Morgunblaðið - 09.12.1988, Side 56

Morgunblaðið - 09.12.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 fclk í fréttum Hanastél á Langjökli Um síðustu helgi kom 10 manna hópur Finna frá Fuji- umboð- inu þar í landi í stutta heimsókn hingað til lands. Þetta voru sölu- menn sem skarað höfðu framúr og hlutu þeir ferðina í verðlaun fyrir góðan árangur. Hópurinn kom í einkaþotu frá Finnlandi. Ferðaskrifstofan Atlant- ik skipulagði jeppaferð á Langjökul í samvinnu við vana jöklafara. Þar var boðið upp á sjávarréttahlaðborð og skálað fyrir vel heppnaðri ferð. Að sögn Gísla Gstssonar umboðs- manns Fuji á íslandi, sem fór með upp á Langjökul, voru Finnarnir í sjöunda himni yfir ferðinni og þeim móttökum sem þeir fengu. Sögðust þeir ætla að koma fljótt aftur. Yfirmenn Fuji í Finnlandi, Kammonen forstjóri og Kuosmanen fi-am- kvæmdastjóri. ÍTALÍÁ Vígreifir Fuji-menn eftir förina á Langjökul. Jóhanna G. Möller fær mjög góða dóma Italia. Simone Mambriani. Sópransöngkonan Jóhanna G. Möller söng nýlega í bænum Tabiano Terme á Ítalíu þar sem hún hafði verið heiðruð snemma í októb- ermánuði. Á dagskrá voru meðal annars verk eftir Bach, E. Grieg, G. Bizet og Puccini, en einnig söng hún af mikilli list íslensk lög eins og „Ég lít í anda liðna tíð“ „Kossa- vísur" og „Þú ert“ og var henni fagnað með áköfu lófataki áheyr- enda. Þar á eftir fylgdi hið stórkost- lega verk Sigvalda Kaldalóns, „Ave Maria“. Dagblöð staðarins og sjón- varp lofuðu söng hennar í hvívetna og fékk hún mjög góða dóma. Und- irleikari Jóhönnu á tónleikunum var Giovanni Chiapponi og var einnig borið mikið lof á leik hans. Jóhanna G. Möller sópransöng- kona. NOREGUR Brúðkaupá náttfötum Norðmenn virðast vera ótrúlega hugmyndaríkir, að minnsta kosti hvað varðar brúðkaup. Þau Mona Johannesen og Gunnar Jo- hansen héldu nýlega upp á brúð- kaup sitt, á náttfötunum einum fata. En vel að merkja, skipt var yfir í draumapjötlur eftir vígsluna. Prestinum þótti það heldur ósmekk- legt að vígja svo fáklætt fólk frammi fyrir hinu æðsta. Brúðarparið hefur verið í sambúð í mörg ár og á þijár dætur. Hjónin segja þessa uppákomu kærkomna tilbreytingu en af því mætti ætla að ekki notuðu þau náttfatnað hversdags. Allir veislugestir mættu í náttfötum, meira að segja amma gamla, 80 ára, kom með skott- húfuna. Bornar voru fram veitingar — og hvað var á boðstólum? Jú, baunasúpa, borin fram úr steypu- hrærivél og rækjur í trillubát! Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Fyrrverandi starfsmenn íslenskra aðalverktaka í heimsókn á Keflavíkurflugvelli. ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR Fyrrverandi starfemenn í heimsókn * Vogum. Isienskir aðalverktakar buðu nýlega fyrrverandi starfsmönn- um, sem sest hafa í helgan stein á undanfömum árum, í heimsókn á Keflavíkurflugvöll. Vilhjálmur Amason, stjómar- formaður íslenskra aðalverktaka, sagði við þetta tækifæri að þetta væri þakklætisvottur sem stjóm félagsins vildi sýna fyrrverandi starfsmönnum en þeir væm að því leyti fulltrúar fyrir alla hina sem einnig ættu þakkir skildar. Farið var með starfsmennina í skoðunarferð á vinnustaði og gamlar minningar rifjaðar upp, en margir af þeim sem í hópnum vom höfðu starfað hjá fyrirtækinu í mörg ár og sumir í áratugi. Vilhjálmur sagði sérstaklega gaman að sjá þessi andlit aftur. Hann sagði miklar breytingar hafa orðið á síðustu ámm, ný mannvirki hefðu risið og aðstæður væm allar aðrar frá því að þetta fólk starfaði hjá fyrirtækinu. Allt væri þetta meira og minna af- rakstur þess sem þetta fólk hefði verið að gera og allt starfslið fyrir- tækisins. - EG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.