Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 Efnahagsstefnan o g iðnaðurinn eftirHarald Sumarliðason Eins og alþjóð er kúnnugt hafa á þessu ári átt sér stað miklar breyt- ingar til hins verra í efnahags- og atvinnumálum Íslendinga. í umfjöll- un á opinberum vettvangi hefur verið mjög íjallað um stöðu sjávar- útvegs. Ekki er það að ófyrirsynju, því vandi hans er sannarlega mjög mikill og alvarlegs eðlis. Hins vegar vill gleymast, að aðrar atvinnu- greinar eiga einnig í mjög miklum erfíðleikum, ekki síst iðnaðurinn. Staða iðnaðarins almennt ein- kennist nú sérstaklega af erfíðleik- um vegna hækkandi tilkostnaðar við fast gengi, svo og miklum fjár- magnskostnaði. Um þessar mundir bætist síðan við minnkandi eftir- spurn og verðstöðvun, sem fyrst og fremst er beint gegn innlendum iðnaði og þjónustuaðilum, en ekki innflutningi. Óiíkt því sem stjóm- völd virðast gjaman álíta bitnar óhagstæð þróun verðlags- óg geng- ismála ekki eingöngu á útflutnings- atvinnugreinum, heldur eru áhrifin langtum vítækari en stjómvöld hafa fengist til að viðurkenna. Sú niðurstaða, sem loksins fékkst í haust út úr margra mánaða þófí um ráðstafanir til að bregðast við aðsteðjandi efnahagsvanda, var nánast sú versta, sem hugsast gat Ttl . iRll.Dtií óskast Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Soleyjargatao.fi. Laugarásvegur 39-75 Skúiagata Dyngjuvegur KOPAVOGUR Kársnesbraut 77-139 o.fl. SELTJARNARNES Hrólfsskálavör IRor^tttihla^ib fyrir iðnaðinn. Löng reynsla er fyr- ir því, að iðnaðurinn hefur ævinlega farið mjög illa út úr millifærslum, hvemig svo sem þær hafa verið útfærðar í.hveiju tilviki. I yfírlýs- ingu ríkisstjómarinnar um „fyrstu aðgerðir," svo og öðrum yfírlýsing- um, er ekki einu sinni reynt að draga dul á það, að „aðgerðum til að bæta afkomu atvinnuveganna“, eins og þær heita, er nánast ein- vörðungu ætlað að bæta hag sjávar- útvegs (einkum hraðfrystiiðnaðar). Þannig má sem dæmi benda á, að sjávarútvegsráðherra hefur þegar lýst því yfír, að lán það, sem Verð- jöfnunarsjóði fískiðnaðarins er ætl- að að taka (með ríkisábyrgð), 800 milljónir kr., til að verðbæta fram- leiðslu á freðfíski og hörpudiski, muni falla á ríkissjóð. Svo er þetta nefnt virðulegu nafni eins og „verð- jöftiun", en verðjöfnun felur að sjálfsögðu í sér það, að þeir, sem njóta verðuppbóta, hafí áður lagt til hliðar (í verðjöfnunarsjóð), en fái ekki verðuppbætur, sem fengnar em með því að skattleggja aðra. Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina Ef litið er á þær fjárhæðir, sem um er að tefla í aðgerðum ríkis- stjómarinnar til að bæta afkomu atvinnuveganna, vegur stofnun At- vinnutryggingarsjóðs útflutnings- greina langþyngst, þar sem gert er ráð fyrir að sjóðurinn hafi milli- göngu um .skuldbreytingu á allt að 5 þús. millj. kr. af lausaskuldum útflutningsfy rirtækj a. Landssamband iðnaðarmanna hefur löngum barist fyrir jöfnum starfsskilyrðum atvinnuveganna al- mennt og skilningi á því að engin haldbær rök eru fyrir því að mis- muna atvinnuvegum með því að gera sérstakar efnahagsráðstafanir í þágu útfluningsgreina einna, en skeyta engu um þær atvinnugreinar sem eru gjaldeyrissparandi, þ.e. greinar sem keppa við innflutta vöm og þjónustu. Þá hefur lands- sambandið löngum bent á, að skil- greining stjómvalda á samkeppnis- skilyrðum atvinnuveganna, ekki síst á hugtakinu samkeppnisiðnað- ur, hefur verið alltof þröng og ekki á rökum reist. Með nýrri tollskrá um sl. áramót varð veruleg breyting til batnaðar á þessu