Morgunblaðið - 09.12.1988, Page 55
á*
55
Minning:
Jón Dagsson Jóhanns
son — Minningarorð
Fæddur 14. mars 1920
Dáinn 3. desember 1988
í gær var afi okkar, Jón Dagsson
Jóhannsson, jarðsettur. Hann lést í
Landspítalanum aðfaranótt 3. des-
ember síðastliðins. Þó hann hafi
verið veikur í nokkum tíma, þá átti
ekkert okkar von á að svona myndi
fara.
Heimsóknir til afa þetta haust
eru okkur minnisstæðar. Oftast er
það svo, að heimsóknir til fólks á
sjúkrahús eru í þeim tilgangi að
veita því styrk og tilbreytingu á
erfiðum stundum. En því var öðru-
vísi farið með afa, styrkur hans og
bjartsýni í gegi;um hvert áfallið á
fætur öðru voru aðdáunarverð.
Nú þegar líður að jólum kom-
umst við ekki hjá því að minnast
þess er við komum saman í byrjun
desember ár hvert, til að skera
laufabrauð. Þeir sem eldri vom sátu
í kringum stofuborðið og skám
brauðið, amma steikti en þeir
yrigstu sem ekki höfðu þolinmæði
til laufabrauðsskurðar vom hjá afa
í sófanum og undu hag sínum vel.
Það er okkur ómetanlegt hve
góðum tíma afi eyddi með okkur
bamabömunum og veitti okkur at-
hygli hveiju fyrir sig.
Hann var sterkur maður og
hraustur sem kvaddi okkur alltof
snemma. En hann skildi eftir marg-
ar góðar minningar sem em mikils
virði. Frásagnir hans af ýmsum
samferðamönnum, veiðiferðum og
ýmsum ævintýmm em minnisstæð-
ar hveijum sem á hlýddi. Það er
ekki laust við að tilhugsunin um
þær kalli fram bros.
Við viljum með þessum fáu orð-
um þakka afa fyrir allt sem hann
gaf okkur. Minningin um hann á
sér ævarandi sess í hugum okkar.
Afaböm
Ingibjörg Árna-
dóttir—Minning
Fædd 29. desember 1916
Dáin 3. desember 1988
Hún elsku amma okkar, Ingi-
björg Ámadóttir frá Sléttu, er dáin.
Hún sem ailtaf var okkur svo góð
og tilbúin að rétta okkur hjálpar-
hönd.
Við söknum þess að geta ekki
lengur heimsótt hana í Vogartung-
una og þegið góðu kleinurnar henn-
ar. Við munum varðveita minning-
una um allar góðu stundimar með
henni og kveðjum hana með sökn-
uði.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Ha&arstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
I minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki em
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Lejrfílegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins em
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar em
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
Biðjum Guð að blessa afa okkar
sem hefur misst svo mikið.
■Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Útför hennar fer fram frá Kópa-
vogskirkju S dag, föstudag, kl.
15.00.
Barnabörnin
t
Bróðir okkar,
GUÐMUNDURGUÐMUNDSSON
skipstjóri,
Borgarbraut 4,
Hólmavfk,
verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 10. desem-
ber kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans láti Slysavarnafélagið njóta þess.
Magnelja Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Marta Guðmundsdóttir,
Þurfður Guðmundsdóttir,
Sverrir Guðmundsson,
Gústaf Guðmundsson,
Halldóra Guðmundsdóttir,
Hrólfur Guðmundsson.
t
Þökkum innilega hlýhug og samúð er okkur var sýnd við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
PÁLINU M. GUÐJÓNSDÓTTUR
húsfreyju,
Hólakoti, Hrunamannahreppi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Suðurlands.
Unnur Ásmundsdóttir, Einar Valdimarsson,
Guðjón Ásmundsson, fna Stefánsdóttir,
Hjalti Ásmundsson, Jónfna Gfsladóttir,
Halldóra Ásmundsdóttir, Einar Jónsson,
Elínborg Ásmundsdóttir, Hjálmtýr Júlfusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Samtök kvenna á vinnumarkaði:
Samningsrétturmn ekki
endurheimtur átakalaust
SAMTÖK kvenna á vinnumark-
aði hafa sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem segir að sám-
tökin undirstriki að samnings-
rétturinn verði ekki endurheimt-
ur úr greipum ríkisvaldsins nú
þegar átakalaust. Þar verði
verkalýðshreyfingin að ganga
samstíga til aðgerða og láta allan
smákóngaríg lönd og leið.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
skora á verkalýðshreyfínguna,
hvem og einn launamann, hvem
og einn forystumann að fylgja eftir
Jjölmörgum yfirlýsingum og álykt-
unum með aðgerðum eins og fjölda-
fundum, setuverkfollum, skipulögð-
um veikindaforföllum, hægagangi
og laugardagslokun verslana í des-
ember.
stöðnum þingum ASÍ og BSRB
hafi komið fram greinilegur vilji
þingfulltrúa til samstarfs og sam-
eiginlegrar baráttu heildarsamtaka
launafólks. Því heita samtökin á
forystu verkalýðssamtakana að hún
mun ekki standa ein sýni hún af
sér þá djörfung sem þarf til að
skipuleggja nauðsynleg átök.
Jólatónleikar Tónlistarskóla Kópavogs
Jólatónleikar Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í sal skólans,
Hamraborg 11, 3. hæð, laugardaginn 10. desember kl. 14.00. Á tónleikun-
um verður fjölbreytt efnisskrá. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
+
Þökkum innilega þeim fjölmörgu, er sýndu samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður,
BRYNDÍSAR ÞÓRARINSDÓTTUR
prestfrúar,
Melhaga 3.
Sérstakar þakkir færum við Kvenfélagi Fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík fyr.'r þátt þess í að heiðra minningu hinnar látnu.
Þórarinn Árnason,
Ragnheiður Árnadóttir (sak Sigurgeirsson,
Ingibjörg Árnadóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞÓRARINS HJARTARSONAR,
Hjallaseli 41.
Guðleif Jónsdóttir,
Ingibjörg Þórarinsdóttir, Þorvaldur Kjartansson,
Viðar Þórarinsson, Alda Pálmadóttir,
Hrefna Þórarinsdóttir,
Hjörtur Þórarinsson
og barnabörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar DANÍELS WILLIAMSSONAR Ijósa-
meistara, verður skrifstofa Leikfélags Reykjavíkur lokuð
frá hádegi föstudaginn 9. desember og miðasalan í
Iðnó verður lokuð til kl. 16.00.
Leikfélag Reykjavíkur.