Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 8, DESEMBER il988 Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, í Bandaríkjunum Gorbatsjov ávarpar allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna: Boðaði niðurskurð heraflans og fækkun árásarvopna 50.000 hermenn kallaðir heim frá A-Evrópu og skrið- drekum fækkað um 5.000 Sameinuðu þjóðunum. Reuter. MÍKHAIL S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnista- flokksins, skýrði frá því í gær að ráðamenn í Kreml hefðu ákveðið að fækka í herafla Sovétmanna um 500.000 menn á næstu tveimur árum. Sovétleiðtoginn lét þessi orð falla er hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Gorbatsjov sagði þetta vera einhliða fækkun af hálfú Sovétmanna og hefði ákvörðun þessi verið tekin að höfðu samráði við yfirvöld í öðrum aðildarríkjum Varsjárbanda- lagsins. Þá kvað hann „umtalsverðan niðurskurð hefð- bundinna vopna“ einnig hafa verið ákveðinn og hvatti til þess að vopnahléi yrði komið á í ófriðnum í Afganistan frá og með 1. janúar næstkomandi. Gorbatsjov skýrði frá þessari væru reiðubúnir til að skera niður ákvörðun ráðamanna í Kreml um klukkustundu áður en hann hélt á fund þeirra Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og George Bush, sem tekur við embætti for- seta í næsta mánuðí. Orðrómur hafði verið á kreiki undanfama daga um að Gorbatsjov hygðist birta nýjar tillögur á vettvangi af- vopnunarmála er hann ávarpaði allsherjarþingið. Þetta er í annað skiptið sem leiðtogi Sovétríkjanna kemur til New York í þessum til- gangi en Níkíta Khrústsjov reið á vaðið árið 1960. Ronald Reagan sagði er orðróm- ur þess efnis að Sovétmenn ætluðu að fækka hermönnum sínum í Austur-Evrópu var borinn undir hann á þriðjudagskvöld að Banda- ríkjamenn myndu taka þessum tíðindum fagnandi ef sönn reynd- ust. Kvaðst Reagan telja það mik- ið framfaraspor ef Sovétmenn herafla sinn í álfunni þannig að jöfnuður ríkti með ríkjum Atlants- hafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins. Yfirburðir Varsjárbandalagsins Ríki Atlantshafsbandaiagsins hafa löngum haldið því fram að Sovétmenn njóti mikilla yfírburða á sviði hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu og kemur þetta glögglega fram í skýrslu, sem birt var í höfuð- stöðvum NATO í Brussel í síðasta mánuði, þar sem styrkur heraflans er borin saman. Margir helstu tals- menn NATO hafa sagt að í ljósi yfirburða Varsjárbandalagsins verði aðildarríki þess að fallast á ósamsíða niðurskurð hefðbundinna vopna eigi að reynast unnt að koma á jöfnuði á þessu sviði eins og stefnt er að með fyrirhugðum við- ræðum aðildarríkja bandalaganna tveggja um jafnvægi og niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar frá Atl- antshafi til Úralfjalla. Fækkun í A-Evrópu í upphafi máls síns vék Gorb- atsjov að þeirri þróun sem hann kvað heimsbyggðina nú vera vitni að á vettvangi vígbúnaðarmála. Vikið hefði verið frá þeirri grund- vallarkennisetningu að herafli þyrfti að vera eins öflugur og frek- ast væri kostur en þess i stað hefði hugmyndin um „fullnægjandi vamarviðbúnað" náð að skjóta rót- um í anda þessarar stefnubreyt- ingar hefðu Sovétmenn ákveðið að fækka hermönnum sínum um 500.000 á næstu tveimur árum. Talið er að Sovétmenn hafí um 5,2 til 5,7 milljónir manna undir vopn- um. í máli Gorbatsjovs kom fram að auk fækkunar hermanna hefði verið ákveðið að leysa upp sex skriðdrekaherdeildir í Austur- Þýskalandi, Tékkóslóvakíu, og Ungveijalandi fyrir árið 1991. „Herafli Sovétmanna í löndum þessum verður skorinn niður um 50.000 menn og skriðdrekum verð- ur fækkað