Morgunblaðið - 09.12.1988, Side 7

Morgunblaðið - 09.12.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 7 mmmmrnmB 100 stærstu fyrir- tækin á síðasta ári: Sambandið stærst en ÁTVRhagn- aðist mest SAMBAND íslenskra samvinnu- félaga var að venju stærsta fyr- irtæki landsins á síðasta ári, samkvæmt lista sem tímaritið Fijáls verslun hefur tekið sam- an um 100 stærstu fyrirtækin hér á landi. í öðru sæti var Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og í þriðja sæti var Lands- bankinn. I næstu sætum voru Flugleiðir hf., Sölusamband islenskra fiskframleiðenda, ÁTVR, Kaupfélag Eyfirðinga, Islenska álfélagið, Póstur og sími og Eimskipafélag íslands hf. Eina fyrirtækið sem ekki var á þessum lista árið 1986 er Póst- ur og sími. Velta Sambandsins árið 1987 var 17,5 milljarðar, velta SH var 11,5 milljarðar, Landsbankans 8,3 milljarðar, Flugleiða 8,2 milljarðar og SÍF 8,15 milljarðar. Þessi fimm fyrirtæki skera sig nokkuð úr. Hjá þessum fyrirtækjum var mesta veltuaukning frá fyrra ári hjá Landsbankanum eða 55% en SIF kemur næst með 34%. Mesta veltuaukning fyrirtækja á landinu var þó hjá Lýsi hf., 315%, en næst hjá Einari J. Skúlasyni hf., 164%. Áfengisversiunin sýndi mestan hagnað á árinu eða rúma 3,3 millj- arða. Næstir komu Isienskir aðal- verktakar með 839 milljónir. Þá Eimskip með 477 milljónir, þá Landsbankinn með 374 milljónir og Hitaveita Reykjavíkur skilaði 357 milljónum í hagnað. Fyrirtæki í sjávarútvegi greiddu langhæstu launin á landinu. Hæstu meðallaun greiddi Hrönn hf. á ísafirði, eða rúmar 3,8 millj- ónir að meðaltali á ársverk. Næst kom Samheiji hf. á Akureyri með rúmar 3,5 milljónir, síðan Skag- strendingur hf. með 3,34 milljónir, Oddeyri hf. á Akureyri með 3,1 milljón og síðan Sigurður hf. í Stkkishólmi með 2,97 milljónir. Ólafur bekkur með 100 króna meðalverð TOGARINN Ólafur bekkur ÓF fékk í gær tæplega 100 króna meðalverð fyrir afla sinn í Grimsby. Þorskur í aflanum fór að meðaltali á 105 krónur, ýsa á 100 og koli 97. Alls seldi togar- inn 101 tonn fyrir 10 milljónir króna. Tvö önnur skip seldu afla sinn í Hull í gær, en fengu fjórðungi lægra verð fyrir hann. Ástæðan er fyrst og fremst lakari gæði og smærri fískur en hjá Ólafí bekk. Gjafar VE seldi 82 tonn fyrir samtals 5,9 milljónir, meðalverð 72,39. Þorskur í afla Gjafars var fremur smár. Haukafell SF seldi 43 tonn af netafiski fyrir 3,2 millj- ónir króna, meðalverð 74,82. Fyrst stóð til að selja fiskinn í Esbjerg, en vegna lágs verðs þar, var farið með hann yfir til Hull. Gódandaginn! úEakarnabær r Laugavegi 66 - Austurstræti 22 - Glæsibæ 5 O 0 A R T AUSTURSTRÆTI 22, SÍMI 22925 GARBO AUSTURSTRÆTI22, SiMI 22771. Umboðsmenn um land allt: Adom og Eva, Vestmonnoeyjum - Bóron, Grindavík - Búóin, Blönduósi - Diona, Ólofsfirði - Eplið, isofirði - Fatovol, Keflavik - Garðo.'shólmi, Húsovik - Homobær, Höfn, Homofirði - ísbjöminn, Borgomesi - Lindin, Selfossi - Nesbær, Neskoupstoð - Nino, Akronesi - Skógar, Egilsstöðum - Sparto, Souðórkróki - Þórshamor, SfykkishóJmi - Koupf. V-Húnvefningo, Hvomms- tonga - Kaupf. Longnesinga, Þórshðfn - Koupf. Rangæingo, Hvolsvelli - Amor Akureyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.