Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 69
69 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTHDAGUR 16. DESEMBER 1988 Brengluð rómantík I.H. hringdi: „Ég vil lýsa óánægju minni með unglingabækurnar. Þær gefa all- ar ranga mynd af unglingum í dag. Unglingamir í þessum bók- um drekka hvorki né reykja og þær byggja fyrst og fremst á brenglaðri rómantík. Ungl- ingabækur eiga að gefa raunsæa mynd af lífi unglinga en ekki vera einhveijir mömmu draumórar." Eplaedik Margrét Jónsdóttir hringdi: „Eg vil benda þeim sem verða slæmir í maga þegar þeir neyta hangikjöts að drekka eplaedik. Þetta hefur reynst mér vel og sér- staklega mæli ég með hunangs- eplaediki." Hárlos Kona á landsbyggðinni- hringdi: „Það hefur reynst mér mjög vel að nota Manex við hárlosi og flösu. Það er einnig gott við kláða í hársverði og er hárið á mér allt annað eftir að ég fór að nota það.“ Góðar greinar S.J. _ hringdi: „Ég vil þakka Áma Helgasyni í Stykkishólmi fyrir góðar greinar sem birst hafa í Velvakanda. Ég les alltaf greinamar hans og finnst þær uppbyggilegar og vel skrifaðar." Peningaveski Svart peningaveski fannst í leigubíl og er sennilegt að stúlka sem ekið var í Vesturbæ hafi gleymt því í bílnum. Upplýsingar í síma 73916. Úr Adek kvenúr tapaðist í Broad- way sl. laugardagskvöld. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja i síma 53483. Launráð í bak og fyrir Ágæti Velvakandi. Gömul vísa hljóðar svo: Mikið er um hvað maðurinn býr, margt hefur sá að hugsa. Þarf nú hey fyrir þrettán kýr - þrjátíu lömb og uxa. Raunar veit ég ekki af hvaða toga þetta er spunnið en telja má þó líklegt að búandkarl sá, er vísan fjallar um, hafi verið tæpt staddur með fénað sinn þegar leið á vetur, máski fyrr. „Nú er öld hin“ og bend- ir flest til að þau mál öll séu nú á hreinu varðandi kolbítinn, því saxið Fótbítur hefur komið þar við sögu, eins og flestir vita, og þurfi ekki einu sinni að binda kaun sín, meðan hinum biæðir út. Jafnrétti heitir það víst á nútíma slagorði. En það er samt bót í máli að flestum þeim sem þar eiga hlut að skuli líða vel, ekki síst ráðgjöfunum í „Bændahöllinni", með launráð sín í bak og fyrir. Samt kastar tólfunum, ef litið er til þjóðarbúsins marg um rædda. Það fjölgar jafnt og þétt á garðinum frá degi til dags, án þess að nokkur rétti hönd til eins né neins þar að lútandi. Mætti þó sennilega fækka þeirri hjörð um helming, öllum að meinlausu og myndi það lækka út- gjöld ríkisins og meðgjöf hins al- menna borgara. Að ráðast alltaf á þann sem „í vökinni verst“ og „höggva í sama knérunninn þrisv- ar“, nær vitaskuld ekki nokkun: átt. okkar, sem aldrei fær að halda gildi sínu. Þegar eitthvað bjátar á þá er á henni lúskrað miskunnarlaust, næstum því eins og sé verið að hengja smið fyrir bakara, eða þá öfugt. La'kt og gefur að skilja kikna þá hinir iægstlaunuðu undan svo heimskulegum aðgerðum, vegna síhækkandi verðlags. Því gengis- fellingar hafa aldrei leyst neinn vanda heldur þveröfugt. Næstum skoplegt fyrirbæri, ekfei ósvipað því er hvolpur eltir skott sitt hring eft- ir hring uns hann dettur niður og getur ekki meir. Það er máski dálít- ið óþægilegt að nema skottið brott af „hvutta", þótt reiknimeistaramir geti hins vegar látið núllin fjúka aftan af krónunum og vísað afleið- ingunum síðan inn á banka landsins og verslanir auðvitað líka, sem hafa rúmgóða athafnaþjónustu fyrir nokkrar milljónir viðskiptafólks, án þess að nokkur træðist undir. Eng- in furða þó keraldið leki. Valtýr Guðmundsson Og svo er það blessuð krónan Fjármálaóreiða Jólagjöf golfarans færÖu hjá okkur John Drummond golfkennari getur leiðbeint þér viðvalið. Opið daglega frákl. 