Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 2
 1 Kvennalist- inn studdi skattinn FRUMVARP um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhús- næði var samþykkt í neðri deild Alþingis í gær með atkvæðum stjórnarliða og Kvennalista. Skatturinn verður nú 2,2% í stað 1,1%. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, sagði að skatturinn myndi ekki skipta sköpum um af- komu þeirra fyrirtækja sem þyrftu að greiða hann. Sjá þingfréttir á bls. 45. Frumvarpum húsbréfakerfi NEFND sem félagsmálaráðherra skipaði til að gera tillögur um skipan húsnæðislánakerfisins klofiiaði í afstöðu sinni. Meiri- hlutinn viU koma á svoköUuðu húsbréfakerfí samhliða gildandi kerfi, en forseti ASÍ og fuUtrúi Framsóknarflokksins vilja halda núverandi kerfi með nokkrum endurbótum. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, er sammála meiri- hluta nefndarinnar og hyggst byggja á tillögum hennar í frum- varpi sem væntanlega verður lagt fram á Alþingi eftir jólaleyfi. Þriggja manna ráðherranefnd á að ná samkomulagi innan ríkisstjóm- arinnar um stefnu í húsnæðismál- um. Nú bíða um 8.000 manns eftir húsnæðisláni og biðtíminn verður um 3 ár á næsta ári. Sjá miðopnu. Vestmannaeyingur sem var að sjósetja trilluna sína í gær lenti í nokkrum erfiðleikum. Trillan var á kerru aftan í jeppa eigandans, en sem hann bakk- aði henni niður að sjávarborðinu, drap jeppinn á sér. Hlaupið var til að ná í dráttartóg og bíl til að draga jeppann upp bryggjuna, en á meðan flæddi að, svo ört að trillueigandinn átti ekki annars úr- kosta en að klifra upp á þak jeppans. Loks hafðist að draga jeppann upp með vömbíl og hafði ökumað- urinn þá setið hinn þolinmóðasti á þakinu góða stund. Launaskattur á fyrirtæki sem nýta mennt- að vinnuafl? í STARFSHÓPI um námslán, sem menntamálaráðherra hefur skipað, eru uppi hugmyndir um að leggja sérstakan launaskatt á þau fyrirtæki, sem hafa menntað vinnuafl í þjónustu sinni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lagði Ragnar Amason, for- maður starfshópsins, þessar hug- myndir fram ásamt ýmsum öðmm, sem stuðla eiga að betri nýtingu þess fjár, sem sjóðurinn hefur til umráða. Aðrar tillögur Ragnars vom til að mynda þær að námsmenn geti ráðið því hversu hátt lán þeirra er, þannig að hægt væri að taka venju- legt námslán fyrir 90% framfærslu, en sá möguleiki yrði einnig fyrir hendi að lána á markaðsvöxtum umfram það, jafnvel umfram fulla framfærslu. Þá kom formaðurinn með hugmyndir um breytingar á lánum til námsmanna í gmnnnámi erlendis, sem einnig er hægt að stunda hér heima, til dæmis hvort rétt sé að veita þeim ferðastyrk og hvort miða eigi framfærslulán þeirra við framfærslukostnað á ís- landi. VSÍ telur stjórnvöld aukaásam- dráttinn Sambandsstjórn Vinnuveit- endasambands íslands segir að gangi efiiahagsstefna ríkis- stjómarinnar eftir muni sam- drátturinn í efiiahagslífinu verða enn þungbærari en ytri aðstæður gefi tilefni til. Sambandsstjóm VSÍ segir að vegna þess að horfur í efnahags- málum hafi versnað mjög á stuttum tíma sé fjárlagafrumvarpið byggt á úreltum forsendum og sé ónýtt Plagg- Sjá ályktun VSÍ á bls. 39. Fastráðnmgarsamning- um sagt upp í 17 bæjum SAMKVÆMT könnun sem Verkamannasamband íslands iét gera hefur fastráðningarsamningum verið sagt upp hjá fiskvinnslufólki f sambandinu i 17 bæjum á landinu. Þórir Daníelsson, framkvæmda- stjóri VMSÍ, segir að þessi niðurstaða sé ekki verri en hann átti von á. Þannig hafi þessum samningum til dæmis ekki verið sagt upp á öllu Norðurlandi vestra, í Vestmannaeyjum og á höfiið- borgarsvæðinu. Margar uppsagnimar hafa þeg- ar tekið gildi, en aðrar fram að jólum. Um helmingur fastráðning- arsamninga á að taka aftur gildi 10.