Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR -16. -DESEMBER 1988 4' ©1987 Universal Press Syndicate ^Myjar reglur. All\r fyfsta-'Pcirityrnis Parþegaryeréa. aJ> hcxfa. eirta.." ást er... c? . . . forsenda heimilishamingju. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1988 Los Angeles Times Syndicate Væri ég ekki konan þín myndir þú ráða mig sem einkaritara? HÖGNI HREKKVÍSI /fUM HVAÍ> VEE>Jl£> plÐ?" Oréttlátt að banna hundahald Til Velvakanda. Kæru Reykvíkingar. Er það virkilega ykkar vilji að banna allt hundahald í borginni? Eg get ekki lengur orða bundist. Örfá prósent borgarbúa tóku þátt í skoðanakönnun, sem fyrirfram var búið að lýsa yfir að væri ekki bind- andi. Engu að síður ætlar borgar- stjóri að láta úrslitin binda sig og talar um að banna hundahald. Davíð Oddsson, borgarstjóri, þú sem ert sjálfur hundavinur og að auki kunnur að því að hugsa rök- rétt, ætlar þú að láta bendla þig við þetta? Það er búið að fullreyna það í 50-60 ár að ekki gengur að banna hundahald í borginni. Frá mínum bæjardyrum séð eru reglur þær, sem hafa gilt sl. 4 ár um hunda- hald, mjög góðar, þ.e.a.s. ef þeim væri framfylgt! Hvers eigum við að gjalda, sem höfum átt hunda árum saman án vandræða fyrir samborgara okkar? Við, sem höfum fylgt settum regl- um og borgað okkar gjöld. það er hart að það skuli bitna á okkur, að reglum um hundahald skuli ekki hafa verið framfylgt eins og vera ber, þrátt fyrir hundaeftirlitsmenn. Að vísu er búið að tilkynna okkur það, að þeir sem hafa leyfi fyrir hundunum sínum þurfi ekki að horfa upp á það að þeim verði lóg- að! Þakka skyldi. Það var illa staðið að þessari skoðanakönnun. Af hverju var þeim sem kusu ekki betur kynntar gild- andi reglur umhundahald? Margir vissu varla hvað var spurt um, sum- ir vildu breyta reglunum og herða eftirlit, en ekki banna hundahald. Spurningin var villandi og ekki nógu vel orðuð. Það hefði einnig mátt hafa fleiri valkosti. Spurt var hvort fólk vildi leyfa áfram hunda- hald með sömu reglum og gilt hafa sl. fjögur ár. Það var ekki spurt hvort fólk vildi banna hundahald! Því tel ég niðurstöðuna ómarktæka. Yfirlýst niðurstaða er önnur en spurningin í skoðanakönnunini gaf til kynna! Hvemig er þetta með önnur hús- dýr? Taka skal fram, að ég er ekki að mælast til að banna annað gælu- dýrahald, heldur vil ég gjaman sjá ákveðnar reglur um það líka. Hvað skyldu margir hafa orðið fyrir ónæði af köttum á næturnar (breimakettir), köttum sem hafa stungið sér inn um kjallaraglugga, köttum sem heija á smáfugla í annarra manna görðum, köttum sem gera þarfír sínar í sandkassa bamanna o.s.frv. Svona mætti lengi telja, bæði um ketti og önnur gælu- dýr. Af hveiju er alltaf einblínt á hundana? Vitið þið að kattarbit eru hættu- legri en hundabit, en þó þykja mannabit jafnvel enn hættulegri! Vitið þið að fleiri hafa ofnæmi fyrir köttum en hundum? Margir hafa einnig ofnæmi fyrir páfagauk- um og kanínum, sem eru nýjasta tískan á gæludýrasviðinu. Vitið þig að kettir geta m.a. bor- ið hundaæði og erlendis er talið nauðsynlegt að hreinsa ketti, jafnt og hunda árlega. Hafið þið hugleitt það, að ef hundahald verður bannað verður ekki lengur neitt eftirlit með því að hundar í borginni verða hreinsaðir, auk þess verða þeir ótryggðir fýrir óhöppum, sem þeir kynnu að valda. Við vitum jú öll að hundarnir hverfa ekki, þrátt fyr- ir bann, reynslan sýnir það. Þið, sem talið um að hundar eigi ekki heima í borgum — vitið þið að hundar í sveitum lifa oft algjöru „hundalífí", við illan aðbúnað? Hundar hafa í aldaraðir verið vinir mannsins, hérlendis sem erlendis. Hundur, sem fær að vera í návist húsbónda síns og vel er búið að, þ.e. hefur fæðu, húsaskjól og fær hreyfíngu, er ánægður hundur, hvort sem er í borg eða sveit. Hundavinir, hvers vegna eig- um við að sætta okkur við, að óljósri hiðurstöðu skoðanakann- annar, sem fáir borgarbúar tóku þátt í, sé snúið á þann veg að banna beri hundahald í borginni? Er ekki betra að hafa ákveðnar reglur um hundahald, sem er framfylgt, heldur en að hundahald fari allt úr böndum vegna banns, sem er fyrirfram vitað að verður ekki framfylgt? Hundaeigendur, rísum upp og krefjumst réttar tii að halda gæludýr á sama hátt og aðrir geta