Morgunblaðið - 09.12.1988, Síða 35

Morgunblaðið - 09.12.1988, Síða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 vc í í a,7ruicf»Tpr7n o giTn/inTiTp/W P,icih TSTi/TTnSífVf/ MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 35 JIUv^nnMn^l^ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Gorbatsjov í New York Fimmti og síðasti fundur Ronalds Reagans og Mik- hails Gorbatsjovs var haldinn á miðvikudag á smáeyju undan Manhattan, hjarta New York. Ef til vill má líta á fundarstað- inn, skammt frá Wall Street, höfiiðstöðvum auðvaldsins, og Frelsisstyttunni, tákni lýðræðis og frelsis, sem lýsandi fýrir það sem hefur verið að gerast í Sov- étríkjunum, síðan leiðtogamir hittust fyrst í Genf haustið 1985. Gorbatsjov hefur tekið til við að feta í vestræn fótspor við stjóm efnahagsmála og markaðskerfið kallar á frelsi. Gorbatsjov átti frumkvæði að fundinum í New York eins og að Reykjavíkurfundinum, öðrum fundi leiðtoganna, haustið 1986. Þá lögðu þeir línur um fækkun og takmörkun kjamorkuvopna. í Washington 1987 og Moskvu 1988 var gengið frá samkomu- lagi um upprætingu meðal- drægra eldflauga. í New York var í senn um kveðjustund að ræða og upphaf, því að George Bush, verðandi Bandaríkjafor- seti, hitti Gorbatsjov með Reag- an. Bush tekur við línunni frá Reykjavík af Reagan. Varafor- setinn fer sér þó hægt í sam- skiptum við Sovétríkin, þar til hann tekur formlega við stjóm- arforystunni. Formlegt erindi Gorbatsjovs til New York var að ávarpa Alls- heijarþing Sameinuðu þjóðanna. Það hefur enginn sovéskur leið- togi gert síðan 1960 þegar Nik- ita Khrústsjov talaði þar með barsmíðum. Eins og þessi for- veri sinn leggur Gorbatsjov mik- ið upp úr því að koma Vestur- löndum í opna skjöldu og valda þeim erfiðleikum í áróðursstríð- inu, sem er enn sem fyrr þáttur í samskiptum austurs og vest- urs. í New York tilkynnti Gorb- atsjov að Sovétmenn myndu ein- hliða fækka í hefðbundnum her- afla sínum um 500.000 manns á næstu 2 árum samhliða því sem vopnabúnaður venjulega heraflans yrði minnkaður. Þessi ákvörðun er fagnaðar- efni. Síðan 1973 hefa fulltrúar austurs og vesturs rætt saman í Vínarborg um samdrátt venju- legs herafla í Mið-Evrópu (MBFR-viðræðumar). Því miður hefur enginn árángur náðst. Ástæðan fýrir því er ekki síst sú, að Sovétmenn og fylgismenn þeirra í Varsjárbandalaginu hafa mikla yfirburði í venjulegum herafla andspænis Atlantshafs- bandalaginu (NATO). Eru nú uppi áform um að fleiri ríki teng- ist þessum viðræðum í Vín (þ. á m. ísland). Ætti ákvörðun Sovétríkjanna að greiða fyrir því að hinar nýju viðræður um gagn- kvæman samdrátt hefjist. Hitt var ekki síður athyglisvert, að sovéski leiðtoginn sagði að Sov- étmenn myndu breyta skipan herafla síns í Evrópu þannig að hann yrði framvegis í vamar- en ekki árásarstöðu. Verða þessi orð ekki skilin á annan veg en þann, að sovéski heraflinn í Evr- ópu hafí verið við það miðaður að hann gæti ráðist á Vestur- lönd. Hversu oft hafa Sovétmenn ekki talið fullyrðingar í þessa vem áróður og lygi? Ræðu Gorbatsjovs verður að skoða í sama ljósi og önnur áform sovéska leiðtogans, að oft er erfítt fyrir hann að brúa bilið milli orða og athafna. Enn er ástæða til að efast um að hann hafí óskorað vald heima fyrir. Fái hann yfirmenn hersins gegn sér, ætti hann að hugsa til ör- laga Khrústsjovs. Sé það mark- mið