Morgunblaðið - 09.12.1988, Síða 43

Morgunblaðið - 09.12.1988, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 43 Pálmi Jónsson; Fjárlög naumast af- greidd fyrir áramót Sljórnarflokkarnir ósammála um tekjuöflunarleiðir Engin sjávarútvegsmál fyrir áramót Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins spurðist fyrir um það í Sameinuðu þingi i gær, hvað liði hefðbundnum lista ríkis- stjórnar um forgangsmál, sem afgreiða eigi fyrir áramót. í umræð- unni kom fram að stjómarflokkamir hafa ekki enn náð saman um tekjuöflunarleiðir ríkissjóðs 1989. Pálmi Jónsson, Qárveitinganefhd- armaður Sjálfstæðisflokksins, sagði líklegt, að ekki tækist að af- greiða Qárlög komandi árs fyrir áramót. Hver eru forgangsverkefni ríkisstjómarinnar? Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins spurði um það í þingskaparumræðu í Sameinuðu þingi í gær, hvort bregða ætti út af þeirri venju, að ríkisstjóm leggi fyrir þingflokka lista um forgangs- verkefni, sem hún telur nauðsynlegt að afgreiða fyrir starfshlé þingsins yfír jól og áramót, og leiti sam- komulags um vinnutilhögun. Þorsteinn spurði og sérstaklega um tvö atriði. Hið fyrra vóru fmm- vörp um verðbréfaviðskipti og verð- bréfasjóði. Frumvörp þessi vóru unnin í tíð fyrri ríkisstjómar. For- maður Framsóknarflokksins taldi þessi mál þá svo biýn að hann innti eftir því hvort samstaða gæti náðst um koma þeim fram með bráða- birgðalögum. Hann hafí hinsvegar sætzt á að leggja þau fram á fyrstu dögum haustþings og láta þau hafa forgangsafgreiðslu. Þetta vóru fyrstu mál þessa þings. Og formað- ur Framsóknarflokksins hefur verk- stjóm á hendi í ríkisstjóminni. Síðara atriðið sem Þorsteinn spurði sérstaklega um var, hvort á for- gangslista ríkisstjómarinnar jrfir mál sem afgreiðslu eigi að fá fyrir áramót, verði frumvörp eða mál sem tengist ráðstöfunum í þágu sjávar- útvegsins. Rætt verður við stjórnarandstöðuna Guðmundur Bjarnason heil- Þingmenn Sjálfstæðisflokks: Framkvæmdasj óð- ur menningarmála Þjóðarbókhlaða, Þjóðleikhús, Þjóðminja- safii, Þjóðskjalasafii og Tónlistarhús Birgir ísl. Gunnarsson, Ragn- hildur Helgadóttir, Geir H. Haarde og Olafur G. Einarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, hafa lagt fram frumvarp til laga um framkvæmdasjóð á sviði menningarmála. Framkvæmda- sjóðurinn fái frá og með gjaldár- inu 1990 tekjur af sérstökum eignarskatti sem renni óskiptur til framvkæmda á sviði menning- armála. Þjóðarbókldaða hafí for- gang um fjárveitingar úr sjóðn- um en hann Qármagni jafnframt endurbyggingu Þjóðleikhúss, endurbyggingu Þjóðminjasafíis, innréttingu Þjóðskjalasafns og byggingu Tónlistarhúss. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjustofnar sjóðsins tveir: 1) 0,25% eignaskattur á þann eign- arskattsstofn manna, sbr. 80.-82. gr. laga nr. 75/1981, sem er um- fram kr. 3.505.56.- 2) 0,25 á eignaskattsstofn lögaðila, sbr. 2. grein laga nr. 75/1981, og þeirra aðila sem takmarkaða skatt- skyldu bera, sbr. 3. grein sömu laga, ákvarðaðan samkvæmt ákvæðum 80.