Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 «.13 Geir Hallgrímsson Seðlabankastjóri: Engin spá um efna- hagsþróun næsta árs Hugmyndir um gengisfellingu ekki viðraðar Morgunblaðið/Sverrir Einar Sveinsson, firamkvæmdastjóri Sjóvá, t.v. og Einar S. Einars- son, framkvæmdastjóri Visa, undirrituðu í gær samning um ferða- slysatryggingu VISA-korthafa. Sjóvá og Visa gera með sér tryggingasamning GEIR Hallgrimsson, Seðlabanka- sljóri, segir að Seðlabankinn hafi ekki gert neina spá um efiiahags- mál, sem lesa megi út úr að bank- inn reikni með gengisfellingu á næsta ári. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins, lét svo um mælt í Morgunblaðinu í gær að í spá Seðlabankans, sem unnið væri með í viðræðum Húsnæðis- stofiiunar og lífeyrissjóðanna um lækkun vaxta á lánum sjóðanna til - húsnæðislánakerfisins, væri MÁR Guðmundsson, efiiahags- ráðunautur fjármálaráðherra, segir að það sé alrangt að spá Seðlabankans um ráðstöfúnarfé Hfeyrissjóðanna á næsta ári feli í sér gengisfellingu, eins og haft er eftir Þórarni V. Þórarinssyni í Morgunblaðinu í gær. Ekkert slíkt hafi komið fram í gögnum eða í umræðum á samningafiind- um rikisins og Húsnæðisstofiiun- ar um vexti og kjör á lánum á næsta ári. Þórarinn hafi einfald- lega misskilið margt i spá Seðla- bankans, sem hafi eingöngu ver- ið um ráðstöfúnarfé Hfeyrissjóð- anna, en engar áætlanir hafi verið lagðar fram um almennar efiiahagshorfúr. „Það er náttúrulega af og frá að með því að segja að atvinnuleysi verði forðað sé þar með verið að boða gengisfellingu. Auðvitað getur það hugsast að gengisbreyting sé hluti af því dæmi, en það eru ýms- ar aðrar leiðir til og má þar nefna niðurfærsluleið eins og rætt var um í haust og ýmsar fleiri. Það er kannski skiljanlegt að Þórarinn kunni enga aðra leið en að fella gengið því það er sú leið sem yfir- leitt hefur verið farin hér á landi. Hann ætti þó að vita að það eru fleiri leiðir til." Már sagði að svo virtist sem Þórarinn hafí misskilið spá Seðla- bankans í mörgum atriðum, til dæmis hvað varðaði atvinnustig og vaxtaþróun. Seðlabankinn gerði ráð fyrir að atvinnustigið haldist uppi, en gerði hins vegar ráð fyrir mun minni hækkun atvinnutekna en þjóðhagsáætlun. Seðlabankinn gerði ráð fyrir lækkun á yfírborgun- um og minni vinnutíma, en ekki óbreyttum vinnutíma, eins og Þór- arinn héldi fram. Jafnvel þó að það kæmi til um 2% atvinnuleysis að meðaltali á árinu - sem væri mjög mikið - myndi það ekki breyta áætl- un á iðgjaldatekjum lífeyrissjóð- anna mikið. Eftir sem áður yrði aukningin á iðgjöldum 12-15%, og stafaði það fyrst og fremst af breikkun á iðgjaldastofni auk þess sem gert væri ráð fyrir fjölgun sjóðsfélaga í hærra tilfellinu. Þetta myndi valda því að ráðstöfunarfé yrði aðeins 2-3% minna en ella sem væri innan eðlilegra skekkjumarka. Már sagði það ekki rétt hjá Þór- ami að Seðlabankinn treysti sér ekki til að gera ráð fyrir frekari raunvaxtalækkun á næsta ári. Mis- skilningurinn lægi í því að Seðla- bankinn gerði ráð fyrir því að vext- ir á eignum lífeyrissjóðanna verði svipaðir á næsta ári og í ár. Það kæmi hins vegar vaxtastiginu á spáð auknum iðgjaldatekjum lifeyrissjóða, aukinni atvinnu- þátttöku og aukinni yfirvinnu. Þórarinn sagði að forsenda þess- arar spár væri að gengi krónunn- ar yrði