Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 288. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgxinblaðsins Armenía: Finna 20 illa far- in þorp í flöllunum Moskvu. Reuter. KOMIÐ hefur í ljós, að 20 fjalla- þorp í Armeníu auk þeirra, sem áður var vitað um, urðu mjög illa úti í jarðskjálftunum fyrir rúmri viku. Hefur það vakið mikla furðu, að yfirvöldin skuli fyrst nú „uppgötva" þessar byggðir. Keðjusýklasóttin: Ekkium faraldur að ræða Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. UMRÆÐUR urðu í gær á sænska þinginu um keðjusýklasóttina, sem vart hefur orðið í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, og kom þar fram, að ekki væri um faraldur að ræða. Gertrud Sigurdsen félagsmála- ráðherra sagði í umræðunum, að ekki væri hægt að tala um faraldur og' nefndi, að enginn annar í fjöl- skyldum þeirra, sem hefðu veikst af sjúkdómnum, hefðu tekið hann. í Svíþjóð er vitað um 110 tilfelli og hafa 11 manns látist. Sjúkdómurinn líkist skarlatssótt og veldur sams konar sýklaeitrun. Svo vill hins vegar til, að efnasam- band, sem finnst í venjulegum þarmagerlum, eykur á þessa eitrun og getur leitt til losts, sem dregur sjúklingana til dauða. Nefnd, sem stjórnar björgunar- starfinu í Armeníu, skýrði frá því í gær, að fundist hefðu 20 þorp, sem farið hefðu mjög illa í jarð- skjálftunum. Sagði TASS-frétta- stofan, að hjálpargögn hefðu nú verið send til þessara svæða en gat ekki um hve margir byggju þar eða um mannskaða. Þykir undarlegt, að ástandið í þessum byggðum skuli ekki hafa verið athugað fyrr. Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, skýrði frá því í gær, að 150 manns hefðu verið handteknir fyrir að stela úr hrund- um húsum á jarðskjálftasvæðunum og lögreglan gert upptækt þýfi, sem metið væri á tæpar 20 milljónir ísl. kr. Af þessum sökum gættu nú vopnaðir verðir allra hjálpargagna, sem bærust til landsins. Reuter ísraelar fögnuðu lítt firéttinni um að Bandaríkjastjórn ætlaði að taka upp beinar viðræður við PLO, Frelsissamtök Palestínumanna, og sagði Shimon Peres utanríkisráðherra, að dagurinn væri einn sá daprasti í sögu þjóðarinnar. Þessir þrír rétttrúnaðargyðingar lýstu sinni skoðun með þvi að brenna palestínskan pappirsfána. ísraelar einangraðir vegna ákvörðunar Bandaríkjanna Palestínumenn lofa Bush og segja hann munu leysa vandamál Miðausturlanda Genf, Jerúsalem, Washington. Reuter. ÍSRAELSKIR ráðamenn brugð- ust í gær hart við þeirri ákvörð- un Bandaríkjastjórnar að taka upp beinar viðræður við PLO, Frelsissamtök Palestínumanna, og kváðust aldrei mundu fallast á palestínskt ríki á Vesturbakk- anum og Gaza. Þeir eru hins vegar einangraðir á alþjóða- vettvangi og dyggustu vinaríki þeirra í Vestur-Evrópu hafa hvatt þá til að ræða við fulltrúa PLO. Ákvörðun Bandaríkja- stjórnar hefur verið fagnað mjög, ekki síst í arabaríkjunum, og talsmenn PLO fóru mjög lofsamlegum orðum um George Bush, verðandi Bandaríkjafor- seta. Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, sagði í gær, að dag- urinn væri einn sá dapurlegasti í sögu þjóðarinnar og lagði áherslu Morðið á Olof Palme: Saksóknarar krefl- ast gæsluvarðhalds Stokkhólmi. Reuter. Saksóknarar sænska rfkisins, sem virðast sannfærðir um, að morðingi Olofs Palme sé fundinn, fóru i gær fram á það fyrir rétti í Stokkhólmi, að maðurinn, sem var handtekinn i fyrradag, yrði úrskurðaður i gæsluvarðhald. Verður að skera úr um það ekki síðar en í dag. Samkvæmt sænskum lögum er óheimilt að birta opin- berlega