Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 28
^8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 Yirðingarleysi fyrir umferðarreglum eftirArnþór Ingólfsson Það er mikið góðæri sem gengið hefur yfír íbúa höfuðborgarsvæðis- ins nú síðustu vikur og hver dagur sem líður og færir okkur þá veðr- áttu sem verið hefur undanfarið, er fundið fé fyrir sveitarstjómir og um leið landsmenn alla. Það eru margar milljónir sem sparast hafa vegna þess að ekki hefur þurft að moka snjó af ak- brautum og gangvegum eða hafa uppi aðrar hálkueyðandi aðgerðir. Ökumenn hafa getað ekið eins og hásumar væri, hvað færð snertir, þrátt fyrir að yfír okkur grúfír nú svartasta skammdegið. Hvemig hefur okkur þá gengið í umferðinni? Við höfum ekki getað kennt bölv- aðri hálkunni um, það hefur verið lítið um hana, við höfum ekki getað kennt snjónum um, ekki hríminu á rúðum bflanna og yfírleitt engu af því sem fylgir vetrarakstri. Já, hvemig hefur okkur gengið? Ojæja, ekki er það nú til að hrópa húrra fyrir. Ég bið menn að líta á þijá fyrstu liðina í meðfylgjandi línuriti og í framhaldi af því að velta því fyrir sér hvað hægt er að gera til að ráða bót á. Velta því fyrir sér hveijum er um að kenna að þessar tölur eru svona háar, velta því fyrir sér hvert á að leita úrbóta og hverj- ir það væru helst sem gætu látið þær útbætur í té. Hvað segir þessi skilgreining okkur? Aðalbrautarréttur ekki VIRTUR? Umferðarréttur ekki VTRTUR? Þetta segir mér að þama sé um að kenna virðingarleysi fyrir þeim reglum sem eru í gildi um þessi mál. Það má vafalaust einnig segja að hér sé um hreinan böðulsskap að ræða og áníðslu á samborgaran- um og samferðamanninum. Hvað segir liður nr. þijú okkur? Of stutt bil milli bifreiða. Það er ekið aftan á næsta bfl á undan. Hvað em þeir menn að gera sem lenda í þessu? Hvað em þeir að hugsa? Og nú spyr ég: Hvert eigum við að leita til að koma í veg fyrir að svona hlutir gerist? Úrbóta er þörf, það hygg ég að sé öllum ljóst, vegna þess að það er alls ekki einka- mál þess sem aftan á ekur þegar það gerist. Það er mál okkar allra, það er tryggingamál og þar af leið- andi mál allra sem greiða þurfa tryggingaiðgjöld. Getum við annað Arnþór Ingólfsson „Hvað segja mennum það að tryggingafélög- in í landinu þurftu að greiða Qórar og hálfa milljón króna á hverj- um einasta sólarhring alltárið 1987 ítjóna- bætur vegna árekstra og slysa í umferðinni.“ LÖGREGLUSTJORINN I REYKJAVÍK UM FERÐARSLYS Í OKTÓbER 1988 1968 gpg Adalbraufarrbttur ekki virtur........ Umferáarréttur ekki virtur........... Of stutt bil milli bifr.............. Ranglega beygt....................... ’Ogœtiiegur framór akstur............ 'Ogaetilega ekiá aftur b bak ........ Ögoctilega ekið fró gangstbtt........ Röng staésetning b akbraut........... Bifrelð ranglega lagt ............... Þrengsli............................. Ölvun við okstur..................... Of hraður akstur..................... Gbleysi og 'okunn orsök.............. Mannlaus bifreið rennur ............. Bifreið i ’ologl..................... R'ettindaleysi við okstur ........... en krafíst þess að ökumenn séu að hugsa um það sem þeir em að gera? Ekki síst vegna þess að það em, því miður, stundum lifandi vemr sem fyrir verða en ekki einungis bflar. Ætli við gemm okkur grein fyrir því hvað árekstrar og slys kosta þjóðfélagið? Hið opinbera er gagnrýnt fyrir allskonar sóun og eyðslu og auðvit- að á gagnrýni rétt á sér, sé hún sanngjöm. Upplýsingar sem ég fékk hjá mætum og traustum trygginga- manni sögðu mér óhugnanlega sögu. Eða hvað segja menn um það að tiyggingafélögin í landinu þurftu að greiða flórar og hálfa milljón króna á hveijum einasta sólarhring allt árið 1987 í tjónabætur vegna árekstra og slysa í umferðinni. Er þetta ekki gagnrýnivert, eða hvað? Emm við e.t.v. farin að telja um- ferðarslys svo sjálfsagðan þátt í daglegu lifí okkar að við látum all- ar milljónagreiðslur vegna þeirra sem vind um eymn þjóta? Sé svo, þá emm við á hættulegri braut. • Ég skora á alla ökumenn, ég skora á alla vegfarendur, að taka þessi mál til umhugsunar, svo fram- . arlega sem þeir hafa einhveija ábyrgðartilfínningu og ég trúi ekki að menn séu svo steinblindir að þeir sjái ekki hvar úrbótanna er að leita. Höfundur er aðatoðaryBrlög- regluþjónn. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! SKRIFSTOFUPJALFUN Ritaraskólans Innritun fyrir næsta misseri, á allar námsbrautir, stendur nú yfir. Upplýsingar í símum (91) 10004 og (91) 21655 á skrifstofutíma. Mímir Ánanaustum 15, Rvík. SAMSTÆÐUR úti sem inni með 40 perum Verð frá kr. 1.380 með straumbreyti JÓLASTJÖRNUR úr máimiy margir litir. Með perustæðiy 3y5m. snúru og kló. Verð frá kr. 650 Sendum í póstkröfu SKEIFUNNI 8 ■ SÍMI 82660 - leiöandi í lýsingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.