Gorbatsjovs að endurreisa efnahag Sovétríkjanna er niður- skurður venjulega heraflans rök- rétt ákvörðun frá þeim sjónar- hóli, hvað svo sem herforingjarn- ir segja. Skyndileg heimför Gor- batsjovs frá New York vegna hinna hroðalegu jarðskjálfta í Armeníu minnir á, að hann verð- ur eins og aðrir stjómmálamenn að taka tillit til aðstæðna heima fyrir. Raunar vom uppi vanga- veltur um það í gær, að kannski væri það fleira en náttúmham- farir, sem kölluðu hann heim. Þegar Gorbatsjov er tekinn til við að feta í vestræn fótspor í efnahagsmálum og boðar ein- hliða afvopnun og breytta hem- aðarstefnu, hljóta ráðamenn Vesturlanda að bregðast við með nýjum hætti. Kröfumar til George Bush verða miklar í þessu efni. För Reagans með Gorbatsjov frá „keisaradæmi hins illa“ að Frelsisstyttunni er til marks um breytta afstöðu vestrænna forystumanna. Við mat á þróuninni í sam- skiptum austurs og vesturs má ekki horfa fram hjá þeirri stað- reynd, að Sovétmenn vilja reka fleyg á milli Evrópiunanna og Bandaríkjamanna í NATO. Öflug samstaða NATO-ríkjanna hefur á hinn bóginn þröngvað Sovétmönnum inn á afvopnunar- brautina. Vitlausustu viðbrögð við velgengni er að kasta því fyrir róða sem velgengninni veld- ur. Náttúruhamfarirnar í Armeníu Hrundi Lenín- akan að þremur fjórðu hlutum? Reuter Þar sem áður var heimili stendur nú ekki steinn yfir steini. Myndin er frá litlu þorpi í Norður-Armeníu. New York. Reuter. ÓTTAST er, að 75% borgarinn- ar Lenínakans hafi hrunið til grunna í jarðskjálftanum, sem reið yfir Armeniu í fyrradag. Er það haft eftir félaga í sov- éska stjórnmálaráðinu. Alexander Jakovljev sagði í gær á fundi með bandarískum embætt- is- og kaupsýslumönnum í New York, að þúsundir eða tugþúsund- ir manna hefðu farist í jarðskjálft- anum og bætti því við, að óttast væri, að Lenínakan, 200.000 manna borg, hefði hrunið að þrem- ur fjórðu. Einn af yfirmönnum armensku fréttastofunnar Armen- press segir hins vegar, að 30-40% borgarinnar séu í rústum. Jarðskjálftar: Hundruð þúsunda A., i i >cj i / i • hafh latist Ottast ao tuffpusundir á öidinni JHa Reuter. manna hafi beðið bana Sovétmönnum býðst aðstoð ríkisstjórna og hiálparstofinana Moskvu. Reuter. Stjómmálaráð Sovétríkjanna tilkynnti Margaret Thatcher, for- hefur sent sérstaka nefiid undir sætisráðherra Bretlands. Hún sagði forystu Nikolais Rhyzkovs, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, til Jerevan vegna jarðsiqálftans nærri landamærum Armeníu og Tyrklands á miðvikudagsmorg- un. Ekki hafa verið birtar endan- legar tölur um um manntjón en ljóst er að tugþúsundir manna biðu bana i náttúruhamförunum. Loftbrú með hjálpargögn hefur verið mynduð milli Moskvu og Armenfu. Ríkisstjómir fjöl- margra ríkja heims og alþjóðleg- ar hjálparstofiianir hafa boðið Sovétmönnum aðstoð sína. Míkhaíl Gorbatjsov Sovétleiðtogi flaug síðdegis í gær til Moskvu frá New York þar sem hann hafði ávarpað Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna. Tilkynnt var að Gorbatjsov ætlaði á vett- vang í Armeníu til að stjórna sjálfur björgunaraðgerðum. Upptök skjálftans voru u.þ.b. 50 km frá Lenínakan, næststærstu borg Armeníu með á þriðja hundrað þúsund íbúum. í borginni hrundu öll hús hærri en átta hæðir. Eyði- leggingin var einnig gífurleg í bæn- um Spitak þar sem búa 30.000 manns auk fjöldamargra flótta- manna frá Ázerbajdzhan. Jarð- slqálftinn bætist ofan á hörmungar Armena. sem átt hafa í útistöðum við Azera undanfama mánuði. Kommúnistaflokkur Azerbajdzhans vottaði Armenum samúð sína í gær og bauð alla mögulega aðstoð. Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn tilkynntu í gær að yfir- maður Sovéska Rauða krossins hefði sent út hjálparbeiðni vegna landskjálftans. Sovéski Rauði krossinn sá um flutning hjálpar- gagna frá Moskvu til jarðskjálfta- svæðanna. í fyrstu ferðinni var komið með 14,5 tonn af tjöldum, ábreiðum og lyfium. Björgunar- sveitir leggja nótt við dag að bjarga mannslífum og safna blóði til handa slösuðum. Sovétmenn íhuguðu í gær hvort farið yrði fram á víðtæka alþjóðlega aðstoð við fómarlömb skjálftanna. „Við munum gera allt sem í okk- ar valdi stendur eins og að senda skjólgóðan fatnað og lyf sem auð- veldara er að komast yfír í Vestur- Evrópu en á skjálftasvæðunum," að sveit slökkviliðsmanna frá Lon- don væri lögð af stað til Armeníu en sveitin tók meðal annars þátt í björgunaraðgerðum vegna skjálft- ans í Mexíkóborg árið 1985. Slökkviliðsmennimir búa yfir hita- skynjurum til að finna fólk sem grafist hefur undir rústum bygg- inga. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands sendi Gorbatsjov skeyti þar sem hann bauð alla hugsanlega aðstoð við að lina þjáningar fólks á jarðskjálftasvæðinu. Jacques Delors, formaður fram- kvæmdanefndar Evrópubanda- lagsns, bauð Sovétmönnum einnig neyðarhjálp bandalagsins. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti og frú Nancy Reagan áttu 13 mínútna langt símtal við Gorbatsj- ov-hjónin þegar ljóst var í gær hversu hrikalegt tjón varð af skjálftanum og vottuðu þeim samúð bandarísku þjóðarinnar og buðu alla mögulega aðstoð Bandaríkja- manna, annað hvort beint eða í gegnum alþjóðahjálparstofnanir. Að skilnaði þökkuðu Reagan-hjónin Gorbatsjov og Raísu komuna til New York og sögðust vonast til að sjá þau aftur annað hvort í Sov- étríkjunum eða í Kalifomíu. Talið er að þúsund manns hafi misst heimili sín og a.m.k. fjórir látist í austurhluta Tyrklands af völdum jarðskjálftans. Samkvæmt opinberum heimildum eyðilögðust 200 hús og og 400 skemmdust í Kars-héraði. Tyrknesk stjómvöld sögðust reiðubúin að veita Sovét- mönnum aðstoð ef beiðni þar að lútandi bærist. Armenskar konur í bænum Spitak gráta ættingja sína, sem fórust í jarðskjálftanum í fýrradag. Reuter Á síðustu 20 árum hafa hundruð þúsunda manna látið lífið í jarð- skjálftum víða um heim en sá skelfilegasti, sem sögur fara af, átti sér stað f Shaanxi í Kína árið 1556. Þá fórust 830.000 manna. í jarðskjálfta í Jiangsu- héraði í Kina árið 1920 fórust 180.000 manna og 100.000 létu lífíð í jarðskjálftanum mikla í Tókýó í Japan árið 1923. Alvarlegasti jarðskjálftinn á þessari öld varð í borginni Tangs- han í Kína 28. júlí árið 1976 en þá fórust 240.000 manna. Var hann 7,8 á Richter-kvarða og jafn- aði borgina næstum við jörðu. Hér á eftir verður getið sumra helstu jarðskjálftanna á síðustu tveimur áratugum: • Khurasan í íran j ágúst 1968. Talið er, að 12.000 manns hafi farist. • Yungay í Perú í maí árið 1970. Allt að 70.000 fómst og 600.000 misstu heimili sín í jarðskjálftan- um og skriðuföllum, sem færðu borgina næstum á kaf. • Guatemalaborg í febrúar 1976. Nærri 23.000 misstu lífið í skjálfta, sem var 7.5 á Richter og skildi eftir spmngu, sem var 320 km löng, 2,5 metra breið og þriggja metra djúp. • Tabas i íran í september 1978. Allt að 25.000 manns fómst í skjálfta, sem mældist 7,7. • A1 Asnam í Alsír, október 1980. Um 4.500 fómst. • Napólí á Ítalíu í nóvember 1980. 