nafi) grunaðs manns en Qölmiðlar í Sviþjóð hafa samt sem áður ljóstrað því upp og birt myndir af manninum. Starfsmaður undirréttar í Stokk- í gæsluvarðhald. Er það ákveðið til hólmi sagði í gær, að líklega yrði fjallað um gæsluvarðhaldsbeiðnina fyrir luktum dyrum og hann upp- lýsti einnig hver maðurinn væri, sem grunaður er um að hafa myrt Olof Palme fyrir nærri þremur árum. Lögum samkvæmt má þó ekki segja frá því í fjölmiðlum en það hafa þeir þó gert og birt mynd- ir af manninum, sem heitir Carl Gustav Christer Pettersson. Er hann 41 árs að aldri eins og áður hefur komið fram og á langan af- brotaferil að baki. Pettersson hefur verið yfirheyrð- ur í tvo daga og segja saksóknar- ar, á þeim tíma hafi margt kom- ið frátn, sem styrki grunsemdirnar gegn honum, og sé því meira en næg ástæða til að úrskurða hann hálfs mánaðar og að þeim tíma liðn- um verður að leggja fram formlega ákæru. Algengt er þó, að gæslu- varðhald sé framlengt. „Ég er viss um, að morðinginn er fundinn," sagði Axel Morath aðstoðarríkissaksóknari í fyrra- kvöld en Palme-málið hefur að und- anfömu hvílt á hans herðum. Ame Liljeros, veijandi þess grunaða, seg- ir hins vegar, að skjólstæðingur sinn sé saklaus og neiti öllum sakar- giftum. Haft er eftir heimildum innan lögreglunnar, að Pettersson, sem var fyrst yfirheyrður skömmu eftir morðið á Palme, hafi ekki lengur gilda fjarvistarsönnun. Hefur hann viðurkennt að hafa verið í mið- borginni skammt frá morðstaðnum um kvöldið 28. febrúar 1986 en Reuter Óeinkennisklæddir lögreglumenn leiða á milli sín Carl Gustav Christer Pettersson, sem er grunaður um morðið á Olof Palme. A innfelldu myndinni er annars vegar teikning, sem gerð var eftir lýsingu vitna skömmu eftir morðið, og hins vegar mynd af Pettersson. segist hafa verið á heimleið þegar Palme var myrtur. Sambýlismaður Petterssons á þessum tíma segir hins vegar, að hann hafi komið heim hálftíma síðar en hann segir sjálfur. á, að Israelar gætu ekki fallist á stofnun palestínsks ríkis á Vestur- bakkanum og Gaza. „Við getum ekki hugsað þá hugsun til enda að vera með óvinaherinn í borgar- hliðum Jerúsalems," sagði Peres og Yossi Ben-Aharon, talsmaður Yitzhaks Shamir forsætisráð- herra, sagðist óttast, að hryðju- verkamönnum hefði nú verið gef- inn byr undir báða vængi. Hvarvetna nema í ísrael hefur ákvörðun Bandaríkjastjórnar verið fagnað og þau ríki í Vestur-Evr- ópu, sem lengst hafa gengið í stuðningi við Israela, hafa skorað á þá að ræða við fulltrúa PLO og taka þátt í alþjóðlegri friðarráð- stefnu. Sovétmenn hafa lýst yfir, að þeir muni taka upp fullt stjóm- málasamband við Israel verði af slíkri ráðstefnu og allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær, að framvegis yrði vitnað til áheymarfulltrúa PLO hjá samtök- unum sem fulltrúa „Palestínu“. i Ríkisstjómir arabaríkjanna sögðu í gær, að ákvörðun Banda- ríkjastjómar væri sögulegt skref í átt til fullrar viðurkenningar á ríki Palestínumanna og talsmenn PLO sögðu, að hér hefði George Bush látið að sér kveða. „Ég virði pólitískt hugrekki Bush,“ sagði Hani al-Hassan, ráðgjafi Yassers Arafat, leiðtoga PLO. „Með honum munu hefjast nýir tímar. Hann er forsetinn, sem mun leysa vanda- málin í Miðausturlöndum." Strax í gær átti að hefjast fyrsti fundur fulltrúa PLO og Roberts Pelletreau, sendiherra Banda- ríkjanna í Túnis, en honum var frestað vegna þess, að Túnisstjórn vildi búa sig betur undir fundar- haldið. Sjá fréttir á bls. 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.