16-20 og laugardaga frákl. 11-16. i- Golfverslun John Drummond Grafarholti v/Vesturlandsbraut. ENSKU- KENNARINN Leiktölva sem segir orðin á ensku og þú átt síðan að stafa þau. Leiðréttir ef þú villur. Verð 5.950,- Litli prófessorinn kennir þér reikning: samlagningu, frádrátt, margföldun og deil- ingu. 4 styrkleikar. Leggur fyrir þig dæmi og gefur þér einkunn ' eftir getu þinni. Verð 2.100,- Hjá Magna Sími230n15 Til Velvakanda. Er það orðin tíska í dag að láta fyrirtæki fara á hausinn eða láta þau lýsa sig gjaldþrota og stofna síðan nýtt fyrirtæki uppúr því gamla nokkrum vikum síðar? Þá spyr ég: Hvar fundust peningar til að stofna og koma nýja fyrirtækinu í rekstur? Eru svona hlutir aldrei kannaðir eða spurt hvar peningam- ir fundust í þetta? Mig grunar reyndar að oft sé búið að taka fjár- magn úr þessum fyrirtækjum sem lýst eru gjaldþrota. Er þetta eðli- legt? Svo um þessi sjávarútvegs- fyrirtæki sem flest em sögð 'á hausnum eftir allt góðærið eða svo var sagt að minnsta kosti af sjálf- stæðismönnum. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fór um landið þvert og endilangt til að kanna stöðu þessara fyrirtækja en skyldi sá hinn sami maður hafa kannað hvemig þau em rekin í raun og vem. Hvað margar fjölskyldur lifa á hveiju fyrirtæki og hvað það em mörg prósent tekjur eða tap af framleiðslu þeirra? Gaman væri að fá svar við því. Það má ekki skilja orð mín svo að þessi sjávarútvegsfyrirtæki séu ekki í vanda stödd útaf verðfalli á afurðunum og þessum íjármagns- kostnaði. En því ekki að taka á þessu? Er eitthvað vit í þvi að láta einhvetja fjármálabraskara ráða yfir mest öllu fjármagi hér, byggja hótel, fiskeldisstöðvar og verslunar- hallir og svo mætti lengi telja? Verð- ur ekki að vera markaður fyrir svona lagað eða halda þessir herrar að við búum í milljónalandi? Og nú vonast ég til þess að þessi ríkis- stjórn sjái í gegn um þessa þoku- móðu og hreinsi til í þessum málum á kostnað þeirra sem stofnuðu til skuldanna en ekki launafólksins í landinu. Er nú ekki kominn tími fyrir okkur íslendinga að fara að endur- skoða þennan varnarsamning og Iáta Bandaríkin borga íslenska ríkinu fyrir vem sína hérna? Þeir þurfa að borga fyrir sínar herstöðvar annars staðar í heimin- um og því ekki hér einnig? Ég skil ekki svona þvermóðsku hjá þessum stjómmálamönnum. Væri nú ekki ráð að komast að samkomulagi um að láta þetta stórveldi borga leigu eins og hvern annan þegn í þessu landi? Eða halda þessir menn að þá fari þeir burt og við dauð um leið. Nei, og aftur nei. Það á að láta þá borga fyrir sína aðstöðu hér. Páll H. Jóhannsson ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, SEM ER BETRIEN ÞAÐ BESTA FRÁ ERLENDUM KEPPINAUTUM Islensku pottarnir og pönnurnar em nú á yfir 15 þúsund heimilum. Look-pönnurn- arog pottarnir eru framleiddir úr áli með sérstakri fargsteypuaðferð. Pannan hefur óviö- jafnanlega hitaleiðni. Botninn er þykkur og verpist aldrei. Pottarnir og pönnurnar eru húðuð með níðsterkri húð sem ekki festist við. Húðin er styrkt með ryðfríu stálneti, sem hindrar slit og margfaldar endingu. r 1 oa 'OOKWAR Yfir 80 útsölustaðir um allt land. Framleitt af Alpan hf., Eyrarbakka. Heildsöludreifing Amaro hf., Akureyri, s. 96-22831. 10 FRÁBÆRIR TEGUNDIR STÆRÐIR Steikarpönnur 20, 24, 26, 28, 32 cm Pottréttapönnur 24, 26, 28 cm Pottréttapönnur 27, 28 cm Pottar með ioki 3, 4, 4,5, 5 lítrar Skaftpottar með loki 1.4, 2.1,2.8 lítrar Glerlok 16, 18, 20, 24, 26 ,28 ,32 cm Glerlok 27 cm Kína panna (WOK) 30 cm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.