Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 68
SÍMANÚMER m
- 606600 MÁ
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Vestmannaeyjar:
Ekkí var hægt að
—bjarga Háfvarði
Afþrýstibúnaður dugði ekki til
Vestmannaeyjum
EKKI tókst að halda lífinu í kambháfiium Háfvarði í Fiskasafiiinu
hér í Eyjum þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir til að bjarga honum.
Siðast var reynt í gær að bjarga honum með sérstökum afþrýstibún-
aði eins og kafarar nota við kafaraveiki. Háfurinn drapst um níu-
leytið í gærkvöldi.
Kambháfur er djúpsjávarfiskur
og virðist sem hann hafi ekki þolað
þiýstingsbreytinguna sem hann
varð fyrir, þegar Guðbjörg IS fékk
hann í trollið á um 100 faðma dýpi.
Auk þess telja starfsmenn Fiska-
Viðræður flug-
félaga hafiiar
FORRÁÐAMENN Flugleiða og
Arnarflugs hittast á morgun
ásamt fulltrúum sljórnvalda á
fundi um hugsanlegt samstarf
flugfélaganna.
Þegar hefur einn fundur verið
haldinn. Viðræður þessar eru haldn-
ar að frumkvæði Steingríms Sigfús-
sonar, samgönguráðherra, í fram-
haldi af tillögum um að ríkið að-
stoði Amarflug að komast út úr
þeim fjárhagsvanda sem félagið á
nú í.
safnsins að hann hafi orðið fyrir
innvortis meiðslum.
Starfsmenn safnsins reyndu að
ná lofti úr kviðarholi háfsins með
því að stinga nál í hann, en án ár-
angurs. í gær var brugðið á það
ráð að setja hann í sérstakan af-
þiýstikút, sem kafarar nota til að
laga sig að yfírborðsþiýstingi. Um
fimmleytið í gær var Háfvarður
settur í kútinn og stillt var á þrýst-
ing eins og er á 25 metra dýpi.
Smám saman var þiýstingurinn
Iéttur þar til yfirborðsþrýstingi var
náð um klukkan hálf níu. Þessar
aðgerðir dugðu þó ekki til og Háf-
varður drapst um níuleytið í gær-
kvöldi.
Það var Sigurður Óskarsson kaf-
ari sem lánaði kútinn og var Kristj-
áni Egilssyni forstöðumanni Fiska-
safnsins til aðstoðar við björgunar-
tilraunimar. Háfvarður verður
stoppaður upp og hafður til sýnis
í Fiskasafninu.
Grímur
Laxfoss í höfii í Antwerpen á miðvikudag.
Reuter
Stærsta skip íslenska flotans
A lengd við 2Vs Hallgrí mskirkj uturn
NYTT skip Eimskipafélagsins, Laxfoss, er nú lagt af stað í fyrstu
ferð sína. Laxfoss er annað tveggja skipa, sem Eimskip festi kaup á
í vor. Þau voru afhent í nóvember, en hafa síðan verið í breytingum
í Fredrikshavn í Danmörku. ALls greiðir Eimskip um 900 milljónir
króna fyrir skipin tvö. Hitt skipið, Brúarfoss, fer í sína fyrstu ferð
á mánudag. Bæði skipin verða í meginlandssiglingum. í hvoru skipi
eru sex tveggja manna farþegaklefar.
Skipin eru stærstu skip íslenska og hálfan turn Hallgrímskirkju
flotans, Laxfoss 172 m að lengd þyrfti til ná sömu lengd og annað
og Brúarfoss 95 sm lengri. Um skipið.
40 þúsund lítra af málningu þurfti Burðargeta Laxfoss er 10 þús-
til að mála skrokk Laxfoss. Tvo und tonn og það lestar 730 gáma-
einingar, eða 660 gámaeiningar
og 230 bíla. Laxfoss er ekjuskip
og djúpristun er 7 metrar. Það er
búið tveimur vélum, sem hvor um
sig er 5800 hestöfl, auk þriggja
hjálparvéla, er með tvær skrúfur
og bógskrúfu. Ganghraði er 15'/2
sjómíla.
19 manna áhöfn verður á Lax-
fossi, skipstjóri er Bernódus Kristj-
ánsson og yfirvélstjóri Hreinn Eyj-
ólfsson.
Icelandic Freezing Plants í Bretlandi:
Iblóma
ÞESSI fallega rós
stendur enn í blóma í
garði í Fossvoginum þótt
komið sé fi-am í
desember. Hún er af
drottningarkyni, kallast
Queen Elizabeth, en þær
rósir eru að sögn Jóhanns
Pálssonar,
garðyrkjustjóra, mjög
harðgerðar og geta
blómgast i skjóli langt
firam efitir vetri ef veður
Leyfir.