haft sín gæludýr í friði. Hundurinn hefur lengi verið vinur mannsins, svo og kötturinn, en spurningar geta hæglega vaknað þegar hugsað er til gæludýra eins og hamstra, músa, kyrkislanga, snáka, skjald- baka, froska, eðla, fiska, fugla og kanína. Þetta eru allt „gæludýr", sem tíðkast innan borgarmarkanna! Hvers vegna þá ekki líka hundar? Hundavinur Yíkverji skrifar Ekki hækkaði risið á stjóm- málunum sl. þriðjudag er for- sætisráðherra vor kom með tillög- una um að afnema hið umdeilda bann við verkföllum og verkbönn- um. I fyrstu héldu menn að þetta skyldi gert án skilyrða og þannig birtist fyrsta frétt um málið í kvöld- fréttum útvarpsins. Verkalýðsfor- kólfar komu þar fram kampakátir og lýstu fullum sigri í málinu og töldu að þarna hefði samtakamáttur alþýðunnar ráðið. En í sjónvarpsþætti á Stöð 2 skömmu síðar kom í ljós að ráð- herrann ætlaði ekki að fella niður það ákvæði, sem framlengdi alla gildandi samninga til 15. febrúar nk. Hann ætlaði með öðrum orðum að sýna alþýðunni eplið en hún mátti ekki bíta í það fyrr en 15. febrúar! Sjónvarpsáhorfendum mun seint líða úr minni svipurinn á for- seta ASÍ þegar hann uppgötvaði í miðri beinni útsendingu að hann hafði annaðhvort misskilið sjálfan forsætisráðherrann fyrr um daginn eða þá að ráðherrann hafði ekki vitað almennilega hveiju hann lof- aði._ Ástæðulaust er er að rekja fram- vindu þessa máls frekar. Alþjóð hefur fylgzt með því í fjölmiðlum síðustu daga. Víkveiji gerir það aftur á móti að tillögu sinni að fyrr- nefndur sjónvarpsþáttur verði end- ursýndur a.m.k. árlega, mönnum til viðvörunar. XXX Jólin nálgast og bömin bíða þeirra með óþreyju. Þegar Víkveiji var að vaxa úr grasi voru jólasveinar þeir sem Tryggvi Magn- ússon skapaði með teikningum sínum hinir einu og sönnu jólasvein- ar. Kvæði Jóhannesar úr Kötlum með teikningum Tryggva voru lesin upp til agna. Hinn ameríski, rauð- klæddi og skeggjaði jólasveinn var þá ekki orðinn það tízkufyrirbrigði sem hann er orðinn i dag hjá íslenzkum bömum. Þjóðminjasafnið hefur fyrir þessi jól efnt til kynningar á íslenzku jólasveinunum. Er það þarft fram- tak. Morgunblaðið hefur tekið þátt í þessu með Þjóðminjasafninu með þeim hætti að birta myndir af jóla- sveinunum á baksíðunni og telja um leið dagana fram að jólum. En þá hefur brugðið svo við að gagn- rýniraddir hafa heyrzt frá lesend- um, sérstaklega þeim yngstu, sem ekki hafa þekkt þessa herramenn og talið þá eitthvað allt annað en jólasveina. Þessi viðbrögð hafa fært Víkveija heim sanninn um að Þjóð- minjasafnið mátti ekki draga það lengur að hefja endurreisn íslenzku jólasveinanna. XXX * Iþróttafréttamenn leggja mikið kapp á að flytja fréttir af því þegar íþróttamenn flytjast milli fé- laga. Fréttamennimir em aldrei glaðari en þegar þeir geta sagt fréttir af knattspymumönnum, sem fara til útlendra félaga. Ekki þarf nú tilefnið að vera mikið, sbr. fjög- urra dálka frétt Tímans á miðviku- daginn undir fyrirsögninni: Þor- valdur Örlygsson til Nottingham Forest. En þegar fréttin var lesin kom í ljós að Þorvaldur var að fara í enskunám og hann hafði fengið leyfí til að æfa með fyrrnefndu fé- lagi. Og því var bætt við að ekki væri ólíklegt að framkvæmdastjóri félagsins myndi líta á Þorvald á æfíngum. Þorvaldur er góður knatt- spymumaður en svona frétta- mennska er á fullháum nótum að mati Víkveija. Um þessar mundir er piltur að nafni Amljótur staddur í Grikklandi í samningum við þarlent lið. Dag- lega koma fréttir um að Arnljótur sé að æfa, að hann sé að ræða við þennan eða hinn framkvæmdastjór- ann^ eða að gera eitthvað allt ann- að. I fyrra vom svipaðar framhalds- fréttir af Guðmundi Torfasyni. Víkveiji telur að knattspyrnumönn- um sé enginn greiði gerður með sífelldum fréttum af ferðum þeirra í útlöndum. XXX Víkveiji heyrði sögu af útlend- um manni, sem átti að hafa verið staddur hér á dögunum. Til að átta sig á því hvað væri að ger- ast hér á landi fylgdist hann með fréttum sjónvarpsstöðvanna beggja. Maðurinn varð sífellt meira undrandi og sagði loks við íslenzkan vin sinn: „Ég hef aldrei vitað fyrr að tvær sjónvarpsstöðvar hefðu sama fréttaþulinn,“ og benti um leið á Ólaf Ragnar Grímsson!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.