sviði, þótt ýmsir ágallar hafí verið á fram- kvæmd þeirrar breytingar. Fyrir- huguð starfsemi Atvinnutrygging- arsjóðs útflutningsgreina yrði hins vegar mikil afturför, ef starfssvið sjóðsins verður jafn þröngt og ráð- gert er. Því hefur Landssamband iðnaðarmanna nú skorað á stjórn- völd, að verksviði sjóðsins verði breytt, þannig að hann nái a.m.k. til samkeppnisiðnaðar auk útflutn- ingsgreina. Verst af öllu er þó, að forráðamönnum í sjávarútvegi ber nokkuð saman um það, að starfsemi sjóðsins, ásamt ýmsum öðmm sér- tækum aðgerðum í þágu sjávarút- vegs og útflutningsgreina muni alls ekki nægja til þess að skapa viðun- andi rekstrargrundvöll. Einnig er það mikið álitamál, hvort sú aðferð, sem sjóðnum er ætlað að beita við að skuldbreyta lausaskuldum sjáv- arútvegsfyrirtækja, felur ekki í sér, að verið sé að verulegu leyti að velta vandanum yfír á iðnfyrirtæki og aðra þjónustuaðila sjávarútvegs- ins, þar sem þau skuldabréf, sem sjóðnum er ætlað að gefa út til lán- ardrottna eru engan veginn tryggir pappírar, vextir þeirra eiga að vera verulega undir markaðsvöxtum og allar horfur á, að þau muni ekki seljast nema með umtalsverðum afföllum. í þessu felst m.ö.o. að gerð er sú krafa til þjónustuaðila, að þeir veiti óskilgreindan afslátt af kröfum sínum, sem gæti orðið verulegur, þegar á reynir. í þessu sambandi liggur beint við að spyija: Mundu bankar og aðrar lánastofn- anir eða ríkisvaldið sjálft sætta sig við slíka meðferð á kröfum sínum? Hver er stefiia ríkisstjórnarinnar í iðnaðarmálum? í stefnuyfírlýsingu ríkisstjórnar- innar er ekki minnst sérstaklega á iðnað. Hins vegar er þar að fínna nokkur almenn fyrirheit, sem gætu gagnast iðnaðinum. Má þar nefna vilyrði um að búa fyrirtækjum starfsskilyrði, sem eru sambærileg við það, sem samkeppnisaðilar þeirra erlendis njóta, um að auka starfsmenntun í atvinnulífinu, auka framleiðni, búa atvinnulífíð undir innri markað Evrópubandalagsins 1992 o.fl. Þetta eru þó fyrst og fremst al- mennar yfírlýsingar, sem ekki er sýnt hvort eða hvemig koma til framkvæmda. Það, sem þyngst veg- ur í efnahagsstefnunni, þ.e. milli- færsla og forréttindi einstakra at- vinnugreina, er hins vegar eins og áður sagði algjörlega andstætt hagsmunum iðnaðarins. Auk þess er veruleg mótsögn annars vegar í þeirri frómu yfirlýsingu: „Aðhaldi verður beitt í ríkisijármálum og peningamálum til að koma á og viðhalda jafnvægi í þjóðarbúinu á næstu árum“, og hins vegar í fjölda- mörgum útgjaldaáformum í hinum ýmsu málaflokkum, þó þeir séu í sjálfu sér margir góðra gjalda verð- ir. Millifærslan sjálf gerir auk þess mjög torvelt að beita aðhaldi í ríkis- fjármálum og peningamálum. Ráðstafanir til að minnka fjárfestingu óþarfar Umsvif við bygginga- og verk- framkvæmdir, þ.e. fjárfesting at- vinnuveganna, ríkis- og sveitarfé- laga og heimilanna, bæði í hús- næði, mannvirkjum og véium, hafa mikla þýðingu fyrir mörg aðildar- fyrirtæki og félagsmenn Landssam- bands iðnaðarmanna. Það er ljóst að mjög miklar sveiflur hafa gjam- an verið í þessum greinum og því mjög æskilegt að leitað sé leiða til aðjafnaframkvæmdamagnið. Stýr- ing stjómvalda hefur þó oft leitt til þess, að magna bæði sveiflur og lægðir. Þannig hafa efnahagsað- gerðir nú verið í smíðum mánuðum saman. Þegar fyrst var farið að tala um þær var ennþá veruleg þensla í framkvæmdum og á vinnu- markaði. Þenslan er nú hins vegar mjög í rénun, og er því mikið vafa- mál, að aðgerðir til að takmarka fjárfestingu, t.d. með sérstakri nýrri skattlagningu á