Morgunblaðið - 09.12.1988, Page 62

Morgunblaðið - 09.12.1988, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 ^Bauknecht JOLATILBOÐ Þvottavél, WA 8310 WS Kr. 47.405 stgr. Uppþvottavél, GSF 1142 WS Kr. 43.985 stgr. Eldhúsvifta, DFG 1360 WS Kr. 9.215 stgr. Eldavél, DFG 1360 WS Kr. 37.810 stgr. Kæli-/frystiskápur, kvc 2411 H: 140 cm B: 55 cm D: 59 cm Kr. 35.720 stgr. &SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI68 55 50 ÁRMÚLA3 SIMI687910 - 681286 Dr. Anna Signrðardótt- ir — Afinæliskveðja Anna Sigurðardóttir er fædd 5. desember 1908 dóttir hjónanna Asdísar Margrétar Þorgrímsdóttur og Sigurðar Þórólfssonar, skóla- stjóra lýðháskólans á Hvítárbakka í Borgarfírði. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1924—1926 og aflaði sér frekari menntunar í tungumálum og versl- unarfræðum. Hún giftist Skúla Þorsteinssyni skólastjóra og síðar námsstjóra á Austurlandi og eign- uðust þau þijú böm, Þorstein, As- dísi og Önnu. I tilefni af sjötugsafmæli Önnu kom út bókin Konur skrifa til heið- urs Önnu Sigurðardóttur (1980). Er það fyrsta bók, sem gefín er út til heiðurs konu hér á landi. Þar segir hún í viðtali við Svanlaugu Baldursdóttur, að tímaritið Mel- korka, sem hóf göngu sína lýðveld- ishátíðarárið, hafi vakið sig til um- hugsunar um réttindamál kvenna. Þegar hún gekk í KRFÍ 1947 átti hún heima á Eskifírði þar sem hún stofnaði Kvenréttindafélag Eski- flarðar 1950 og var formaður þess ffá stofnun til 1957. Hún sat í stjóm KRFÍ frá 1959 og allan sjöunda áratug, ýmist sem gjaldkeri, ritari eða í varastjóm. Þá starfaði hún á skrifstofu félagsins á ámnum 1958—1964. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlegu samstarfí um jafnréttis- mál og fulltrúi KRFÍ hefur hún verið á fundum í Alþjóðasamtökum kvenréttindafélaga — IAW — í Lon- don 1967 og í Königstein 1970 og sa.t í jafnréttisnefnd samtakanna 1965—1973. Hún var fulltrúi KRFÍ á fundum Samtaka norrænna kven- réttindafélaga — NKS — í Kaup- mannahöfn 1964, í Osló_1972 og í Esbo í Finnlandi 1974. Á mörgum þessara funda flutti Anna erindi, sem birst hafa í blöðum samtak- anna, en hún var fréttaritari KRFÍ á þeim vettvangi. Þau viðfangsefni KRFÍ sem stað- ið hafa hjarta hennar næst em eink- um verðgildi heimilisstarfa, at- vinnu- og launamál, hjúskaparlög og erfðalög, skattamál og trygg- ingamál s.s. fjölskyldubætur. I öll- um þessum málum hefur hún beitt sér með greinaskrifum í blöðum og tímaritum svo og með erindaflutn- ingi í útvarp. Óhætt mun að full- yrða, að hún hefur í tímans rás látið meira að sér kveða í starfí KRFÍ en flestar aðrar. Það er ekki fjarri lagi að segja, að hún sé tengi- liður milli „gömlu kvenréttinda- hreyfíngarinnar" og hinnar nýju, sem leit dagsins ljós fyrir 1970. Árið 1962 átti Anna fmmkvæði að því að stefna ungum stúlkum úr framhaldsskólunum í Reykjavík á félagsfund KRFÍ og ræða þar af- stöðu sína til réttindamála kvenna. Hefur hún vafalaust vakið margar til umhugsunar um jafnréttismál með þeim hætti. Fundurinn vakti athygli og fréttir af honum birtust í blöðum. Upp úr þessu varð að venju að ungar stúlkur sáu um nóvemberfundi í KRFÍ, þar sem eldri félagar