-82. grein greindra laga. Menntamálaráðherra setji nánari reglugerð um sjóðinn. I greinargerð segir að við blasi stór og fjárfrek verkefni á sviði menningarmála. Reynslan sýni að erfitt sé að tryggja fjármagna til slikra mála eftir hefðbundum fjár- lagaleiðum. Tilgreind eru fímm verkefni: 1) Þjóðarbókhlaða, 2) Þjóðleikhús, 3) Þjóðminjasafn, 4) Þjóðskjalasafn, 5) Tónlistarhús. brigðisráðherra varð fyrir svörum. Hann sagði að gerð lista um for- gangsverkefni hafí verið á dagskrá ríkisstjómarfundar þá um morgun- inn. Listinn sem og vinnulag þings- ins fríun að starfshléi þess verði ræddur við stjómarandstöðuflokka allra næstu daga. Guðmundur sagði frumvörp um verðbréfasjóði o.fl. vera þörf mál og brýnt að taka á þeim og reyndar æskilegt að af- geiða þau fyrir áramót. „En áherzla verður að sjálfsögðu fyrst og fremst lögð á fjárlögin og tekjuöflunarmál sem fjárlögum tengjast." Varðandi ráðstafanir í þágu sjávarútvegs sagði ráðherrann „að auðvitað tengist þeim málum og stöðu sjáv- arútvegsins afgreiðsla bráðabirgða- laga sem nú em til meðferðar í efri deild". Engin ríkisstjórnarmál tengd sjávarútvegi Þorsteinn Pálsson sagði ljóst, að þingið myndið starfa í mikilli tímaþröng fram að jólum. Forseti þingsins hafí og lýst því yfír að þingið starfaði ekki milli jóla og nýárs. Hefðbundinn forgangslisti ríkisstjómar sé enn óframkominn. Þorsteinn sagði það valda vonbrigð- um að af svari ráðherrans megi ráða að það væri ekki á dagskrá ríkisstjómarinnar að flytja inn á Alþingi mál sem lúta að lausn á vanda sjávarútvegsins á þessu ári. Þá hafí heldur ekki verið að heyra á svari ráðherra að frumvörp um verðbréfaviðskipti hefði sérstakan forgang hjá ríkisstjóminni. Tekjufrumvörpin og Qárlagagerðin Svavar Gestsson menntamála- ráðherra þakkaði formanni Sjálf- stæðisflokksins fyrir sýndan áhuga á framgangi stjómarmálefna. Friðrik Sophusson (S/Rvk) gagnrýndi að ráðherrar svöruðu ekki fyrirspumum innan timamarka þingskapa, svo sem verið hefði lengstum. Hann vakti og athygli á því að ekki væri hægt að afgreiða fjárlög fyrr en afstaða þingsins til þeirra tekjuöflunarleiða, sem frum- varp til fjárlaga væri byggt á, liggi ljós fyrir. Óljóst væri, hvort skatta- hugmjmdir íjármálaráðherra hafí meirihlutafylgi í þinginu. Þá væri ljóst að ríkisstjómin hafí ekki enn komið sér saman um telquöflunar- leiðir. Alþýðuflokkurinn hafí mót- Morgunbladið/Þorkell Ólafúr Ragnar Grímsson, Qármálaráðherra, í ræðustól Sameinaðs þings. mælt hugmjmdum um nýtt skatt- þrep í tekjuskatti. Framsóknar- flokkurinn hafí mótmælt svonefnd- um happdrættisskatti. Ólafíir Ragnar Grimsson fjár- málaráðherra sagði að staðið jrði við það að tekjufrumvörp ríkis- stjómarinnar yrðu frám komin þeg- ar önnur umræða um frumvarp til ijárlaga færi fram. Fjárlög ekki afgreidd fyrir áramót Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) tók undir gagnrýni á ráð- herra fyrir að halda ekki ákvæði þingskapa um svör við fyrirspum- um. Ólafúr Þ. Þórðarson (F/Vf) • sagði gæta ósamræmis í kröfum Sjálfstæðisflokksins varðandi vinnulag við afgreiðslu ijárlaga- frumvarps. Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði kröfur Sjálfstæðisflokksins ljósar og réttmætar. I fyrsta lagi að boðuð skattafrumvörp ríkisstjómarinnar sjái dagsins ljós áður en önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fer fram. í annan stað að Alþingi taki afstöðu til þessara tekjuöflunar- frumvarpa áður en þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið fer fram. Það er ekki hægt, sagði Pálmi, að taka afstöðu til útgjaldahliðar fjár- lagafrumvarps fyrr en tekjuhlið þess liggur fyrir. Pálmi sagði og að starf íjárveit- inganefndar, sem jafnan leggi nótt við dag á þessum árstíma, hafí ver- ið sáralítið síðustu daga. Ástæðan væri sú að stjómarflokkamir hafí enn ekki komið sér saman um tekju- hlið fjárlagafrumvarpsins. Alþýðu- flokkurinn hafni hugmyndum fjár- málaráðherra um nýtt tekjuskatts- þrep. Framsóknarflokkurinn hug- mjmdum hans um happdrættis- skatt. í ljósi þessa ósamkomulags, sem og fyrirsjáanlegs