4.800 létu lífið. • Mexikóborg í september 1985. Að minnsta kosti 10.000 manns fórast í skjálfta, sem var 8,1 á Richter. • Yunnan-hérað í Kína, 6. nóv- ember sl. Um 1.000 lést og hálf milljón manna varð heimilislaus í skjálfta, sem mældist 7,6. Eitt mesta skjálftasvæði heims New York. Reuter. Jarðskjálftinn, sem varð í Armeníu og Tyrklandi f fýrra- dag, átti sér stað á einhveiju mesta jarðskjálftasvæði á jörð- inni. í fornum annálum segir frá því, að árið 893 hafi 20.000 manna látið lífið í jarðhræring- um á þessum slóðum. Starfsmenn bandarísku jarð- skjálftastöðvarinnar segja, að fyrri skjálftinn hafi mælst 6,9 á Richter- kvarða en sá síðari 5,8. „Allt þetta land, hluti af Sov- étríkjunum, Tyrklandi og íran, er ákaflega virkt jarðskjálftasvæði og ýmsar gamlar heimildir em til um mikla og alvarlega landskjálfta,“ sagði Donald Finley, talsmaður stöðvarinnar, og jarðskjálftafræð- ingurinn Clement Shearer bætti því við, að svæðið væri á mótum afríska og evrasíska jarðflekans, tveggja meginfleka, sem valda landskjálft- um þegar annar gengur undir hinn eða þegar þeir fjarlægjast. Landskjálftinn í fyrradag er sá mesti í Armeníu síðan eiginlegar mælingar hófust en 1920 fómst 40 menn í skjálfta, sem var 6,2 stig á Richter. Til er annar kvarði yfir jarðskjálfta, Mercalli-kvarði, en hann mælir fremur afleiðingamar en upphaflegan styrkleika. Sam- kvæmt honum var skjálftinn í fyrra- dag 9 eða 10 en 12 jafngildir al- gerri eyðileggingu. Finley sagði, að enn væri ekki hægt að spá fyrir um skjálfta með neinni vissu og bandaríska jarð- skjálftastöðin hefur aðeins látið eina spá frá sér fara. Er hún sú, að á ámnum 1985-93 verði skjálfti í Parkfield í Kalifomíu, á milli San Francisco og Los Angeles. Er hún raunar aðeins reist á þeim sögulegu sannindum, að þama hefur orðið landskjálfti einu sinni á hverjum 22 áram. Er hans enn beðið. Reuter Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Wilfired Marthens, forsætisráðherra Belgíu, við upphaf fimdar þeirra í Brussel í gær. Steingrímur Hermannsson í Brussel Belgar styðja sjónarmið Islendinga innan EB Brassel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á Xundi sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra átti í gær með Wilfried Marthens, forsætisráðherra Belgíu, gerði hann Marthens grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda til Evrópu- bandalagsins (EB). Marthens lýsti yfir skilningi á þeirri afstöðu íslendinga að aðild að bandalaginu kæmi ekki til greina að svo stöddu og hét stuðningi sinum við það sjónarmið að útilokað væri að veita EB veiðiheimildir innan íslenskrar lögsögu. Steingrímur sagði eftir fundinn að viðræðurnqr hefðu verið ánægjulegar enda auðveldaði sú staðreynd að fíórir belgískir togar- ar stunduðu nú veiðar á ísland- smiðum mjög samskipti þessara þjóða. Forsætisráðherra kvaðst hafa gert Marthens grein fyrir því að ekki kæmi til greina að fallast á ítrekaðar kröfur Spánveija um veiðiheimildir við ísland og hefði Marthens lýst sig reiðubúinn til að tala máli íslendinga við forsæt- isráðherra Spánveija, sem hann mun hitta á