Morgunblaðið - 08.12.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988
31
Ríchard Björgvinsson
„Þessir menn í vinstri
meirihlutanum eru líka
menn, sem er alveg
sama, þeir vita sem er
að þeir þurfa ekki að
taka afleiðingunum,
þeir ætla sér ekki að
moka eigin flór, þeir
verða fljótlega farnir.“
hátturinn, sem hægt er að finna.
Þeir sem eru útaf að drepast úr
fjárvöntun lúta að öllu.
Lóðum hefur verið úthlutað, lóð-
arhöfum er gert að greiða gatna-
gerðargjöld innan mánaðar frá út-
hlutun eða fyrirfram, hluta í pen-
ingum og afganginn með skulda-
bréfum, sem síðan er hlaupið með
jafnóðum á gráa markaðinn, bréfin
seld með afföllum. Svo er allur
kostnaðurinn eftir á næsta ári við
að gera lóðimar byggingarhæfar.
Því er bara ávísað á framtíðina eins
og vanalega, en greiðslurnar núna
renna í hítina, það sér ekki högg á
vatni.
Stefha jafnaðarmanna í
Haftiarfirði en ekki í
Kópavogi
Ég sagði hér að framan, að síðar
myndi ég víkja aftur að skrifum
Guðmundar Áma Stefánssonar,
bæjarstjóra í Hafnarfirði. Undir lok
greinar sinnar í Mbl. 15. nóv. sl.
ber hann sig mjög borginmannlega
og segir m.a.:
„Aðalatriðið er að jafnaðarmenn í
Hafnarfirði hafna þeirri leið að taka
langtímalán til framkvæmda og
ávísa á síðari kynslóðir. Bæjarsjóð-
ur er rekinn og ráðist er í fram-
kvæmdir fyrir eigið fé. Þess vegna
er fjárhagsstaða bæjarsjóðs Hafn-
arfjarðar svo sterk sem raun ber
vitni."
Ofangreind tilvitnun verður að
teljast stefnuyfirlýsing, hún er hrein
og bein og skýlaus og mikið er ég
sammála Guðmundi Áma, þó ég
tali auðvitað ekki fyrir munn jafn-
aðarmanna í Hafnarfirði. Óskandi
væri að bæjarstjóri okkar Kópa-
vogsbúa, Kristján Guðmundsson,
birti stefnuyfirlýsingu í þessum
anda fyrir hönd þeirra vinstri
manna í bæjarstjóm Kópavogs.
Athygli vekur, að bæjarstjóri
þeirra Hafnfirðinga talar um ,jafn-
aðarmenn" í Hafnarfirði, ég skil það
svo, að hann tali þá fyrir vinstri
meirihlutann í Hafnarfírði, Alþýðu-
flokkinn og Alþýðubandalagið, enda
ekki óeðlilegt.
Akstursleiðin á milli bæjarskrif-
stofunnar í Kópavogi og ráðhúss
þeirra Hafnfirðinga er ekki nema 6
km og 200 metrar, en þvílíkt regin-
djúp er ekki staðfest á milii stefnu
þessara vinstri meirihluta í bæjar-
stjómum Kópavogs og Hafnarfjarð-
ar, því svo illa vill til að sömu flokk-
ar standa að báðum. Hinsvegar er
ég ekki alveg viss um, að þeir standi
alltaf við þessa stefnu sína í Hafnar-
firði, og sumir segja að svo sé ekki.
Á öðrum stað í grein sinni segir
bæjarstjórinn í Hafnarfirði:
„Þensluhvati þjóðfélagsins er
þegar fyrirtæki og opinberar aðilar
eyða því sem ekki er til, eyða
um efiii fram og ijármagna
neyslu og framkvæmdir með lán-
um. Það er ekki gert í Hafnarfirði.“
Þetta er alveg rétt og vinstri
meirihlutinn í Kópavogi þyrfti bráð-
nauðsynlega að fara í skóla þar sem
slíkt er kennt. Það er ekki nóg með
að tekin séu lán fyrir öllum fram-
kvæmdum hér, heldur líka til að
greiða hluta af rekstrinum. Þannig
var það t.d. á sl. ári og virðist
stefna í það sama á þessu. Þetta
var kallað að taka matarvíxla í
mínu ungdæmi.
Þessir menn í vinstri meirihlutan-
um- eru líka menn, sem er alveg
sama, þeir vita sem er að þeir þurfa
ekki að taka afleiðingunum, þeir
ætla sér ekki að moka eigin flór,
þeir verða fljótlega famir.
Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi.
Enn ný sending!
Ekta leður frá K o i n o r
Góð greiðslukjör
Opið til kl. 19 á föstudag
Opið kl. 10-16 á laugardag
LYGILEGA
ÓDÝ
MASTER
GULLVÆGBOK
FYRIR SUNNLENDINGA
SAGA ÞORLÁKSHAFNAR
Þriggja binda stórvirki, sunnlensk atvinnu- og
menningarsaga gefin út að frumkvæði Ölfushrepps.
Bindin nefnast: Byggð og búendur, Veiðistöð
og verslun, Örlög og atburðir.
Saga Þórlákshafnar er viðamik-
ið og margþætt verk, í senn safn
þjóðsagna frá Þorlákshöfn, sagn-
fræðileg úttekt á sögu staðarins,
þjóðháttarit um sjósókn fyrri tíma
þar sem útgerðarsagan er rakin
frá stofnun biskupstóls í Skálholti
til loka áraskipaútgerðar 1929,
og ævisögurit sögufrægra bænda
og sjósóknara í Höfninni. Saga
Þorlákshafnar er umfangsmikið
verk í íslenskri atvinnu- og menn-
ingarsögu. Hún lýkur upp dyrum
að heimi löngu genginna kynslóða
þar sem þær ganga fram í starfi
og leik, blíðu og stríðu, í hvers-
dagsleika og á örlagastundum.
SKÚU HEtGASOH
1U__
Og
ÓRN OG
ÖRLYGUR
SIÐUMULA 11, SIMI 8 48 66
NÁMSMENN
Ný hraðvirk, létt og
handhæg TA
Triumph-Adler skrif-
stofuritvél á verði
skólaritvélar.
Umboðsmenn um land allt:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík, Bókabúð Olivers Steins,
Hafnarfirði, Bókabúðin Gríma, Garðabæ, Grifill, Reykjavík,
Hans Arnason, Reykjavík, Jón Bjarnason, Akureyri,
Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kaupf. A-Skaftf
Hornafirði, M.M. búðin, Selfossi, PC tölvan, Akranesi,
Penninn, Reykjavík, Rás s.f„ Þorlákshöfn, Stuðull s.f.,
Sauðárkróki, Sameind, Reykjavik, Skrifvélin, Reykjavík,
Tölvuvörur hf„ Reykjavík, Traust, Egilsstöðum.
Sendum í póstkröfu
• Prenthraði 13slög/sek
• ”Lift off” leiðréttingar-
búnaður fyrir hvern staf eða
orð.
• 120 stafa leiðréttingarminni
• Sjálfvirk: miðjustilling
undirstrikun
feitletrun
• Handfang og lok. ^ .
auk ýmissa annarra kosta sem
prýða eiga ritvél morgun-
dagsins.
Komdu við hjá okkur eða
hringdu og fáðu frekari
upplýsingar.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933