Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 30
VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! 891 H3SM333(I .e HIJ0ACIUT803 .GIGAJHMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 Reuter Fangelsi Mandelas Suður-afríski blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela var á miðviku- dag fluttur af sjúkrahúsi í Höfðaborg, þar sem hann hlaut meðferð við berklum, til bústaðar i Paarl, um 70 km frá Höfðaborg. Þar verður hans vandlega gætt en Mandela hefúr verið i fangelsi í meira en aldarfjórðung. Að sögn dómsmálaráðherra landsins, Kobie Co- etze, verður fjölskyldu Mandela nú gert auðveldara að heimsækja hann en áður. Á myndinni sést nýi bústaðurinn og virðist fanginn hafa sundlaug til afnota. Kínverskt dagblað um alnæmi: Filippus prins: Bersögli drottningar- manns veldur hneyksli Móðgaði jafiit kvenréttindafólk sem dýravini London. Reuter. EIGINMAÐUR Elisabetar Breta- drottningar, Filippus prins, hef- ur verið harkalega gagnrýndur fyrir ummæli i ræðu einni þar sem hann jafnaði eiginkonum við hórur, varði dýraveiðar sem tóm- stundagaman og líkti björgun tveggja gráhvala við Alaska fyr- ir skömmu við skemmtiatriði í fjölleikahúsi. Prinsinn er forseti Alþjóða nátt- úruvemdarsjóðsins (World Wide Fund for Nature). í ræðu sem hann hélt yfir bandarískum blaðamönn- um á miðvikudag sagði hann engan siðferðislegan mun á því að drepa dýr annars vegar sér til skemmtun- ar og hins vegar til matar. „Eg held ekki að það sé á nokk- um hátt siðferðislega betra að drepa þau fyrir fé,“ bætti hann við. „Ég held ekki að hóra sé á nokkum hátt siðferðislega betri en eigin- kona; þær annast sömu þjónustu." Clare Short, þingmaður í vinstri armi Verkamannaflokksins, sagði vegna ummæla prinsins:„Hann móðgaði konu sína og allar giftar konur í Bretlandi. Hann líkti eigin- konu sinni við hóm.“ Náttúruvemdarsamtökin Friends of the Earth sögðu að lýsing Filipp- usar á björgun gráhvalanna væri „fáránleg." I ræðunni sagði prins- inn:„[Björgunin] hafði að mörgu leyti neikvæð áhrif. Það verður að líta á þetta sem fjölleikahúsatriði eða aðra skemmtun. Frá því sjónar- miði tókst þetta prýðilega...Það skipti alls engu máli hvað snertir varðveislu hvalategundarinnar." Samtök, sem beijast gegn því að fólk stundi dýraveiðar sér til skemmtunar, segja siðgæðismat prinsins alls ekki fara saman við „mat venjulegs fólks.“ eymohdssop Guð viljar mannkyns Peking. Reuter. í fréttaskýringu í kínverska dagblaðinu China Daily i gær var HIMMLERS eftir Þór Whitehead sagt að sjúkdómurinn alnæmi væri „vitjun guðs til mannkyns- ins“ og vestrænu kynlífsháttemi kennt um útbreiðslu sjúkdóms- ins. í fréttaskýringunni var hvatt til harðra aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæmis í Kína. „Við Kínveijar, sem nærst höfum á þjóðlegri menningu vorri og sið- ferðisgildum, tökum mun ábyrgari afstöðu til kynlífsins en gert er í hinum vestræna heimi. I hugum Vesturlandabúa er kynlíf jafn sjálf- sagt og tedrykkja.-.Alnæmi er vitj- un guðs til mannkynsins og ástæð- an er léttúðarfull afstaða manna til kynlífs," sagði í fréttaskýringu kínverska dagblaðsins. Örfá alnæmistilfelli hafa upp- götvast á meginlandi Kína. Þeir sem hyggjast búa um langt skeið í landinu þurfa að gangast undir al- næmispróf. Rajiv Gandhi fer til Kína Nýju Delhi. Reuter. INDVERSK stjómvöld staðfestu í gær að Rajiv Gandhi, forsætis- ráðherra Kína, færi í opinbera heimsókn til Kína dagana 19.-23. desember. í yfirlýsingu stjóm- valda sagði að Gandhi myndi eiga viðræður við Li Pen, forsætisráð- herra Kina og aðra kinverska ráðamenn. Þetta verður fyrsta opinbera heimsókn indversks forsætisráð- herra til Kína í 34 ár en samskipti þjóðanna hafa verið með stirðara móti allt frá því að þjóðimar háðu landamærastríð árið 1962. Búist er við því að þjóðimar und- irriti samkomulag um beint flug á milli höfuðborga landanna og um samvinnu á sviði vísinda og tækni. Væntanlega verða landamæra- eijur þjóðanna helsta umræðuefni forsætisráðherranna en ekkert hef- ur miðað í lausn þess máls. Ind- versk stjómvöld segja að megintil- gangur heimsóknarinnar sé að koma á vinsamlegum samskiptum milli þjóðanna. Sameining íslands og Hitlers - Þýska- lands var á dagskrá hjá Heinrich Himmler yfirforingja SS og þýsku lögreglunnar í Berlín 1936. Erindreki Himmlers, SS foringinn Paul Burkert, fór um Island og reyndi að veiða innlenda ráðamenn í net sitt. Himmler mælti til vináttu við Hermann Jónasson forsætisráðherra með sér- stæðum hætti. Einnig sendi hann hingað hóp SS-manna og Gestapoforingja sem síðar urðu kunnir um allan heim fyrir fjöldamorð, undirróður og njósnir. Þjóðverjar höfðu uppi áform um stóriðju- framkvæmdir á íslandi, landnám og byltingarþjálfun. Þór Whitehead fylgir i bókum sínum ítrustu kröfum sagnfræðinnar en tekst jafnframt að hrífa lesendur sína með Ijósri og lifandi frásögn. Vinnubrögð Þórs og stíll hafa áunnið bókum hans sess á metsölulistum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.