um 5.000," sagði hann. Auk niðurskurðarins í Austur- Evrópu hefði einnig verið ákveðið að skera niður hefðbundinn herafla í Evrópuhluta Sovétríkjanna „Alls verður herafli Sovétmanna í þess- um hluta lands okkar og á land- svæðum bandamanna okkar í Evr- Míkhaíl S. Gorbatsjov ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. ópu skorinn niður um 10.000 skrið- dreka, 8.500 stórskotaliðsbyssur og 800 orustuflugvélar," bætti hann við. í skýrslu Atlantshafs- bandalagsins sem minnst var hér að framan segir að ríki Sovétmenn ráði yfir tæplega 33.000 stórskota- liðsbyssum, um 37.000 skriðdrek- um og rúmlega 6.500 orustuflug- vélum í Austur-Evrópu. Hersveitir endurskipulagðar Gorbatsjov sagði að árásarsveit- ir ýmsar yrðu einnig fluttar á brott úr löndum Austur-Evrópu sem og tækjabúnaður þeirra. „Unnið er að endurskipulagningu allra þeirra sovésku hersveita sem eftir verða á landsvæði bandamanna okkar. Samsetning þeirra verður önnur en nú; þegar skriðdrekum hefur verið fækkað mun hlutverk þeirra eingöngu verða það að haida uppi vömum". Gorbatsjov kvað Sovétstjómina ennfremur hafa ákveðið að fækka hermönnum í Asíuhluta Sovétríkj- anna á næstu tveimur árum. Yrði stærsti hluti heraflans á landa- mærum Mongólíu kallaður heim. „Við munum halda uppi nauðsyn- legum og fullnægjandi vömum til þess að enginn freistist til að ógna öryggi Sovétríkjanna og banda- manna okkar," sagði Gorbatsjov. Hann hvatti ennfremur til þess að vopnahléi yrði komið á í Afgan- istan þann 1. janúar næstkomandi og mæltist til þess að fríðargæslu- sveitir Sameinuðu þjóðanna yrðu sendar til landsins er ný þjóðstjóm hefði verið mynduð. í Dvínandi áhrif herafl- ans á utannkisstefhuna Á sjötta áratugnum greip Khrústsjov til einhliöa fækk- unar hermanna af eftiahagsástæðum „ÞAÐ kæmi ekki á óvart ef Gorbatsjov gripi tíl einhliða fækkun- ar í hefðbundnum herafla Sovétríkjanna í Evrópu til þess að veita viðræðum um niðurskurð hefðbundins herafla aukið braut- argengi," skrifaði F. Stephen Larrabee, sem átti sæti í Þjóðarör- yggisráði Bandaríkjanna árin 1978-81 og er varaforseti Rann- sóknarstofhunar um öryggi í austri og vestri í New York, í grein sem birtist í sumarhefti tímaritsins Foreign Affairs. í greininni Qallar Larrabee um tengsl Gorbatjsovs við sovéska herinn og hugmyndir Sovétleiðtogans um vígbúnaðarmál. Gorbatjsov er fyrsti Sovétleið- toginn sem kemst til valda án mikillar reynslu af hermálum. Um það Ieyti sem Gorbatsjov, lítt þekktur flokksforingi í Stavropol, kleif valdastigann urðu sovésksa hemum á þrenn afdrifarík mistök sem vafalaust mótuðu afstöðu Gorbatjsovs til hersins. í fyrsta lagi má nefna ákvörðun um upp- setningu SS-20 eldflauganna árin 1976-77. Hún var í samræmi við þá útþenslustefnu sem þá var ríkjandi og hershöfðingar Rauða hersins unnu samkvæmt en tók ekki tillit til sljómmálalegra af- leiðinga fyrir samskiptin við Vest- ur-Evrópuríki. Þessi ákvörðun er núna í augum margra Sovét- manna og líklega Gorbatsjovs sjálfs dæmi um hættumar sem fylgja því að láta herinn móta stefnuna í utanríkismálum. í öðm lagi er talið að sovésk yfirvöld líti á innrásina í Afganistan sem mistök af sama tagi. Ivan Pavlovskíj hershöfðingi sem mælti með innrásinni þurfti að segja af sér ári síðar. Þriðja dæmið um pólitísk mis- tök forvera Gorbatjsovs er árásin á kóresku farþegaþotuna árið 1983, sem kom á mjög óheppileg- um tíma, einmitt þegar samskipt- in við Bandaríkin fóra batnandi. I Nýr hugsunarháttur Strax þegar Gorbatsjov komst til valda varð nýs hugsunarháttar vart. Við jarðarför Chemenkos stakk í augu að hvergi var full- trúa