fellt. „Seðlabankinn hefur ekki lagt fram neina spá um efnahagsþróun- ina á næsta ári sem gefur Þórami leyfí til að draga þá ályktun að um gengisfellingu sé að ræða. Það er einungis hans eigin ályktun og ekki á ábyrgð Seðlabankans," sagði Geir. næsta ári í rauninni sáralítið við vegna þess að vextimir sem lífeyris- sjóðirnir fengju á næsta ári munu fyrst og fremst hafa áhrif á ráðstöf- unarfé lífeyrissjóðanna 1990, en ekki fyrr. „Þetta em nokkuð flókin tækni- leg mál sem kannski er ekki hægt að búast við að Þórarinn átti sig Strax á, enda er hann lögfræðingur en ekki hagfræðingur," sagði Már. BANKARNIR treysta sér ekki til að gera nýjan samning við rikið um kaup á spariskírtein- um ríkissjóðs að svo stöddu, að sögn Stefáns Pálssonar, form- anns Sambands viðskiptaban- kanna. Hann sagði að bankarn- ir sætu nú uppi með óseld í athugasemd við orð Þórarins, sem Yngvi Öm Kristinsson, for- stöðumaður við peningamáladeild Seðlabankans, sendi frá sér í gær, segir að umræður um efnahagsmál almennt hafí ekki verið á dagskrá í viðræðum Húsnæðisstofnunar og lífeyrissjóðanna. Frá því hafí hins vegar verið greint að ekki væri gert ráð fyrir verulegri breytingu á atvinnustigi á næsta ári. Ekki hafi verið lagt mat á það hvort sérstak- ar aðgerðir væm nauðsynlegar til þess að svo mætti verða eða gerðar tillögur í þá átt. Yngvi segir að orð Þórarins um að Seðlabankinn treysti sér ekki til að gera ráð fyrir frekari raunvaxta- lækkun á næsta ári en orðin sé, standist ekki. Hið rétta sé að Seðla- bankinn reikni ekki með lækkun á meðalvöxtum eigna lífeyrissjóð- anna nema hvað búist sé við að tekjur af lánum með breytilegum vöxtum lækki um 300 milljónir króna og jafngildi það um 2% raun- vaxtalækkun á þeim lánum. Þá segir Yngvi að ekki sé rétt hjá Þórami að ekki sé reiknað með neinum samdrætti í yfírvinnu. „Um- rædd áætlun byggist á því að at- vinnutekjur vaxi um 5%, sem er 1-2% lægra en í Þjóðhagsáætlun fyrir 1989. Hins vegar er miðað við að kauptaxtar hækki um 7-8% milli ára. Mismunur skýrist af því að reiknað er með minnkandi yfírvinnu og yfírborgunum," segir í umsögn Yngva. skirteini fyrir um 2 milljarða króna, sem væri mikil blóðtaka fyrir bankana. í svari Ólafs Ragnars Grimssonar, Qármála- ráðherra, við fyrirspum Frið- riks Sophussonar á Alþingi í gær kom fram að þann 20. nóv- ember vom óseld spariskírteini VISA ísland — Greiðslumiðlun hf. hefúr samið við Sjóvátrygg- ingarfélag íslands hf. um að ann- ast ferðaslysatryggingu kort- hafa frá og með 1. janúar 1989. Jafiiframt hafa tryggingar al- mennra korthafa verið bættar og örorkustig tekin upp varðandi bætur í slysatilfellum. Slysa- trygging almenns korthafa er um 6 milljónir króna, sjúkra- trygging 1,2 milljónir króna en gullkorthafa um 12 milljónir króna og sjúkratrygging 4,5 milljónir króna á núverandi verð- lagi. Þeir Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa, og Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri fyrir 1,697 milljónir króna. Samningur ríkisins og bankanna rennur út um áramótin, en þegar hann var undirritaður í ágúst síðastliðnum bjuggust bankamenn við að eiga óseld spariskírteini fyr- ir 500-1,000 milljónir króna í árs- lok, að sögn Stefáns Pálssonar. Sjóvá, undirrituðu í gær samning þar að lútandi, sem gerður er til þriggja ára og nema