Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 65

Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 65
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 65 Valdaklikan og klerkurinn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó Drepið prestinn — „To Kill A Priest“. Leikstjóri: Agneiszka Holland. Handrit: Agneiszka Holland. Aðalleikendur: Ed Harris, Christopher Lambert, Joss Ackland. Bretland 1988. Umbótabylting Samstöðu í Póllandi í lok áttunda áratugarins og kæfð var niður með hervaldi 1981, stendur öllu frelsissinnuðu fólki ljóslifandi fyrir hugsskots- sjónum. Félagamir fóru vafalaust fullgeist í sakimar, ætluðu að endurheimta frelsið að fullnustu í einu vetfangi. Óskandi að slíkt endurtaki sig ekki á næstunni í Eystrasaltslöndunum, og víðar. Þessi umsvifamikla fjöldahreyf- ing hefði ömgglega ekki náð langt jafn langt ef ekki hefði komið til stuðningur kaþólsku kirkjunnar pólsku. En landsmenn eru óvenju trúuð þjóð,l innan kirkjunnar teljast yfir 90 prósent þeirra, þrátt fyrir ríflega fjögurra áratuga lögboðinn kommúnisma. Ein af frelsishetjum Pólverja á Samstöðuárunum var einmitt presturinn Popieluszako. Hann varð síðar píslarvottur í augum þjóðar sinnar, eftir að róttæk öfl innan klíkunnar sem tók við vöíd- um réði honum bana. Um þessa atburði á hin glænýja mynd að fjalla. Hinsveg- ar verður þáttur klerksins mun rýrari en leyniþjónustumannsins Ed Harris, sem stendur fyrir framkvæmd morðsins. Myndin gengur mest útá lífsbaráttu hans, fjölskyldumál, samband hans við son sinn, baráttu hans við eigin samvisku, yfírmenn og afstöðu til kirkjunnar. Myndin er ekki slæm sem slík, margt vel gert, einsog aðförin að prestinum, and- rúmsloftið lævíst og þrúgandi, sviðsmyndin og búningamir gráir og kaldir. Leikurinn góður hjá Ackland og Harris, sem á auð- velt með að ræna senunni. En eftir verður, úti í kuldanum, sag- an af Popieluszako og leikur Lamberts, sem er kolómögulegur í hlutverki dýrlingsins. Bágar brelluí Laugarásbíó: Skordýrið — „Insect" Aðalleikendur Steve Railsbach, Cynthia Walsh, Susan Ansbach, John Vernon. Bandarísk, gerð 1988. Það er engu líkara en verið sé að taka til í ruslageymslum kvik- myndahúsanna þessa dagana og koma botnfallinu á markaðinn. Af- spymulélegar myndir hafa sett mark sitt á úrvalið síðustu vikum- ar, með heiðarlegum undantekning- um þó. Skordýrið er ósköp vesæl brellumynd þar sem óskapnaðurinn Varað við af- námi þýð- ingarskyldu FÉLAG sjónvarpsþýðenda hefur samþykkt ályktun þar sem varað er við því að afhema þýðingar- skyldu á erlendu sjónvarpefni. Alyktunin fer hér á eftir: „Félag sjónvarpsþýðenda varar við þeim þjóðhættulegu hugmynd- um sem uppi em um að afnema þýðingarskyldu á útlendu sjón- varpsefni. Óllum má vera ljóst að sjálfstæði íslendinga á sér rætur í arfleifð íslenskrar tungu og glötum við henni mun lítið fyrir okkur fara sem þjóð í framtíðinni. Nær væri að rísa gegn holskeflu útlendrar söiumennsku af einurð; skattleggja innflutning og notkun þeirra tækja sem ætlað er að opna flóðgáttimar og láta féð síðan renna til íslenskr- ar dagskrárgerðar. Tungan og fiskimiðin em máttarstólpar íslenskrar þjóðar og sama lögmál gildir um hvort tveggja: Þegar í óefni er komið getur orðið of seint að snúa þróuninni við.“ Alyktun var samþykkt einróma á almennum félagsfundi FSÞ. í Alien er tekinn til fyrirmyndar. En auðsýnilega gerð aJf andlegum sem veraldlegum vanefnum og ein- kennist af bágbomum brellum og kannski enn aumingjalegra handriti og vinnubrögðum. Railsbach fer með hlutverk lögregluþjóns í smábæ þar sem allt fer á annan endann eftir að maður hmflar sig á jurt í gróðurhúsi. Framandlegt sníkjudýr býr um sig í manngarmin- um og forsetinn fyrirskipar að sjúkrahúsinu verði breytt í ijúkandi rústir ef ekki finnist mótefni sem dugar. Það reynist vera gamla, góða brennivínið, sem reyndar kem- ur furðulítið við sögu í þessari tremmakenndu mynd, hitt kæmi ekki