Morgunblaðið - 09.12.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.12.1988, Qupperneq 23
taldar með. Lðggjáfarvaldið, AI- þingi, ver einnig talsverðum fjár- hæðum í risnu ár hvert, t.d. nærri þremur og hálfri milíjón 1985. Risnukostnaður Hæstaréttar mun hins vegar ekki vera umtalsverður og ekki ná hundrað þúsund krónum á ári. Enda mun ekki neinum detta í hug að spillingin í þjóðfélaginu sé j)aðan komin, nema síður sé. I nefndri blaðagrein kom m.a. fram að í seinni tíð a.m.k. hafi ráð- herrar haldið upp á meiri háttar afmæli sín á kostnað ríkisins. Mér kæmi ekki á óvart, að sama máli gegndi um sumar ráðherrafrúrnar. Það er og alvitað að stjómarflokkar hafa haldið flokksmönnum sínum veislur á kostnað ríkisins. Þannig mun það vera fost venja, að þegar búnaðarþing er haldið, að stjómar- flokkar bjóði sínum flokksmönnum á þinginu í veislu á kostnað ríkis- ins. Þá var það altalað, þegar ég vann í stjómarráðinu, að þegar ráð- herrar héldu veislur, t.d. í Ráð- herrabústaðnum, að það, sem af- gangs var af mat og drykk, væri sent heim til hlutaðeigandi ráðherra að lokinni veislunni. Mér kæmi ekki á óvart að þetta væri með sama móti nú. Þannig að þótt ráðherrar hefðu ekki aðstöðu til að kaupa áfengi á sérverði, þá fengu þeir það jafnvel með betri kjörum á fyrr greindan hátt. Úr því farið er að tala um spill- ingu, þá má ekki gleyma ráð- herrabílnum og hvemig þeir em reknir, en það er kafli út af fyrir sig. Eða þá öllum ferðalögunum á kostnað hins opinbera. Nýlega horfði til vandræða um æðstu stjóm og störf Alþingis, er m.a. þtjár kon- ur, sem eru forseti sameinaðs þings og tveir varaforsetar og þar með handhafar forsetavalds, hurfu úr landi samtímis. Fleira mætti tína til, en ég get ekki neitað því, að ég er alltaf dálítið veikur fyrir því, þegar stofnanir gefa starfsmönnum sínum listaverk fyrir vel unnin störf, en þar kemur líka listin inn í dæmið. Errare humanum est Þá er loks þáttur hæstaréttar- dómarans, sem komið hefur öllu þessu fjaðrafoki af stað. Mér frnnst eins og blinda hafi slegið þann vandaða mann, sem að allra áliti, er til þekkja, er samviskusamur, viðsýnn og réttlátur dómari. Á það ber að líta, að hann hafi talið þessi hlunnindi eins konar hluta af launa- kjörum og- nýtt þau réttindi með þeirri vitund, að hann myndi að öllum líkindum ekki framar fá notið þeirra, þar sem hann myndi hætta sem forseti Hæstaréttar við næstu áramót. Með þessum kaupum var dómarinn hvorki að hafa fé af öðr- um né af ríkissjóði. Hitt er jafn víst að þeir, sem hafa hæst út af þessum áfengiskaupum skyldu ekki miklast af dyggðum sínum, því ótrúlegt er að á þær muni reyna. Þá virðast sumir hafa nautn af því að stjaka við þeim, sem standa höllum fæti og vilja ata þá auri. Hinu má ekki gleyma, að jafnvel mönnum í æðstu stöðum geta orðið á mistök — „errare humanum est“ — leikið fingurbrjót, eins og það heitir á skákmáli, en allir eiga sama rétt á leiðréttingu gerða sinna. Mér hefur jafnan fundist að handhafar forsetavalds ættu ekki að fá nein laun fyrir að gegna því embætti, heiðurinn ætti að vera þeim nóg og þeir eru hvort eð er á launum. Hins vegar gæti verið þjóðráð og góð umbun fyrir starfið að heimila þeim að kaupa ákveðinn skammt af áfengi á sérverði á ári, hvort sem forseti Islands fer utan eða ekki. Þessi réttindi hafa handhafar forsetavalds haft fram á þennan dag og hafa enn. Um öll hlunnindi ber að setja fastar reglur, svo að menn þekki sín mörk. Að öðrum kosti er hætta á, að mörkin verði teygjanleg um of og að skref sem einn tekur öðrum framar kosti hann æru og embætti. Og hvar eru þau mörk? Höfundur er hæstaréttarlögmað- urs MQij(H:.Nnuu.ro. Þriðja bindið af sögu Isa- fjarðar ÞRIÐJA bindi af sögu ísaijarðar og Eyrarhrepps hins forna eftir Jón Þ. Þór er komið út. Það er Sögufélag Isfirðinga sem gefiir bókina út. I aðfararorðum segir höfundur, að viðfangsefni þessa bindis sé at- vinnu- og hagsaga kaupstaðarins og saga sveitarinnar á árunum 1867 - 1920. Fyrri hlutinn skiptist í fimm kafla, sem heita: Banka- og peningamál, Útgerðin, Verslunin, Iðnaður og Samgöngur og símamál. Síðari hlutinn um Eyrarhrepp skiptist í fjóra kafla. í þeim fyrsta er fjallað um sveitarstjómir, mann- flölda og) atvinnuskiptingu, annar heitirr: Bólstaðir, búendur og byggðaþróun, í þriðja kaflanum er fjallað um skólahald og félagsmál í þeim fjórða og síðasta. Bókin er 275 blaðsíður og eru í henni heimildaskrá og naftiaskrá. Kápumynd tók Mats Wibe Lund. Setningu, umbrot og fílmuvinnu annaðist H - prent sf. ísafírði og Prentsmiðjan Oddi Reykjavík sá um prentun og bókbánd. Hestamannafé- lagið Hending gefiir út blað HESTAMANNAFÉLAGIÐ Hend- ing ísafírði hefur hafíð útgáfíi blaðs, sem dregur nafíi af félag- inu. Hestamannafélagið Hending var stofnað í apríl sl., en félagssvæðið er norðan Breiðadalsheiðar, Inn - Djúp og þéttbýlisstaðirnir við ísa- ijarðardjúp utanvert. Athafnasvæði félagsins er í Hnífsdal. í fyrsta eintaki blaðsins eru ýms- ir fréttapistlar. Maður og hestur nefnist grein eftir Jens í Kaldalóni og einnig eru tvær greinar í blaðinu um ferðalög á hestum, önnur segir af ferð yfír Drangajökul og er eftir Bjamveigu Samúelsdóttur í Bol- ungarvík og. Hin greinin heitir „10 dagar á Ströndum“ og er eftir Guð- mund Helgason. Formaður Hendingar er Þor- steinn Magnfreðsson Isafírði og rit- stjóri blaðsins er Marinó Hákonar- ^lálaixkðúótkjT, lOlTxkjlýaiÁs15814 Herra- og dömuhanzkar í gjafaumbúðum - belti-seðlaveski- regnhlífar son. SÍGILDUR SAFNGRIPUR TOT AfiKFTDTN 1988 í 40 ár höfum við smíðað hinar sígildu og vinsælu jólaskeiðar. Með árunum hafa þær orðið safngripir og aukið verðgildi sitt. Nú er jólaskeiðin 1988 komin. Hún er fagurlega mynd af Viðey á skaftinu, en gyllt á skeiðarblaði. GUÐLAUGUR A. LAUGAVEGI 22a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.