bygginga- og tijá- vörur eða með því að takmarka vemlega ráðstöfunarfé fjárfesting: arlánasjóða, eigi rétt á sér nú. í þessu sambandi er auk þess vert að benda á þá staðreynd, að fjár- festing er nú þegar orðin lægra hlutfall af landsframleiðslu heldur en hún hefur verið áratugum sam- an. Alhæfingar um það, að þenslan hafí stafað af offjárfestingu eiga því tæpast við rök að styðjast, þótt ekki sé þar með verið að mæla bót ýmsum óarðbæmm fjárfestingum, sem víða blasa við. Stefnan M vaxtamálum er einnig mótsagnakennd. Annars vegar hef- ur verið mikið talað um offjárfest- ingu í atvinnulífínu og umfram- neyslu heimilanna. Hins vegar hafa margir lagt ofurkapp á að lækka vexti „með handafli" og kmkka í vísitölur, eins og raunar að halda gengi upp „með handafli". Aðal- vandinn varðandi vexti og lánskjör felst annars vegar í misgengi kjara á innlendum og erlendum lánum, sem aftur stafar af mikilli verðbólgu hér innanlands, og hins vegar í allt- of háum vaxtamun á inn- og útlán- ' um í bankakerfínu. Auk þess er til Haraldur Sumarliðason „Miðað við það, að menn eru nú farnir út í alls kyns styrki og millifærslur er raunar spurning, hvort ekki verður óhjákvæmilegt að gera kröfii um ein- hvers konar „haftaráð- stafanir“ fyrir iðnað- inn, því einskis nýtur hann af millifærslun- um.“ staðar óhófleg og óeðlileg mismun- un á kjörnum á helstu rekstrarlán- um atvinnuveganna, stómm hluta iðnaðarins í óhag. „Krónískur" halli á ríkisbúskapnum, hefur auk þess spennt upp vexti. Að ætla sér að lækka fjármagnskostnað atvinn- ulífsins með því beint eða óbeint að skerðaí ávöxtunarkjör sparifjár er hins vegar hættuspil og sam- ræmist ekki þeirri staðreynd, að þjóðin þarf almennt að draga úr útgjöldum og auka spamað. Aðgerðir aðrar en gengisfelling eða niðurfærsla Fyrrverandi ríkisstjóm fylgdi fastgengisstefnu nánast eins og trúarsetningu, án þess að koma að öðm leyti fram efnahagsstjóm sem slík stefna í gengismálum krefst. Átrúnaður núverandi ríkisstjómar á fastgengisstefnuna virðist engu minni. Hafa það þótt nánast land- ráð ef forráðamenn í atvinnulífi hafa leyft sér að efast um ágæti þessarar stefnu og talið óhjákvæmi- legt að leiðrétta gengisskráningu. Meginatriðið er það, að hlutföll inn- lends og erlends framleiðslukostn- aðar em orðin það skökk, innlendri framleiðslu í óhag, að þau fá ekki lengur staðist. Auk þess að stuðla að ójafnvægi í efnahagslífínu al- mennt, sem m.a. lýsir sér í miklum viðskiptahalla og erlendum lántök- um, hefur þessi óheillaþróun haft meiri eyðileggingarmátt i för með sér fyrir iðnað landsmanna, en ég hygg að margur geri sér grein fyr- ir. Hvort leiðréttingin er gerð með gengislækkun eða niðurfærslu launa og verðlags skiptir hins vegar ekki höfuðmáli ef viðeigandi hliðar- ráðstafanir em gerðar. En hvað væri hægt að gera til bóta, án þess að grundvallarbreyting yrði á efna- hagsstefnunni? Miðað við það, að menn em nú famir út í alls kyns styrki og milli- færslur er raunar spuming, hvort ekki verður óhjákvæmilegt að gera kröfu um einhvers konar „haftaráð- stafanir" fyrir iðnaðinn, því einskis nýtur hann af millifærslunum. Byij- unin er þó auðvitað sú, að gera ákveðnari kröfur en áður til leiðrétt- ingar á ýmsum réttlætismálum, sem skert hafa starfsskilyrði iðnað- arins. í þessu sambandi vil ég nefna nokkur atriði: Ymsar lagfæringar þarf að gera á framkvæmd varðandi tolla og að- flutningsgjöld á aðföng iðnfyrir- tækja svo og heimildum til erlendr- ar lántöku og innheimtu lántöku- skatts, en þrátt fyrir