á óvart, að það hefði spilað því stærra hlutverk bak við tjöldin! Hér er það fátt sem gleður aug- að. Framvindan er ósköp hæg en reynt að fela fátæklega atburðarás með illþolandi tónsmíðum, linnu- lausum langhlaupum eftir kjallara- göngum, emjan og orgi persónanna og svipmyndum af ófétinu hræði- lega. Ekki bætir lágkúmlegur leik- ur úr skák, hér má m.a. sjá Susan Anspach, sem við upphaf áttunda áratugarins lét, í rausnarlegri mikil- mennskuvímu, hafa eftir sér að hún væri ein af prinsessum Hollywood. Ajæja. Þessi gleymist fljótt yfir gæðamyndum hátíðanna, skulum við vona. 100%ANGQRA i \ Húfa, trefill og vettlingar úr íslenskri angóru frá FlNULL allt í einum pakka. VERÐ KR. 2.390 FRAMLEIÐSIA - HEILDSALA - SMASALA V/ÁLAFOSSVEG - SÍMI91 -666006 ÚTSÖLUSTAÐIR REYKJAVlK: Alafossbúöin, Vesturgötu 2 • Árbaejarapótek, Hraunbæ 102B • Breiðholtsapótek, Módd • Droplaugarstaðir, verlsun • Ellingsen, Grandagarði • Garðsapótek, Sogavegi 10 • Heilsumarkaðurinn, Hafnarstræti 11 • Holtsapótek, Lang- holtsvegi 84 • Ingólfsapótek, Kringlunni • Laugavegsapótek, Laugavegi 16 • Lyfjabúðin Iðunn, Lauga'vegi 40 • Madam, Glæsibæ • Skátabúðin, Snorrabraut 60 • Sportval v/Hlemm • Sportval, Kringlunni • Veiðivon, Langholtsvegi 111» KÓPA- VOGUR: Bergval, Hamráborg 11 • GARÐABÆR: Apótek Garðabæjar • HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Norðurbæjar, Mið- vangi • Hafnarfjarðarapótek, Strandgötu 34 • Hannyrðabúðin, Strandgötu 11 • KEFLAVfK: Vinnufatabúðin, Hafnargötu 32 • MOSFELLSBÆR: Apótek Mosfellsbæjar • Ffnull hf. v/Álafossveg • AKRANES: Sjúkrahúsbúðin • STYKKISHÓLMUR: Hólmkjör • BÚÐARDALUR: Kaupfélag Hvammsfjarðar • ÍSAFJÖRÐUR: Sporthlaðan • BOLUNGARVlK: Einar Guðfinns- son hf. • FLATEYRI: Brauðgerðin • PATREKSFJÖRÐUR: Verslun Ara Jónssonar • TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjarnabúð • HÓLMAVfK: Kaupfélag Steingrimsfjarðar • VARMAHLIÐ: Kaupfélag Skagfirðinga • SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfirðingabúð • SIGLUFJÖRÐUR: Veiðafæraversl. Sig. Fanndal • AKUREYRI: París, Hafnarstræti • DALVfK: Dalvikurapótek • Versl- unin Kotra • ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg • HÚSAVlK: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar • MÝVATN: Verslunin Sel, Skútu- stöðum • EGILSSTAÐIR: Kaupfélag Héraðsbúa • SEYÐISFJÖRÐUR: Verslun E.J. Waage • HÖFN: Kaupfélag A-Skaft- fellinga • HELLA: Rangárapótek • SELFOSS: Vöruhús KÁ • HVERAGERÐI: Heilsubúðin, Heilsuhæli NLFl • ölfusapótek • VESTMANNAEYJAR: Mozart. 100% sitttinæriáinaður á atta Ijölskykluna Þaðgerasér ekkiallirgrein fyrírþví, hvað það er þýðingar- mikið fyrir heils- unaaðiátasér ekki verða katt. Islenska ullin er mjög góö og er betri en allt annaö, sérstaklega í miklum kulda og vosbúð. En í dag ferðumst viö á milli heimilis og vinnustaöar í bílum og förum frá hlýjum heimilum okkar á hlýja vinnustaði. Þessar stuttu ferðir geta verið ansi kaldar og jafnvel örlagarikar ef við veijum okkur ekki fyrir kuldanum. Hér kemur silkið sem lausnin. Silkið er mjög hlýtt en aldrei óþægilega hlýtt; það bókstaflega gælir við hörundiö. Silkið er örþunnt og breytir því ekki útliti ykkar. Þið verðið áfram „ jafn grönn þótt þið klæðist þvi sem vöm gegn kulda. Þvi er haldið fram í indverskum, kinverskum og fræðum annarra Austurlanda að silkið vemdi líkamann i fleiri en einum skilningi. PÓSTKRÖFUSALA - SMÁSALA - HEILDSALÁ. KIMI • Sir tsi & m, m 8J m i ím l MAR 10262 - 10263. LAUGAVEGI 25. Svefnpokar ajimgilak. Skátabúðin selur hina heimsþekktu Ajungilak svefnpoka, en Ajungilak er einn stærsti svefnpokaframleiðandi í heimi. Við hjá Skátabúðinni aðstoðum við val á þeim poka er hentar þínum þörfum. Okkar ráð- leggingar eru byggðar á áratuga reynslu. Nmii ’Jj m V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! , FRAAAl/R SNORRABRAUT 60 SÍM112045 kíttíJúmá múLátiMMu ■~rv •JLS4Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.