Morgunblaðið - 08.12.1988, Síða 50

Morgunblaðið - 08.12.1988, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Hans Rörig', ferðamálastjóri Lahnstein, Ferdinand Aust, forstjóri Rhein-Lahn skemmtigarðsins, Flug- leiðamaðurinn Emar Gústafsson, Knut Hanschke, yfirmaður þýska ferðamálaráðsins á Norðurlöndum og Gross, bæjarstjóri i Lahnstein. Lahnstein vinsæll meðal íslendinga - segir Hans Rörig ferðamálastjóri bæjarins FYRIR nokkru voru aðilar frá bænum Lahnstein í Rinardalnum í Vestur-Þýskalandi staddir hér á landi og notuðu tækifærið til að kynna bæinn fyrir frétta- mönnum. Hans Rörig, ferðamálastjóri Lahnstein, sagði að íslendingar hefðu þegar komið í nokkrum mæli til þessa 19 þúsund manna bæjar, enda dvelja þar um 100 þúsund ferðamenn árlega. „Gistinætur ís- iendinga í ár eru um 4000, en það er nálægt 10% af gistinóttum ís- lendinga í Vestur-Þýskalandi öllu,“ sagði Hans Rörig. „Bærinn liggur um 120 kílómetra frá Frankfurt og er skammt frá Koblenz, sem er 100 þúsund manna borg. Þeir sem vilja skreppa í verslanir finna því nóg af þeim í Koblenz. I Lahnstein get- um við hins vegar boðið upp á ýmislegt annað og má þar nefna að mjög góð aðstaða er til tennisiðk- unar, sunds og fleira í Rhein-Lahn skemmtigarðinum. Þá er héraðið mikið vínhérað og hátíðir og skemmtanir af ýmsum toga um hveija helgi. Verðlag er lágt, svo lágt að ég þekki dæmi þess að fólk, sem býr í nágrenni Lahnstein, geri sér sérstaka ferð þangað. Staðurinn er ákjósanlegur fyrir fjölskyldu- fólk.“ Ferðamálastjórinn sagði að Lahnstein væri vinsæll áningastað- ur Norðurlandabúa. „Um 30 þúsund ferðamenn frá Noðurlöndunum gista á ári hveiju á hótelum Lahn- stein og því til viðbótar koma þeir sem gista á tjaldstæðum. Danir eru íjölmennastir, en íslendingar eru fleiri en t.d. Svíar. Ef til vill heldur fyöldi Dana Svíunum í burtu," sagði hann. I jólaglaðningi Hótel Sögu býðst þér gisting með morgunverði í tvær eða fleiri nætur og ein máltíð af jóla- hlaðborði Skrúðs fyrir einstaklega hagstættverð. / / Verðámannítvibýli: Tværnæturfrákr. 4.190 / Þrjár næturfrá kr. 5.775 / Fjórar nætur frá kr. 7.200 Smákökur Dyngjunnar Hér koma uppskriftir af nokkr- um tegundum af smákökum sem ég vona að þið hafið gam- an af að reyna. Sírópskökur Pálu 250 gr smjörlíki, 250 gr síróp, 250 gr sykur, 650 gr hveiti, 1 tesk. kanill, 1 tesk. negull, 1 tesk. kardemommur, 1 tesk. matarsódi. Smjörlíki, sykur og síróp hitað varlega þar til allt er bráðið og hrært vel í á meðan. Kælið aðeins og bætið svo hveiti og kryddi út í. Hnoðað. Geymið í ísskáp í um hálftíma. Deigið svo sett í hakka- vél og flata mynstrið notað. Keyrt í gegnum vélina, skorið í 6—7 sm. lengjur og þær látnar á bökunar- pappír eða smurða plötu í um 200 gráðu heitan ofn — 150 gráðu heitan blástursofn — í 10—15 mínútur. Mjöggóðar með ískaldri mjólk. Hnetusmjörs-kökur Alveg afbragð! 125 gr smjör, 125 gr hnetu- smjör, 100 gr sykur, 100 gr púð- ursykur, 1 egg, 200 gr hveiti, '/2 tesk. vanilla, 3/4 tesk. matarsódi, sált framan á hnífsoddi og salt- hnetur ef vill. Sykur, púðursykur, smjör, hnetusmjör, vanilla og egg allt hrært vel saman. Hveitinu og matarsódanum hrært saman við og að síðustu er deigið lauslega hnoðað saman á hveiti stráðu borði. Kælið deigið, Mótið kúlur úr deiginu og látið á plötu með bökunarpappír. Gerið far tvisvar í hveija köku með gaffli, eða þrýstið salthnetu ofan í kökuna. Bakist við 200 gráðu hita — 150 gráður í blástursofni — í um 10—12 mínútur. Súkkulaðibita-kökur Að iokum kemur svo hér ein sígild uppskrift: Hrærið fyrst saman 125 gr syk- ur, 100 gr púðursykur, 200 gr smjörlíki og 2 egg. Út í það er blandað 300 gr hveiti, 1 tesk. mat- arsódi 1 tesk. heitt vatn, 200-300 gr. gróft saxað dökkt suðusúkkul- aði, 150—200 gr gróft saxaðar hnetur. Deigið kælt smástund. Sett með teskeið á bökunarplötu. Hafið gott bil á milli því kökurnar eiga að renna. Bakist í um 200 gráðu heitum ofni — um 160 gráðu heitum blástursofni — í 10—12 mínútur. Verði ykkur að góðu! Jólastjörnur Um 60 stykki 150 gr smjör, 90 gr sykur, 1 egg, 1 tesk. vanillusykur, V2 tesk. lyftiduft, 90 gr malaðar möndlur, 220 gr hveiti, egg til að pensla með, möndluspænir og perlusyk- ur. Hrærið smjör og sykur saman létt og ljóst, bætið eggi, vanillu- sykri og lyftidufti út í. Síðan hveiti og möluðum möndlum og hnoðið létt. Látið deigið á kaldan stað í um einn tíma. Skiptið þá deiginu í tvo hluta og fletjið þá út nokkuð þunnt. Tekið undan stjömumóti. Penslið kökumar með hrærðu eggi og möndluspænum og perlu- sykri stráð ofan á. Kökurnar svo settar á smurða bökunarplötu í 190 gráðu heitan ofn — 170 gráðu heitan blástursofn — þar til ljós- brúnar. Jórunn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.