Jóhann sagði aðspurður
að ekki væri hætta á því
að plöntur biðu tjón af
hlýindum á þessum tíma
árs, þær legðust flestar í
dvala á haustin, en þegar
kæmi fram á útmánuði
væri hættara við því að þær
létu blekkjast af
hlýindaköflum.
SH eykur hlutafé
um 250 miUjónir
Þáttur í aukinni sókn SH á Evrópumarkað
STJÓRN Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna samþykkti á
fundi sínum í Grimsby á Eng-
landi I gær að auka hlutafé
Icelandic Freezing Plants Ltd.,
dótturfyrirtækis síns í Bret-
landi, úr um 560.000 sterlings-
pundum i 3,5 milljónir punda.
Aukningin nemur því þrem
milljónum punda eða 250 millj-
ónum íslenskra króna.
„Við erum að breyta hluta af
400-500 þúsund seiði
drápust hjá Islandslaxi
skuldum fyrirtækisins í hlutafé til
þess að styrkja eiginfjárstöðu
þess,“ sagði Friðrik Pálsson, for-
stjóri SH. „Vöxtur fyrirtækisins
hefur verið mjög ör og hlutaféð
of Iítið miðað við veltu, en rekstur-
inn einkum fjármagnaður með lán-
um.“
Hann sagði að ekki væri um
það að ræða að íslenskir fisk-
framleiðendur væru svo stöndugir
að þeir gætu lagt fram 250 millj-
ónir króna á einu bretti. „Sölumið-
stöðin mun að mestum hluta taka
lán til þess að greiða þetta hlutafé
og það lán verður svo greitt niður
á nokkrum árum,“ sagði Friðrik.
Friðrik sagði að þessi hlutafjár-
aukning væri þáttur i aukinni sókn
SH á Evrópumarkað, enda hefði
sala frosinna matvæla aukist þar
og spár bentu til að svo yrði áfram.
„Við höfum mikla trú á því að
Evrópumarkaðurinn verði okkur
mikilvægur í vaxandi mæli og að
við eigum að halda áfram að hasla
okkur þar völl eftir því sem við
höfum getu til.“
dagar til jóla
Tjónið áætlað 40 milljónir króna
Margeir 5. af 260
ÍSLANDSLAX hf. við Grindavík
hefiir misst 400-500 þúsund seiði
á þessu ári vegna ofsetningar í
eldiskerum og sníkjudýrs sem
heijar á fiskinn. Er tjónið áætlað
um 40 milljónir kr., miðað við
markaðsverð seiðanna, en Sig-
urður Friðriksson framkvæmda-
stjóri segir að fiskurinn hafi ver-
ið tryggður og fáist tjónið bætt
að verulegu leyti.
Sigurður segir að vandræðin stafi
af því að ekki tókst að flytja út
seiði í sumar. Aætlað hafi verið að
flytja út 600 þúsund seiði og gott
útlit hefði verið fyrir sölu til Irlands
en það hefði verið stöðvað ytra á
síðustu stundu. Stöðin er með seiði
af norskum uppruna og mátti ekki
selja seiðin innanlands, nema hvað
80 þúsund seiði hafi farið til Linda-
lax, og ekki heldur ala hann í sjó-
kvíum.
Þetta varð til þess að meira var
af seiðum í stöðinni en hún bar en
það hefur áhrif á tálknin í seiðunum
og varð til þess að um 200 þúsund
seiði drápust í júní. Sagði Sigurður
að 200-300 þúsund seiði til viðbótar
hafi drepist, m.a. vegna áfallsins
sem þau urðu fyrir og vegna ágangs
sníkjudýrsins kostía. Kostía er al-
gengt sníkjudýr í fiskeldisstöðvum
en leiðir fiskinn ekki til dauða nema
hann hafi fyrst orðið fyrir áföllum
eins og hjá íslandslaxi.
ÍSLENSKU skákmennirnir á
skákmótinu í Belgrad gerðu allir
jafiitefli í 5. umferð. Margeir er
nú í 5. sæti ásamt 10 skákmönn-
um öðrum með fjóra vinninga.
Helgi hefur þrjá og hálfan vinn-
ing og Jón L. hefiir tvo.
Júgóslavneski stórmeistarinn
Hulak er efstur á mótinu með firhm
vinninga. í öðru til fjórða sæti eru
þrír sovéskir stórmeistarar, Psak-
his, Pigusov og Bareev. 260 skák-
menn taka þátt í mótinu sem er
undanrásarmót fyrir heimsbikar-
keppnina, þar af um 100 stórmeist-
arar, um þriðjungur virkra stór-
meistara í heiminum.