kynntu starf og mark- mið félagsins. Það var síðan 1968, að Úumar hófust handa og með þeim fyrsta merki um að nýja kvennahreyfíngin hefði borist til íslands. Meðan KRFÍ hafði yfír föstum útvarpstímum að ráða var Anna meðal þeirra, sem þar lögðu hönd á plóginn. Hún er heiðursfélagi KRFÍ. RF 1978. Hún var gerð að heiðurs- doktor við Heimspekideild Háskóla íslands 1986. Fyrir rúmum fjörutíu ámm fór húsmóðir á Eskifírði að halda til haga úrklippum sem snertu sögu kvenna. Hún skrifaði hjá sér heim- ildir og hugdettur á ómerkilega snepla sem voru hendi næst, t.a.m. pappírinn utan af fískinum. Þetta var löngu áður en nokkur tók sér orðið kvennasaga í munn. Fram- sýna konan í eldhúsinu á Eskifirði var Anna Sigurðardóttir. Hún hef- ur, allar götur síðan, haldið þessari tímafreku vinnu áfram af ódrepandi áhuga og elju. Heimildir um líf kvenna eru dreifðar í bókum, blöð- um, tímaritum, bréfum o.fl., oft ekki nema örlítið brot á hveijum stað. Skilningur og viðurkenning á þessu mikilvæga verki Önnu var lengst af mjög takmarkaður. Þraut- seigja hennar vekur því bæði furðu og aðdáun. Kvennasögusafn íslands hóf starfsemi sína á fyrsta degi kvenna- árs Sameinuðu þjóðanna, 1. janúar 1975. Anna Sigurðardóttir, sem hefur verið forstöðumaður safnsins frá upphafí, Else Mie Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir bóka- safnsfræðingar stóðu að stofnun þess. Kvennasögusafnið er sjálfseign- arstofnun. Anna Sigurðardóttir hef- ur lagt til húsnæði fyrir safnið á heimili sínu og ómælda vinnu í þágu þess. Þar við bætist að stofn safns- ins eru bækur, handrit og önnur gögn, sem Anna gaf því. Allt þetta og meira til hefur hún lagt fram án nokkurs endurgjalds eða Iauna. Safnið hefur að vísu fengið örlítinn styrk árlega úr ríkissjóði, sem hrekkur því miður skammt. Tilgangurinn með stofnun Kvennasögusafnsins var að stuðla að því að saga kvenna yrði rannsök- uð. Markmið þess eru margþætt. Fyrst er að nefna söfnun, varð- veislu og skráningu á heimildum sem á einhvem hátt snerta líf og störf kvenna fyrr og nú. Þjóðhátí- ðarsjóður hefur nokkrum sinnum veitt safninu styrk til að skrá og flokka gögn, en þar er mikið starf enn óunnið. Því er einnig ætlað að greiða fyrir áhugafólki um sögu íslenskra kvenna, að hvetja fólk til að varðveita hvers konar heimildir svo og að hafa samvinnu við önnur kvennasögusöfn. Loks er safninu ætlað að miðla þekkingu á sögu Nýtt hús- næði Gall- erís Borgar í Kringlunni GALLERÍ Borg hefíir opnað jólasölusýningu á þriðju hæð í Kringlunni sem stendur til 5. jan- úar. Þar eru til sölu grafíkmynd- ir, teikningar, vatnslita-, pastel- og olíumyndir, auk ieirmuna. Í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 stendur nú yfír hið árlega jólaupp- hengi. Þar eru til sölu og sýnis verk gömlu meistaranna, einnig teikningar, vatnslita- og pastel- myndir eftir hina ýmsu höfunda, auk þess er úrval gler- og leir- muna, bæði í Pósthússtræti og Grafík-Gallerí Borg, Austurstræti 10. f Gallerí Borg f Pósthússtræti, Austurstræti og Kringlunni er opið á venjulegum opnunartíma verslana í desember. KAUPFÉLÖGIN S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.