-20. febrúar á næsta ári, en óvíst er um hina. Könnun þessi er sú fyrsta sinnar tegundar sem Verkamannasam- bandið gengst fyrir, enda eru fast- ráðningarsamningar nýtt samn- ingsform, að sögn Þóris. Hann sagði að með þessari könnun hefðu menn viljað fá yfírlit yfír stöðuna — meðal annars af því að uppsagn- ir á fastráðningarsamningum bær- ust oft seint til félagsmálaráðu- neytisins — en ekki lægju fyrir nákvæmar tölur um fjölda upp- sagna. Það væri þó ljóst að þær skiptu hundruðum, en heildarfjöldi fískvinnslufólks á landinu væri 9-10.000. Einna flestum hefur verið sagt upp fastráðningu á Austfjörðum; á Borgarfírði eystra, Seyðisfirði, Eskifírði, Reyðarfírði og á Breið- dalsvík, en ekki á Vopnafirði, Nes- kaupstað og Höfn á Homafírði. Aðrir staðir þar sem öllu físk- vinnslufólki eða hluta þess hefur verið sagt upp eru: Akranes, Grundarfjörður, Hólmavík, Ólafs- flörður, Dalvík, Húsavík, Stokks- eyri, Eyrarbakki, Þorlákshöfn, Sandgerði, Grindavík og Keflavík. Þess ber að geta að ekki er allt fískvinnslufólk á landinu í VMSÍ, til dæmis tók könnunin ekki til annarra staða á VestQörðum en ísafjarðar og Bolungarvíkur — þar sem ekki var búið að segja upp fastráðningarsamningum — auk Hólmavíkur. Sælgætis- og gosdrykkjaiðnaður: Samdráttur fi*amundan „ÞESSI samdráttur virðist vera alveg við þröskuldinn og er kannski sums staðar kominn óboðinn inn,“ sagði Kristinn Björnsson forstjóri Nóa-Síríuss í ræðu á fimdi um sérstakt vöru- gjald á sælgæti, gosdrykki og kex. Fundurinn var haldinn i Nýjar tölur frá Krabbameinsskránni: Um átta hundruð krabba- mein greind á síðasta ári Lungnakrabbamein komið í annað sæti bæði hjá körlum og konum Á SÍÐASTA ári voru greind 798 ný krabbamein hér á landi, 391 í körlum og 407 i konum, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags íslands. Þetta eru heldur fleiri mein en skráð voru árið áður. Meðal karla er blöðruhálskirt- ilskrabbamein algengast, lungna- krabbamein í öðru sæti og maga- krabbamein í þriðja sæti. Meðal kvenna er brjóstakrabbamein al- gengast, lungnakrabbamein f öðru sæti og krabbamein í eggja- stokkum í þriðja sæti. Árið 1987 fóru nýgreind bijós- takrabbamein í fyrsta sinn yfír eitt hundrað, urðu 116. Þá hafa lungnakrabbamein hjá körlum aldrei orðið fleiri á einu ári eða 54. Síðan skráning krabbameina hófst hér á landi árið 1955 hefur nýgengi krabbameina aukist um 1% á ári að meðaltali. Á þessu tímabili hefur dregið úr sumum tegundum eins og magakrabba- meini og leghálskrabbameini. Hins vegar hefur tíðni margra krabbameina aukist, til dæmis er lungnakrabbamein nú þrefalt al- gengara en fyrir þremur áratug- um. Algengustu krabbameinin. Meðalfjöldi nýgreindra krabba- meina á ári 1983—87 samkvæmt upplýsingum frá Krabbameins- skrá Krabbameinsfélagsins. Karlar: Blöðruhálskirtilskrabbamein 84 Lungnakrabbamein 49 Magakrabbamein 42 Ristilkrabbamein 30 Blöðrukrabbamein 26 Nýmakrabbamein 17 Briskrabbamein Heilaæxli Endaþarmskrabbamein Húðkrabbamein Konur: Brjóstakrabbamein Lungnakrabbamein RistiIkrabbaWiein Eggjastokkakrabbamein Magakrabbamein Leghálskrabbamein Legbolskrabbamein Nýmakrabbamein Skjaldkirtilskrabbamein Briskrabbamein 15 12 11 11 95 37 28 25 20 17 16 13 13 11 gær á vegum framleiðenda og starfsfólks í þessum iðnaði og sóttu hann um 600 manns. Fund- urinn samþykkti áskorun til al- þingismanna um að fella fi-um- varp um sérstakt vörugjald á þessar vörur. Guðmundur Þ. Jónsson formað- ur Iðju var fundarstjóri. Hann lýsti í byrjun fundarins áhyggjum af atvinnuástandi meðal iðnverka- fólks, fyrir nokkmm mánuðum hefðu fímm til átta manns verið að jafnaði á atvinnuleysisskrá hjá Iðju, oftast í stuttan tíma í senn. Nú væru tugir á skránni og tugir að auki á uppsagnarfresti. Kristinn Bjömsson og Lýður Friðjónsson framkvæmdastjóri Vífílfells lýstu áhyggjum af af- komu iðnaðarins og sögðu að ástandið myndi versna enn, ef inn- lend framleiðslá yrði skattlögð frekar og þannig gerð ósamkeppn- isfær við innfluttar vömr. Lýður rifjaði upp í ræðu sinni að þegar slíkt vörugjald var sett á 1981 hefði það leitt til mikils sam- dráttar og uppsagna og hann 3páði því að slíkt hið sama gerðist nú. Fundurinn samþykkti einróma áskomn til alþingismanna um að fella frumvarp um þetta sérstaka vömgjald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.