tímaskorts, væri næsta víst, að íjárlög fái ekki afgreiðslu fyrir áramót. Ólafur Ragnar Grímsson fj'ár- málaráðherra sagði að ríkisstjómin hefði skamman tíma og vandinn væri ærinn. Ríkisstjómin mjmdi leita samkomulags við stjómarand- stöðu til að greiða fyrir framgangi brýnustu mála fyrir áramótin. Hann auglýsti eftir hugmyndum stjómar-«^~ andstöðuflokka um tekjöflun og/eða niðurskurð ríkisútgjalda. Við getum ekki lengur rekið þjóðar- búið, velferðarríkið, með erlendu lánsfé, sagði fjármálaráðherra. ■ Margir fleiri þingmenn tóku þátt í umræðunni sem stóð vel á annan tíma. Mistök í læknismeðferð: Trygg-ing- arsjóður sjúklinga? Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra sagði á Alþingi í gær að hjá ráðuneyti hans væru til athugunar drög landlæknis að frumvarpi um tryggingarsjóð sjúklinga, sem verða fyrir mis- tökum í læknismeðferð. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspum frá Karvel Pálmasyni (A/Vf) og fleiri þingmönnum um það, hvort á döfinni sé að koma á fót. tryggingarsjóði „til aðstoðar þeim sjúklingum sem orðið hafa fyrir áföllum vegna mistaka við læknismeðferð". Ráðherra sagði að þessi drög að frumvarpi hafí verið send til um- sagnar þriggja aðila. Þegar þær umsagnir hafí borizt yrði afstaða mótuð til málsins. Ingunn Jensdóttir og Jónína H. Jónsdóttir í nýja gafleríinu. Gallerí Nínu opnað Fjölbreytt innihald í nautahakki: Hökkun við afgreiðslu er ekki rétta lausnin - að sögn Hollustuverndar JÓNINA H. Jónsdóttir opnaði fyrir skömmu Gallerí Nínu á Sólvallagötu 9. Var fyrsta sýningin haldin um síðustu helgi. Vom sýndar þar vatnslitamjmdir eftir listakonuna Ingunni Jensdóttur. Verður sýning- in einnig opin um næstu helgi frá kl. 14 til 19. „AÐ MATI fagmanna og heil- brigðiseftirlitsins er ekki aðstaða til hökkunar eða annarrar kjöt- vinnslu á afgreiðslusvæði versl- ana,“ sagði Þórhallur Halldórs- son, forstöðumaður heilbrigðis- eftirlits Hollustuverndar ríkisins, er hann var spurður að þvi hvort hægt væri að tryggja nejrtendum ósvikið nautahakk með þvi að hakka kjötið við afgreiðslu eins og tíðkast viða erlendis. Þórhallur sagði að rétta lausnin í þessu máli væri að setja staðla um kjötvömr og framkvæma gæða- kannanir af því tagi sem Verðlags- stofnun gerði nú nýlega í samvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnað- arins. Undirbúningsvinna að slíkum stöðlum væri hafin hjá Hollustu- vemd og það jrrði forgangsverkefni eftir áramót að senda heilbrigðis- ráðunejrtinu tillögur að reglugerð þar að lútandi. Eins og fram hefur komið fannst kinda- og svínaiq'öt í nautahakki hjá sjö fyrirtækjum í könnun Verðlags- stofíiunar og einnig virðist vera eitt- hvað um að soja- og mjólkurdufti sé blandað i hakkið. Þórður Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Miklagarði, sagði að þar væm menn jákvæðir gagnvart þeirri hugmynd að kjötvinnsla færi að ein- hverju lejrti fram við afgreiðslu ef það mætti verða til þess að auka traust nejrtenda á vömnni. Heil- brigðiseftirlitið hefði hins vegar lagst gegn vinnslu, svo sem áleggs- skurði, á afgreiðslusvæði vegna þess hve lq'ötvara væri vandmeðfarin. Rétt er að taka fram að Mikligarður er ekki eitt þeirra fyrirtækja þar sem svína- og kindakjöt fannst í nauta- hakki. Sylvie Raganeau Kynnir yng- ingarkrem HÉR á landi er stödd Sylvie Rag- aneau og mun hún kjmna nýtt jmg- ingarkrem frá René Guinot í dag, föstudag 9. desember, kl. 12—19 í Snjrrtivömversluninni Serínu í Kringlunni. Fréttatilkynning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.