næstunni. Forsætisráðherra sagði að það virtist ljóst að samningum íslands við EB yrði ekki breytt fyrr en eftir 1992 er hinn sameiginlegi markaður aðildarríkjanna verður að vemleika. Hins vegar hefðu þeir leiðtoga EB-ríkja sem hann og aðrir íslenskir raáðherrar hefðu rætt við undanfarið lýst yfir stuðn- ingi við hagsmuni íslendinga í þessum efnum. Steingrímur sagði að lokum að svo virtist sem emb- ættismenn EB væra að láta af kröfum sínum um veiðiréttindi við Island en það væri ljóst að stuðn- ingur leiðtoga á borð við Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýska- lands, Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, Poul Schliit- er, forsætisráðherra Danmerkur og Wilfried Marthens við sjónar- mið íslendinga væri mjög mikil- vægur. Steingrímur Hermannsson heldur frá Bmssel í dag, föstudag, til Lúxemborgar þar sem hann mun sitja stjórnarfund alþjóða- sambands fijálslyndra flokka. Vinnuveitendasambandið: Ráðstöfiinarfé lífeyrissjóða ofreiknað um 2,5 milljarða Vinnuveitendasamband íslands telur að ráðstöfunarfé lífeyrissjóða sé í áætlunum fíármálaráðuneytisins ofreiknað um 500 milljónir á þessu ári og allt að 2.000 milýónir á þvi næsta. Á þessu ári gerir Qármálaráðuneytið ráð fyrir að ráðstöfimarfé lifeyrissjóðanna verði 12.700 milljónir á þessu ári og 16.900 milljónir á þvi næsta. Hús- næðisstofhun fær 55% af ráðstöfiinarfé lífeyrissjóðanna að láni til að fjármagna húsnæðiskerfið. í fíárlagafmmvarpinu fyrir næsta ár er miðað við að ráðstöfun- arféð aukist á þessu ári um 46% frá síðasta ári, og um 33% á næsta ári. VSÍ gekkst fyrir könnun meðal 12 af stærri lífeyrissjóðunum og kom í ljós að iðgjaldstekjur þeirra stefni í að vera 27,5% meiri á þessu ári en því síðasta. Hins vegar var aukningin mjög mismunandi milli sjóða, eða frá 18 til 45%. Það er mat hagdeildar VSÍ að meðaltal sjóðanna 12 gefí ekki full- komlega rétta mynd af iðgjaldstekj- unum, því þótt þeir hafi tekið við liðlega helmingi iðgjalda á síðasta ári, bendi margt til þess að hækkun iðgjaldstekna annara sjóða sé tölu- vert umfram meðaltalið. Sam- kvæmt lauslegu mati er því gert ráð fyrir að iðgjaldstekjur lífeyris- kerfisins í heild vaxi um liðlega þriðjung,. og að ráðstöfunartekjur lífeyrissjóðanna í ár, sem áætlaðar em 12.700 milljónir í fjárlagafmm- varpinu, séu ofmetnar um 500 millj- ónir króna. Forsendur fjárlagaframvarpins miða almennt við 7% aukningu telqa á milli ára, meðan iðgjalds- tekjur eiga að hækka um 33%. VSÍ segir að hlutaskýring sé auknar greiðslur af yfirvinnu, en það geti fráleitt skýrt nema 6-7% aukningu. Því sé óraunsætt að miða við meira en 15% aukningu iðgjaldstekna á milli ára, og því séu iðgjaldstekjur sjóðanna ofmetnar um nær 2.000 milljónir. í matinu er ekki tekið tillit til vaxandi vanskila lifeyrissjóðsið- gjalda á þróun ráðstöfunarfjár sjóð- anna, en VSÍ segir að vísbendigar séu um að vanskilin skerði ráðstöf- unarféð umfram það sem að ofan greinir. Það hafi mikil áhrif á stöðu Húsnæðisstofnunar ríkisins, því í áætlunum sé miðað við að stofnun- in fái 55% af ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna til útlána á næsta ári. Ofmat á ráðstöfunarfé sjóðanna leiði því jafnframt til ofmats á út- lánagetu Húsnæðisstofnunar um allt að 1.100 milljónir króna, nema til komi sérstök lánsfjáröflun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.