Morgunblaðið - 09.12.1988, Side 44

Morgunblaðið - 09.12.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 Ragnarökin og vonin • FERSKLEIKI ER OKKAR FAG • S2 KAUPFÉLÖGIN (/> S. Úr myndinni Sumarið kalda ’53. Stalín og stór- glæpamenn Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Kalda sumarið ’53. Leikstjóri: Alexander Prosjkin. Handrit: Edgar Dubrovskíj. Kvikmynda- taka: Boris Brozhovskíj. Aðal- hlutverk: Valery Príjemykoff, Anatólij Paponoff og Viktor Stepanoff. Mosfilm. 1987. Sovéska bíómyndin Kalda sum- arið ’53 eftir Alexander Prosjkin gerist, eins og nafnið bendir til, sumarið sem Stalín dó og Beria féll í ónáð og ijallar undir niðri um nýliðna ógnartíma og nýjar vonir og bjartari framtíðarhorfur í kjölfar dauða Stalíns. I myndinni, sem gerð er árið 1987 og er hluti af nýrri hugsun umbótastefnunnar í Sovétríkjun- um og verður ekki skoðuð nema í því samhengi, er auðveldlega hægt að finna beina skírskotun til samtímans í voninni um frjálsara, betra framtíðarþjóðfélag. Samúð með pólitískum útlögum og gagnrýni á Stalín og Bería sjóða undir niðri en á yfirborðinu er Kalda sumarið ’53 spennu- mynd, helst í ætt við „The Wild Bunch". Argasti glæpalýður fær náðun í kjölfar dauða Stalíns og sex vopnuð illmenni ráðast á lítið þorp í Síberíu, taka þorpsbúa í gíslingu og boða ógn og skelfingu. Þeir láta tvo menn eiga sig, telja þá ekki til mikilla afreka. Það eru pólitískir útlagar, menn sem misstu öll borgaraleg réttindi þeg- ar þeir voru sendir fyrir mörgum árum af annarlegum tilefnum Stalínstímans í útlegð til Síberíu. í hinni nýju sovésku kvikmynda- gérð verða þeir hinar raunalegu hetjur sem bjarga þorpsbúum. Kalda sumarið ’53 gefur mjög samúðarfulla mynd af pólitísku útlögunum tveimur, vináttu þeirra, þránni eftir fjölskyldunni, hetju- dauðanum. Á sama hátt er dregin mjög skýr og ógeðfelld mynd af hinum raunverulegu glæpamönn- um, morðóðum, samviskulausum skríl. Ef leikstjórinn, Prosjkin, er að skapa andstæður hér gætu þær ekki verið meiri. Hið kaldranalega síberíska um- hverfí er mjög raunverulegt og napurt í myndatöku Boris Broz- hovskíjs, leikmyndir og búningar sömuleiðis. Leikurinn er allur sér- lega góður, sannfærandi og sterk- ur. Helsti galli myndarinnar er sá að hún er „döbbuð" með banda- rískum leikurum sem hljómar skrítilega í hinu síberíska um- hverfi. Arnaldur Indriðason Bréf frá látnum manni. Leik- stjóri: Konstantín Lopushanskí. Handrit: Lopushanski, Vyach- eslav Rybakov og Boris Strug- atsky. Kvikmyndataka: Nikolaí Pokoptsev. Aðalhlutverk: Rolan Bykov, Iosif Rykov og Viktor Míkhaílov. Lenfilm. 1986. í sprengjubirgi listasafns í ónefndri borg í Sovétríkjunum haf- ast við nokkrar mannverur. Þar er vísindamaðurinn Larsen, dauð- vona kona hans og nokkrir starfs- menn safnsins. Útifyrir geisar eilíf- ur stormur um borgarrústimar og fólk með gasgrímur flýtir sér í skjól. Dautt fólk liggur á víð og dreif í leðjunni, fómarlömb geisla- virkninnar, hungurdauða eða skot- in af vörðunum. Þetta er eftir kjamorkustríð og veröldin sem skóp það er horfín, feykt burt í kjamorkustorminum. Vísindamað- urinn hefur fundið upp nýtt dagat- al sem hentar hinni samfelldu grá- Úr myndinni Bréf frá látnum manni. mósku. Þetta er veröld ljósaskip- tanna, hér ríkir hvorki dagur eða nótt, aðeins dauðinn. Og samvisku- bitið. Vísindamanninum fínnst hann bera ábyrgð á hörmungunum en það skiptir ekki myndina Bréf frá látnum manni, sem hlýtur að telj- ast áhrifaríkasta myndin á nýaf- staðinni sovéskri kvikmyndaviku, máli hver byijaði stríðið. Það kem- ur í ljós að ástæðan var tölvumi- stök en ef einhver er sekur er það mannkynið allt. Myndin er einhver sterkasti áróður gegn kjamorku- vopnakapphlaupinu sem gerður Sovésk kvikmyndavika í Regnboganum hefur verið, hún er í senn sláandi raunsæ og grimm, tilbúin að skilja við þig í fullkomnu vonleysi en um leið verður hún sorglega falleg mitt í öllum hörmungunum og gef- ur á endanum voninni líf. Talað hefur verið um hana sem hina rússnesku útgáfu af „The Day After", hinni umdeildu bandarísku sjónvarpsmynd eftir Nicholas Mey- er. Þær fjalla að vísu báðar um ragnarök af völdum kjamorku- stríðs, en annað eiga þær ekki sameiginlegt. Það er í .gegnum vísindamann- inn Larsen, er Rolan Bykov leikur frábærlega, sem við kynnumst undangengnum atburðum og hinni nýju veröld eyðileggingarinnar. Hann segir frá í bréfum til sonar síns, sem hann veit ekki hvort er lifandi eða dáinn, kannski er hann ekki til, kannski er hann við sjálf, og neitar að trúa því að engin von sé eftir í heiminum og trúir enn á hið góða í manninum. Þegar konan hans deyr tekur hann að sér hóp munaðarlausra barna og fyllir þau sannfæringu sinni. í síðustu kveðju hans til þeirra felst boðskapur myndarinnar: Farið. Á meðan mað- urinn er á hreyfingu á hann ennþá von. Hinn magnaði áhrifamáttur myndarinnar liggur ekki síst í hinu ytra útliti og myndatöku, í hinu heimsendalega umhverfi, bmnnum rústunum, tilfínningunni fyrir kuldanum og hinu banvæna and- rúmslofti, hinum litlausa dauða, kjamorkunæðingnum, bömum með gasgrímur á reiki í storminum. Maður kveður félaga sína í birg- inu, leggst oní gröf sem hann hef- ur grafíð sér og skýtur sig. Öllu er þessu lýst með hrollkaldri ná- kvæmni heimildamyndarinnar. Bréf frá látnum manni er fyrsta bíómynd leikstjórans Lopous- hanskí. Hún vekur sannarlega verðskuldaða athygli á honum, en fyrst og síðast fær hún mann til að horfast í augu við mögulegan hrylling kjarnorkuvísindanna, hins blinda kjamorkuvopnakapphlaups, ógnina sem býr í vopnabúrum heimsins og endalok mannkyns. Öll hörmungin getur dunið yfir af minnsta tilefni. Tölvumistök.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.