Morgunblaðið - 08.12.1988, Side 52

Morgunblaðið - 08.12.1988, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 > /-fTTrrn »« irir-T suucitchn Nýju Swatch úrin eru mætt - stundvíslega. Lítum á eitt þeirra. „ Svarti Haukurinn “ er með swatcti-Quartz úrverkið í högg- og vatnsþéttri umgerð vísa og úrskífu. Ólin er ur besta j KÁLFSKINNI ' „ Svarti Haukurinn “ hefur á sér svipmút fimmta áratugarins en undir niðri leynist hátækni nútímans. Við sendum öll úr í pústkröfu, árs ábyrgð. úrSmiðir Skðiavórðusti'g 3. Sími: 11133 RAUÐI ÞRAÐURINN HörðurTorfason, tvöföld tónleikaplata og tónleikar Því má halda fram að Hörður Torfason hafi verið fyrsti tónlistarmaðurinn sem lagði rækt við það að vera trúbadúr á íslandi; að ferðast um landið einn með gítarinn og spila all- staðar, sama hvað plássið var lítið. Hans fordæmi hafa síðan ýmsir fylgt, Bubbi, Megas, Bjartmar ofl. Á sínum ferli hefur Hörður sent frá sér sex plötur og um þessar mundir koma út sjöunda og átt- unda platan sem saman eru í einu umslagi og seldar sem ein undir nafninu Rauði þráðurinn. Á plötun- um tveimur er hljóðritun af tónleik- um Harðar á Hótel Borg frá því seint í sumar og segja má að Rauði þráðurinn sá einskonar yfirlitsplata með öllum helstu lögum hans frá upphafi. Áður stóð til að taka upp tónleika í Tunglinu sem Hörður hélt fyrir fuliu húsi 4. september sl., en þá fór upptakan úr skorðum. Hörður dó ekki ráðalaus og kom á tónleikum á Borginni viku síðar og tók þá upp plötuna, aftur fyrir fullu húsi. Upphaflega voru lögin 24, en til að koma öllu á tvær plötur varð að skera niður og úr varð að á plötunum eru 18 lög." í kvöld heldur Hörður útgáfutón- leika á Hótel Borg og má búast við að hann leiki á þeim tónleikum efni af plötunum. Rokksíðan hitti Hörð að máli í Djúpinu. Ertu að kveðja eitthvað með þessaum plötum? Já, það má segja að það séu viss þáttaskil. Á Hugflæði, síðustu plötu minni, tók ég nýja stefnu í tónlist og mig langar að fylgja henni. Það má segja að þetta sé því yfirlitsplata yfir það sem er að baki. Bæði er ég að taka gömul lög sem mörg hver eru ekki til á plötu eða þá ekki nógu góð að mínu mati. Til að koma öllu fyrir sleppti ég öllum lögum sem voru á Hug- flæði og nokkrum til vibótar. í hljóðveri var síðan bætt við bassa, trommum og orgeli, en ekkert átt við upptökuna sjálfa. Það kom mér á óvart hvað út- koman var góð og ég áttaði mig SEVEN SEAS VÍTAMÍN DAGLEGA GERIÐ GÆÐA SAMANBURÐ JARN orenco HEILDSOLUDREIFING Laugavegi 16, simi 24057. SEMENTSPOKI16 JAFAIIMBEDEM? Varla.... en hjá okkur fæst úrval nytsamra jólagjafa, m.a. Black & Decker rafmagns handverkfæri, Stanley og Jack trésmíðaverkfæri og ETC stálvörur. Lækninga- handbókin fyrir heimili ÖRN og Örlygur hafa gefið út Lækningahandbókina, uppsláttar- rit í stafrófsröð, eftir Erik Bos- trup í þýðingu Ólafs Halldórsson- ar líffræðings. Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir ritar formála og segir m.a.: „Það sem er nýmæli við þessa bók er uppbygging hennar og framsetn- ing efnis. I stað þess að fjalla skipu- lega um einstaka sjúkdóma eftir eðli þeirra eða staðsetningu eru efnisat- riði bókarinnar í stafrófsröð. Þetta auðveldar leit að svörum við spum- ingum og gerir þann fróðleik sem bókin hefur að geyma vel aðgengi- legan með uppflettingum.“ Auk aðstoðarlandlæknis hafa yfir- lesið handritið þeir Kristján Guðjóns- son deildarstjóri hjá Tryggingastofn- un nkisins, Páll Hallgrímsson lækn- ir, Om Bjamason læknir og ritstjóri Læknablaðsins og Jóhannes Tómas- son ritstjómarfulltrúi Læknablaðs- ins. Lækningahandbókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Amarfelli. BYGGINGAVÖRUVERSLUN SAMBANDSINS Álttaf heitt KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 8 20 33 6 k6nnunni Ungar hljóm- sveitír á plötu ÚT ER komin hljómplatan „Frost- lög“ en hún inniheldur lög með átta ungum og eftúlegum hljóm- sveitum. Það er Steinar sem gefur plötuna út en í hana var ráðist til að koma til móts við þá aðila sem ekki gátu komið tónlist sinni á framfæri á stórri plötu fyrir þessi jól. Hljómveitimar sem lög eiga á plöt- unni em Ný dönsk, Sálin hans Jóns míns, Greifamir, Herramenn, Sú El- len, Centaur, Jójó og Todmobile. UJllftit U1A11 lillliu I i t! .ÍfttJ-fiitfel tlill kmmmmummm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.