tryggingaið- gjöld á ári um 20 milljónum króna. Stjórn Visa ákvað fyrr á árinu að bjóða innlendum tryggingafélög- um að gera tilboð í tryggingavemd fyrir korthafa þess, sem em á bilinu 80—90.000 talsins. Tilboð bámst frá fjórum félögum og eins og að framan greinir varð Sjóvá hlut- skarpast, en það er eins og kunn- ugt er annað stærsta tryggingafyr- irtæki landsins. Reykvísk endurtrygging hf. sem þjónað hefur korthöfum Visa með miklum ágætum síðustu tvö árin, eða frá því að korthafatryggingar vom teknar upp, lætur því nú um áramótin af því verkefni. Alls var samið um sölu fyrir 3 milljarða króna. Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir skömmu hafa að minnsta kosti tveir bank- ar, Útvegsbankinn og Iðnaðar- bankinn, boðið spariskírteini til sölu með afföllum á þann hátt að selja þau með hærri vöxtum en ríkissjóður býður. Peningastofnunum var ætlað að ábyrgjast sölu á spariskírteinum fyrir 2,97 milljarða samkvæmt samningi við ijármálaráðuneytið í ágúst. Þá bám 3 ára bréf 8% vexti umfram verðtryggingu, en í byijun október lækkuðu þeir niður í 7,3%. Stefán Pálsson sagði að snögglega hefði dregið úr sölu þá og ein af ástæðunum fyrir dræmri sölu á spariskírteinum nú væri að á mark- aðinum væm bréf sem bera hærri vexti en þau. í svari fjármálaráðherra á Al- þingi kom fram hve mikið dró úr sölu spariskírteina á almennum markaði í október. í ágúst seldust spariskírteini fyrir 206 milljónir króna, í september fyrir 529 millj- ónir, í október fyrir 168 milljónir og 1.-20. nóvember fyrir 94 millj- ónir króna. Einnig kom fram í svari fjár- málaráðherra að í lok ágúst áttu seljendur óseld spariskírteini fyrir 398 milljónir króna, í lok septem- ber fyrir 961 milljón króna, í lok október fyrir 1,190 milljónir króna og þann 20. nóvember vora óseld spariskírteini fyrir 1,697 milljónir króna, eins og áður sagði. Malbikað fram í miðjan desember Þarna eru um 70 bílastæði, i kjallara hússins við Vesturgötu 7. -70 bílastæði við Vesturgötu 7 „VIÐ HÖFUM verið að malbika alveg fram undir þetta, vorum síðast á fimmtudag að Ijúka verki á Skothúsvegi," sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri í Reykjavík í samtali við Morgunblaðið. Ingi segir *það vera mjög óvenjulegt að mal- bikun standi yfír svo langt fram á vetur. Vepjulega ljúki malbik- un í lok október og hefíist aftur í mai eða júní. Síðustu viku hafa verið malbik- unarframkvæmdir á vegum borg- arinnar við göngustíga í Elliða- árdal, í Húsahverfí í Grafarvogi og nokkur smáverkefni. Helstu verkefnin núna sagði Ingi að væm við frágang bíla- stæða við Vesturgötu 7, þar verða stæði fyrir um 70 bíla opin al- menningi endurgjaldslaust fyrir jólin í kjallara nýbyggingarinnar. Auk þess em að hefjast fram- kvæmdir við brú á Bústaðavegi við Miklatorg, þar sem Mikla- braut, Hringbraut og Bústaðaveg- ur munu tengjast. Milt veður og hlýindi undanfar- ið hafa gert kleift að halda gatna- gerðarframkvæmdum áfram lengur fram á haustið en venja er. „Misskilningur hjá Þ6rarni“: Fráleitt að spáin boði gengisfellingu - segir efiiahagsráðunautur fiármálaráðherra Bankarnir eiga óseld spariskírteini fyrir um 2 milljarða: Getiini ekkí samíð um frek- ari kaup að svo stöddu - segir Stefán Pálsson, formaður Sambands viðskiptabankanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.