mogens Andersen ásamt fleim. Ég hef áður tekið til meðferðar þá áherslu, sem safnið leggur nú á að troða í gloppur, enda hefur það nú meira umleikis til innkaupa en í annan tíma. Slíkt er mjög til góðs og eink- um ef það gerist á breiðum gmnd- velli, en ekki einungis til að hygla einum listahóp, sem helst virðist vilja yfírtaka safíiið með öllu. Það sem maður tekur einkum eftir við sköðun þessarar sýningar em takmarkanir safnsins, sem er höfuðókostur þessarar fögm bygg- ingar. Það er t.d. ákaflega erfítt að koma fyrir ósamstæðum verk- um svo að vel fari og er mjög áberandi f sal númer fjögur, en hér kemur einnig til full opin upp- henging, þannig að mannleg mis- tök hafa hér sitt að segja. Mynd Erró nýtur sín t.d. ólíkt betur ein sér eins og að hún hékk uppi áður og líður hreint illa innan um allar þessar „malerísku" tilfær- ingar allt um kring. Val mynda er ég miklu sáttari við en t.d. hvað innkaup á Lista- safn Reykjavíkurborgar snertir, enda meira I húfi hér, en margt vantar þó að mínu viti. Það er þó fremur persónulegt mat en áfellis- dómur. Hið sérstæða málverk Hrings Jóhannessonar kom mér annars langsamlegast mest á óvart, en það er einmitt keypt á vinnustofu hans en ekki á sýningu, svo að í þessu tilviki hefíir inn- kaupanefndin haldið/vöku sinni._ Jafnmikið kom mér það á óvart, hve iila mynd Sigurðar Örlygsson- ar er hengd upp í þriðja sal, og þótt boginn í bakgrunninum sé dálítil afsökun, þá hefði verið hægt að hylja hann á einhvem hátt til að allt málverkið kæmist á sjálfan flekann. Morgunblaðið/Sverrir— Málverkið nýtur sín þannig alls ekki og þyrfti að auki miklu stærri sal, sem ekki er til í húsinu og bíður því framtíðarrýmis. Ýmsa gamla kunningja er ánægjulegt að sjá eins og t.d. hjarta Jóns Gunn- ars og flugur Magnúsar Tómas- sonar. Það var vel til fallið að hafa þessa sýningu, en kannski hefði mátt bíða þar til mögulegt hefði verið að fylla allt húsið — einnig er mögulegt að taka einn sal und- ir árleg innkaup, svo sem víða er gert en fráleitt að sýna ekki allt. Samantektin er vel þess virði, að fólk taki sig til nú í skammdeg- inu og heimsæki þetta þjóðarstolt okkar — aðsóknin á safnið sýnir og, að einmitt þannig eigi listasöfn að vera — fögur og hlýleg. Síðasti Gesturinn Bókmenntir Sigurjón Björnsson Gestur íslenskur fróðleikur gamail og í nýr. V. , Gils GuðmwMÍsson safítaði efíiinu. i Iðunn. Reykjavík. 1968, 229 bls. Safnandi skýrir firá því í eftirmála að með þessu bindi, sem er hið fimmta í röðinni undir heitinu Gest- ur, sé lokið þessu safhi ísienskra fróðleiksþátta. Við því er auðvitað lítið að segja. Gestur er þó kvaddur með nokkrum söknuði, þvf.að vissu- lega hefur Gils Guðmundsson dregið saman mikið og gott efni í þetta safnrit, sem er bæði ánægjulegur og fróðleiksaukandi lestur. En eink- anlega hef ég þó hrifist af því hversu margir höfundanna hafa verið ágæt- lega ritfærir. Gjaman hefði maður óskað framhalds. Þessi síðasti Gestur stendur síst að baki hinum fyrri. Haraldur Stígsson á hér skemmtilega rituð Minningabrot frá æskuárum sínum á Homströndum. En Haraldur átti einnig gott efni í fyrri bindum. Ein- ar Sigurfínnsson, faðir Sigurbjamar biskups, segir hér ágæta vel frá §ór- um skipströndum á Meðallands- Qörum. Þá eru stuttar greinar eftir Jórunni Jónsdóttur kennara (Stúlka Gils Guðmundsson f Möðruvallaskóla), Gerði Magnús- dóttur (Kjallarabúar), síra Siguijón Einarsson (Kosningadagur í Arn- arfirði), síra Jóhannes L.L. Jó- hannsson, málvísindamann (Ævi- ferill lærdómspilts). Ágúst Þor- valdsson, fyrrum alþingismaður, rit- ar um furðufuglinn Langstaða- Steina. Jón Guðmundsson fyrmrn veitingamaður í Valhöll segir frá sveitalffi í byrjun 19. aldar. Tvær greinar eru um upphaf togveiða á Halamiði, eftir tvo kunna skipstjóra á fyrri hluta aldarinnar. Halldór Kristjánsson riflar upp hálfkúnstug málaferli gegn Sighvati Grímssyni fræðimanni. Þá er fjör- lega rituð frásaga Guðmundar Bjömssonar landlæknis af veiðiferð hans með botnvörpungnum Snorra Sturlusyni út á Svið. Ólafur Daví- ðsson, hinn kunni þjóðsagnasafnari, á hér tvær ritgerðir, þar sem greint er frá tveimur af elstu erlendum skáldsögum um íslendinga („Sá fslenski Robinson..." og „Ás- mundar saga Thyrsklingssonar"). Hafa það verið býsna kúnstug skrif og þættu fáfengilegar bókmenntir nú á tíð. Tvær greinar á safnandinn sjálfur. Er önnur um Óla Worm, en hin segir af tugthúsmálum í Reykjavík. Nokkrar fleiri atuttar greinar eru í þessu riti, en ég læt hér staðar numið í upptalningu. Af þessu má sjá að þetta er hið efnismesta og eigulegasta rit. Safn- andinn hefur vissulega verið fundvís sem fyrri daginn. Skilmerkilega er gerð grein fyrir höfundum og hvar og hvenær efnið hefur birst áður, hafi það áður verið prentað eða hve- nær það var í letur fært. í bókarlok er nafnaskrá eins og vera ber um vandaða útgáfu. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.