breytingu á tollalögum um sl. áramót em ýmis dæmi þess, að reglur um álagningu þessara gjalda skerði samkeppnis- stöðu iðnaðarins á óeðlilegan hátt og em í nokkmm tilvikum jafnvel óhagstæðari en var fyrir breytingu á tollalögum. Gera þarf breytingar á skattalögum til að skattkjör áhættufjár í at- vinnurekstri verði ekki lakari en annars sparifjár. Tekið skal undir tillögur hinnar svonefndu „for- stjóranefndar" um þetta efni og raunar hafa samtök atvinnulífsins ítrekað bent stjómvöldum á nauð- syn slíkra breytinga á skattalögun- um og gert beinar tillögur um það efni. Er með öllu óskiljanlegt, hvers vegna stjómvöld, núverandi og fyrr- verandi, hafa þráast við að gera þessar sjálfsögðu breytingar á skattalögunum. Allir flokkar í fyrri ríkisstjóm virtust t.d. geta verið sammála tillögum forstjóranefndar- innar um þetta efni, og hefði því mátt koma þeim í framkvæmd, al- veg óháð því hvort farið var niður- færslu-, uppfærslu- eða millifærslu- leið, eins og mikið var þrefað um. Auk þess væri ekki úr vegi að huga að þvi, hvort unnt væri að tengja núverandi lög um frádrátt frá skatt- skyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri við stað- greiðslukerfið, þannig að þessi frá- dráttarheimild yrði virkari en nú er í því að örva almenning til að fjár- festa í atvinnulífinu. Við skuldbreytingar verði ekki að- eins gætt fyrst og fremst hagsmuna sjávarútvegs og bankanna, eins og gerðist við síðustu skuldbreytingu, heldur verði öllum aðilum gert jafnt undir höfði. Meðal annars verði formlegar viðskiptakröfur þjón- ustuaðila sjávarútvegsins metnar til jafns við kröfur lánastofnana og annarra. Fráleitt er að það verði gert nánast að algildri reglu, eins og stefnt er að með skuldbreyting- um Atvinnutryggingarsjóðs út- flutningsgreina, að iðnfyrirtæki, sem þjónusta sjávarútveg, taki sem fullgilda greiðslu fyrir kröfum sínum skuldabréf sjóðsins, sem allar líkur eru á að hafí verðgildi langt undir nafnverði. Ófært er að velta með þessum hætti vanda sjávarút- vegs yfír á illa stödd framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í iðnaði. Fast gengi við þá verðbólgu, sem hefur verið staðreynd hér á landi, gerir gífurlega kröfu til atvinnu- lífsins um hagræðingu og fram- leiðniaukningu, ef það á að stand- ast samkeppni til lengdar. Ríkis- valdið verður því að greiða fyrir slíkri hagræðingu, vöruþróun og markaðssókn hjá fyrirtækjum í öll- um atvinnugreinum. Meðal þeirra atriði í stefnuyfírlýs- ingu ríkisstjórnarinnar, sem gætu orðið iðnaðinum hagstæðar, ef það kæmist til framkvæmda, er fyrir- heit um að fyrirkomulag rekstrarl- ána atvinnuveganna verði tekið til endurskoðunar með það að leiðar- ljósi, að atvinnuvegimir búi við jöfn skilyrði. Þetta er að sjálfsögðu stór- mál fyrir iðnaðinn, sem verður að kappkosta að komi sem fyrst til framkvæmda. Eg hef hér að framan nefnt nokk- ur atriði sem dæmi um aðgerðir, sem ríkisstjórnin gæti beitt sér fyr- ir til þess að skapa iðnaðinum og atvinnulífinu almennt eðlilegri og hagstæðari starfsskilyrði, án grundvallarbreytingar á efnahags- stefnu, sem ég tel þó æskilega. Eg vænti þess, að stjórnvöld séu þrátt fyrir allt vel meðvituð um vanda iðnaðarins, eins og annarra at- vinnuvega og leggi sig því fram að koma fram þessum tiltölulega ein- földu og sjálfsögðu breytingum, en þær gætu orðið til þess að jafna og bæta starfsskilyrði atvinnulífs- ins. Höfundur er byggingameistari og forseti Landssambands iðnaðar- manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.