hersins að sjá á þaki graf- hýsis Leníns. Á 27. flokksþingi kommúnistaflokksins árið 1986 var ályktun samþykkt um að flokkurinn skyldi ráða meira um vamir landsins. Undir stjóm Gor- batsjovs missti herinn fulltrúa sinn í stjómmálaráðinu. Dimitri Jasov, vamarmálaráðherra, á ekki fast sæti í ráðinu. Smám saman hefur Gorbatsjov komið sínum mönnum inní raðir jrfir- manna hersins. Lending Mathias Rusts á Rauða torginu í fyrra gaf honum t.d. kjörið tækifæri til þess. Flestar afvopnunartillögur Sovétmanna undanfarið virðast eiga rætur hjá pólitískum sér- fræðingum fremur en í hemum. —L stuttu máli hefur Gorbatsjov— dregið vígbúnaðarmál meira inn í breiðari stjómarstefnu og um leið aukið áhrif flokksins á hem- aðarstefnuna. Upphaflega virðist svo sem yfirmenn hersins hafi litið svo á að perestrojka væri eitthvað sem ekki snerti þá sjálfa. Smám sam- an hefur þess orðið vart í tímarit- um á vegum hersins að uppstokk- unin skiptir herinn máli. Menn hafa viðurkennt að blómlegur efnahagur er forsenda nýrrar tækni í vígbúnaðarmálum. Gorb- atsjov sér bein tengsl milli sam- dráttar í hemum og endumýjunar efnahagslífsins. Margir ráðgjafa leiðtogans utan hersins hafa mælt með einhliða niðurskurði af því tagi sem Gorbatsjov boðaði í gær en í grein sem Ivan Tretiak, yfirmaður sovéska flughersins, skrifaði í Moskvufréttir í febrúar á þessu ári varar hann við slíku og bendir á að einhliða fækkun Khrústsjovs um 1,2 milljónir her- manna í lok sjötta áratugarins hafi verið afdrifarík mistök. Afdrifarík mistök sem gerð voru við mótun utanríkistefhu Sov- étríkjanna á valdatima Leoníds Brezhnevs eru talin hafa mótað afetöðu Míkhafl S. Gorbatsjovs til Rauða hersins. Myndin var tek- in er Brezhnev var öðru sinni sæmdur Lenín-orðunni árið 1976.----- Akhromejev, forseti sovéska herráðsins, sem sagði af sér í gær, hefur verið helsti fulltrúi hersins við mótun nýrrar stefnu. Hann var til dæmis sendur til Stokkhólms í september 1986 til að undirrita samkomulag um gagnkvæmt eftirlit með umsvif- um herafla. Sú ákvörðun Gor- batsjovs að leyfa slfkt virðist hafa verið tekin í trássi við vilja hers- ins. í ágúst 1986 sagði Ak- hromejev á blaðamannafundi að sú ákvörðun Gorbatsjovs að fram- lengja bann við tilraunum með lqamavopn skaðaði sovéska hagsmuni. Yfirlýsingar Sovétmanna að undanfömu era margar í þá átt að sovéski herinn sé fyrst og fremst til vamar Varsjárbanda- laginu á meðan uppbygging hans hentar vel til árásar á Vestur- Evrópu með hefððbundnum vopn- um. Þó hefur þess orðið vart meðal leikmanna í nánasta um- herfi Gorbatsjovs að uppbygging- unni skuli einnig breytt. I nýlegri grein í Breyttum tímum mæla nokkrir ráðgjafar með því að hugmyndinni um „nægjanlegan herafla" til að veijast árás í stað jafnaðar" gagnvart NATO-her- aflanum skuli hrandið í fram- kvæmd hvað hefðbundna heraf- lann varðar. Ástæður Gorbatsjovs í stuttu máli telur Larrabée skýringuna á hugsanlegum (og nú raunveralegum) tillögum Gor- batsjovs um einhliða fækkun í hefðbundnum herafla vera þá að INF-sáttmálinn, um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjarn- orkueldflauga, hafí aukið mjög mikilvægi hefðbundinna vopna og þar afleiðandi hafí yfirburðir Soveámanna á því sviði orðið augljósari. í öðru lagi gætu fram- farir vestrænna rílqa á tæknisvið- inu gert yfírburðj í hefðbundnum < heraflá að /engu. í þriðja lagi krefst bágur efnahagur spamað- ' ar á sviði hermála. I fjórða lagi gæti minnkandi fæðingartíðni í Sovétríkjunum valdi erfiðleikum í að halda úti 6,7 milljón manna her. \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.